Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 9
KEVIN GARNETT er bara strákur Snýst lífið hjá körfuboltamönnum núorðið um peninga og kvenfólk í stað menntunar? Við lifum á tíma tölvubyltingar- innar og X-kynslóðarinnar. Kevin Garnett telst sennilega til X-kynslóð- arinnar en það er spurning hvort hann viti eitthvað um tölvur. Og hver er þessi Kevin Garnett sem hugsanlega hefur ekki hundsvit á tölvum? Jú, það er maðurinn, eða réttara sagt strákurinn, sem á dögun- um var valinn fimmti af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA. Greinarhöfundur segir strákurinn því hann er fæddur árið 1976 og verður þar með yngsti leikmaðurinn í NBA á næsta tímabili. En þessi Garnett tók örlagaríka ákvörðun til að komast í NBA. Hann gaf nefnilega háskólanám upp á bát- inn til þess að komast í þessa mestu atvinnumannadeild íþróttanna. Hann er þriðji leikmaðurinn til að hoppa beint úr framhaldsskóla í NBA en hinirtveir voru Darryl Dawkinsog Bill Willoughby. Það eru skiptar skoðanir um getu Garnetts til að leika í NBA. Hann var vissulega valinn besti framhalds- skólaleikmaður Bandaríkjanna síð- asta vetur með Farragut framhalds- skólanum f Chicago. Tölfræði hans var einnig stórkostleg: 25,2 stig, 17,9 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 6,5 varin skot og 66% skotnýting! Garnett, sem er 210 sm skotframherji, lék stöðu miðherja hjá Farraguten þaðer vonlaustfyrir hann aðspila þástöðu í NBA. Hannermikill íþróttamaðurog sagður vera frábær að senda boltann en er aftur á móti mjög léttur. Sjálfur segir hann sig vera 100 kg en lítur miklu frekar út fyrir að vera 10 kg léttari. Hann þarf því að bæta á sig nokkrum kílóum til þess að verða ekki kastað íburtu afvellinum. Með því að sleppa að leika í háskóla missir Garnett að auki mikilvæga reynslu og þekkingu. Sagt er að háskólabolt- inn í Bandaríkjunum sé eini körfu- boltinn sem leikinn sé af einhverju viti, þar læri menn grundvallaratriðin frægu. Eftir að hann féll á stöðluðu inn- tökuprófi bandarísku háskólanna (vantaði 1 stig upp á til að ná) ákvað hann þann 10. maí að gefa kost á sér í nýliðaval NBA. Hann átti þess reynd- ar kost að endurtaka prófið viku síðar en sagði að það þýddi ekkert fyrir sig að hangsa í háskóla. Það væri kom- inn tími til að taka skrefið fram á við. Þegar virtir ráðgjafar ráðlögðu hon- um að hefja háskólanám og sjá svo til með framhaldið sagði Garnett, með hugann við piparsveinalffið og flottu bílana: „Verið þið ekki eins og kerl- ingar, látið ekki svona." Málið er einfaldlega það að Kevin Garnett gat ekki staðist freistinguna og pressuna sem á hann var sett. Margir forráðamenn NBA liða höfðu sagt fyrir nýliðavalið að hann yrði pottþétt valinn á meðal fimm efstu ef hann gæfi kostá sér. Og Ben Nelson, þjálfari Farragut, tók í sama streng. Já, það er eitthvað að þegar körfuboltinn er orðinn mikilvægari en nám og m.a.s. kennurum stendur á sama. Það er engum blöðum um það að fletta að Garnett getur orðið frábær leikmaður í NBA. En hann getur líka orðið auralaust og ómenntað gamal- menni eins og Bill Willoughby sem lék í NBA 1975-'84. Þá vakna einnig spurningar hvers hann fari á mis með Kevin Garnett. því að sleppa háskólanámi. Juwan Howard, leikmaður Washington Bullets, er gott dæmi um körfubolta- mann sem yfirgaf háskóla of fljótt en útskrifaðist samt utan skóla. Hann hafði þetta að segja um ákvörðun Garnett: „Þessi strákur ætti að fara í háskóla. Að fá ekki að upplifa bestu ár ævinnar, að sleppa tækifærinu á því að fá frábæra menntun væru hræðileg mistök." Ef svokallað launaþak nýliða verðurtekið upp í sumarmun hann fá mest 1,3 milljónir dollara. Það er nú ekki slæmt fyrir 19 ára strák, sem ólst upp við sult og seyru í Suður-Karó- línu, að fá nokkrar milljónir í vasap- eninga. En spurningin er: Er Kevin Garnett reiðubúinn að hefja nýtt lí- ferni? Er NBA reiðubúið að taka við honum? Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.