Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 9

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 9
KEVIN GARNETT er bara strákur Snýst lífið hjá körfuboltamönnum núorðið um peninga og kvenfólk í stað menntunar? Við lifum á tíma tölvubyltingar- innar og X-kynslóðarinnar. Kevin Garnett telst sennilega til X-kynslóð- arinnar en það er spurning hvort hann viti eitthvað um tölvur. Og hver er þessi Kevin Garnett sem hugsanlega hefur ekki hundsvit á tölvum? Jú, það er maðurinn, eða réttara sagt strákurinn, sem á dögun- um var valinn fimmti af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA. Greinarhöfundur segir strákurinn því hann er fæddur árið 1976 og verður þar með yngsti leikmaðurinn í NBA á næsta tímabili. En þessi Garnett tók örlagaríka ákvörðun til að komast í NBA. Hann gaf nefnilega háskólanám upp á bát- inn til þess að komast í þessa mestu atvinnumannadeild íþróttanna. Hann er þriðji leikmaðurinn til að hoppa beint úr framhaldsskóla í NBA en hinirtveir voru Darryl Dawkinsog Bill Willoughby. Það eru skiptar skoðanir um getu Garnetts til að leika í NBA. Hann var vissulega valinn besti framhalds- skólaleikmaður Bandaríkjanna síð- asta vetur með Farragut framhalds- skólanum f Chicago. Tölfræði hans var einnig stórkostleg: 25,2 stig, 17,9 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 6,5 varin skot og 66% skotnýting! Garnett, sem er 210 sm skotframherji, lék stöðu miðherja hjá Farraguten þaðer vonlaustfyrir hann aðspila þástöðu í NBA. Hannermikill íþróttamaðurog sagður vera frábær að senda boltann en er aftur á móti mjög léttur. Sjálfur segir hann sig vera 100 kg en lítur miklu frekar út fyrir að vera 10 kg léttari. Hann þarf því að bæta á sig nokkrum kílóum til þess að verða ekki kastað íburtu afvellinum. Með því að sleppa að leika í háskóla missir Garnett að auki mikilvæga reynslu og þekkingu. Sagt er að háskólabolt- inn í Bandaríkjunum sé eini körfu- boltinn sem leikinn sé af einhverju viti, þar læri menn grundvallaratriðin frægu. Eftir að hann féll á stöðluðu inn- tökuprófi bandarísku háskólanna (vantaði 1 stig upp á til að ná) ákvað hann þann 10. maí að gefa kost á sér í nýliðaval NBA. Hann átti þess reynd- ar kost að endurtaka prófið viku síðar en sagði að það þýddi ekkert fyrir sig að hangsa í háskóla. Það væri kom- inn tími til að taka skrefið fram á við. Þegar virtir ráðgjafar ráðlögðu hon- um að hefja háskólanám og sjá svo til með framhaldið sagði Garnett, með hugann við piparsveinalffið og flottu bílana: „Verið þið ekki eins og kerl- ingar, látið ekki svona." Málið er einfaldlega það að Kevin Garnett gat ekki staðist freistinguna og pressuna sem á hann var sett. Margir forráðamenn NBA liða höfðu sagt fyrir nýliðavalið að hann yrði pottþétt valinn á meðal fimm efstu ef hann gæfi kostá sér. Og Ben Nelson, þjálfari Farragut, tók í sama streng. Já, það er eitthvað að þegar körfuboltinn er orðinn mikilvægari en nám og m.a.s. kennurum stendur á sama. Það er engum blöðum um það að fletta að Garnett getur orðið frábær leikmaður í NBA. En hann getur líka orðið auralaust og ómenntað gamal- menni eins og Bill Willoughby sem lék í NBA 1975-'84. Þá vakna einnig spurningar hvers hann fari á mis með Kevin Garnett. því að sleppa háskólanámi. Juwan Howard, leikmaður Washington Bullets, er gott dæmi um körfubolta- mann sem yfirgaf háskóla of fljótt en útskrifaðist samt utan skóla. Hann hafði þetta að segja um ákvörðun Garnett: „Þessi strákur ætti að fara í háskóla. Að fá ekki að upplifa bestu ár ævinnar, að sleppa tækifærinu á því að fá frábæra menntun væru hræðileg mistök." Ef svokallað launaþak nýliða verðurtekið upp í sumarmun hann fá mest 1,3 milljónir dollara. Það er nú ekki slæmt fyrir 19 ára strák, sem ólst upp við sult og seyru í Suður-Karó- línu, að fá nokkrar milljónir í vasap- eninga. En spurningin er: Er Kevin Garnett reiðubúinn að hefja nýtt lí- ferni? Er NBA reiðubúið að taka við honum? Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.