Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 17
Auk ferðakostnaður er vitanlega um ýmislegan annan kostnað að ræða eins og gefur að skilja. En ferðakostn- aður er vitanlega aðeins lítill hluti þess sem til þarf til að reka knatt- spyrnudeild. GARÐAR JÓNASSON, formaður knattspyrnudeildar Völs- ungs á Húsavík, áætlar að kostnaður vegna reksturs deildarinnar í ár verði ekki undir 7 milljónum króna. „Við fljúgum á flesta útileiki, enda er varla verjanai að fara með rútu eða á einkaþílum því leikmenn eru í vinnu. Margir eru í skóla á veturna og þurfa því að nýtatímann vel á sumrin til að þéna sem mest og þess vegna er ekki hægt að taka þá úr vinnunni lengur en nauðsyn krefur. Rekstrarkostnaður deildarinnar verður ekki undir 7 milljónum íár og er ég þá að tala um launa- og ferða- kostnað allra flokkanna. Kostnaður vegna æfingaleikja meistaraflokks í vor var ekki undir 500.000 krónum. Ástandið á Norðurlandi er með þeim hætti að þar er enginn malarvöllur boðlegur til knattspyrnuiðkunar á veturna eða vorin og því þarf sækja suður til að spila æfingaleiki. Leik- menn voru á víð og dreif í vetur og í fyrsta deildarleiknum voru allir leik- menn samankomnir í fyrsta skipti." — Væri ekki leið til sparnaðar að leika á laugardögum en þá væri jafn- vel hægt að fara á einkabílum á föstudögum, gista og gefa sér lengri tíma fyrir hvern leik? „Við höfum reynt þetta en kostn- aður vegna gistingar og uppihalds er það mikill að það er alveg eins gott að taka flug og eyða sem minnstum tíma í útileikina. Við höfum stundum greitt bensínpeninga þegar þessi háttur hefur verið hafður á en engu að síður er þetta kostnaðarsamt fyrir leikmenn." — Hverjir eru tekjumöguleikar knattspyrnudeildarinnar? „Þeir eru því miður af skornum skammti og lakari en í fyrra. Húsavík er lítill staður og sum fyrirtæki vilja alls ekki leggja peninga í knatt- spyrnustarfsemina. Það er alltaf hægt að ganga að ákveðnum aðilum og fyrirtækjum vísum þegarfarið erfram á stuðning í formi peningagreiðslna eða vinnuframlagsen aðendingu ber sami kjarninn starfið uppi. Völsungur leikur í sumar í nýjum búningum og ég hafði sambandi við tíu fyrirtæki og óskaði eftir auglýsingu á búningana en árangur varð enginn. Esso styrkti okkur með auglýsingu á búningana í 5 ár en að því loknu sögðu forsvars- menn fyrirtækisins að við hefðum fengið okkar og þeir hefðu áhuga á að auglýsa annars staðar. Enginn auglýsing prýðir því búningana í ár. Aðstöðuleysi stendur knattspyrn- unni fyrir þrifum á Húsavík og þótt margir séu áhugasamir vantar hér meiri félagsanda. Við treystum okkur ekki til að halda úti 2. flokki ogsömu- leiðis er engin kvennaknattspyrna á Húsavík. Vissulega þarf að æfa allan ársins hringtil að ala upp öfluga leik- menn en því miður eru aðstæðurnar ekki fyrir hendi." ALEXANDER HÖGNASON knattspyrnumaður Hvað dettur ALEXANDER HÖGNASYNI íhug þegar hann heyrir eftirfarandi orð? KASSI: Þetta er gildra til að t'á mig til að segja eitthvað niðrandi um brjóstkassann á Óla Þórðar. Ég ætla ekki að falla í gildruna því það er ekki orðum eýðandi á þennan pappa- kassa. BANANI: Þeirgeyma þá áótrúleg- um stöðum í Amsterdam. TEPPI: Akranesvöllur í góðu ár- t'erði. INGIBJÖRG SÓLRÚN: Reykja- víkurlíðin blómstra nú ekki í hennar stjornartíð. FÆREYJAR: Hin heimsfræga kúlu- súpa á sjómannastofunni t Klakksvík. BÓ.NDI: Þaðstarffæri Braga Berg- mann betur en dómgæslan. DRUSLA: Ladan hans Sigga Jóns. STÓRBEINÓTTUR: Lyfjafræðing- ur t Skagaliðinu. REIÐI: Eitthvað sem á til að grípa mann. SPJALD: Hluturinn sem fylgir oft rejðinni. VARIR: David Robinson. (Eru þetta varir eða vörubíladekk framan í manninum?). BJÓR: Af hverju dettur mér Heimir Guðjónsson í hug? PENINGAR: Sé þá bara um mán- aðamót. GUDJÓN: Sigursæll á Skaganum, vonlaus f Vesturbænum. VESTMANNAEYJAR: Orðheppnir áhorfendur. FEIMNI: Andstætt orð við Gauja Þórðar. ANDI: Of mikill vínandi og bar- áttúandi fara ekki vel saman í tollin- um. (Áfram Keftavíklþ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.