Bókasafnið - Mar 2020, Page 27

Bókasafnið - Mar 2020, Page 27
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 27 Vefsýning Sarpssafna á sarpur.is leit dagsins ljós 1. febrúar. Fyrsta kostaða auglýsingin á fésbókinni og Instagram var helguð auglýsingu á umræddri vefsýningu. Greitt er fyrir auglýsingar á nokkrum færslum á samfélagsmiðlunum auk þess sem safnafólk hefur verið hvatt til að líka við og deila þeim áfram. Sú færsla sem hingað til hefur átt mestum vin- sældum að fagna er ljósmynd2 þar sem hjón sitja fyrir ásamt köttum og skjaldböku en hún náði til yfir 10.000 manns og var með tæpa 800 síðusmelli. Ljósmyndari er Magnús Ólafsson og er myndin í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Ártal hennar er 1913-1920. Athygli vekur að ekki var greitt fyrir auglýsingu færslunnar. Útbreiðslu færslunnar má væntan- lega rekja til áhuga almennings á gömlum ljósmyndum. Prentuðu veggspjaldi var dreift til allra aðildarsafna Sarps og þau hvött til að dreifa þeim sem víðast í sínu nærum- hverfi. Veggspjaldið var birt sem auglýsing um miðjan febrúar í Morgunblaðinu og Bændablaðinu. Safnafólk var jafnframt hvatt til að skrifa greinar eða fara í viðtöl í fjöl- miðlum og fjalla um Sarp út frá sínum safnkosti og þegar hafa nokkrir orðið við þeirri beiðni. Of snemmt er að segja til um hvort markmið kynn- ingarherferðarinnar muni nást. Þegar þessar línur eru rit- aðar, þremur vikum eftir að herferðin hófst, eru vinir Sarps á fésbókinni rétt undir 500 talsins. Heimsóknum á sarpur. is og nýjum notendum hefur fjölgað verulega á tímabilinu. Vonandi er það vísbending um góðan stíganda í markaðs- setningu á menningarsögulegum Sarpi allra landsmanna. Greinin var rituð 16. febrúar 2019 Úr gagnasöfnum Orkustofnunar. Hægt er að skanna allt að 5 metra langar teikningar eða kort í öflugum skanna - og í forritinu sem fylgir skannanum er hægt að jafna halla, klippa af jöðrum og raða samstæðum skjölum í röð, svo eitthvað sé nefnt. (Ljósm. Þórunn Erla Sighvats).

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.