Bókasafnið - mar 2020, Page 29

Bókasafnið - mar 2020, Page 29
Bókasafnið 43. árg – 2019-2020 29 Málið var tekið fyrir á fundi Vísinda- og tækniráðs 23. nóvember og Anna Sigríður Guðnadóttir á Bókasafni Landspítalans var með s.k. ,,kveikju“ á fundinum, um opinn aðgang að gögnum og opinn aðgang almennt. Í desember var unnið að verkefnisáætlun og í lok árs var búið að setja saman ofangreindan hóp, sem skilaði af sér tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna fyrir Ísland. Í framhaldi þarf síðan að halda áfram vinnunni og móta stefnu um opin gögn, endurskoða stefnur þeirra háskóla sem þegar hafa sett sér stefnu og aðrir háskólar að móta eigin stefnu. Kynna þarf málið rækilega til að ná fram viðhorfsbreytingu í íslensku vísindasamfélagi og tengja við væntanlegt rannsóknasafn – CRIS (Current Research In- formation System). Úr gagnasöfnum Orkustofnunar. Til að búa um og pakka skjölum í yfirstærðum í hólka til varanlegrar geymslu er gott að hafa sög og stokk til að saga og sníða pappahólkana í réttar stærðir. Sem forvörn er álpappír vafið vel utan um hólkinn og síðan kraftpappír þar utan um, næst er einu eða fleiri skjölum vafið utan um hólkinn og stundum þarf silkipappír á milli. Að lokum er langri pappírsörk vafið utan um og jaðrar brotnir niður í hólkendana og bundið utan um með bómullarbandi (bendlabandi). Merking er fest á með hveitilími. (Ljósm. Þórunn Erla Sighvats).

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.