Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Að baki er viðburðaríkt ár á fjár- málamörkuðum og tilefni til að fagna góðri niðurstöðu fyrir hönd sjóð- félaga.“ Þetta segir Arnaldur Lofts- son, framkvæmdastjóri Frjálsa líf- eyrissjóðsins, þegar hann er inntur viðbragða nú þegar uppgjör fyrir fjárfesting- arleiðir sjóðsins fyrir árið 2019 liggur fyrir. Langstærsta fjárfestingarleið- in, Frjálsi 1, skil- aði 12,4% raun- ávöxtun og 15,4% nafnávöxtun á árinu. Í þeirri leið er um helmingur eigna sjóðsins varð- veittur eða um 140 milljarðar króna í eigu um 50 þúsund sjóðfélaga. „Það er ánægjulegt að greina frá því að á árinu 2019 skilaði fjárfest- ingarleiðin Frjálsi 1, sinni hæstu raunávöxtun frá árinu 2003.“ Þá bendir hann á að Frjálsi áhætta, sem er mun minni fjárfestingarleið, með fjármuni frá um 250 sjóðfélögum í stýringu, hafi skilað 13,7% raun- ávöxtun eða 16,7% nafnávöxtun á árinu. „Það er næsthæsta ávöxtun sem sú leið hefur skilað frá stofnun leið- arinnar 2008.“ Aðrar leiðir skiluðu minni ávöxt- un. Þannig nam ávöxtunin á sjóðnum Frjálsi 2 10,4% að nafnvirði og 7,5% raunávöxtun og Frjálsi 3 skilaði 6,2% nafnávöxtun og 3,4% raun- ávöxtun. Erlend hlutabréf hækkuðu mest allra eignaflokka „Þrátt fyrir tíðindi á alþjóðasvið- inu á borð við viðskiptastríð Banda- ríkjanna og Kína og útgöngu Bret- lands úr ESB skilaði heimsvísitala hlutabréfa 25,2% hækkun mælt í Bandaríkjadal sem jafngildir 30,2% í íslenskum krónum vegna veikingar hennar,“ segir hann. Þá bendir Arnaldur á að ávöxtun hér heima hafi einnig reynst góð. „Á innlendum skuldabréfamark- aði gekk mjög vel á árinu en helstu drifkraftar voru lækkandi raun- vaxtastig og lækkun á verðbólgu- álagi sem leiddi til hækkunar á virði skuldabréfa.“ Þannig reyndist ávöxtun óverð- tryggðra ríkisskuldabréfa á bilinu 5,3% til 23% og ávöxtun verð- tryggðra bréfa 3,7% til 8,9%. „Lengstu skuldabréfin gáfu bestu ávöxtunina og óverðtryggð skulda- bréf gerðu almennt betur en verð- tryggð vegna lækkunar á verðbólgu- álagi,“ segir Arnaldur til nánari skýringar. Innlendi hlutabréfamark- aðurinn tók einnig við sér þegar líða tók á árið eftir fremur dapurt gengi misserin á undan að sögn Arnaldar. „Viðsnúningur átti sér stað á markaðnum eftir erfitt árferði en úr- valsvísitala hlutabréfa hækkaði um 31,4% á árinu. Hækkun vísitölunnar orsakaðist þó að miklu leyti af geng- isþróun Marel sem vegur stóran hlut í vísitölunni,“ segir Arnaldur. Eignir Frjálsa lífeyrissjóðsins námu um 285 milljörðum króna í lok síðasta árs samkvæmt óendurskoð- uðu uppgjöri. Raunávöxtun Frjálsa í hæstu hæðum  Frjálsi áhætta skilaði 16,7% nafn- ávöxtun  Eignir sjóðsins 280 milljarðar AFP Uppgangur Heimsvísitala hluta- bréfa hækkaði um tugi prósenta. Arnaldur Loftsson kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg Uppsjávarskipin Hákon EA og Bjarni Ólafsson AK fara í næstu viku til loðnuleitar ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Ætlunin er að ná mælingu á loðnustofn- inum í janúar og aftur í fyrri hluta febrúar og verða nið- urstöðurnar notaðar til grundvallar fiskveiðiráðgjöf vetrarvertíðarinnar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út. Í febrúar verða einnig tvö veiðiskip með Árna Frið- rikssyni við mælingar. Samkvæmt samkomulagi Hafrannsóknastofnunar við Samtök fyrirtækja í sávarútvegi koma veiðiskip að þess- um rannsóknum í samtals 30 daga, tvö skip í senn. Kostnaður útgerða sem af þessu hlýst er um 60 milljónir og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. Ráð- herra og ráðuneyti styðja þetta samkomulag, segir í frétt stofnunarinnar. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er á leið í slipp með bilaða vél og er að auki óhentugt í loðnuleit vegna smæðar sinnar. Þess utan er skipið ekki með fellikjöl þannig að það er fljótt slegið út í bergmálsmælingum ef eitthvað er að veðri og sjólagi, segir í fréttinni. aij@mbl.is Hákon EA og Bjarni Ólafsson AK leita loðnu með Hafró  Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson með bilaða vél Ljósmynd/Daði Ólafsson Vertíð Bjarni Ólafsson AK á loðnuveiðum veturinn 2017. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vandinn á bráðamóttökunni liggur í heilbrigðiskerfinu sjálfu og er mál samfélagsins alls,“ segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans. „Deildin í Foss- voginum er hönn- uð til að sinna mest 35 sjúkling- um með bráðan vanda. Að undan- förnu hefur það ítrekað gerst að þar liggja 20 til 40 sjúklingar sem hafa fengið fyrstu þjónustu en þurfa innlögn, í legupláss sem ekki eru fyr- ir hendi.“ Sjúkrahótelið leysir vanda Mikið álag á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi hefur verið í um- ræðunni síðustu daga. „Vandi við að útskrifa sjúklinga er rótin að því sem við erum að kljást við alla daga. Starfsfólk bráðamóttökunnar gerir stórkostlega hluti og veldur sínu kjarnahlutverki – en deildin er ekki gerð til að sinna einnig tugum inn- lagnarsjúklinga,“ segir Páll. Fráflæðisvandann segir Páll krist- allast í því að 1% sjúklinga spítalans beri ábyrgð á 22% legudaganna. Þeir þurfa að vera á sjúkrahúsinu um lengri tíma því önnur úrræði skortir. Þetta ásamt lokuðum legurýmum og að fleiri hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þarf til starfa er vandinn. Legutími þeirra sjúklinga sem geta útskrifast fer hins vegar batnandi ár frá ári. Þannig er meðallegutími þeirra sjúklinga sem útskrifast innan 30 daga ekki nema 4,7 dagar, sem telst mjög gott. Eftir þjónustu á deildum sjúkrahússins fara margir til dæmis á sjúkrahótelið og eru þar í kannski 1-3 daga. Fá þar frekari þjónustu en geta svo snúið aftur heim. „Við værum illa sett ef ekki væri sjúkrahótelið, sem hefur stytt legu- tíma á sjúkrahúsinu. Það leysir hins vegar ekki skort á hjúkrunarrýmum, enda ekki hugsað í þeim tilgangi.“ Í yfirlýsingu sem Félag sjúkrahús- lækna og Félag almennra lækna sendu frá sér í gær segir að hættu- ástand sé fyrir löngu orðið daglegur veruleiki á deildum Landspítalans. Fjöldi fólks sem er bráðveikt sé jafn- vel dögum saman í óviðunandi að- stæðum á stofum með fjölda annarra og á göngum spítalans. Slíkt trufli bata sjúklings og eðlilega faglega þjónustu. Samtóna viðhorf koma svo fram í yfirlýsingu vaktstjóra hjúkr- unar á bráðamóttökunni. Þeir segja að á álagstímum sé erfitt og jafnvel ómögulegt að taka á móti nýjum sjúklingum sem oft þurfi að bíða lengi eftir þjónustu jafnvel á sjúkra- börum. Yfirlýsingar staðfesta fréttir Páll Matthíasson segir starfsfólkið þekkja stöðuna öðrum betur og að yf- irlýsingarnar staðfesti frétt um álag sem spítalinn sé undir og áhyggjur fólks af öryggi og þjónustu. Halda megi því til haga að flestum smærri vandamálum og slysum sé sinnt á skömmum tíma eða innan við fimm klukkustundum. Þegar sjúklingar þurfi hins vegar innlögn vandist oft málið. Á álagstímum þegar spítalinn sé yfirfullur sé ekki annar kostur í stöðunni en að fólk liggi á yfirfullum göngum bráðamóttökunnar. Því hafi nú í vikunni verið gripið til þess ráðs að koma upp sjö sjúkrarýmum á 2. hæð húss bráðamóttöku í Fossvogi. Sú lausn er þó aðeins til bráðabirgða. Nýjar og efldar deildir „Á næstunni þarf að huga að því að setja upp betri biðaðstöðu fyrir sjúk- linga sem þurfa innlögn. Einnig þarf að efla dag- og göngudeildir þangað sem vísa má flóknari tilfellum í eft- irfylgd. Ný skammtímadeild fyrir styttri legur myndi hjálpa mikið, en útheimtir sérstaka fjármögnun. Til lengri tíma þarf svo að hraða upp- byggingu hjúkrunarrýma og finna nýjar leiðir til að styðja aldraða til að búa lengur heima hjá sér. Vandi bráðamóttökunnar er birtingarmynd vanda heilbrigiskerfisins alls og þær aðgerðir sem grípa þarf til á næstu árum og áratugum krefjast sam- stillts átaks – og fjármögnunar,“ seg- ir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, að síðustu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkrahótel Landspítalinn væri illa settur án þess, segir forstjórinn. Vandinn er mál samfélagsins alls  Mikið álag á bráðamóttöku Landspít- ala  Aðgerðir eru í undirbúningi Páll Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.