Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Það er heilmikið hagræði í því aðnú geti lögreglan hlaupið uppi ökuníðinga í stað þess að þurfa að elta þá á bifreiðum eða bifhjólum.    Frá því vargreint í Morgun- blaðinu í gær að með um- ferðarlög- unum sem tóku gildi um áramót hefði verið tekin upp sú regla að ekki mætti aka hraðar en á 10 kílómetra hraða á klukkustund á svokölluðum vistgötum.    Þá segir í nýju lögunum að þegarekið sé meira en tvöfalt hraðar en heimilt sé, skuli svipta ökumann- inn skírteininu í þrjá mánuði hið minnsta.    Starfsmaður samgöngu-ráðuneytisins sem Morgun- blaðið ræddi við staðfesti að það væri rétt skilið að ef farið yrði yfir 20 km/klst. á vistgötu ætti að svipta ökumenn réttindum.    Þá sagði lögreglumaður í samtalivið blaðið að ekki yrði farið fram með neinu offorsi við að fram- fylgja þessu.    Ekki er ljóst hvað það þýðir enökumenn skyldu fara varlega og hafa auga með fótfráum lög- reglumönnum á vistgötum.    Fyrir lagabreytingu var há-markshraði á vistgötum 15 km/klst. Það telst vart ofsaakstur, jafnvel í íbúðahverfi. Var virkilega ástæða til að færa hraðann enn neð- ar? Þá má líka spyrja: Ætli það verði til einhvers annars en að tryggja að allir sem um vistgötur aka brjóti umferðarlögin? Hlaupa uppi ökuníðinga STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðasta ár var metár í Hörpu hvað aðsókn varðar. Voru 2.155 viðburðir af öllum stærðum og gerðum haldnir í húsinu. Þar af voru 449 tónleikar. Alls voru 191.319 miðar prentaðir út í miðasölunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu. Fram kemur ennfremur að í fyrra voru haldnir í húsinu 411 fundir, ráðstefn- ur, veislur og móttökur. Þar af voru 28 alþjóðlegar ráðstefnur. Aldrei áð- ur hafa svo margar alþjóðlegar ráð- stefnur verið haldnar þar. Komnar eru margar bókanir fyrir þetta ár og næsta. Skoðunarferðir undir leið- sögn voru 981 talsins. Flestar voru á ensku fyrir ferðamenn en einnig var efnt til sérleiðsagnar fyrir íslenska hópa og fyrir börn. Þá segir í fréttatilkynningunni að glæsilegri fjölskyldudagskrá hafi verið hleypt af stokkunum í lok sum- ars og 144 viðburðir fyrir börn og fjölskyldufólk farið fram í húsinu. Loks er þess getið að hellt hafi verið upp á 350.000 kaffibolla á árinu. Þegar Morgunblaðið spurði um fjárhag Hörpu á liðnu ári reyndist ekki búið að telja peninga út og inn jafn nákvæmlega og viðburði og kaffibolla, en sagt að upplýsingar yrðu veittar í ársskýrslu í vor. Í fyrra nam tap á rekstrinum 243,3 milljón- um króna. gudmundur@mbl.is Aðsóknarmet í Hörpu á síðasta ári  Búið að telja viðburði og kaffibolla í húsinu en ekki peningana út og inn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harpa Fjölbreytt starfsemi er í hús- inu. Frá sýningu á Svanavatninu. Áform eru um að reisa vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð og gætu 27 vindmyllur risið á svæðinu í tveimur áföngum með hámarks- afköst upp á 115 MW. Fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf. hefur lagt fram tillögu til Skipulags- stofnunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vindorku- garðsins. Samkvæmt matstillögu er verk- efninu við Sólheima skipt í tvo áfanga. Í þeim fyrri yrðu 20 vind- myllur með hámarksafköst upp á 85 MW. Í öðrum áfanga sjö vindmyllur til viðbótar með hámarksafköst upp á 30 MW. Áfangi 2 yrði í biðstöðu þar til afkastagetan næst í raforku- kerfinu. Nálæg tenging við raforkukerfi Í tillögunni segir að svæðið búi að góðu aðgengi við vegakerfi og sé með nálæga tengingu við raforku- kerfi. Þar kemur fram að æskilegast væri ef verkefnið tengdist kerfinu í gegnum háspennulínur sem eru þeg- ar til staðar á milli aðveitustöðva að Glerárskógum og Hrútatungu. Framkvæmdasvæðið á Laxárdals- heiði er skilgreint sem mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilega fjölbreytni að því er kemur fram í tillögunni. Við fyrstu athuganir á svæðinu og úttekt á fuglalífi út frá völdum athugunarstað snemma í maí 2019 hafi verið tiltölulega lítill fjöldi fugla skráður og fáar tegundir. Í matinu er ætlunin að kanna fuglalíf á svæðinu sérstaklega. Veð- urmastur var reist þar í fyrrasumar og var sjálfvirk myndavél sett upp í mastrinu til að safna upplýsingum um virkni fuglategunda á svæðinu. aij@mbl.is Vilja beisla vind á Laxárdalsheiði  Tillaga um mat á umhverfisáhrifum  Allt að 27 myllur Loftmyndir ehf. Sólheimar Sólheimar í Dalabyggð Búðardalur Borðeyri Vindorkugarður Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.