Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Það var hárrétt ákvörðun aðfara í þessa vegferð endavoru á sínum tíma yfir 50þúsund einstaklingar
skráðir notendur á þessum vef. Við
settum eflaust einhvers konar
heimsmet í ólöglegu niðurhali miðað
við fólksfjölda svo það var mikilvægt
að bregðast við,“ segir Guðrún Björk
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
Stefs, samtaka tónskálda og eigenda
flutningsréttar.
Skráarskiptisíðan Deildu.net
lifir enn góðu lífi á netinu þrátt fyrir
að Hæstiréttur hafi fyrir rúmu ári
staðfest lögbann sem Stef fór fram á
að lagt yrði við því að netveitufyr-
irtæki veittu viðskiptavinum sínum
aðgang að ýmsum skráarskiptasíð-
um. Lögbannið var upphaflega sett í
október 2015. Umferðin virðist þó
hafa minnkað umtalsvert frá mekt-
arárum Deildu. Í gær mátti til að
mynda finna þar spennuþættina
Brot sem nú eru sýndir á RÚV. Að-
eins höfðu um sex hundruð manns
náð sér í hvern þátt.
Munum aldrei geta
lokað öllum holum
Hvað veldur þessu? Lamaði lög-
bannið starfsemina eða hefur sjón-
varpsneysla breyst svo mikið á liðn-
um árum að fólk sækir nú frekar í
löglegar veitur og greiðir fyrir þær?
„Umhverfið er mjög breytt. Það
er komið mikið úrval af löglegum
veitum en ég held að það verði alltaf
einhverjar ólöglegar leiðir til hliðar.
Það verða alltaf einhverjir sem eru
ekki tilbúnir að borga þó að gjaldið
sé lágt og finna því aðrar leiðir.
Þannig er það líka með annað í þjóð-
félaginu, það eru alltaf einhverjir
sem virða ekki hámarkshraða þó að
flestir geri það. Við munum aldrei
geta lokað öllum holum,“ segir Guð-
rún.
Hún segir að nýjar rannsóknir í
Evrópulöndum leiði í ljós að þótt
ólöglegt niðurhal sé enn stórt vanda-
mál í sumum löndum fari það minnk-
andi. Tölur sýni að ólöglegt niðurhal
hafi minnkað um 15% milli áranna
2017 og 2018 í það heila. Mest
minnkaði það í tónlist, um 32%, þá í
ólöglegu niðurhali á kvikmyndum,
um 19%, og á sjónvarpsefni um 8%.
Hallgrímur Kristinsson, stjórn-
arformaður Frísk, félags rétthafa í
sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tek-
ur undir með Guðrúnu og segir að
nokkrar ástæður liggi að baki þess-
um breytingum.
Íslensku veiturnar góðar
„Mynstrið er aðeins að breyt-
ast. Þeim sem stunda ólöglegt nið-
urhal hefur aðeins fækkað en þó er
hér enn gífurlega hátt hlutfall í sam-
anburði við önnur lönd. Þeir sem
stunda ólöglegt niðurhal gera einnig
minna af því, eintökum á hvern og
einn hefur fækkað umtalsvert,“ seg-
ir hann.
Hallgrímur segir að lögbannið
hafi virkað og hinn almenni neytandi
líti á það sem vesen að þurfa að leita
uppi skráarskiptasíður sem séu sí-
fellt á flótta. „Svo hefur aðgangur að
löglegu veitunum batnað mikið. Ís-
lensku aðilarnir, Síminn, Sýn og
Rúv, hafa staðið sig mjög vel. Það
hjálpar, engin spurning.“
Ólöglegt niðurhal
minnkaði um 15%
AFP
Nýir tímar Nýjustu straumar voru kynntir á CES-ráðstefnunni sem stendur
yfir í Las Vegas. Ólöglegt niðurhal er á undanhaldi en streymisveitur í sókn.
Guðrún Björk
Bjarnadóttir
Hallgrímur
Kristinsson
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áður hefurveriðfjallað í
ritstjórnar-
greinum um „col-
lateral damage“
(saklausir fylgi-
fiskar „nauðsyn-
legra“ aðgerða) sem iðulega
hafa fylgt árásum hers eða
leyndarþjónustu fyrr og
síðar. Í þeim tilvikum er
iðulega átt við fólk sem
verður fórnarlömb í árás
þótt fyrirfram hafi verið
ljóst að þannig kynni að
fara. En „kalt mat“ hafi
réttlætt fórnarkostnaðinn.
Ekki er lengur um það
deilt í Bandaríkjunum að
Trump, forseti Bandaríkj-
anna, var innan sinna vald-
heimilda þegar hann tók
ákvörðun um að færi sem
opnaðist skyldi nýtt til að
bana Soleimani, einum
æðsta foringja Byltingar-
varða Írans, sem hafði þess
utan stjórnað fjölda að-
gerða utan Írans til að
koma óvinum þess fyrir
kattarnef og auðvitað með
tiheyrandi manntjóni
„fylgifiska“. Demókratar í
kosningaham reyndu að
klína morði á borðalögðum
herforinga á Trump og
sektin fólst í heimildar-
skorti. Trump hefði átt að
koma á fundi með þing-
mönnum á meðan bílalest
skotmarksins þaut áfram
frá flugvellinum í Bagdad.
En fljótlega var rifjað upp
að Obama forseti tók á
þriðja þúsund slíkar
ákvarðanir og þeir sem
drónar hans felldu voru iðu-
lega ekki nægilega merki-
legir til að þeir væru nafn-
greindir opinberlega.
Valdatími Obama hefði ekki
dugað honum til þessarar
starfsemi ef hann hefði
þurft að kalsa þessi mann-
dráp fyrir þingheimi. Og
norska nóbelsnefndin hefur
ekki gert athugasemd við
þessa starfsemi handhafa
friðarverðlauna hennar.
En svo gerist það einnig
að ekki er um „fylgifiska
réttlætanlegra fórnar-
lamba“ að ræða. Þá eru það
óðagot, mistök eða dóm-
greindarleysi þeirra sem í
tímanauð á spennutímum
þurfa að taka hrikalegar
ákvarðanir sem reynast
mundu óverjanlegir glæpir
væru þær viljaverk.
Nú bendir flest
til þess að hern-
aðaryfirvöld í
Teheran hafi
skotið niður far-
þegaflugvél frá
Úkraínu örfáum
mínútum eftir að
hún tók á loft. Ekki er mjög
langt síðan farþegaflugvél
frá Malaysian Airlines á
leið frá Amsterdam til
Kuala Lumpur var skotin
niður yfir Úkraínu með 299
manneskjur innanborðs.
Enn er deilt um hver beri
ábyrgðina á þeim hryllingi
og hvort þar hafi verið um
hreint viljaverk að ræða
eða mistök af einhverju
tagi.
Auðvitað er það svo að
erfitt er að ímynda sér að
þótt grimmustu stríðs-
herrar eigi í hlut, þá ákveði
þeir viljandi að farga far-
þegaflugvél með fleiri
hundruð manns innanborðs.
En vegna atviksins í Teher-
an í vikunni þá minnir það á
atvik sem varð 3. júlí 1988.
Þá grandaði flaug frá
bandarísku herskipi stórri
íranskri Airbus-farþega-
flugvél yfir Hormússundi
með nærri 300 farþega inn-
anborðs. Þetta gerðist á
seinasta hálfa ári valda-
skeiðs Ronalds Reagans
sem forseta. Forsetinn
skrifaði stjórn Írans bréf og
sagðist hryggur og harmi
sleginn vegna þessa atviks.
En lengi áfram var þó um
það deilt hvort skipherrann
á herskipinu hefði verið í
góðri trú eða bæri ábyrgð á
þessu ógnvænlega óhappa-
verki eða jafnvel einhverjir
aðrir hærra í valdakerfinu.
Mennirnir í brúnni töldu að
depillinn sem þeir sáu á sín-
um skjám sýndi herflugvél
úr flugher Írana sem
stefndi beint á herskipið.
Þótt fjendur eigist við á
válegustu tímum ætti það
að vera meginregla, öllum í
hag, að rannsaka slíka at-
burði í þaula, annaðhvort
saman eða með atbeina
hlutlausra aðila sem báðir
teldu sér óhætt að treysta.
Það er mikilvægt fyrir alla
sem eiga í hlut að fá hið
sanna í ljós og þá auðvitað
fyrst og síðast aðstand-
endur og landa þeirra sem
láta lífið svo fyrirvaralaust
og með svo óhugnanlegum
hætti.
Hrap farþega-
flugvélarinnar í
Teheran minnir á
önnur svipuð eða
sambærileg atvik}
Hrikalegu fordæmin
eru orðin mörg
Í
maí í fyrra spurði ég formann Þing-
vallanefndar, þegar mælt var fyrir
breytingu á lögum um þjóðgarðinn á
Þingvöllum, hvort það væri ekki
réttara að þau stjórnsýslulegu verk-
efni sem Þingvallanefnd var gert að sinna
ættu ekki heima hjá framkvæmdavaldinu.
Sérstaklega vegna þess að ef einhver álita-
mál kæmu upp og umhverfis- og samgöngu-
nefnd (USN) þyrfti að sinna eftirlits-
hlutverki sínu gagnvart þeim málum. Það
myndi þýða að bæði formaður og varafor-
maður þingvallanefndar þyrftu að fara úr
sætum sínum sem nefndarmenn USN og
setjast í yfirheyrslusætin fyrir framan
nefndina. Ekki nóg með það þá þyrftu Karl
Gauti Hjaltason, Hanna Katrín Friðriksson
og Líneik Anna Sævarsdóttir einnig að gera
slíkt hið sama. Þeir sem sætu eftir í USN til að spyrja
nefndarmenn Þingvallanefndar spurninga væru Berg-
þór Ólason, Jón Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Kol-
beinn Óttarsson Proppé og ég, sem áheyrnarfulltrúi.
Fimm nefndarmenn USN (meirihlutinn) yrðu gestir
og fimm, ásamt áheyrnarfulltrúa, væru eftir í eftirlits-
hlutverki. Væntanlega kæmu varamenn inn í USN, en
það er vandséð hvernig nokkur ætlar að spyrja gagn-
rýninna og nauðsynlegra spurninga. Nema ég auðvitað,
það er enginn Pírati í Þingvallanefnd. Engin spurning
um tengsl sem þvælast þar fyrir.
Þessi litla nefnd er samt bara dæmi um stærra
vandamál sem Alþingi glímir við í eftirlits-
hlutverki sínu því það er hefð að meirihluti
þingsins slái saman í að eigna sér fram-
kvæmdavaldið, og sé því allt á einni hendi;
framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið, fjárveit-
ingarvaldið og eftirlitshlutverkið með fram-
kvæmdavaldinu. Það hefur nefnilega sýnt sig
aftur og aftur að hlutverk meirihlutans á
þingi er ekki aðhald og eftirlit með fram-
kvæmdavaldinu heldur að þvælast fyrir því
eftirliti, gera lítið úr mistökum eða afglöpum
ráðherra, bera fyrir sig stjórnarsamstarf um-
fram lögbrot eða að halda verndarhendi yfir
hagsmunatengslum. Jafn skýrt dæmi um
brot á skiptingu ríkisvaldsins og sést í hinni
litlu Þingvallanefnd er til í miklu stærri út-
gáfu í gervöllu þinginu. Við erum bara orðin
svo vön því fyrirkomulagi að við höldum að
það sé bara eðlilegt.
Hvað ætli yrði sagt ef Landsréttardómari myndi allt í
einu standa upp í miðju réttarhaldi og bera vitni fyrir
hönd annars málsaðilans? Eða ef lögmaður sama máls-
aðila myndi hringja í dómara að loknu þinghaldi og
hjálpa til við að skrifa dómsorðið? Slíkt er auðvitað fá-
sinna og rugl. Af hverju fær slíkt rugl að viðgangast á
Alþingi? Það er ekkert eðlilegt við að Alþingi starfi sem
varnarstofnun framkvæmdavaldsins sem sér ekkert illt,
heyrir ekkert illt og segir ekkert illt.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Heyrir, sér og segir ekkert illt
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Það að mynstur sjónvarps-
neyslu hjá fólki hefur breyst
þýðir jafnframt að nýjar leiðir
eru nú farnar í að koma sér
fram hjá því að greiða fyrir
áhorfið. Nú er mjög horft til
ólöglegra sjónvarpsútsendinga,
IPTV. Skýrsla sem unnin var af
rétthöfum sjónvarpsefnis í Evr-
ópu sýnir að 3,6% fólks í Evr-
ópu kýs að ná í sjónvarpssend-
ingar með ólöglegum hætti.
Guðrún og Hallgrímur telja að
þessu þurfi að gefa meiri gaum.
„Við sjáum þessa breytingu
bæði í Evrópu og hér,“ segir
Hallgrímur. „Íslenskir aðilar
markaðssetja þessa þjónustu
og við höfum nýlega fengið lög-
bann á einn slíkan. Fókusinn
okkar er á þessu núna.“ Málið
sem Hallgrímur vísar til var
höfðað af Sýn gegn IPTV Ice-
land sem bauð áskrifendum að-
gang að um 500 sjónvarps-
rásum fyrir 2.500 krónur á
mánuði.
Fengu lög-
bann á IPTV
ÓLÖGLEGAR ÚTSENDINGAR