Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kanadísk stjórnvöld kröfðust þess í gær að Íranar myndu leyfa kanad- ískum sérfræðingum að taka þátt í rannsókn flugslyssins í Teheran að- faranótt miðvikudags en 63 Kan- adamenn voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 737-800 frá úkraínska flugfélaginu Ukraine Int- ernational Airlines, UIA. Bandarískir fjölmiðlar sögðu í gær að sterkur grunur léki á að Ír- anar hefðu skotið vélina niður af slysni en slysið varð örfáum klukku- stundum eftir að Íranar skutu fjölda eldflauga að bandarískum herstöðvum í Írak í hefndarskyni fyrir drápið á íranska hershöfðingj- anum Qassem Soleimani. Sá grunur virtist staðfestur um kvöldið þegar New York Times birti myndband á heimasíðu sinni, sem á að sýna and- artakið þegar vélinni var grandað. Úkraínustjórn hefur þegar sent 45 sérfræðinga til Írans til þess að taka þátt í rannsókninni, en írönsk flugmálayfirvöld höfnuðu því í gær að leyfa bandarískum sérfræðing- um að taka þátt í rannsókninni. Þá munu Íranar ekki afhenda flugrita vélarinnar til Bandaríkjanna, hvorki stjórnvalda, né bandaríska Boeing- fyrirtækisins, þrátt fyrir að alþjóða- samningar um rannsóknir flugslysa kveði á um rétt þeirra til þess að taka þátt í rannsókninni. Reiðarslag fyrir samfélagið Auk Kanadamannanna 63 voru 82 Íranar, tíu Svíar, fjórir Afganar, þrír Þjóðverjar og þrír Bretar um borð. Þá fórust ellefu Úkraínu- menn, þar af níu áhafnarmeðlimir. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að hann hygðist tryggja „ítarlega rannsókn“ á or- sökum slyssins og að spurningum Kanadamanna um harmleikinn yrði svarað. Flestir af Kanadamönnunum voru af írönskum uppruna og voru um þrjátíu þeirra frá borginni Ed- monton. Sögðu fulltrúar íranska samfélagsins í borginni að slysið væri reiðarslag og að allir meðlimir þess þekktu einhvern sem tengdist slysinu með einum eða öðrum hætti. Trudeau sagði á blaðamannafundi sínum að of snemmt væri að geta sér til um ástæður slyssins en hann vildi ekki útiloka að slysið hefði bor- ið til af mannavöldum. Síðar um daginn staðfesti Trudeau að kanad- ísk stjórnvöld grunaði að vélin hefði verið skotin niður. Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, varaði sömuleiðis við get- gátum um orsakir slyssins en mynd- bönd sem tekin voru af vélinni áður en hún hrapaði sýna að eldur var kominn upp í henni. Flugmálayfir- völd í Úkraínu sögðu að sérfræð- ingar sínir í Íran væru að rannsaka nokkra möguleika, þar á meðal hvort vélinni hefði verið grandað af loftvarnaflaugum. Írönsk stjórnvöld höfnuðu hins vegar þeim útskýringum í gær og sögðu slíkar skýringar ekki standast neina skoðun þar sem margar aðrar farþegavélar hefðu verið á ferðinni á þessum slóðum þegar slysið varð. Þá sögðu írönsk stjórnvöld að gögn bentu til þess að vélin hefði reynt að snúa aftur til lendingar eft- ir að vandamál hefði komið upp. Fulltrúar UIA-flugfélagsins segja að vélin hafi verið nýkomin úr skoð- un og að áhöfnin hafi verið ein sú besta sem völ var á. Því væru lík- urnar á mannlegum mistökum við stjórn vélarinnar mjög litlar. Hins vegar hefðu samskipti vélarinnar við flugturn hætt skyndilega sem benti til þess að eitthvað mjög óvenjulegt hefði átt sér stað. Vilja ítarlega rannsókn  Þjóðarsorg í Kanada eftir flugslysið í Teheran  Flest bendir til þess að Íranar hafi skotið vélina niður  Íranar segja vélina hafa snúið við áður en hún hrapaði AFP Flugslys Aðkoman var hræðileg á slysstað og lágu hlutar úr vélinni eins og hráviði. Kallað hefur verið eftir ítarlegri rannsókn á orsökum slyssins. Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan, til- kynntu í gær að þau hygðust draga sig úr „framvarð- arsveit“ bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Kanada. Ákvörðunin mun hafa komið öllum að óvörum, þar á meðal drottningunni, og lásu einlægir aðdáendur fjölskyldunnar allt sem birtist um málið. AFP Breska konungsfjölskyldan í brennidepli Ákvörðun Harry og Meghan kom á óvart Hæstiréttur Spánar hafnaði því í gær að staðfesta kosningu kata- lónska aðskilnaðarsinnans Oriol Junqueras til Evrópuþingsins vegna þess dóms sem hann hlaut í fyrra fyrir að hafa sem ráðherra Katalón- íuhéraðs átt aðild að ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins frá Spáni árið 2017, í andstöðu við úrskurð stjórn- lagadómstóls Spánar. Junqueras, sem dæmdur var til 13 ára fangelsisvistar og sviptur rétti til þess að gegna opinberu embætti í 13 ár í október 2019, hefur með nið- urstöðu spænska dómstólsins verið neitað um að undirrita kjörbréf sitt og taka sæti á Evrópuþingi. Er þetta í beinni andstöðu við nið- urstöðu Evrópudómstólsins sem komst að því í desember að Junque- ras skyldi látinn laus úr haldi spænskra yfirvalda. Sleppa ekki Junqueras Í haldi Oriol Junqueras. AFP Noregur mun á þessu ári taka við 200 flóttamönnum sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa flutt frá Líbíu til Rúmeníu. Einnig stendur til að taka við 600 flóttamönnum úr flótta- mannabúðum í Rúanda. Þetta hefur Aftenposten eftir Jøran Kallmyr, dóms- og innflytjendamálaráðherra Noregs, sem segir flóttamennina koma til landsins í fjórum áföngum. Vill ekki skapa hvata Fyrir árið 2020 hafa norsk stjórn- völd samþykkt að taka við þrjú þús- und kvótaflóttamönnum, en norska ríkið hefur ítrekað hafnað beiðni Evrópusambandsins um að taka við farandfólki sem komið hefur til Evr- ópu yfir Miðjarðarhaf með bátum. Telur ráðherrann slíkt hvetja til ólöglegra og hættulegra fólksflutn- inga. „Við teljum það óforsvaranlegt að lokka fólk yfir Miðjarðarhaf. Þau eru að mestu leyti ekki flóttamenn, heldur farandfólk af efnahagslegum ástæðum,“ segir ráðherrann. „Ef við eigum að ná stjórn á stöðunni á Mið- jarðarhafi verðum við að aðstoða. Með samstarfi við SÞ getum við hjálpað fleirum og þeim sem glíma við erfiðustu aðstæðurnar.“ Kallmyr segir talsverðan fjölda þeirra sem hafa farið með bátum yfir hafið til Evrópu ólíklegan til þess að fá dvalarleyfi í Noregi. „Það er verið að tala um unga afríska karlmenn sem vilja fæða fjölskyldur sínar. Ef þeir eru ekki á flótta frá heimalandi sínu munu þeir ekki fá dvalarleyfi og verða sendir til baka.“ Hins vegar hafa flóttamennirnir sem hafast við í flóttamannabúðum SÞ þegar verið metnir og skilgreind- ir sem einstaklingar í leit að alþjóð- legri vernd. „Þetta gerir það að verk- um að hægt er að framkvæma hælismat áður en þeir koma til Nor- egs,“ útskýrir Kallmyr. Taka við 800 flóttamönnum  Neita að taka við þeim sem siglt hafa yfir Miðjarðarhaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.