Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 1
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stærsta fjárfestingarleið lífeyris- sjóðsins Frjálsa, Frjálsi 1, skilaði 12,4% raunávöxtun í fyrra sam- kvæmt uppgjöri. Um 50 þúsund sjóðfélagar eiga fjármuni í þessari fjárfestingarleið. Heildareignir hennar námu um 140 milljörðum króna um nýliðin áramót. Aðeins einu sinni áður, í þá rúma fjóra ára- tugi sem þessi fjárfestingarleið hef- ur verið í boði, hefur raunávöxtun hennar verið meiri, það var árið 2003 þegar hún reyndist 16%. Árangur sjóðsins er ekki síst eftirtektarverður í samanburði við árið 2018 en þá reyndist raunávöxt- un aðeins 1,1% en ári fyrr var hún 5%. Þrátt fyrir hina miklu raun- ávöxtun Frjálsa 1 var það ekki sú fjárfestingarleið hjá lífeyrissjóðnum sem skilaði bestri ávöxtun. Á toppn- um trónir leið sem nefnist „Frjálsi áhætta“. Raunávöxtun þeirrar leiðar var 13,7%. Sé litið yfir árangur þeirrar 12,4% raunávöxtun á aðalsafni Frjálsa  Flestir innlendir og erlendir eignaflokkar sterkir í fyrra MRaunávöxtun Frjálsa … »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ávöxtun Árið 2019 reyndist Frjálsa lífeyrissjóðnum einkar hagfellt. leiðar frá árinu 2008, þegar henni var komið á fót, er einnig um næst- besta árangur að ræða. Það er að- eins árið 2015 sem sker sig úr en þá nam raunávöxtunin 15%. Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa, segir í samtali við Morgunblaðið að nýliðið ár hafi að flestu leyti verið mjög hagfellt fyrir sjóðinn. Þannig hafi nafnávöxtun fjárfestingarleiða sem sjóðurinn býður upp á verið á bilinu 6,2- 16,7%. Bendir hann á að flestir eignaflokkar, bæði innlendir og er- lendir, hafi gefið vel af sér og að talsverðu máli hafi skipt að inn- lendur hlutabréfamarkaður rétti talsvert úr kútnum á síðari hluta ársins. F Ö S T U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  8. tölublað  108. árgangur  GOTT AÐ OFHUGSA EKKI VERKIN ÞVERT YFIR BANDARÍKIN Á REIÐHJÓLI RÖKKURSÖNGVAR Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLENSK TÓNSKÁLD JÓN EGGERT 10 SVERRIR GUÐJÓNS 70 ÁRA 32HELGI ÞÓRSSON 36 Veðrið lék ekki við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær frekar en víða annars staðar á landinu en gul viðvörun var þar í gildi. Gerði vindur og há sjávarstaða það að verkum að sjór flóðsins en tveir menn sem voru við störf við að setja upp grindverk við sjóinn neyddust til að hlaupa undan kraftmiklu briminu sem fór í háum skvettum yfir girðinguna. »2 flæddi inn á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum og olli nokkru tjóni en meðal annars brotnaði girðing. Var starfs- mönnum gert erfitt um vik að sinna störfum sínum vegna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Neyddust til að flýja undan briminu Flest bendir til þess að Íranar hafi sjálfir skotið niður flugvél úkra- ínska flugfélagsins Ukraine Int- ernational Airlines, sem hrapaði í Teheran aðfaranótt miðvikudags. Myndband sem New York Times birti í gær á heimasíðu sinni af flug- slysinu virðist staðfesta þetta. Just- in Trudeau, forsætisráðherra Kan- ada, segir gögn renna stoðum undir að flugskeyti hafi grandað vélinni. Segist hann ætla að tryggja „ítar- lega rannsókn“ á orsökum slyssins en kanadísk stjórnvöld kröfðust þess í gær að Íranar myndu leyfa kanadískum sérfræðingum að taka þátt í rannsókn flugslyssins sem olli dauða 63 Kanadamanna. »13 og 14 Íranar taldir hafa skotið vélina niður AFP Slys 176 farþegar létust í slysinu.  Áætlað er að tjón það sem varð í óveðrinu sem skall á í desember muni að minnsta kosti kosta vel á annan milljarð króna. Kostn- aðurinn gæti orð- ið töluvert meiri og jafnvel skipt milljörðum sam- kvæmt athugunum Morgunblaðsins. Stofnanir, sveitarfélög, trygginga- félög og fleiri eru að safna saman upplýsingum um tjónið auk starfs- hóps forsætisráðherra sem fundar nú með fulltrúum fyrirtækja og sveitarfélaga. Er mesta tjónið í veðurhamför- unum vegna bilana á raforkukerfinu og afleiðinga þeirra en Landsnet áætlar að kostnaður við viðgerðir á flutningskerfinu verði rúmar 300 milljónir króna. Mesta tjónið hjá ein- staklingum er í sveitunum, sér í lagi hjá bændum en talið er að liðlega 100 hross hafi drepist á Norðurlandi vestra. »6 Tjón vegna óveðurs- ins talið kosta vel á annan milljarð Hross Tjón er mikið hjá bændum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.