Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 ✝ Páll KristinnPálsson fædd- ist í Kaupmanna- höfn 11. janúar 1990. Hann lést 28. desember 2019. Foreldrar hans eru Elsa María Ólafsdóttir, f. 20. desember 1963, og Páll Kristinn Páls- son, f. 22. apríl 1956. Systkini hans eru Tryggvi Þór, f. 13. desember 1983, Ólafur Sölvi, f. 21. mars 1984, og Margrét Kristín, f. 15. febrúar 1985. Börn Ólafs Sölva eru Emil, f. 3. september 2014, og Mía Ólafs, f. 23. apríl 2018. Sam- býlismaður Margrétar er Helgi Valberg Jensson, f. 25. ágúst 1978. Fyrir á Margrét soninn Pál Sölva Róbertsson, f. 3. ágúst 2013. Fyrir á Helgi þau Arnór, f. 24. apríl 2009, og Thelmu Sigríði, f. 13. október 2012. Páll Kristinn ólst upp í Kaup- mannahöfn fyrstu þrjú ár ævi sinnar en síðar í Reykja- vík. Hann bjó hjá foreldrum sínum til ársins 2003 en þá fluttist Páll á sambýlið í Árlandi 9 þar sem hann bjó til ársins 2009 þeg- ar hann fluttist á sambýlið í Hólmasundi 2. Páll stundaði grunnskóla- nám í Lyngási og Safamýr- arskóla og lauk síðan stúdents- prófi frá sérdeild Fjölbrauta- skólans í Ármúla árið 2010. Í framhaldinu sótti hann ýmis námskeið hjá Fjölmennt og tók síðan þátt í vinnu og virkni fyrir fullorðna í Bjarkarási. Útför Páls Kristins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. janúar 2020, klukkan 15. Þriggja mánaða veiktist hann Palli bróðir minn af sjúkdómi sem aldrei tókst að fá greindan en hafði í för með sér súrefnisskort til heilans sem aftur leiddi til þess að hann fór í gegnum lífið sem fjölfatlaður einstaklingur. Þrátt fyrir að það sé hlutskipti sem eng- inn óskar sér og sínum kenndi það okkur sem stóðum honum næst í senn auðmýkt og gleði fyrir lífinu. Það er ekki sjálfsagður hlutur að fæðast heilbrigður eða halda heilsunni. Líkamlegar takmark- anir Palla giltu þó ekki um per- sónuleika hans. Hann var lífsglað- ur, hamingjusamur og kátur drengur. Hann átti aðeins tvær vikur eftir í þrítugasta afmælis- daginn sinn þegar hann dó og því tæpast hægt að kalla hann dreng lengur en Palli var alltaf strákslegur og til í hressilegt sprell og tusk. Hann hafði ríku- legan húmor og átti það jafnvel til að hlæja að óförum annarra þegar sá gállinn var á honum. Palli elskaði trommuslátt og söng og þá sérstaklega háu tón- ana og skríkti oftar en ekki þegar lag sem var honum að skapi var á fóninum. Palli elskaði líka vatnið og leið einkar vel þegar hann fékk að fljóta um einn og sjálfur með höfuðkút í ylvolgum sundlaugum. Palli elskaði þó fjölskylduna sína og vini mest. Hann var sjald- an eins glaður og þegar hann var umkringdur sínu fólki og náði þá oftast hvað mestri slökun. Hann hafði mikla þörf fyrir nánd og fannst ekkert betra en gott knús. Hann var einnig alla tíð vinsæll meðal frændfólks og vina og þar af leiðandi oft heimsóttur á sam- býlið. Móðurleggur hans á það til að vera mjög hávær og oftar en ekki var hann búinn að heyra í lið- inu úti á bílaplani þegar þau voru að koma í heimsókn. Rak hann þá gjarnan upp hátt og snjallt gól til að lýsa ánægju sinni. Það gerðist líka oft þegar hann sótti aðrar samkomur og tónleika og vakti þá iðulega mikla kátínu meðal við- staddra. Í minningunni skipar lagið Beautiful Boy eftir John Lennon sérstakan sess í lífi okkar Palla bróður míns. Þegar ég kom heim úr skólanum síðla dags og Palli bjó enn heima sátu þeir feðgar oftar en ekki saman í stofusófan- um; pabbi að spila á gítar og syngja lagið fyrir drenginn sinn, sem sat í fangi hans og hlustaði hugfanginn. Það kom alltaf ein- stök værð yfir Palla þegar hann heyrði þetta lag. Þannig mun ég alltaf minnast þín elsku Palli minn. Þín systir, Margrét Kristín Pálsdóttir (Magga Stína). Fallin er frá ung hetja, Páll Kristinn Pálsson. Þegar Palli litli fæddist var hann eins og flest önnur börn, heilbrigður og auga- steinn fjölskyldu sinnar. Fljótlega eftir fæðingu verður hann veikur af ókunnum orsökum, sem veldur því að hann verður fatlaður. Framtíðin varð því önnur hjá Palla litla og fjölskyldu hans en ráð var fyrir gert. Það er alltaf erfitt að skilja hvernig annað fólk lifir. En sér- staklega er það erfitt þegar lífið færir fólki í hendur það verkefni að sinna og lifa með fötluðum ein- staklingi á hverjum degi. Í fangið á fólki er lagt líf manneskju sem er algerlega ósjálfbjarga og á allt sitt undir því að verða sinnt í stóru sem smáu. Hvernig fer fólk að þessu? Við þessar aðstæður tefldi fjöl- skylda Palla, og Palli sjálfur, fram mannkostum sínum í þeirri skák sem lífið er. Og þar var af nægu af taka. Þar má fyrst nefna dugnað- inn og svo léttu lundina. Strax var ákveðið að láta þessa staðreynd ekki taka gleðina úr lífinu, heldur að gera eins gott úr erfiðum að- stæðum og mögulegt er. Það tókst svo sannarlega. Það var yfirleitt alltaf gaman í kring- um Palla og fjölskyldu. Og Palli, sá gat hlegið. Svo má nefna þær gjafir sem Palli og fólkið hans færði okkur hinum, hvað það er margt sem við megum vera þakklát fyrir í lífinu. Hvernig maður lætur ekki and- streymi ræna sig gleði og ham- ingju. Hvernig fólk tekur að sér krefjandi verkefni og vinnur þau svo vel að sómi er að. Aldrei var kvartað undan hlutskiptinu, slíkt var æðruleysið. Því líf Palla var þeirra líf og þeirra líf var hans líf. Líf þeirra var ofið saman sem einn þráður væri. Alltaf var pass- að upp á það að Palli væri með og það virtist gerast fyrirhafnar- laust. Þó ég viti að þannig var það ekki. Svo má ekki gleyma þeim sem önnuðust Palla á þeim tveimur sambýlum þar sem hann bjó. Þar leið honum vel og eignaðist hann marga vini sem önnuðust hann langt umfram starfsskyldur sínar. Mér er ofarlega í huga þakklæti til þessa fólks sem vinnur þessi óeigingjörnu störf og reyndist honum Palla mínum vel. Elsku Palli, Elsa, Óli, Tryggvi og Magga. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Páls Kristins Pálssonar. Sölvi Ólafsson. Elsku Palli. Þú varst alltaf minn besti frændi og það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín. Það var líka alltaf gaman að hlusta á tón- list heima hjá þér, spila, fara í spjaldtölvuna og lesa fyrir þig. Vona að þú hafir það gott á himninum. Þinn Páll Sölvi. Í dag verður kær mágur minn borinn til grafar og við slíkar að- stæður verður manni orða vant. Gleði, kærleikur og æðruleysi ein- kenndu Páll Kristin og þá góðu eiginleika ættu allir að reyna að tileinka sér. Ekkert á lífsins braut er sjálfgefið eða sjálfsagt. Það hefur Páll Kristinn kennt okkur öllum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fjölskylda og vinir kveðja Pál Kristin í dag, en hann verður áfram í hjarta okkar. Helgi Valberg Jensson. Elsku yndislegi Palli litli okkar. Þó að það sé erfitt að þurfa að kveðja þig er ómögulegt að minn- ast þín án þess að fyllast þakklæti. Þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, allan hláturinn og gleðina. Þakklæti fyrir allt sem þú kenndir okkur og allt sem þú skilur eftir þig. Þú stækkaðir í okkur hjartað, elsku fallegi frændi okkar. Við vitum að einhvers staðar er amma að snúa þér í hringi í villtum dansi á ein- hverju geggjuðu balli. Hvíldu í friði, elsku Palli okkar, við elskum þig. Þínar frænkur, Dagmar, Margrét og Theódóra. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Palli var ætíð hvers manns hugljúfi. Hann bjó í um 10 ár í íbúðakjarnanum Hólmasundi og það er enn óraunverulegt að hugsa til þess að þau verði ekki fleiri. Það var svo margt fram undan; stórafmælisveisla, nýr og glæsilegur stóll, alls kyns tón- leikar og leiksýningar og fleiri upplifanir sem við hlökkuðum til að deila með honum. Palli kenndi okkur að það þarf oft ekki orð til að segja svo ótal margt. Með svipbrigðum og lík- amstjáningu gat hann sagt okkur allt milli himins og jarðar og bros- ið eitt var nóg til að bræða alla í kringum hann. Það er eftirsjá að þessu yndislega brosi og eftir sit- ur tómleiki í hjörtum þeirra sem þekktu Palla. Þótt líkaminn hafi ekki getað meir svífur andi hans yfir öllu og við sjáum hann ljóslif- andi fyrir okkur, hlaupandi um og hlakkandi yfir öllum sögunum og leyndarmálunum sem við deildum með honum. Blíðari sál er vart hægt að hugsa sér og sama hvert ferð hans er nú heitið vitum við að hann mun halda áfram að heilla alla upp úr skónum. Um leið og við vottum fjöl- skyldu og vinum Palla dýpstu samúð okkar viljum við þakka starfsfólki bráðamóttöku og lungnadeildarinnar í Fossvogi fyrir sýnda umhyggju og hlýhug. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa í Hólmasundi 2, Árni Viðar Þórarinsson. Halló halló Hafnarfjörður! Svona heilsuðumst við alltaf og þér þótti það alltaf jafn fyndið! Stuðpinninn sem þú varst, ófar- asögur, slúður og leyndarmál voru það besta og brostir þú alltaf manna mest þegar talið barst að þessum málum. Við kynnumst fyrir tæpum sex árum en mér finnst eins ég hafi þekkt þig miklu lengur. Við erum búin að bralla svo margt saman; bústaðir, tón- leikar, leikhúsferðir og ekki má gleyma lestrar- og tónlistarsöngs- tundunum í sófanum þínum. Endalausar minningar sem mér þykir svo vænt um. Þú kenndir mér svo ótal margt um lífið, sama hvað bjátaði á, það leyndist alltaf risastórt bros bak við allt og þú sýndir og sannaðir hvað þú varst mikil hetja í einu og öllu. Elsku yndislegi og brosmildasti Palli minn, ég trúi því varla að þú sért búinn að kveðja okkur. Stórt skarð höggvið í líf okkar sem fengum að deila með þér ævidög- unum. Margt var á döfinni hjá okkur báðum sem við ætluðum að fagna saman; þrítugsafmæli hjá þér og ég að verða mamma. Ég hlakkaði mikið til að kynna strák- inn minn fyrir þér. Það gladdi mig svo mikið að þegar ég hvíslaði að þér óléttunni fyrir sex mánuðum, brást þú við með risabrosi og gleðihlátri sem ég mun aldrei gleyma. Heimsóknirnar og stund- irnar okkar saman verða ekki fleiri í bili en eftir sitja allar minn- ingarnar sem ég mun minnast og segja litla stráknum mínum frá þegar fram líða stundir. Elsku Palli, Elsa og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð vegna fráfalls Palla. Takk fyrir allt saman elsku prinsinn minn eins og ég kallaði þig svo oft. Ég kveð þig með mikl- um söknuði elsku Palli og enda þetta á því sem ég sagði alltaf við þig í lok hvers dags sem við eydd- um saman: Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt og dreymi þig vel. Þín vinkona, Guðbjörg Arney Marinósdóttir (Gugga). Páll Kristinn Pálsson ✝ ArnhildurJónsdóttir fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1931. Hún lést á líknar- deildinni í Kópa- vogi 26. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Arnþrúður Bjarnadóttir hús- freyja, f. 1898, d. 1955, og Jón Bergs- son, búfræðingur á Korpúlfs- töðum og síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1883, d. 1959. Samfeðra systkini Arnhildar voru Elín, Katrín og Bergur og alsystkini Bjarni, Þórður og Er- lingur. Þau eru öll látin. Arnhildur giftist Sigurði Kjartanssyni frá Höfn í Horna- firði, f. 24. maí 1926. Þau eiga þrjú börn, Helgu, f. 1951, Kjart- an Örn, f. 1953, og Sigurborgu, f. meðal frumbyggja Kópavogs. Þau byggðu sér einbýlishús á Þinghólsbraut 34 sem nú er Þinghólsbraut 40. Í kjallara húss- ins var Sigurður fyrstu árin með raftækjavinnustofuna Rafgeisla, sem hann stofnaði ásamt vini sín- um. Arnhildur sá um börnin og heimilið. Hún hafði mikinn áhuga á leiklist og lék í nokkur ár hjá Leikfélagi Kópavogs sem var áhugamannafélag. Þegar börnin þrjú uxu úr grasi hóf Arn- hildur nám í Leiklistarskóla Reykjavíkur (LR) hjá Sveini Ein- arssyni. Hún útskrifaðist þaðan 1967. Arnhildur vann síðan sem leik- kona, bæði á sviði, í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Hún lék í kvikmyndinni Paradísarheimt 1980, Húsinu 1982, Dagvaktinni 2008, Ófærð 2018 og í stuttmynd- inni Nema hvað 2019. Auk þess vann hún við að leikstýra úti á landi og hélt námskeið í fram- sögn og leiklist í skólum. Í nokk- ur ár vann hún sem kennari í lestri í Kársnesskóla í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 10. janúar 2020, klukkan 15. 1957. 1) Helga á þrjú börn, Kolbein, Jökul og Arnhildi Evu, með fyrrver- andi eiginmanni sínum Steinþóri Steinþórssyni. 2) Kjartan Örn á fimm börn, Gretti og Sig- urð, með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Margréti Grettisdóttur, Tinnu Dögg, með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Herdísi Karlsdóttur, og Matthías og Hjálmar Inga, með núverandi eiginkonu sinni Svanborgu Matt- híasdóttur. 3) Sigurborg á þrjú börn með eiginmanni sínum Sig- urði Þorsteinssyni, Arnar, Sig- urlaugu og Elvar Pál. Barnabarnabörnin eru tólf að tölu. Arnhildur og Sigurður voru Tíminn flýgur, minningar verða til, sumt festist betur í minni en annað. Ég á bara góðar minningar um góða tengdamóður, góða ömmu og góða langömmu. Það er ekki sjálfgefið. Það sem skipti Arnhildi mestu máli var mikilvægi þess að halda vel utan um fjöl- skylduna, lifa fyrir þá sem standa manni næst, elska og virða áhuga hvers og eins, hvað sem hann tek- ur sér fyrir hendur – ef metnaður og staðfesta fylgir. En eitt var það sem tengda- móðir mín gat aldrei skilið. Henni var fyrirmunað að skilja að nokk- ur maður hefði áhuga á fótbolta, hvað þá að spila hann. Þar stóð hún fast á sínu. Hún stóð reyndar oft fast á sínu. Og það var hennar styrkur. Ég rökræddi aldrei við hana. Vissi alltaf að þar myndi ég bíða lægri hlut. Leiklist var ástríða Arnhildar. Þær voru ófáar sýningarnar sem hún setti upp fyrir hin ýmsu leik- félög. Mörg voru hlutverkin á leik- sviði, í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum, nú síðast í Ófærð II. Alltaf var hún til í að lesa upp við hin ýmsu tækifæri, ljóð eða kafla úr skáldsögu. Það var ljúft að hlusta á hana. Það eru rúmlega 40 ár frá því að ég var boðinn velkominn á heimili Arnhildar og Sigurðar á Þinghólsbrautinni. Þau tóku mér einstaklega vel. Þau hafa stutt fjölskyldu mína af heilindum. Og hvað getur maður beðið um meira? Tengdapabbi; megi Guð styrkja þig í þinni sorg og það veit ég að börn þín og tengdabörn verða til staðar fyrir þig. Höfðingsskapur öll þín ár, ávallt trú varst þínu. Þig ég kveð og þerra tár þakkar sendi línu. Sigurður Þorsteinsson. Kær vinkona okkar, Arnhildur, hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Við höfum verið samferða henni í rúm 35 ár. Það byrjaði með leik- fimi í Kramhúsinu ásamt stórum hóp kvenna sem smám saman dróst saman í 25 manna hóp, „Lell- urnar“. Adda kom ásamt leiklist- arskólasystrum sínum inn í hóp- inn, aðrar komu inn með ýmsum vinkonum sínum. Hópurinn er því samansettur af ólíkum, skemmti- legum og sterkum konum. Við höfum ásamt mökum okkar farið í fjölmargar ógleymanlegar ferðir, bæði innanlands og utan. Haldið upp á mörg tilefni eins og afmæli, jól, þorrann og sumarið á Íslandi um allar sveitir. Þar hefur Adda margsinnis komið fram, lesið upp falleg ljóð og sögur. Síðasta ferðin okkar í ágúst sl. var að Flúð- um og fannst henni ekkert mál að keyra sjálf austur ef á þyrfti að halda. Síðasta jólagleðin okkar var 14. desember sl. Þar mætti hún og las upp m.a. kvæðið Ferðalok. Ekki grunaði okkur að hún væri orðin svona veik, en eftir á að hyggja hefur hún líklega verið að kveðja. Nú væri komið að lokum ferðar- innar á þessari jörð. Adda og Siggi voru afar gestris- in og höfum við nokkrum sinnum verið boðin í mat í bústaðinn upp við Esjurætur en þar áttu þau fal- legt og notalegt skjól fyrir sig og hesta sína. Þau voru mikið hesta- áhugafólk og fóru í langa reiðtúra með þeim vinahóp. Kjötsúpan hennar Öddu í bústaðnum var vin- sæl, brauðin hennar sem hún bak- aði fyrir þorrablótin okkar var bara hægt að fá frá Öddu. Síðasta matarboð hjá þeim hjónum var þegar við „Lellurnar“ komum heim úr tveggja daga ferð fyrir þremur árum, þau hjónin voru búin að undirbúa glæsilegan kvöldverð og þannig lukum við þessari dásamlegu ferð um Borg- arfjörðinn. Adda var andlega þenkjandi og marga hefur hún nuddað til að létta á ýmsum kvillum þeirra. Þótti mörgum notalegt að koma til hennar og fengu um leið talnaspá sem hún hafði mikinn áhuga á. Það var einhver ævintýrablær yfir Öddu sem klæddist vanalega síð- um pilsum, með sitt síða dökka hár og fór ekki troðnar slóðir. Mál- verkið sem Baltasar málaði af henni sýnir vel karakterinn. Nú kveðjum við hana með sökn- uði og minnumst hennar með hlýju. Vottum Sigurði og fjölskyld- unni innilegustu samúðarkveðjur. Heba og Guðný. Heba Guðmundsdóttir. Arnhildur var elst okkar stelpn- anna sem útskrifuðumst úr Leik- listarskóla Leikfélags Reykjavík- ur vorið 1967. Nú er hún þriðja úr hópnum sem fellur frá, áður voru látnir Daníel og Guðmundur. Hún var alltaf eins konar móðir hóps- ins, bauð öllum heim til sín og Sig- urðar þegar við útskrifuðumst og líka síðar þegar við héldum upp á útskriftarafmælið. Hún var alin upp í áhugaleikhúsinu í Kópavogi og tók þar þátt í mörgum sýning- um. Einlægur áhugi hennar á leik- húsi var smitandi og djúpstæður og stór hluti af lífi hennar alla tíð. Þessi hópur var frekar uppi- vöðslusamur og mörg okkar til- heyrðu róttækum stefnum þessa tíma. Arnhildur átti ekkert endi- lega heima þar, en eigi að síður var hún alltaf ákveðið akkeri í hópnum, hlý og áhugasöm og allt- af tilbúin í umræður um sam- félagsmál. Það var hún líka síðast þegar við hittumst, þ.e. þau af okkur sem voru á landinu árið 2017, þegar við héldum upp á 50 ára útskriftarafmælið. Sannarlega hafði hún margt að segja; um sam- félagið, lífið og tilveruna, og þessi kvöldstund okkar er ógleymanleg. Hún var líka býsna hress þegar þau Siggi mættu í afmæli skóla- stjórans okkar Sveins Einarsson- ar niðri í Tjarnarbæ sl. haust. Ekki átti maður von á því þá að hún ætti svona skammt eftir. Arnhildur tók þátt í fjölda- mörgum sýningum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Mér er minnisstæðast þegar hún var með okkur í Poppleiknum Óla, því brautryðjandaverki, þar sem hún tók einlægan þátt í allri vitleys- unni sem okkur datt í hug. Hún var alltaf heil og sönn í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Við sem útskrifuðumst með henni sendum Sigurði og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og minnumst Arnhildar með hlýju og virðingu. Nú er höggvið skarð í þennan hóp. Blessuð sé minning Arnhildar. Fyrir hönd útskriftarárgangs LR 1967, Þórunn, Edda, Jóhanna, Solveig, Soffía og Erlendur. Arnhildur Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.