Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 32
starfað mjög náið með kvikmynda- gerðarmanninum Jacques Debs í París og heimildamyndin Walking on Sound byggist á samstarfi hans við japanska listamanninn og goð- sögnina, Stomu Yamash’ta. „Á þessu tímabili fékk ég mikinn áhuga á því að vinna með heildarsvið raddarinnar í gegnum ýmiss konar raddhljóð, yfirtóna, barkasöng og raddgjörninga. Má þar nefna krefj- andi verkefni eins og Spa in Heaven eftir Camillu Söderberg, radd- innsetninguna Andi fyrir Listasafni ASÍ og Listahátíð í Reykjavík. Einn- ig SOLAR 5 í samstarfi við Huga Guðmundsson, Hilmar Jensson, land (2009). Sólógeisladiskur Sverr- is, Grafskrift/Epitaph, var gefinn út af alþjóðlega fyrirtækinu OpusIII/ Naive í París og hlaut „critic’s choice“ hjá Gramophone Magazine í London. Einnig má nefna að þau hjónin stofnuðu veitingastaðinn Sól- on Íslandus ásamt fleiri listamönn- um og ráku staðinn til ársins 2000. „Minnisstætt er hið magnaða óp- eruverkefni Fjórði söngur Guðrúnar eftir Hauk Tómasson, sem var sett upp í stórri skipakví, þegar Kaup- mannahöfn var menningarborg Evr- ópu (1996). Verkið sló rækilega í gegn og var sýnt sex sinnum í viku, í heilan mánuð. Í kjölfarið var óperan hljóðrituð í samstarfi við tónlist- arhópinn Caput og hlaut síðar Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Japan hefur ætíð verið mér ofar- lega í huga, enda við hjónin bæði Zen Búddistar. Árið 2005 leitaði Min-on fyrirtækið til mín með það í huga að bjóða 15 íslenskum lista- mönnum til Japans með tveggja tíma sýningu, sem færi til 15 borga. Ég tók að mér að halda utan um þetta verkefni og nefndi hópinn Bo- realis Ensemble. Undirbúningurinn tók marga mánuði og í 2.000 manna sali var alls staðar uppselt.“ Á und- anförnum 15 árum hefur Sverrir S verrir Guðjónsson er fæddur 10. janúar 1950 í Reykjavík. „Ég ólst upp í miðborginni og æfði íþróttir af kappi og keppti með unglingalandsliðinu í knattspyrnu.“ Sverrir gekk í Austurbæjarskól- ann, hann lauk stúdentsprófi frá MR og BEd gráðu frá KHÍ. Hann kenndi um 12 ára skeið við opna grunnskólann í Fossvogi, en var síð- an í London 1988-1991 og stundaði „post graduate“ nám í tónlist og kontratenórsöng. Hann lauk einnig þriggja ára kennaranámi í Alexand- ertækni við North London Teac- hers’ School. „Alexandertæknin hef- ur fylgt mér allar götur síðan og hef ég starfað töluvert með leikurum og sviðslistafólki, og kenndi Alexand- ertækni í Listaháskólanum um nokkurra ára skeið.“ Sverrir kom fyrst fram sem söngvari á Hellissandi, þá sjö ára að aldri. „Þangað fórum við á hverju sumri og dvöldum hjá Hansborgu ömmu á Grund. Síðar var ég fenginn til þess að syngja á Arnarhóli 11 ára gamall 17. júní, í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Var þá byrjaður í söngnámi hjá Sigurði Demetz. Ég söng inn á tvær vinsælar hljóm- plötur 12 og 13 ára gamall og í kjöl- farið vann ég með hinum ýmsu pían- istum, auk þess að syngja með hljómsveit föður míns á dansiböllum. Síðar langaði mig að kynnast ólík- um stílum í tónlist og starfaði með þjóðlagatríóinu Þremli, Kór Lang- holtskirkju, hljómsveitinni Pónik og stórhljómsveit Gunnars Þórð- arsonar á Broadway (1983-1986). Það var á þessu tímabili sem kontratenórröddin kom til sög- unnar.“ Sverrir söng einnig í söng- leikjunum Chicago (1985) og Vesa- lingunum (1987-1988) í Þjóðleikhúsinu. Eftir heimkomuna úr náminu frá Lundúnum 1991 söng Sverrir og vann náið með ýmsum tónlistar- hópum. Má þar nefna Musica Anti- qua sem gaf út Amor (1996), Caput sem gaf út Stokkseyri (2000) og Vo- ces Thules sem gaf út Þorlákstíðir (2006) og Sturlungu Battle of Ice- Matthías Hemstock og videó- listamanninn Joshue Ott, sem var sýnt í Hörpu og tilnefnt til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs 2014. Raddverkið Harpa Ófelíu sem ég samdi utan um texta Shakespears, hlaut fyrstu verðlaun hjá UK Radio and Drama Festival 2018. Einnig radd-og hljóðverkið RAGNARÖK – The Prophecy í samstarfi við tón- skáldið Sten Sandell, sem hlaut drama-verðlaun hjá Prix Marulic Festival 2019. Þessa stundina er það Draugasagan um Djáknann á Myrká eftir Huga Guðmundsson, undir merkjum Listar fyrir alla og mennta- málaráðuneytisins. Við heimsækjum grunnskóla víðs vegar um land og fæ ég hið ánægjulega hlutverk sögu- mannsins.“ Um þessar mundir er Sverrir að undirbúa útgáfu á tvöföldum vínil, í takmörkuðu, handstimpluðu upplagi, sem hefur verið í undirbúningi á und- anförnum árum og nefnist Rökkur- söngvar. „Hér er um samstarf við leiðandi íslensk tónskáld að ræða, sem hafa samið tónlist sérstaklega fyrir mitt kontratenór-raddsvið. Rökkur- söngvar mynda ímyndað ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar og vonar og rammast inn af vögguvísunni Litfríð og ljóshærð, sem ég söng inn á vinsæla hljómplötu, þá barn að aldri. Þeir sem vilja nálgast plötuna næla sér í eintak af plötunni á karolinafund.com eða á netfangi Sverris, artcentrum@centrum.is.“ Strákarnir mínir fljúga með mig til Osló á afmælisdaginn þar sem eldri sonurinn býr með barnabörnin. Þeir eru búnir að setja upp dagskrá fyrir helgina. Mín eina ósk var snóker sem ég hef leikið með mínum æsku- félögum frá unga aldri.“ Fjölskylda Eiginkona Sverris er Elín Edda Árnadóttir, f. 23.8. 1953, leikmynda- og búningahöfundur og myndlist- armaður. Foreldrar Elínar: Edda Ágústsdóttir, f. 28.10. 1934, vann á saumastofu búningadeildar Þjóðleik- hússins, og Árni Þór Árnason, f. 24.4. 1930, d. 5.5. 2003, véltæknifræðingur. Stjúpfaðir var Kristján Samúel Júl- íusson, f. 14.11. 1923, d. 12.5. 2006, tré- Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður – 70 ára Listamaðurinn Sverrir fyrir utan heimili sitt í Grjótaþorpinu. Rökkursöngvar Sverris Morgunblaðið/RAX Rökkursöngvar Ný plata Sverris. 32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 50 ára Oddur býr í Garði og hefur alltaf átt heima þar. Hann er verkstjóri hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Oddur er gjaldkeri björgunarsveitarinnar Ægis og var formaður í 20 ár. Maki: Berglind Fanney Guðlaugsdóttir, f. 1973, skólaliði í Gerðaskóla. Börn: Geirdís Bára, f. 1993, Sólveig Sig- rún, f. 1996, og Guðlaug Anna, f. 2004. Barnabörnin eru Berglind Sara Balos, dóttir Sólveigar, og Inga Jóna Björgvins- dóttir, dóttir Geirdísar. Foreldrar: Jón Hjálmarsson, f. 1951, for- stöðumaður íþróttamiðstöðva Suður- nesjabæjar, búsettur í Garði. og Bára Þor- steinsdóttir, f. 1949, húsmóðir í Keflavík. Oddur Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur ekki frestað því deginum lengur að framkvæma það sem þú tókst að þér. Málin taka óvænta stefnu og áætl- anir fara út í veður og vind. 20. apríl - 20. maí  Naut Hreinskilnislegar og jarðbundnar samræður við fjölskylduna koma til greina í dag. Góðsemi þinni eru engin takmörk sett svo þú mátt til með að taka þér tak. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Margt hefur verið stressandi í vinnunni undanfarið, en allt er á réttri leið. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanleg/ur þegar það á við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gæti verið vandasamt að velja réttu leiðina þegar fleiri en ein eru í boði. Hristu af þér slenið og gakktu glöð/glaður til starfa á nýjum degi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það gengur allt vel fyrir sig í vinnunni í dag. Breyttu á einhvern hátt út af vananum og notaðu útgeislunina þína að til að ná fram því sem þú vilt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þeir sem leita ráða hjá þér hafa stundum á orði að þú ættir að gerast laun- aður ráðgjafi. Sýndu umburðarlyndi í um- gengni við aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér ætti að ganga vel á heim- ilinu og í fasteignaviðskiptum. Fáðu fólk til til að taka höndum saman í sameiginlegu máli og komdu hugmyndum þínum á framfæri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim. Leystu því eigin vandamál áður en þú fæst við vanda annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur gefið einhverjum vald yfir hluta af lífi þínu og finnst núna eins og hann stjórni þér í einu og öllu. Til þín er leitað með forustu í ákveðnu máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er eitthvað stórt í aðsigi hjá þér í vinnunni. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfar- ir stöðvist. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert búin/n að hjakka svo lengi í sama farinu að leiðindin læðast að þér. 40 ára Camilla er frá Nuuk á Græn- landi en fluttist til Íslands árið 2002 og býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræð- ingur að mennt frá Næstved í Danmörku og er hjúkrunarfræðingur á Melting- arsetrinu í Mjódd og á Landspítal- anum. Maki: Halldór Steinsson, f. 1973, íþróttakennari að mennt frá Laug- arvatni og er íþróttafulltrúi í Fylki. Börn: Erik Steinn, f. 2002, Rebecca, f. 2005, og Róbert, f. 2011. Foreldrar: Hans Mortensen, f. 1945, vélstjóri, og Arnannguak Mortensen, f. 1942, húsmóðir. Þau eru búsett í Nakskov á eynni Lálandi í Danmörku. Camilla Mortensen Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Marcel Mieleszko fæddist 9. mars 2019 í Reykjavík. Hann vó 3.632 g og var 49 cm. For- eldrar hans eru Agnieszka og Marcin Mieleszko. Nýr borgari Útivist & ferðalög innanlandas NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 27. janúar. SÉRBLAÐ Glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög innanlandas fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. janúar Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.