Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 ✝ Ágústa Hans-dóttir fæddist 14. nóvember 1958 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 1. janúar 2020. Foreldar hennar voru Hans Ragnar Sigurjónsson, f. 16. júní 1927, d. 30. desember 2013, og Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, f. 3. september 1929, d. 11. júlí 2008. Systkini hennar voru Sigurjón, f. 28. febrúar 1950, d. 6. júní 1964, Anna Scheving, f. 6. ágúst 1952, Ása Björk, f. 6. febrúar 1957, Unnur Björg, Börn Ágústu og Halldórs eru Pétur, f. 7. júlí 1979, og Arnar Már, f. 7. ágúst 1984. sambýliskona Arnars er Birna Ármey Þorsteinsdóttir, f. 3. maí 1984, börn hennar eru Hafdís Birta, f. 13. september 2004, Ármann Guðni, f. 22. febrúar 2006, og Lilja María, f. 7. apríl 2010. Ágústa starfaði lengst af sem bókari í fjölskyldufyr- irtæki þeirra hjóna, H. Pét- urssyni ehf. Ágústa var mikil félagsvera og spilaði golf og laxveiði. Henni þótti gaman að ferðast og ferðaðist hún mikið bæði hérlendis og er- lendis. Útförin fer fram í dag, 10. janúar 2020, frá Útskála- kirkju Garði og hefst athöfnin klukkan 15. Einnig verður at- höfninni útvarpað í Gerða- skóla. f. 27. apríl 1961, og Sigurjón, f. 11. maí 1965. Ágústa giftist 7. október 1978 Halldóri Péturs- syni, f. 8. janúar 1958. Faðir hans var Pétur Ingva- son, f. 4. ágúst 1933, d. 27. maí 2012, og móðir er Elín Kristín Hall- dórsdóttir, f. 11. desember 1938. Systkini Halldórs eru: Ingvi, f. 4. desember 1959, Þóra, f. 7. apríl 1962, d. 28. júní 1965, Lilja, f. 13. mars 1963, Pétur, f. 4. ágúst 1969 og Þóra, f. 21. ágúst 1973. Ágústa var alltaf kölluð Gústa af þeim fjölmörgu sem hana þekktu. Hún var ósérhlífin dugn- aðarforkur, vinamörg og barngóð sem sást best á því hve hún laðaði að sér systkinabörn sín og Dóra. Flest vildu þau koma og gista hjá Gústu frænku og Dóra, ærslast í pottinum úti á palli eða heim- sækja hana í vinnuna í Fiskverk- un HP sem hún rak með Dóra sínum. Hún hafði alltaf tíma fyrir börnin. Gústa var dýravinur og átti um tíma Sókrates, boxer- hund sem fylgdi henni öllum stundum. Hún var mjög næm fyrir Sókrates og fannst okkur stundum hún geta lesið hugsanir hans og túlkað. Það var gott að koma til Gústu og ávallt gistum við Ása hjá henni og Dóra með börnin okkar í lengri og skemmri tíma þegar við eyjafólkið þurftum að dvelja á fastalandinu. Það var aldrei neitt annað í stöðunni en að gista hjá Gústu, Dóra, Pétri og Adda þeg- ar við vorum fyrir sunnan. Ása og Gústa voru alla tíð mjög nánar og urðu enn nánari eftir að við flutt- um suður í des. 2005, en þær töl- uðu nánast við hvor aðra daglega. Þá eru börnin okkar mjög náin frænku sinni og syrgja hana mjög. Gústa var mikill golfari og ótrúlega dugleg að stunda golfið þrátt fyrir að hún hafi verið með aðeins eitt lunga en í nóvember 2012 greindist hún með illkynja æxli í lunga. Hún gekkst undir stóra aðgerð þar sem lungað var fjarlægt en hún sýndi ótrúlega hógværð og mikinn styrk á þeim tíma og var fljót að jafna sig, slík- ur var krafturinn í henni. Hún naut sín best á Kirkjubólsvelli Golfklúbbs Sandgerðis þar sem þau Dóri eru félagsmenn. Hversu oft höfum við ekki fengið snöpp eða facebookfærslu frá henni í sumarkvöldsól og fallegu veðri á teignum á 8. braut á Kirkjubóls- velli af útsýni til sjávar í átt til Snæfellsjökuls sem engu er líkt. Nánast á hverjum degi mátti sjá þau hjónin á golfvellinum í Sand- gerði ýmist eftir vinnu eða um helgar ef þau voru þá ekki á ferðalagi með hjólhýsið sitt. Hún Gústa skynjaði fegurðina í náttúrunni og var dugleg að deila upplifun sinni á ferðalögum á samfélagsmiðlum. Gústa og Dóri voru alla tíð mjög samrýnd enda búin að vera saman síðan þau voru 16 ára og þau ferðuðust mikið síðustu ár. Golfið gaf henni Gústu minni mikið, hún var mikil keppnismanneskja svo ótrúlega dugleg en var jafnframt alltaf já- kvæð og glöð á golfvellinum. Við áttum með Gústu og Dóra dýr- mætar stundir í Orlando nú síð- ast í febrúar 2019 í rúmar 2 vik- ur, og þá var spilað mikið golf, tekið í spil á kvöldin og skemmt sér. Gústa talaði aldrei niður til nokkurs manns, var skemmtileg og glaðvær og var ávallt fjör í kringum hana og Dóra. Gústa þessi litla ofurkona ótrúlega hörð af sér tókst á við mjög erfið veikindi af ótrúlegri hógværð, stillingu og rósemd svo að við lá að okkur fyndust veik- indi hennar ekki eins alvarleg og raun var. Hún lést að kveldi ný- ársdags umvafin ástvinum sínum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún var elskuð og yfir okkur öll hellist mikil sorg. Elsku Dóri og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð á erfiðum tímum og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. John og Ása. Okkur langar að minnast elsku frænku okkar Ágústu Hansdótt- ur eða Gústu frænku eins og við kölluðum hana. Orð mega sín lítils á þessari stundu og segja þessar ljóðlínur meira en mörg orð. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, frænka, með sökn- uð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Í huga okkar og hjarta mun ávallt lifa minning um Gústu frænku, takk fyrir allt, elsku hjartans Gústa okkar. Samúðarkveðjur sendum við til Dóra, Péturs, Adda, Birnu, Hafdísar, Ármanns, Lilju, systk- ina Gústu og fjölskyldna og tengdafjölskyldu á þessari sorg- arstund. Þínar frænkur, Hlíf Berry og Sigríður Inga Aðalsteinsdóttir (Hlíf og Sigga). Það var að kvöldi nýársdags að okkur bárust þær sorgarfréttir að elskulega Gústa okkar, æsku- vinkona og skólasystir, væri lát- in. Stórt skarð er höggvið í okkar vinkonuhóp og verður hennar sárt saknað. Elsku Gústa sem alltaf var hrókur alls fagnaðar, hvort sem var í saumaklúbbnum eða í golf- inu. Með söknuði kveðjum við kæra æskuvinkonu. Elsku Dóri, Pétur og Addi, megi Guð styrkja ykkur á þess- um sorgartímum. Lillý, Rósa, Lilja, Guðný og Matthildur (Mæja). Lífið er hverfult og alls ekki hægt að segja að það sé sann- gjarnt. Ágústa Hansdóttir gekk fyrir ætternisstapann á fyrsta degi ársins eftir langvinna bar- áttu við illvígan sjúkdóm, langt um aldur fram, aðeins 61 árs að aldri. Gústu, eins og hún var jafnan nefnd, kynntist ég fyrir um 45 ár- um þegar hún krækti í æskuvin minn Halldór Pétursson, eða reyndar þau hvort í annað. Þau voru í raun unglingar, aðeins 16 ára bæði. Gústa nam þá hús- stjórnarfræði á Laugarvatni. Ekki er laust við að ég hafi verið afbrýðisamur út í Gústu í upphafi þar sem tími vinar míns varð nú mun minni mér til handa. En það breyttist fljótt er ég uppgötvaði hvílík mannkostastúlka hún var. Þau giftu sig árið 1978. Athafnasemi var þeim hjónum í blóð borin. Eftir að þau höfðu komið sér vel fyrir í eigin íbúð og eignast frumburðinn, Pétur, ventu þau sínu kvæði í kross og keyptu eitt stærsta kúabú lands- ins, Ármót í Rangárvallasýslu, ásamt vinahjónum sínum. Þar fæddist þeim seinni sonurinn, Arnar Már. Eftir nokkur ár í sveitinni flutti fjölskyldan í Garð- inn á Reykjanesi þar sem Hall- dór hóf störf við verkstjórn í fisk- vinnslu en Gústa við skrifstofustörf. Að nokkrum ár- um liðnum, er þeim óx fiskur um hrygg, hófu þau eigin rekstur og ráku um árabil öfluga fiskvinnslu í Garðinum og einnig útgerð, í minni mæli þó. Gústa og Halldór voru afar góðir vinnuveitendur og til marks um það var sama starfsfólkið hjá þeim árum og áratugum saman. Þau hjónin voru máttarstólpar í sínu sveitar- félagi. Gústa og Halldór byggðu sér fallegt heimili að Klappar- braut 9 í Garðinum þar sem allir voru alltaf velkomnir. Bæði komu þau úr stórum fjölskyldum og var því oft glatt á hjalla þegar ætt- ingjar og vinir komu í heimsókn. Gústa greindist með alvarleg- an sjúkdóm árið 2012 og við tók erfiður tími hjá fjölskyldunni. Svo fór að Gústa náði sér furð- anlega vel og vonir voru bundnar við að meinið væri að baki. Seinni árin stunduðu þau ferðalög og golf af miklum móð. Voru þau tíð- um erlendis að skoða heiminn og spila gólf, oftar en ekki með ætt- ingjum og vinafólki sínu. Upplifun minni af Gústu í gegnum áratugina kýs ég að lýsa á eftirfarandi hátt; Raunsæ, góð- lynd og endalaus gæði. Hlýjan streymdi frá henni. Hún hugsaði vel um fólkið í kringum sig og sýndi ótrúlegt æðruleysi gagn- vart máttarvöldunum. Alltaf var einstaklega ljúft að heimsækja og vera samvistum við þau heið- urshjónum, rifja upp liðna tíð, nútímann og hvað væri framund- an. Samheldni þeirra, dugnaður og eljusemi var aðdáunarverð og þá ekki síst þegar á móti blés í til- verunni. Ég er ákaflega þakklát- ur fyrir að hafa kynnst Gústu og átt samleið með henni og Hall- dóri, meira og minna í 45 ár. Það er skarð fyrir skildi að sjá á eftir Ágústu Hansdóttur yfir móðuna miklu. Eftirlifandi eigin- manni, Halldóri Péturssyni, sem stóð eins og klettur við hlið eig- inkonu sinnar alla tíð, og sonun- um Pétri og Arnari votta ég mína dýpstu hluttekningu vegna miss- is þeirra sem og stórfjölskyldu og vinum Gústu. Nú er dapurlegur tími en öll él birtir um síðir. Eigi má sköpum renna. Kristinn Dagur Gissurarson. Elsku Gústa mín. Erfitt er að byrja fátæklega umfjöllun um þig því að raun- veruleikinn er nokkuð fjarlægð- ur, að þú sért flogin í burtu frá okkur á annað tilverustig … tek- in frá okkur, flýgur með djúpri veðurlægð sem herjar þessa dag- ana, hafið, hólma og sker. Margs að minnast … Þú og Dóri hafið verið svo stór þáttur í lífshlaupi okkar fjöl- skyldunnar, ávallt mikið fjör, söngur, tjald- og utanlandsferðir og góðar samverustundir frá því að við hittumst fyrst í Bjarma- landinu fyrir nokkuð mörgum ár- um, en samt svo stutt síðan. Svei mér þá, ég var ekki kominn með skeggrót. Þið í hrútakofanum (eins og Hans tengdapabbi kall- aði herbergið í forstofunni) mikið spjallað um alla heima og geima, grín og glens, og áfram sungið: „Season sin the Sun.“ Snilling- urinn þú með kassagítar, og söngst af tilfinningu: „Goodbye Papa please prey for me.“ Eða skátasöngva og auðvitað breyta textanum, Dóri orðinn aðalper- sónan í textanum, enda skátafor- ingi. Söngurinn ómaði um, stræti, móa og torg. Árin liðu, boltinn byrjar að rúlla, þið Dóri stofnið heimili og drengirnir ykkar og okkar Unn- ar fæðast, flutningar með barna- vagnana upp og niður á milli hæða. Þú og Unnur töluðuð sam- an allan daginn og langt fram á kvöld … Ó elsku besti síminn, ó síminn … allt í gangi. Þú hafðir æðislegan húmor. Ef maður labbaði á staur, eða datt í stiga, eða lamdi á vísifingur þá hlóst þú stemningshlátri, áður en þú læknaðir sárið auðvitað – allir glaðir. Ég veit að þér finnst þetta orð- ið ágætt hjá mér, bla, bla, bla. Um þig væri hægt að skrifa góða bók, margt hefur á daga þína og þinna drifið. Þú nennir ekkert að ræða það, þú mundir ekki lesa bókina. Að lokum þetta, Gústa mín, takk fyrir allt, vináttu, tryggð og kærleik. Þín verður sárt saknað. Megi góði guð halda þétt utan um Dóra, Pétur, Arnar Má, systkini þín og fjölskyldur. „Goodbye to you my trusted friend. Æi, hættu nú, Piddi.“ Pjetur Árnason. Ég veit ekki hvernig mér líður, mér fannst þú fara alltof fljótt úr lífi mínu. Ef ég gæti fengið að hitta þig einu sinni enn myndi ég vilja fá knús frá þér, en ég myndi ekki vita hvað ég ætti að segja þér. Við gerðum margt skemmti- legt, útilegan þar sem ég fékk að róa bátunum og bjóða öllum í siglingu var skemmtileg, ferðirn- ar í heita pottinn og klakastríðin og þegar ég fékk að sjá safnið ykkar á skrifstofunni þar sem krókódílahausinn var, vopnin og Afríkudótið. Náttfatajólin okkar í fyrra og sparijólin núna voru skemmtileg og áramótin mín í fyrra voru þau bestu. Þú varst góð kona, ljúf og fyndin og sérstaklega grettuand- litið þitt með vörunum. Þú varst alltaf góð við mig og ég sakna þín. Ég hugsa mikið um þig, sér- staklega þegar ég fer að sofa og er alltaf með „Lífið er núna“- armbandið mitt á mér. Mér finnst leiðinlegt að þú komist ekki í afmælið mitt og ekki heldur í ferminguna mína, en ég held að þú eigir eftir að fylgjast með mér, hvar sem þú ert. Mér þykir vænt um þig. Þinn Ármann Guðni. Hún Gústa mín var alltaf elskuleg, alltaf svo blíð og góð við alla í kringum sig. Ég á margar góðar minningar um hana Gústu sem mér þykir vænt um, ég er mjög þakklát fyrir allt sem hún gerði með okkur og fyrir okkur og hefði viljað fá meiri tíma með henni. Ég ætla alltaf að halda áfram að standa mig vel, hún var alltaf dugleg að segja mér hversu vel ég stæði mig og hversu stolt hún væri af mér. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég sakna þín mjög mikið, allt er svo tómlegt hér núna, ég á erf- itt með að trúa að þú sért farin frá okkur. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert. Ég hugsa mikið til þín; þegar ég vakna, í skól- anum og þegar ég fer að sofa. Er þakklát fyrir jólin okkar saman og skemmtilegu myndina sem ég á af okkur sem ég tók á nýju pol- aroid-myndavélina mína sem ég fékk í jólagjöf. Kær kveðja, þín Hafdís Birta. Elsku Gústa. Mig langaði að finna fallegt ljóð handa þér um blóm. Ég fann eitt fallegt með mömmu um blátt blóm, þó að uppáhaldsliturinn þinn hafi verið mosagrænn. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Sakna þín mjög mikið. Þín Lilja María. Elsku Gústa vinkona okkar er fallin frá, aðeins 62 ára að aldri. Illvígur sjúkdómur sigraði þessa lífsglöðu og jákvæðu konu. Við kynntumst fyrir mörgum árum þegar við vorum saman í nefnd foreldrafélags Gefnar- borgar, strákarnir okkar, Addi sonur Gústu og Baddi sonur minn, voru saman á leikskóla, fæddir 1984. Dóri og Bergþór hittust á hverjum degi á fisk- markaðnum og við viðhengin fór- um stundum saman að gera okk- ur glaðan dag. Það var svo í maí 2010 að við fórum fjögur saman í golfkennslu til Karenar og eftir það fórum við að reyna okkar besta á Sandgerðisvellinum það sumar. Haustið 2010 hringdi svo Gústa í mig og sagðist hafa verið að panta í golfferð og hefði óvart pantað fyrir fjóra og bað okkur að koma með þeim. Við slógum til og var sú ferð alveg frábær í alla staði þó svo að við kynnum varla golf. Þetta var fyrsta ferðin okkar af fjöldamörgum sem við höfum farið í, auk allra hinna ferðanna bæði innanlands og erlendis. Gústa var mikill gleðigjafi í öll- um þessum ferðum og við eigum eftir að sakna hennar mjög mik- ið. Gústa og Dóri voru mjög sam- rýnd hjón og gerðu nánast allt saman. Við viljum þakka elsku Gústu okkar fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar í gegnum tíð- ina og sendum Dóra, Pétri og Adda og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bryndís og Bergþór. Ágústa Hansdóttir Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Mig langar að minnast Helga bróður míns í örfáum orðum. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- heimilinu á Akranesi, skömmu fyrir jól eftir erfið veikindi. Heila- bilun er nokkuð sem enginn óskar sér. Óvæginn sjúkdómur og getur varað í mörg ár og þar af leiðandi er sorgarferlið langt og strangt. En við fáum engu um það ráðið, þetta var hlutskipti Helga. Fyrstu árin eftir að heilsan fór að bila dvaldi hann heima og fór í dagvist- un. Síðustu tvö æviárin dvaldi hann á Höfða, sem var mikil gæfa fyrir bæði hann og fjölskylduna, sérstaklega Fríðu. Helgi var næstelstur okkar systkinanna, hæglátur, vinnusam- ur og fastur fyrir, eiginlega bara þrjóskur að því er mér fannst Helgi Skúlason ✝ Helgi Skúlasonfæddist 26. febrúar 1945. Hann lést 17. desember 2019. Útför hans fór fram 7. janúar 2020. stundum. Hafði alltaf rétt fyrir sér hvaða rökum sem maður beitti, þetta gat auð- veldlega pirrað mann þegar við vorum yngri. Eftir að barna- skóla lauk má segja að hann hafi flutt al- farið að heiman, fyrst fór hann í Skógaskóla í tvö ár og þaðan lá leið hans í Iðnskólann í Reykjavík til að læra trésmíði sem varð hans ævistarf. Það kom aldrei til greina hjá honum að búa í sveit, honum leiddust sveitastörf. Helgi hafði mikinn áhuga á bridge og stundaði þá iðju í fjölda ára, einnig safnaði hann frímerkj- um frá barnsaldri og fram á full- orðinsár. Hin síðari ár tók stang- veiði hug hans allan og dvaldi hann löngum stundum við Hvítá þar sem hann byggði ásamt fleirum aðstöðu til að geta dvalið í ef svo bar undir. Það getur tekið á að stunda veiði- mennsku enda laxinn ekki alltaf tilbúinn að „bíta á“. Þá var gott að eiga nóg af þolinmæði og af henni átti Helgi nóg, a.m.k. þegar að veiðinni kom. Sagði gjarnan: „Það er lengi von á einum“ og það var rétt því oftast kom hann heim með fisk þótt allir aðrir færu heim með „öngulinn í rassinum“. Gott dæmi um veiðiáhuga Helga er að þegar heilsan fór að bila og jafnvægið var ekki upp á sitt besta þá smíð- aði hann pramma og festi á hann stól. Þar ólaði hann sig niður, batt spotta í prammann og festi í landi og þarna gat hann setið úti í ánni og veitt. Svo fór þó svo að síðustu árin dugði þetta snilldarráð ekki og Fríða tók alfarið við veiði- skapnum en hann fylgdist vel með alveg fram undir það síðasta. Helgi var tvígiftur, hann skildi við fyrri konu sína, Elsu Aðal- steinsdóttur, sem nú er látin, en með henni eignaðist hann Helga Skúla. Mikið var hans gæfuspor þegar hann kynntist Fríðu sinni. Nánast annan hvern dag ók hún upp á Akranes þann tíma sem hann dvaldi þar. Mikið var gaman að við afkom- endur mömmu og pabba skyldum hittast í september sl. á Akranesi og eiga þar góða stund í tilefni af aldarafmæli pabba. Helgi var al- veg ótrúlega meðvitaður um þessa samveru og talaði um veisluna, þekkti alla og hafði gaman af. Þarna kvöddum við hann mörg okkar í hinsta sinn. Ég vil færa starfsfólkinu á Höfða þakkir fyrir einstaka umönnun fyrir hönd okkar fjöl- skyldunnar. Elsku Fríða mín, Helgi Skúli og fjölskyldur, hugurinn er hjá ykk- ur. Hvíldu í friði kæri bróðir. Sólveig Jóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.