Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
✝ GuðmundaÞuríður Wíum
Hansdóttir fæddist
í Reykjavík 28. júlí
1949. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands 2. jan-
úar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Hans Wí-
um Vilhjálmsson
kranamaður, f. 14.
desember 1923, d.
25. nóvember 1981, og Katrín
Guðlaugsdóttir, f. 7. nóvember
1925, d. 2. febrúar 1998. Þau
skildu. Efirlifandi eiginkona
Hans Wíum er Eygló Guð-
mundsdóttir frá Dalsmynni.
Alsystkini Guðmundu eru
Guðlaugur (látinn), Sigurhans,
Sigríður Júlía, Gísli og Anna
Lísa.
og 3) Eygló, f. 19. ágúst 1978.
Guðmunda átti sjö barnabörn.
Guðmunda ólst upp í
Reykjavík og Þorlákshöfn og
flutti síðan til Ólafsvíkur þeg-
ar hún var 16 ára gömul. Þar
vann hún við ýmis störf, þar á
meðal í fiskvinnslu, Lúlla bak-
arí og Grillskálanum hjá Dúdú
og Marteini. Guðmunda starf-
aði sem læknaritari á heilsu-
gæslunni í Ólafsvík í 34 ár og
árið 2002 opnaði hún blóma-
búð og vann við bæði störfin í
16 ár.
Guðmunda sinnti ýmsum fé-
lagsstörfum, hún var í stjórn
Slysavarnafélagsins Sumar-
gjafar og var í forsvari við
byggingu Mettubúðar. Hún
var í kvenfélaginu, skólanefnd
og BSRB um árabil. Hún vakti
upp skátastarf í Ólafsvík við
mikla ánægju bæjarbúa. Guð-
munda var einnig ein af stofn-
endum Starfsmannafélags
Dala- og Snæfellsnessýslu.
Útför Guðmundu fer fram
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 10.
janúar 2020, klukkan 14.
Hálfbræður
Guðmundu eru
Vilhjálmur og
Davíð, fóst-
ursystir Guð-
mundu er Jó-
hanna.
Eftirlifandi eig-
inmaður Guð-
mundu er Sig-
urður Kristján
Höskuldsson, f.
13. maí 1951. Þau
giftu sig 27. maí 1972.
Foreldrar hans voru Hösk-
uldur Magnússon og Hulda
Anna Kristjánsdóttir.
Guðmunda og Sigurður
hafa búið í Ólafsvík alla tíð.
Guðmunda og Sigurður
eignuðust þrjár dætur: 1)
Guðlaug, f. 9. maí 1968, 2)
Sigríður, f. 29. febrúar 1972
Elsku mamma mín.
Ég er smátt og smátt að upp-
götva að þú ert farin frá mér.
Við förum ekkert meira í
Walmart eða á Longhorn að fá
okkur Mudslide, ekkert meira
bara við tvær að fá okkur kaffi á
Starbucks, ekkert meira.
Þú varst svo yndisleg mann-
eskja, hlý og einstaklega góð við
alla sem þú hittir.
Þú varst mesti harðjaxl sem ég
hef nokkurn tímann hitt, þú og
pabbi sátuð yfir mér dag og nótt í
sex mánuði þegar ég var sem
veikust, það hefðu ekki margir
gert svo þú mátt alveg vera stolt
af því.
Þú kenndir mér svo margt, t.d.
að vera jákvæð og bjartsýn og að
gardínur skipta miklu máli. Þú
kenndir mér að standa bein í baki
og horfa fram á veginn, ekki nið-
ur.
Einni sinni heyrðir þú mig
segja góða nótt við Kristján og ég
sagði þér að ég væri búin að segja
þetta við hann síðan hann var
ungbarn.
Eftir það kvöddumst við alltaf
með þessari litlu vísu.
Elsku mamma, ég á eftir að
sakna þín meira en orð fá lýst en
ég veit að þú verður alltaf með
mér.
Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt,
ég elska þig.
Þín
Sigríður.
Elsku besta mamma mín. Þau
verða ekki mörg orðin hér, ég er
enn að reyna að átta mig á því að
þú sért farin frá mér. Ég er eig-
inlega bara dofin, þetta gerðist
alltof hratt.
Stutt en erfið veikindi og lík-
ami þinn var alveg búinn og sál
þín var sár yfir þessum veikind-
um en andi þinn var ótrúlegur.
Þú gast brosað í gegnum tárin og
biturðina og þrjóskan maður
minn.
Mamma, þú hefur áorkað svo
miklu á þinni ævi og ég er svo
stolt af þér, svo stolt að vera dótt-
ir þín.
Þær eru ófáar stundirnar sem
við grenjuðum úr hlátri yfir ein-
hverri vitleysunni í okkur og búð-
arferðunum í Bandaríkjunum.
Þetta verður aldrei eins en ef
ég þekki okkur rétt eigum við eft-
ir að vitna oft í þig elsku mamma
mín og taka út hláturinn með þér.
Mamma, ég sakna þín svo mik-
ið, ég sakna heitu faðmlaganna
og heitu handanna þinna. Ég
sakna ástar þinnar á pabba og til
okkar systra og barnabarna. En
ég hugga mig við það elsku
mamma mín að ég veit að þú ert
umkringd öllu góða fólkinu okkar
í Sumarlandinu og grunar mig að
Laugi bróðir þinn sé þar fremstur
í flokki.
Þú verður ávallt í hjarta mínu.
Ég elska þig mamma mín.
Þín
Guðlaug.
Elsku amma. Það eru margar
góðar, skemmtilegar og hvað þá
fyndnar minningar sem þú gafst
mér og okkur. Það sem ég á eftir
að sakna mest er hláturinn sem
við áttum saman, sögustundirnar
af fortíðinni, þessi mikla rödd sem
þú hafðir og hlýjan sem þú gafst
frá þér.
Það sem þú hefur kennt mér
mun ég varðveita í framtíðinni.
Þú ert ekkert nema ein stór
fyrirmynd. Það er margt sem ég
vil segja hér, en hef það stutt.
Sjáumst síðar, hvar sem það verð-
ur, og ég hlakka til að knúsa þig á
ný.
Elska þig alltaf.
Þitt frumburðarbarnabarn,
Sara Líf.
Elsku hjartans Munda mín,
stóra systir, vinkona og móðir, ég
get kallað þig móður því að þú
reyndist mér sem slík í öll þessi
ár.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, eins og t.d. þegar ég
var barn að aldri, og dvaldi lang-
dvölum hjá ykkur Sigga.
Þú varst akkerið mitt, dróst
mig alltaf upp þegar lífið var mér
ekki gott.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig elsku hjartans Munda mín,
ég er þér svo þakklát fyrir að hafa
leiðbeint mér í gegnum árin. Ég
man þegar ég og Gísli komum
fljúgandi til þín, ég var svo flug-
veik, ég var í alveg nýrri úlpu, þú
bara hentir henni og keyptir nýja
á mig!
Og þegar ég sat á göngubrúnni
fyrir neðan gömlu mjólkurbúðina,
kynnti mig fyrir fólki og sagðist
vera systir hennar Mundu og
hvort þau vildu ekki koma í kaffi!
Þú bara hlóst að þessu uppátæki
mínu og allir fengu kaffi sem
komu, hvort sem þú þekktir fólkið
eða ekki, svona mætti lengi telja.
Minningarnar eru svo margar,
eins og þegar þið Siggi fóstruðuð
Ómar minn í sex vikur, rétt
þriggja ára gutta, sem þú eigin-
lega valdir nafnið á af því að hann
hét erlendu nafni.
Ég gæti skrifað miklu miklu
meira en læt staðar numið hér.
Elsku hjartans Munda mín, þín
verður sárt saknað. Heimurinn
verður aldrei samur án þín. Inni-
legar samúðarkveðjur kæri Siggi,
dætur og barnabörn.
Elsku stóra systir mín
blíðleg, hlý og góð.
Hún er líka sæt og fín
Viskufull og fróð.
Hún margt kenndi mér
um lífið okkar langa.
Systir góð, þessa löngu leið
ég vil með þér ganga.
Þú átt faðm fyrir mig
til að knúsa blítt.
Ég á faðm fyrir þig,
þar sem ávallt er hlýtt.
Ég ann þér mjög,
elsku stóra systir.
Gæti samið um það 100 lög
ásamt öllu sem mig lystir.
(Gíslunn)
Ég elska þig. Þín litla systir,
Anna Lísa.
Elsku Munda frænka. Þú
kvaddir okkur á nýju ári alltof
snemma eftir stutt og erfið veik-
indi. Þegar nýtt ár gengur í garð
verða ákveðin kaflaskil, nú meiri
en áður. Veröldin verður ekki
söm. Söknuðurinn er mikill en ég
veit að nú eruð þið pabbi saman á
ný, í Sumarlandinu, að græja og
gera eins og ykkur var einum lag-
ið.
Elsku frænka, hlutverk þitt
hér á jörðinni var svo miklu meira
en þig óraði fyrir. Þú breyttir lífi
margra, snertir hjarta margra og
með þinni dásamlegu útgeislun,
manngæsku og ákveðni breyttir
þú lífsviðhorfi fólksins í kringum
þig. Að umgangast þig og fylgjast
með þér í amstri dagsins kenndi
mér svo margt, þú hikaðir aldrei
við að rétta öðrum hjálparhönd og
baðst aldrei um neitt í staðinn. Þú
varst fylgin þér og stóðst ávallt
við sögð orð. Eitt sinn spurði ég
þig hvort þú ættir ekki gamlan
búðarkassa sem ég gæti keypt af
þér, þú hélst það nú, ákvaðst að
„skreppa“ austur fyrir fjall í
Hveragerði og koma með hann
sjálf til mín, nánast samdægurs.
Þú varst hreinskilin, ákveðin og
fórst þínar eigin leiðir og varst
ætíð á þeytingi að redda hlutun-
um, þurftir reglulega að skreppa
aðeins.
Þegar ég kynnti þig fyrir
Tryggva gerðist eitthvað. Þið náð-
uð saman á einu augnabliki, hlóg-
uð eins og þið hefðuð ávallt
þekkst. Þú sagðir að þetta gæti
verið sonurinn sem þú eignaðist
aldrei, enda bæði þrjósk, ósérhlíf-
in og trygg. Þú umvafðir börnin
okkar einstökum kærleik og
hlýju.
Allar heimsóknirnar til ykkar
Sigga í Túnbrekkuna mun ég
geyma í hjarta mínu, þar fékk ég
að kynnast einstakri ást, ást ykk-
ar Sigga. Þú varst svo skotin í
honum og hann í þér. Þú sagðir
mér frá því hvernig þið kynntust
og þeirri hamingju sem ykkur
hefur hlotnast. Virðing, ást og vin-
átta var í hávegum höfð og aðdá-
unarvert að fylgjast með ykkur.
Missirinn er Sigga því mikill.
Ég ólst upp við það í Ólafsvík-
inni að þú varst alltaf hressa,
hlýja og skemmtilega frænkan í
Brautarholtinu. Þú gagnrýndir
mig aldrei, tókst alltaf á móti mér
með opnum örmum og hlýju.
Heilsaðir og kvaddir ávallt með
þéttu faðmlagi. Þegar við kvödd-
umst hvíslaðir þú til mín: „Hjördís
Harpa, ég elska þig.“ Stundum
bættirðu við: „Haltu áfram að
vera þú og láttu ljós þitt skína, því
þú ert einstök.“
Elsku frænka, þú varst einstök
á allan hátt, gafst frá þér kær-
Guðmunda Þuríður
Wíum Hansdóttir
✝ Sigríður Jó-hannsdóttir
fæddist á Fáskrúðs-
firði 8. mars 1923
og fluttist tveggja
ára að Kirkjubóli í
sömu sveit. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi 21. des.
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hann Árnason, búfræðingur og
bóndi, f. 4. nóv. 1897, d. 12. sept.
1950, og Jónína Benediktsdóttir,
f. 31. jan. 1888, d. 19. ágúst 1981.
Sigríður giftist Birni Leví
Sigurðssyni, f. 24. sept. 1926, d.
14. jan. 1995, húsasmíðameist-
ara, 13. júlí 1957.
Börn þeirra:
1. Jóhanna grunnskólakenn-
ari, f. 19. sept. 1958, gift Óskari
Bergssyni, f. 20. sept. 1961, syn-
ir þeirra eru Björn Leví, f. 4.
nóv. 1995 og Sigurður Darri, f.
30. nóv. 1997. Fyrir átti Óskar
synina Andra, Hjálmar og
Trausta.
2. Sigurður, f. 25. des. 1959, d.
11. feb. 1985.
3. María hótelstjóri, f. 11. júní
1964, sambýlismaður Þór Bjark-
ara síns. Hún lærði sauma og
vefnað á Hallormsstað og Ak-
ureyri. Eftir stríð fór Sigríður í
lýðháskóla til Bollnäs í Svíþjóð
veturinn 1946-1947 og sumarið
eftir vann hún á saumastofu í
Stokkhólmi. Eftir að heim kom
starfaði hún á saumastofum í
Reykjavík og í Keflavík. Í
Reykjavík kynntist Sigríður eig-
inmanni sínum og við tóku hús-
móðurstörfin og barnauppeldið
auk þess að vinna við vefnað,
prjóna- og saumaskap inni á
heimilinu.
Björn Leví og Sigríður hófu
fyrst búskap í foreldrahúsum
Björns á Bergstaðastræti 55,
byggðu síðan heimili sitt í Safa-
mýri 85 og seinna í Ljárskógum
25 þar sem Sigríður bjó þar til í
lok september á þessu ári.
Sigríður fór í Leiðsögu-
mannaskólann og vann sem leið-
sögumaður um árabil. Hún afl-
aði sér réttinda í svæðanuddi og
var með aðstöðu heima til þess.
Hún starfaði lengi í frænefnd
Garðyrkjufélags Íslands og var
heiðruð þar fyrir störf sín, fyrst
með silfurlaufinu árið 1998 og
síðar með gulllaufinu árið 2005.
Hún starfaði lengi með Félagi
austfirskra kvenna og var kjörin
heiðursfélagi þess 6. mars 2017.
Fram yfir nírætt vann hún við
sauma og vefnað.
Útför Sigríðar fer fram frá
Seljakirkju í Reykjavík í dag, 10.
janúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
ar Lopez, f. 15. des.
1962, börn þeirra
eru Þóra Björk, f.
25. feb. 2000 og Jó-
hann Bjarkar, f. 31.
ág. 2002. Fyrir átti
Þór dótturina
Björgu.
4. Andvana
stúlkubarn, f. 3.
ágúst 1967.
Fyrir átti Björn
Leví dótturina Guð-
björgu Hugrúnu leikskólakenn-
ara, f. 12. mars 1951. Börn henn-
ar Vega Rós, Sandra Guðrún og
Andreas Guðmundarbörn.
Systkini Sigríðar voru þau Jó-
hanna María, f. 16. sept. 1920, d.
22. des. 2006, Álfheiður Mar-
grét, f. 31. jan. 1926, d. 24. jan.
1996, Ármann, f. 1. ágúst 1928,
d. 8. mars 2012, og Ásdís, f. 10.
jan. 1933, d. 21. okt. 1959.
Sigríður gekk ekki í skóla en
foreldrar hennar kenndu henni
heima og tók hún prófin. Hún
vann fyrir námsdvöl á Laugum í
Reykjadal tvo vetur og var
skólavistin greidd með mjólk til
skólans. Hún lauk tveggja ára
námi á einum vetri á Laugum og
tók að sér kennslu í stærðfræði
með náminu í veikindum kenn-
Víða liggja leiðir og fjölskyld-
ur okkar Jóhönnu höfðu átt leið-
ir saman í nokkrar kynslóðir
þegar við kynntumst, þótt við
sjálf vissum það ekki. Sigga vissi
því einhver deili á þessum manni
sem dóttir hennar byrjaði að
hitta haustið 1991, enda sjaldan
komið að tómum kofunum hjá
henni.
Sigga og Bjössi voru farin að
nálgast sjötugt þegar ég kynnt-
ist þeim. Þau voru samrýnd og
höfðu með dugnaði og nægju-
semi komið sér vel fyrir í lífinu.
Heimili þeirra stóð opið og
gestagangur daglegt brauð. Þau
áttu góða ævi saman þótt áföllin
sem á þau voru lögð væru mikil
og á stundum óbærileg. Sigurð
son sinn misstu þau í bílslysi í
Malasíu aðeins 25 ára gamlan og
áður hafði Sigríður fætt andvana
barn. Björn missti heilsuna ung-
ur og Sigríður annaðist hann
heima í meira en áratug, af
stakri ástúð og umhyggju. Mót-
lætið braut þau ekki niður held-
ur lögðu sig fram um að umvefja
fólkið sitt og vini. Sambandið við
börnin byggðu þau á vináttu og
virðingu. Þau voru listræn og
frumkvöðlar á mörgum sviðum.
Heimilið vandað og smekklegt
með fjölbreyttu steinasafni,
blómum og verkum þeirra
beggja. Þau léku sér til dæmis
að því að Bjössi teiknaði og
Sigga óf eftir myndinni. Sigga
var bæði saumakona og vefari
og eftir hana liggur fjöldinn all-
ur af mottum, púðum og fatnaði
og fram yfir nírætt fór hún á
handverksmarkaði með vörur
sínar.
Sigríður var náttúruunnandi,
sannur umhverfisvinur. Þegar
börnin voru ung fóru þau í há-
lendisferðir á sínum eigin jeppa
með allan búnað með sér og létu
ekkert stöðva sig í ævintýra-
þránni sem náði að smitast til
barnanna sem hafa ævintýra- og
ferðaþrána í blóðinu. Garðurinn
í Ljárskógunum var fallegur
með fjölbreyttri flóru. Hún hafði
flokkað sorp í áratugi áður en
það varð almennt.
Við Sigga vorum sambýlisfólk
í rúm tuttugu ár, þar sem ná-
lægðin var mikil en einkarýmið
samt vel skilgreint. Hún var
okkur stoð og stytta og
skemmtilegur félagsskapur. Við
borðuðum saman kvöldmat og
lengi vel eldaði hún einu sinni í
viku. Sigga var vel að sér á
mörgum sviðum þótt skólagang-
an hafi ekki verið löng. Hún var
stálminnug, kunni fjöldann allan
af vísum sem hún rifjaði oft upp
þegar umræðuefnið gaf tilefni
til. „Þá dettur mér nú í hug vísa
dagsins,“ sagði hún þá og fór
með vísu sem smellpassaði við
samræðurnar. Þetta skapaði
gleði og oft hlátur.
Hvort sem þú í hendi hefur,
hamar, skóflu eða pál,
penna, meitil, pentstúf, nál.
Hvað það starf sem guð þér gefur,
gerðu það af lífi og sál.
Svo bætti hún við: „Ekki veit
ég eftir hvern þetta er, en hann
pabbi minn kenndi mér þetta,“
og stundum hafði það verið
mamma hennar sem hafði kennt
henni.
Sigga lifði góða elli fram yfir
nírætt en eftir það dró jafnt og
þétt af henni. Hún var tilbúin að
fara, ræddi dauðann hispurs-
laust og jafnvel með eftirvænt-
ingu, eins og hún væri að fara í
ferðalag.
Skarðið sem Sigga skilur eftir
verður seint fyllt, en viskuna,
góðmennskuna og glaðværðina
skilur hún eftir í minningu
þeirra sem voru svo heppin að
kynnast henni.
Óskar Bergsson.
Amma mín, ein mín helsta
fyrirmynd og besta vinkona, hef-
ur nú kvatt þennan heim
Lífið er leiðsla’ og draumur,
logn og boðaföll,
sker og stríður straumur,
stormar, þoka’ og fjöll;
svo eru blóm og sólskin með;
en bak við fjöllin himinhá
hefur enginn séð.
(Páll Ólafsson)
Að alast upp með ömmu á
heimilinu eru ómetanleg forrétt-
indi. Við bræður vorum svo
heppnir að eftir skóla tók hún á
móti okkur með brauðsneið og
bollasúpu og kenndi okkur að
lesa. Aldrei þurftum við að fara í
pössun þegar foreldrar okkar
voru ekki heima, heldur eyddum
við þá kvöldunum saman. Við
ýmist spjölluðum eða leystum
saman krossgátur. Á hverjum
sunnudegi fór hún með okkur í
sunnudagaskólann, og eins og
hún minntist svo skemmtilega
oft á var ég sífellt að finna nýjar
leiðir frá heimilinu okkar að
kirkjunni og til baka og dró ég
bæði ömmu og Sigga bróður um
allt hverfi í leit að nýjum leiðum.
Aldrei hristi amma hausinn yfir
þessum ferðalögum og lét þetta
eftir mér. Við skildum hvort
annað svo vel, þú skildir að mig
langaði í döðlur þegar ég bað um
risaeðlur. Ég hugsa hlýtt til
stundanna sem við áttum yfir
kaffibolla þegar ég kom heim úr
skólanum og oftar en ekki bauð
hún upp á eitthvað sætt með, en
aldrei hef ég kynnst öðrum eins
sælkera og henni ömmu, nema
kannski mér sjálfum. Bæði vor-
um við sérstakir áhugamenn um
steiktan kjúkling og þegar við
vorum ein heima var það
skemmtileg hefð að kaupa kjúk-
lingabita, franskar og brúna
sósu. Aldrei var amma langræk-
in né talaði illa um neinn og lét
gleðina og skopskynið leika aðal-
hlutverk í sínu lífi. Það er lífs-
speki sem ég mun halda áfram
að reyna að lifa eftir, en í uppá-
haldi hjá mér er sú speki að
maður skuli alltaf reyna að
spara nema þegar maður kaupir
sér rúm og skó.
Þrátt fyrir rúmlega 70 ára
aldursmun höfðum við alltaf nóg
að tala um, bæði um nútíðina
mína og fortíðina þína. Þú varst
vön að kveðja mig með orðunum
„við höfum alltaf verið vinir“ og
ég svaraði með „við munum allt-
af vera vinir“.
Svo nú kveð ég þig í síðasta
sinn: Við munum alltaf vera vin-
ir.
Þinn
Björn Leví Óskarsson
(Bjössi).
Nokkur orð til að minnast
hennar Sigríðar móðursystur
minnar eða Siggu eins og hún
var alltaf kölluð. Sigga og fjöl-
skylda hennar var snemma hluti
af mínu lífi og góð vinátta og
mikill samgangur milli þeirra og
fjölskyldu minnar, enda bjó
amma mín, móðir Siggu, hjá
okkur. Það var til að mynda al-
gengt að Sigga og fjölskylda
hennar kæmu í sunnudagsbíltúr
austur fyrir fjall þar sem við
bjuggum og börn hennar dvöldu
gjarnan hjá okkur á sumrin.
Myndaðist þá góð vinátta milli
Sigríður
Jóhannsdóttir