Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
✝ ÁsmundurJónsson var
fæddur í Ási í
Hegranesi 28.
ágúst 1928. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 31. des-
ember 2019.
Hann var næst-
elstur 10 systkina
og foreldrar hans
voru Jón Sigurjóns-
son, fæddur á Bessastöðum í Sæ-
mundarhlíð 16. júní 1896 og lést í
Ási 3. júlí 1974, og Lovísa Jónína
Guðmundsdóttir, fædd í Ási 7.
september 1904 og lést á Sauð-
árkróki 19. febrúar 1988.
Systkini Ásmundar eru: Hilm-
ar, fæddur 13. maí 1927 og lést
19. júlí 1992. Ókvæntur og barn-
laus. Björgvin, fæddur 28. ágúst
1929 og lést 17. september 2000.
Kona hans er Jófríður Tobías-
dóttir og þau eiga tvo syni. Sig-
urður Gísli, fæddur 14. mars
1931 og lést 19. mars 2015. Kona
hans er Guðlaug Sigfúsdóttir og
þau eiga tvö börn en Guðlaug átti
einn son fyrir. Ingimar, fæddur
22. ágúst 1935. Foreldrar hennar
voru hjónin Anders Bergesen
Hals, fæddur 5. október 1908, dá-
inn 22. september 1975, og Sól-
veig Ólafsdóttir, fædd 23. sept-
ember 1913, dáin 27. júní 2000.
Börn Ásmundar og Birgit eru:
Jón Anders, fæddur 7. apríl 1958.
Sambýliskona hans er Mette
Korsmo. Guðmundur Ólafur,
fæddur 18. nóvember 1959,
kvæntur Ingveldi Jónsdóttur og
börn þeirra eru Birgir, fæddur
27. október 1985, Berglind, fædd
20. nóvember 1987, Davíð, fædd-
ur 27. nóvember 1991 og Hilmar,
fæddur 23. ágúst 1999. Sólveig
Margrét, fædd 5. ágúst 1962 gift
Gísla Guðmundssyni en hann lést
21. maí 2019. Þau eiga tvo syni,
Ásmund Óla, fæddan 6. apríl
1993 og Aron Frey, fæddan 15.
mars 1997, en Gísli á fjögur börn
úr fyrri sambúð. Lovísa Björg,
fædd 14. júlí 1963. Bergur Mart-
in, fæddur 10. maí 1969. Sam-
býliskona hans er Bettina Seifert.
Ásmundur var rennismíða-
meistari og vann stærstan hluta
starfsævinnar í Vélsmiðjunni
Magna og í Skipalyftu Vest-
mannaeyja.
Útför hans fer fram frá Linda-
kirkju í Kópavogi í dag, 10. jan-
úar 2020, klukkan 13.
10. maí 1932 og lést
2. mars 1962.
Ókvæntur og barn-
laus. Ólafur, fæddur
16. apríl 1934 og lést
27. febrúar 1991.
Kona hans var
(skildu) Ingibjörg
Eðvaldsdóttir og þau
eiga einn son. Jó-
hanna Aðalheiður,
fædd 24. nóvember
1939. Eiginmaður
hennar er Steingrímur Lillien-
dahl og þau eiga tvær dætur.
Þórunn, fædd 6. september 1941
og lést 27. júní 2019. Eiginmaður
hennar var Sigurjón Björnsson
en hann lést 1. október 1993. Þau
áttu þrjú börn og Sigurjón átti
fyrir eina dóttur. Magnús Gunn-
ar, fæddur 17. mars 1943 og lést
22. júlí 2013. Kona hans er Guð-
ríður Valtýsdóttir og þau eiga
þrjú börn. Sigurlaug Stefanía,
fædd 3. ágúst 1947. Eiginmaður
hennar er Gunnar Guðbjartsson
og þau eiga einn son.
Ásmundur kvæntist Birgit
Andersdóttur 21. júní 1958 en
hún er fædd í Vestmannaeyjum
„Ég hef alltaf verið sólarmegin
í lífinu“. Þetta sagði pabbi þegar
hann bauð gesti velkomna í 90 ára
afmæli sitt fyrir rúmu ári síðan
enn teinréttur og kvikur í hreyf-
ingum. Hugsunin var skýr og
minnið sterkt og það var með
engu móti hægt að sjá að hann
væri orðinn þetta fullorðinn. Við-
horfið til lífsins og umhverfisins
einkenndist alla tíð af jákvæðni og
umhyggja og hlýja í fyrirrúmi í
öllum samskiptum.
Hann var alinn upp í sveitaum-
hverfi þess tíma þar sem unnið var
myrkranna á milli og þannig var
það alla tíð. Hann fór snemma
dags í vinnu og kom seint heim og
því voru frístundirnar ekki marg-
ar meðan börnin voru að vaxa úr
grasi. Hann hafði samt alltaf tíma
fyrir það sem þurfti að gera heima
og sá vel um heimilið og fjölskyld-
una. Á uppvaxtarárum barnanna
var ekki framhaldsskóli í Eyjum
og þó það væri dýrt að senda fimm
börn í nám upp á land var það gert
og eftir að vinnudegi í vélsmiðj-
unni lauk fór hann á tímabili í fisk-
vinnslu á kvöldin og um helgar ef
þannig stóð á. Hann vildi að við
yrðum sem best undirbúin undir
lífið og hvatti okkur til að leggja
stund á það sem við vildum sjálf.
Jón afi var kirkjuorganisti í
áratugi og systkinin frá Ási fengu
öll söngþjálfun í uppvextinum. Í
æskuminningunni gekk hann oft
um heima syngjandi með lögum í
útvarpi eða af hljómplötum. Rödd-
in var fögur tenórrödd og söng-
urinn var hans áhugamál.
Það voru farnar margar bílferð-
ir um Heimaey enda naut hann
þess að horfa á náttúruna í öllum
sínum fjölbreytileika. Tengslin við
Skagafjörð voru alltaf sterk og við
Jón bróðir vorum sendir í sveit til
ömmu og afa ungir og vorum þar í
mörg sumur. Það var mikil gæfa
að fá að kynnast því umhverfi og
föðurfólkinu og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur. Skagafjörður
var pabba alltaf hugleikinn og
hann var alltaf mikill Skagfirðing-
ur ekki síður en Eyjamaður. Hann
ræktaði tengsl við ættingja sína
og fylgdist vel með og var mjög
fróður um heimahagana. Hann
fæddist í timburhúsi sem var reist
í Ási rétt eftir 1880 og það gladdi
hann mjög þegar húsið var afhent
Byggðasafni Skagfirðinga til
varðveislu og það flutt í Glaumbæ
til endurbyggingar árið 1991. Þar
eru á veggjum myndir frá upp-
vaxtarárum hans og á ferðum sín-
um um Skagafjörð kom hann allt-
af við þar. Fyrir nokkrum árum
vorum við í sumarbústað í Hjalta-
dal í vikutíma og mamma og pabbi
með. Þá var farið víða um fjörðinn
og komið við í Áshúsinu og það var
ógleymanlegt.
Pabbi var alltaf heilsuhraustur
maður en um mitt ár 2019 upp-
götvaðist meinsemd og því þurfti
hann að leggjast inn á spítala í
stuttan tíma. Honum leið vel eftir
að hann kom heim en hafði á orði
eftir sjúkrahúsleguna að nú fyrst
fyndist honum hann vera að eld-
ast. Hann þurfti aftur að fara inn á
sjúkrahús stuttu fyrir jól og sagði
þá að nú væri hann að verða gam-
all.
Það er sárt að kveðja en að leið-
arlokum er efst í huga þakklæti
fyrir allt sem hann gerði fyrir okk-
ur öll og minning um góðan og
mildan mann er dýrmæt. Hjart-
ans þakkir fyrir allt.
Guðmundur Ásmundsson.
Pabbi fæddist í Ási í Hegranesi
en þó að hann hafi búið lengst af í
Vestmannaeyjum var hann mikill
Skagfirðingur og segja má að
hann hafi í raun aldrei yfirgefið
Skagafjörðinn. Fyrir utan margar
heimsóknir á æskustöðvarnar þá
hringdi hann stundum norður til
að frétta hvernig gengi í sveitinni.
Fyrst í systkini sín og síðar jafnvel
í systkinabörn þegar systkinunum
fækkaði. Hann starfaði sem renni-
smiður mestan hluta lífsins en átti
það líka til að skella sér í aðgerð á
kvöldin og um helgar yfir vetrar-
tímann. Hann hafði enda komið
nokkrum sinnum til Eyja frá
Skagafirði upp úr tvítugu til að
taka þátt í vetrarvertíðum. Hann
var vanur erfiðisvinnu úr íslenskri
sveit og var því alla tíð hraustur og
vanur löngum vinnudegi. Hann
vann lengi í vélsmiðjunni Magna
og síðar Skipalyftunni og ég man
að oft á tíðum gekk hann heim úr
vinnu frá Skipalyftunni út á Eiði
og alla leið upp á Strembugötu.
Hann var nokkuð hraustur alveg
þangað til fyrir nokkrum mánuð-
um að krabbameinið sem að lok-
um lagði hann að velli fór að segja
til sín. Hann fór stundum í stutta
göngutúra eftir að hann var kom-
inn á eftirlaun og fluttur til
Reykjavíkur og síðasta sumar var
hann ennþá að rölta út nokkrar
mínútur öðru hvoru í nánd við
Kópavogstúnið, að vísu með staf
eða göngugrind sér til halds og
trausts.
Hann fylgdist alla tíð og allt
fram á síðasta dag mjög vel með
fréttum og mannlífi bæði í blöðum
sem og í útvarpi og sjónvarpi. Þó
að við værum mjög líkir í útlíti og
stundum háttum þá deildum við
ekki alltaf sömu skoðunum á lífinu
og tilverunni en hann hafði það
aldrei á móti mér. Hann var mikill
fjölskyldumaður sem alltaf stóð
með sínum. Bestu stundirnar voru
þegar við sátum einir saman yfir
kaffibolla við eldhúsborðið í Selja-
landinu eða í stofunni í Kópavog-
stúninu. Það voru líka einstakar
stundir að fá að sitja og halda í
höndina á þér síðustu klukku-
stundirnar á líknardeildinni. Ég
veit að þú kvaddir sáttur við allt
og alla. Ég veit líka að þér þótti af-
skaplega vænt um Bettinu. Við
kveðjum þig með söknuði pabbi
minn.
Bergur Martin.
Tengdafaðir minn Ásmundur
Jónsson lést á gamlársdagskvöld
eftir stutta legu.
Ég kynntist Ása fyrir tæpum
fjörutíu árum þegar við hjónin
byrjuðum búskap. Ási og Bigga
bjuggu þá í Vestmannaeyjum og
ég man ljóslifandi eftir því þegar
við heimsóttum þau í fyrsta skipti
til Eyja.
Það fyrsta sem ég sá var Ási
með svuntu í eldhúsinu á fullu að
elda. Þetta er mér svo minnisstætt
vegna þess að á þessum tíma var
ekki algengt að menn af hans kyn-
slóð væru liðtækir í heimilisstörf-
um. Mér var strax tekið opnum
örmum og betri tengdaföður var
ekki hægt að hugsa sér.
Ásmundur var fæddur og upp-
alinn í Hegranesi í Skagafirði en
fluttist þaðan til Vestmannaeyja
rúmlega þrítugur og bjó til ársins
1998 en þá fluttust þau hjónin upp
á land til að vera nær afkomend-
um sínum.
Við bjuggum eitt ár í Vest-
mannaeyjum og vorum þá dagleg-
ir gestir á Strembugötunni og þá
var margt spjallað og mikið hlegið
við eldhúsborðið og alltaf þótti
sjálfsagt að við værum í mat, það
munaði ekkert um að bæta okkur
við matarborðið.
Það var alltaf svo gott að koma
til Biggu og Ása, ró yfir öllu og
auðséð að þau nutu þess að vera
umkringd börnum og barnabörn-
um, það fór sko ekki framhjá nein-
um hversu stolt þau voru af öllum
hópnum.
Börnin okkar áttu vísan sam-
stað hjá Ása og Biggu og tvö þau
elstu bjuggu hvort á sínu tíma-
bilinu hjá þeim í Reykjavík og þá
var sko dekrað við krakkana og
ekki kom til mála að fá að borga
fyrir viðvikið.
Fjölskyldan er mjög samhent
og ég á margar góðar minningar
um samverustundir fjölskyldunn-
ar. Meðal annars á jólunum en eft-
ir að þau fluttu upp á land hefur
fjölskyldan ætíð komið öll saman á
aðfangadag með tilheyrandi látum
og ekki leiddist Ása að horfa á
barnabörnin rífa upp jólapakkana.
Ási var fróður maður, fylgdist
vel með fréttum og sérstaklega
því sem var að gerast í Skagafirði
enda þótti honum svo innilega
vænt um sveitina sína. Þegar við
hjónin fluttum norður tók ekki
langan tíma að skilja af hverju,
það er eitthvað alveg sérstakt við
Hegranesið.
Ási var glæsimenni með þykkt
og fallegt rautt og að lokum silf-
urgrátt hár, hann bar aldurinn vel
og gekk teinréttur allt fram á síð-
ustu stundu. Hann var alla tíð
heilsuhraustur og keyrði á Selfoss
eins og ekkert væri þar til í sumar
að lasleiki fór að gera vart við sig
og þá fyrst taldi hann sig vera að
verða gamlan. Fjölskyldan hittist
líka alltaf á gamlárskvöld hjá Sollý
mágkonu minni. Það verður tóm-
legt næstu áramót að hafa ekki
Ása með í okkar árlegu hefð að
fylgjast, í sjónvarpinu, með gamla
árinu að kveðja og nýju ári að
byrja.
Blessuð sé minning góðs
manns.
Ingveldur Jónsdóttir (Inga).
Elsku afi. Fyrstu minningarnar
af þér eru frá Vestmannaeyjum
þegar við komum í heimsókn. Allt
var svo spennandi hjá þér og
ömmu. Járnstangirnar í forstof-
unni sem var harðbannað að klifra
upp en okkur systkinin fékkstu
ekki stoppað og við fengum stund-
um smá hjálp frá afa sjálfum þrátt
fyrir bannið. Ein bestu jólin voru
hjá ykkur ömmu þegar ég var
ungur pjakkur. Þegar þið amma
fluttuð til Reykjavíkur til að vera
nær okkur þá gat maður blessun-
arlega hitt ykkur oftar. Þegar ég
byrjaði í háskólanum fékk ég að
búa hjá ykkur í þrjú ár og alltaf
fann maður fyrir mikilli hlýju og
ást. Þegar ég var frekar þreyttur
á skólanum var mikill stuðningur
frá ykkur og oft var mjög þægilegt
að sofna í sófanum ykkar yfir
fréttatímanum sem var heilagur
fyrir þér.
Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa með allt hvenær sem var.
Þegar ég útskrifaðist úr háskólan-
um flutti ég norður í land og svo til
Noregs vegna vinnunnar og því
hittumst við minna en ég hefði
óskað síðustu árin. Alltaf var mað-
ur jafn glaður að hitta þig og
ömmu aftur. Þótt heilsunni hefði
hrakað varstu alltaf duglegur að
hreyfa þig og miðað við aldurinn
unglegur. Seinustu mánuðina
fannst mér hálferfitt að vera í
burtu frá þér í Noregi. Ég er þó
þakklátur fyrir að hafa getað verið
með þér á mikilvægum augnablik-
um seinustu mánuðina. Þakklát-
astur er ég þó fyrir að hafa fengið
að hitta þig og spjalla við þig rétt
áður en þú lést. Ég fann mynd í
símanum mínum sem endurspegl-
ar þig fyrir mér. Brosandi afi við
eldhúsborðið, líkast til búinn að
lesa fréttablöð dagsins tvisvar
sinnum. Ég mun minnast þín rest-
ina af lífinu og taka þig mér til fyr-
irmyndar. Kæru þakkir fyrir að
hafa fengið þig sem afa minn.
Birgir (Biggi) Guðmundsson.
Það er aldrei auðvelt að skrifa
minningargrein, hvað þá um ein-
hvern jafn hlýjan og traustan og
þig, elsku afi. Það hefur þó gefið
okkur systkinunum tækifæri til að
hugsa til baka um allar fjölskyldu-
samkomurnar sem og aðrar nota-
legar stundir sem við áttum með
þér. Þá má heldur ekki gleyma öll-
um ævintýrunum sem þú upplifðir
með okkur, líkt og ferðalög okkar
um landið og heimsóknirnar til
ykkar ömmu í Vestmannaeyjum.
Þar munum við sér í lagi eftir
bröltinu í rimlunum hjá stiganum
og pysjuveiðarnar sem þú varst
svo duglegur að hjálpa okkur með.
Þegar litið er til baka þá stendur
upp úr að þú varst ætíð brosandi,
enda varstu jákvæður, brosmildur
og með lúmskan húmor. Um-
hyggjan og stuðningurinn sem þú
sýndir okkur alla tíð, bæði í orðum
og í verki, er ómetanlegur og mun-
um við hafa hann með okkur
áfram inn í lífið. Við lærðum mikið
af þér enda erfitt að finna sterkari
fyrirmynd. Þú sýndir jafnframt
ávallt gott fordæmi, bæði með um-
hyggjusemi og sanngirni, og mun-
um við ætíð bera þann lærdóm
með okkur.
Elsku afi, þín verður sárt sakn-
að!
Berglind, Davíð og Hilmar
Guðmundarbörn.
Ásmundur Jónsson
✝ Ágústa JónaJónsdóttir
fæddist í Bræðra-
borg á Hellu 1. jan-
úar 1958. Hún lést
3. janúar 2020 á
líknardeild Land-
spítalans. For-
eldrar hennar voru
Jón Óskarsson, f.
11. júní 1932 á
Berjanesi undir
Eyjafjöllum, d. 12.
ágúst 2006, og Áslaug Jón-
asdóttir, f. 31. október 1932 í
Vetleifsholti í Ásahreppi, d. 15.
febrúar 2015. Systkini Ágústu
eru Óskar, f. 1952, Anna, f. 1963,
og Gestur, f. 1974, d. 1977. Óskar
er kvæntur Dóru Sjöfn Stef-
ánsdóttur og eiga þau þrjú börn,
Jón Jökul, f. 1982, Birnu, f. 1986,
og Unnstein, f. 1996. Jón Jökull
er kvæntur Pierre Marly og
Birna er í sambúð með Úlfari
Gíslasyni og eiga þau tvö börn,
Sögu, f. 2016, og stúlku, f. 2019.
Unnsteinn er í sambúð með Lisu
Billing. Anna er gift Bjarna Dið-
riki Sigurðssyni og þau eiga Sig-
urð Sturlu, f. 1993, og Heklu
Hrund, f. 1995.
Ágústa Jóna eignaðist Hjör-
leif Jón 1975 með Steini Ólafs-
syni. Hjörleifur á dóttur, Elísu
Björk, f. 2011, úr fyrra sambandi
með Heiðrúnu Söru Pálsdóttur.
Hjörleifur kvæntist Karitas Þór-
isdóttur 2019. Hún á tvær dætur
af fyrra hjónabandi með Gunn-
ari Bjarnasyni, Selmu, f. 1999,
og Sylvíu Lind, f. 2001.
Ágústa kynntist Hreiðari Her-
mannssyni, f. 1948, á Hellu 1980.
Þar var Hreiðar að byggja
Kaupfélagshúsið og felldu þau
hugi saman og hófu sambúð.
Bjuggu þau á Selfossi frá 1982 til
1995 og giftu sig í Selfosskirkju
1992. Þaðan lá leiðin til Grim-
stad í Noregi þar sem þau
bjuggu til 1999. Fluttu þau aftur
til Íslands það ár og komu sér
fyrir á Miðvangi í Hafnarfirði
þar sem þau bjuggu í 19 ár og
starfaði Ágústa lengst af sem
sjúkraliði á bækl-
unardeild Landspít-
alans. Leiðir þeirra
skildi 2019 og
Ágústa flutti þá í
íbúð í miðbæ Hafn-
arfjarðar. Þau eign-
uðust þrjú börn:
Jónas Örn, f. 1982,
Áslaugu Söru, f.
1990, og Berglindi,
f. 1994. Jónas er í
sambúð með El-
ísabetu Rut Sigmarsdóttur, f.
1982. Hún á þrjú börn frá fyrra
sambandi með Gylfa Rafni Gísla-
syni, Sigmar Val, f. 2003, og tví-
burana Lovísu Karen og Bryn-
dísi Rut, f. 2005, og saman eiga
Jónas og Elísabet Hreiðar Örn, f.
2012, og Ólöfu Bergrós, f. 2014.
Áslaug Sara er í sambúð með
Davíð Alexander Östergaard og
saman eiga þau Ara Nóel, f.
2014, og Öglu Sóleyju, f. 2018.
Berglind er í sambúð með Hillevi
Högström. Hreiðar á tvö börn af
fyrra hjónabandi með Margréti
Kolbeinsdóttur, Ólöfu Bjørkås, f.
1971, og Hermann, f. 1974. Ólöf
er gift Ketil Bjørkås, f. 1966, og
þau eiga börnin Axel Andreas, f.
1992, og Viktor, f. 1996. Axel
kvæntist Åse Gunn Bjørkås
2019. Hún á Ben, f. 2005, úr
fyrra sambandi og saman eiga
þau eina dóttur, Matheu, f. 2015.
Viktor er í sambúð með Cathrine
Taasti Bringsverd. Hermann á
tvö börn úr fyrra hjónabandi
með Rögnu Lóu Stefánsdóttur,
Thelmu Lóu, f. 1999, og Ídu Mar-
ín, f. 2002. Ragna Lóa á tvö börn
úr fyrri samböndum, Stefán
Kára, f. 1986, og Elsu Hrund, f.
1993. Hermann er í sambúð með
Alexöndru Fanneyju Jóhanns-
dóttur og eiga þau saman einn
son, Hermann Alex, f. 2019.
Alexandra á einn son úr fyrra
sambandi, Jóhann L. Sigurjóns-
son, f. 2011.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 10. janúar 2020,
klukkan 14.
Mig langar að minnast einn-
ar af mínum elstu og bestu vin-
konum, Ágústu, sem lést allt of
fljótt eftir snörp og erfið veik-
indi. Við Ágústa höfum þekkst
frá því við vorum í barnaskól-
anum á Hellu og þó það þyki
ekki langt á milli Laufskála og
Nestúns í dag – þá var þetta
óravegur þegar við vorum
börn, ekki var komið í heim-
sókn nema til að stoppa allan
daginn! Við vorum margar vin-
konurnar á Hellu á unglingsár-
unum sem héngum saman og
fórum á ófá böllin, því á þeim
tíma voru böll allar helgar í
Hellubíó eða í Hvolnum og á
haustin voru réttarböll fjóra
daga vikunnar þegar best lét!
Ég var heimagangur hjá
Lullu og Jóni, foreldrum
Ágústu, á unglingsárunum og
við fylgdumst vel með litla
bróður hennar og sólargeislan-
um Gesti sem lést um tveggja
ára vegna hjartagalla. Seinna
leigðu þær Ágústa með Hjölla
sinn og Hrönn efri hæðina í
gamla Mosfelli og vorum við
mikið þar.
Síðar minnkaði sambandið
þegar fjölskyldur stækkuðu en
við höfum reynt fjórar að halda
sambandi og hittast eina helgi
á ári í sumarbústað eða fara í
borgarferð erlendis. Þetta hafa
verið ómetanlegar stundir við
eldhúsborð og við höfum talað
út í eitt alla helgina! Við vorum
ekki í daglegu sambandi en
þegar við hittumst eða heyrð-
umst var eins og við hefðum
sést í gær.
Elsku Hjölli, Jónas, Áslaug
og Berglind, ég vonaði svo heitt
að kraftaverk myndi gerast –
elsku Anna og Óskar, við
Bjarni sendum ykkur öllum
samúðarkveðjur og biðjum guð
að veita ykkur styrk.
Guð blessi minningu Ágústu,
yndislegrar vinkonu.
Kristín Bragadóttir
Ástkæra vinkona mín. Vin-
átta okkar hófst þegar við vor-
um börn að alast upp á Hellu
og hefur haldist alla tíð síðan.
Minningar um okkar samveru-
stundir hrannast upp. Við að
blaðra fram á nótt í herberginu
þínu á laufskálunum og Óskar
bróðir þinn að banka í vegginn
til að reyna að þagga niður í
þessum gelgjum. Sambúðin
okkar á Baldursgötu sem við
töluðum oft um og áttum góðar
minningar um. Þú talaðir alltaf
um að fara í kaupfélagið þegar
þú fórst í búðina á horninu og
þú eldaðir saltkjöt og baunir,
baunirnar voru grænar Ora-
baunir sem þú lést samvisku-
samlega liggja í bleyti. Núna
seinni ár hefur verið skipulagð-
ur hittingur hjá þér, mér,
Kristínu og Áslaugu, stundum í
sumarbústað og stundum í er-
lendri borg. Tilhlökkunin var
alltaf mikil hjá okkur fyrir
þessa hittinga. Nú er stórt
skarð höggvið í þennan litla
hóp.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Ágústa mín. Ég vil trúa
því að þú sért á góðum stað og
laus við allar þær þjáningar
sem hafa hrjáð þig undanfarna
mánuði. Ég mun sakna þín svo
lengi sem ég lifi, kæra vinkona.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Þín vinkona,
Elín Björk Einarsdóttir.
Ágústa Jóna
Jónsdóttir