Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 ✝ SigurþórHjartarson fæddist 3. ágúst 1937 í Dalbæ í Gaulverjabæj- arhreppi, sem nú heitir Flóahreppur. Hann lést á Hrafn- istu Nesvöllum, Reykjanesbæ 20. desember 2019. Foreldrar hans voru Guðlaug Narfadóttir úr Hafnarfirði og Hjörtur Níelsson frá Bjarn- eyjum á Breiðafirði. Sigurþór var yngstur í sjö systkina hópi. Öll eru þau látin nema Narfi, fæddur 1932. Sigurþór fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni 10 ára gamall. Sigurþór lærði rafvirkjun og hóf störf sem rafvirki á Dettifossi og svo Laxfossi. Árið 1965 kynnist Sig- urþór eftirlifandi eiginkonu sinni, Bergljótu Sigurvinsdóttur frá Keflavík, fædd 13. ágúst 1942. Þau giftu sig 7. sept. 1968. Þau eignuðust tvö börn: 1) Júl- íus Sigurþórsson, f. 9 júlí 1973. Sambýliskona Justyna Kos- inska, f. 14. des. 1978. Júlíus var áð- ur í sambúð með Álfhildi Eiríks- dóttur og á með henni eina dóttur: a) Jóhanna Dagný Júlíusdóttir, f. 4. ágúst 2003. 2) Hulda Sigurþórs- dóttir, f. 26. júní 1978. Eiginmaður Guðjón Örn Em- ilsson, f. 30. nóv. 1976. Börn þeirra: a) Guðrún Erla Guðjóns- dóttir, f. 8. des. 2000. b) Sig- urþór Örn Guðjónsson. f. 11. okt. 2005. Eftir að þau hjónin hugðu á barneignir hætti Sig- urþór á sjónum og hóf störf hjá Landsvirkjun og vann þar til eftirlaunaaldurs. Lengst af á hjúskaparferlinum bjuggu þau hjónin í Mosfellsbæ og var Sig- urþór þar virkur í félagsstörf- um, Rótarýklúbbi Mosfellsbæjar og einn af stofnfélögum Golf- klúbbsins Kjalar. Sigurþór verð- ur jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju í dag, 10. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Nú hefur pabbi minn kvatt þessar veiðilendur og er haldinn á vit nýrra ævintýra á nýjum stað. Ég er viss um að hann verður fullar af áhugaverðum ævintýr- um eins og við áttum saman. Þar verða vötn sem eru eins og litla leynivatnið okkar, þar sem bændurnir hlógu að okkur þegar við fengum leyfi til að veiða þar, þarna hefði aldrei veiðst og væri enginn fiskur, en bleikjurnar reyndust svo vænar að vísinda- menn fengu nokkrar hjá okkur til að kanna hvort þar væri tækifæri til að kynbæta eldisbleikju. Ég er viss um að laxinn mun taka eins og hrygnan sem tók túpuna á breiðunni og allur hyl- urinn ólgaði á meðan hún streitt- ist við, þá brostir þú hringinn þegar hún var komin á land. Einnig skemmtilegar uppá- komur eins og fjögurra punda hængurinn sem tók í þriðja kasti í Hafravatni þegar þú ætlaðir að sýna okkur peyjunum, sem vor- um búnir að vera við veiðar allan daginn, hvað þú gætir kastað langt með kaststönginni. Þá er ég viss um að gæsalend- urnar reynast gjöfular og flugið eins og þegar við vorum saman í rokinu og hóparnir komu svo ört inn að ekki gafst tími til að safna bráðinni. Og nánast öll skot hittu í mark. Einnig verða iðjagrænir golf- vellir sem bíða, eins og þegar við fórum saman einn morguninn á Spáni; logn, passlega hlýtt og við höfðum völlinn fyrir okkur. Og þeir slökktu bara á vökvunar- kerfunum þegar við spiluðum brautirnar. Á nýjum stað verða veitinga- staðirnir eins flottir og þegar Villi bauð okkur út að borða í Kína; tuttugu þjónar í rauðum jökkum að snúast í kringum okk- ur og sjö manna hljómsveit sá um dinnertónlistina. Þau eru ótal fleiri skemmti- legu ævintýrin og ferðirnar sem við fjölskyldan fórum saman og eru yndislegar sögur til að rifja upp á köldum vetrarkvöldum um ókomna tíð. Er líða fer á morguninn læðist hann inn með koddann sinn kötturinn hann Júlli minn (Sigurþór Hjartarson) Takk fyrir allt og takk fyrir gott veganesti út í lífið. Þinn sonur, Júlíus. Elsku besti pabbi minn er far- inn. Ég hef alla tíð verið mikil pabbastelpa. Pabbi var alltaf svo hress og skemmtilegur og gaman að spjalla við hann. Mér eru minnisstæðar ferðirnar okkar á ruslahauganna í Mosó þar sem eitthvað nýtilegt fékk stundum fljóta með heim. Pabbi var mikil félagsvera og dellukarl, hann var í Rótarýklúbbi Mosfellsbæjar og einn af stofnendum golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Hann eyddi miklum tíma í sjálfboðavinnu við golfklúbbinn og golfvöllinn, lagði allt rafmagn í golfskálann og plantaði tjám. Pabbi var fljótur að tileinka sér nýjungar hér áður fyrr. Þráðlaus sími, faxtæki, tölva og gsm-sími var komið strax inn á okkar heimili. Pabbi kenndi mér að fara vel með pen- inga og sagði oft: „Þetta heitir ekki níska heldur hagsýni.“ Pabbi var alltaf orðheppinn og með gælunöfn á marga. Fyrsta gælunafnið sem ég fékk var „heimasætan“ og svo kom „happ- arófa“. Krakkarnir í götunni voru „Hulduherinn“ og á gelgju- skeiðinu urðum við vinkonurnar „glæturnar“. Orðið „glætan“ var ofnotað af okkur skvísunum. Pabbi hafði einstaklega gaman af að veiða, bæði silung, lax og gæs- ir. Einnig þótti honum gaman að ferðast. Við ferðuðumst mikið sem fjölskylda bæði innanlands og erlendis, og einnig ferðuðust mamma og pabbi mikið saman tvö. Eftir að ég stofnaði mína eig- in fjölskyldu héldum við áfram að ferðast með mömmu og pabba innanlands. Sumarhúsið hjá Steingrímsstöð var mikið leigt, en þar var bæði hægt að veiða sil- ung og spila golf. Ég gleymi því seint þegar Guðjón minn var kominn með stóran silung á öng- ulinn hvað pabbi var stressaður og reyndi eftir bestu getu að kenna Guðjóni að þreyta og landa honum, sem hafðist. Eftir að við byrjuðum að byggja húsið okkar hjálpaði pabbi Guðjóni að leggja allt rafmagn í húsið, og eftir að mamma og pabbi fluttu nær okkur gátu krakkarnir okk- ar komið heim til ömmu og afa eftir skóla. Eitt sinn missti dóttir mín stígvélið sitt í skafli á leiðinni og kom heim til ömmu og afa með eitt stígvél. Pabbi gekk leið- ina í skólann í marga daga á eftir að leita að stígvélinu og á end- anum fann hann það. Pabbi sótti líka son minn og nafna sinn í leik- skólann, en pabbi var mjög stolt- ur að fá nafna. Pabbi samdi vísu um nafna sinn. Flott eru barnabörnin, brosandi út á kinn. Þótt hann sé þriðji örninn, þá er hann nafni minn. (Sigurþór Hjartarson) Elsku besti pabbi minn, takk fyrir allt! Hvíl í friði. Þín elskandi einkadóttir, Hulda. Sigurþór Hjartarsonleiksljós sem mun lýsa mér veg-inn um ókomna tíð. Þegar pabbi veiktist fyrir rúm- um tveimur árum sýndirðu okkur ómetanlegan stuðning og stóðst eins og klettur við hlið mömmu. Við áttum mörg góð samtöl um lífið og tilveruna og æsku ykkar pabba. Þú talaðir um það hvernig samband ykkar pabba varð sterk- ara og sterkara með hverju árinu sem leið. Þú saknaðir pabba og hjarta þitt brast þegar hann lést en ótrauð horfðirðu fram á veginn og stóðst alltaf vaktina. Ég er þér svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Lífið er þraut og leysa hana þarf, en með bjartsýninni sem ég fékk í arf frá ykkur pabba virðast allir vegir færir. Vinátta okkar var mér allt og stend ég uppi sterkari vegna þín, með þín lífsins gildi að leiðarljósi. Ég elska þig. Hjördís Harpa. Munda samferðakona mín og vinkona er látin. Um hana er óhætt að segja að hún hafi ekki fæðst með silfurskeið í munni, en hún gerði það besta úr þeim gjöf- um sem henni voru gefnar. Hún gaf okkur líka til baka hina einu sönnu gjöf, hún gaf af sjálfri sér. Þegar ég kynntist henni í gegnum sameiginlega vinkonu okkar fyrir rúmum 40 árum tók hún mér fagnandi með faðmlagi og bauð mér inn til sín, hellti kaffi í bollann minn og við fengum okk- ur sígó og síðan var farið að spjalla. Hjá henni voru oftar en ekki margar konur og börn og alltaf nóg pláss fyrir alla. Þetta var laugardagskaffispjall og þar var púlsinn tekinn á öllu sem máli skipti á mönnum og málefnum líð- andi stundar. Munda var Ólafsvík lyftistöng í svo mörgu, hún vann ötullega að því að bæta samfélagið okkar með því að starfa í t.d. Slysavarna- félaginu Sumargjöf þar var hún að öðrum ólöstuðum ósérhlífin og dugleg við að standa vaktina á hverju ballinu á fætur öðru í fé- lagsheimilinu okkar gamla og selja blóm til fjáröflunar fyrir byggingu Mettubúðar. Hún kom að Vetrargleðinni, Færeyskum dögum, Ólafsvíkur- dögum og svo mörgu öðru enda dugleg og með sína jákvæðu sýn á að allt væri hægt ef við tækjum saman höndum og létum hendur standa fram úr ermum. Hún var einnig í mörgum nefndum fyrir bæjarfélagið. Við unnum saman í 10 ár á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík hún var þar heilbrigðisritari og var mjög fær í sínu starfi. Alltaf var hægt að leita ráða og fá hjálp frá henni og glaðværð hennar og hlátur var svo beint frá hjartanu. Þegar ég var flutt til Reykja- víkur og Munda var komin með blómabúðina sína var það vaninn að stoppa í Blómaverki og fá faðmlag og fréttir af fólkinu okk- ar og rabba smá um stelpurnar okkar lífið og tilveruna og gang mála í bænum. Ég kom aldrei að tómum kof- unum hjá Mundu, hún var lausna- miðuð og ráðagóð þegar leitað var til hennar. Munda og Siggi voru eitt, hún studdi hann við tónlistina og hann hana við það sem hún tók sér fyrir hendur. Öllu er afmörkuð stund, nú er hún Munda okkar farin í Sumar- landið þar sem fegurstu blómin vaxa. Vertu sæl og takk fyrir sam- veruna, Kolbrún (Kolla). Elsku Munda. Lífið getur verið óútreiknanlegt. Erfitt er að horfa á eftir einstakri mágkonu og vin- konu eins og þér. Vinátta þín og stuðningur var mér mikils virði og þakklát er ég þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Lauga og mun ég ávallt minnast þess. Miss- irinn er mikill og votta ég Sigga, dætrum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur kæra fjöl- skylda. Með þessum orðum kveð ég þig að sinni: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hjördís Jónsdóttir. Fyrir rúmlega hálfri öld varð þorpið okkar Ólafsvíkinga svo lánsamt að í það flutti falleg, góð, greind, kærleiksrík, kraftmikil, ósérhlífin og umfram allt glöð ung stúlka. Þetta var hún Munda Wí- um. Ég var ein þeirra heppnu sem eignuðust vináttu hennar. Við byrjuðum að vinna saman í sundlaug Ólafsvíkur árið 1972 og þá varð ekki aftur snúið. Harð- fiskur með miklu smjöri var byrj- unin. Steinbíturinn beit okkur saman. Fimmtán ára krakkinn ég kynntist og eignaðist strax vin sem aldrei brást. Munda var allt- af með opinn faðminn. Margar á ég minningarnar um samveru- stundir sem einkenndust af gleði og kraftmiklum umræðum. Hún gat verið beinskeytt þegar við átti og lét mig þá stundum heyra það. Það var alltaf rétt hjá henni. Enda hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún umvafði mig kærleika og krafti þegar ég gekk með frum- burðinn minn hann Hermann Marinó sem síðan varð samstarfs- maður og vinur Mundu á Heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvík. Krafta- konan og gleðigjafinn stóð fyrir mörgum lista- og menningarvið- burðum í Ólafsvík. Munda vildi hafa það skemmtilegt og hún lét aldrei sitt eftir liggja í orði og verki. Vann af ósérhlífni þau verkefni sem hún tók sér fyrir hendur og landaði þeim með reisn. Munda er dáin. Það er óraun- verulegt. Munda kvaddi á sjúkra- húsinu á Akranesi með ástina í lífi sínu sér við hlið. Sársaukafull en falleg mynd. Nú horfi ég á eftir elsku Mundu minni. Ég sé hana fyrir mér í Sumarlandinu, þeytast um í skrautlegri skyrtu og leggings- buxum, með bros á vör, berfætta og alltaf sjóðandi heitt. Ég kveð elsku Mundu og þakka fyrir mig. Ljósið þitt lifir. Sigga, Guðlaugu, Siggu, Eygló, barnabörnunum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut, sem vill þér gjarnan vel og deilir með þér gleði og sorg. Þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér, en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt? Hversu ríkur sem þú telst, hversu fullar hendur fjár, þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð, ég stend við gluggann, myrkrið streym- ir inn í huga minn. Þá finn ég hlýja hönd, sál mín lifnar við eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós, mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Maggý Hrönn. okkar krakkanna sem ég nýt ennþá í dag og höfum við Jó- hanna til dæmis alltaf verið sér- staklega góðar vinkonur enda jafnaldrar. Þegar ég varð eldri og fór í nám til Reykjavíkur stóð heimili Siggu og Bjössa manns hennar bæði mér og öðrum systkina- börnum ávallt opið. Hún var mjög gestrisin, ættrækin og ávallt tilbúin til að styðja okkur landsbyggðarkrakkana í fjöl- skyldunni. Sigga var um margt mjög merkileg kona. Hún var fluggreind og námfús en ólst upp á þeim árum sem ekki var hlaupið að því að komast í nám. Sigga náði þó með nokkru harð- fylgi að komast í skóla á Laug- um og svo á lýðháskóla í Svíþjóð. Hún lærði líka til sauma, starf- aði í fyrstu á saumastofum en eftir að hún eignaðist fjölskyldu vann hún við sauma heima hjá sér. Þeir eru óteljandi fallegu kjólarnir sem hún Sigga saum- aði, þar á meðal nokkra á okkur í fjölskyldunni. Suma þeirra hef ég alls ekki tímt að gefa frá mér vegna þess hversu fallegir þeir eru. Hún var stöðugt að, saum- aði til að mynda bútasaumsteppi og óf fram á tíræðisaldur. Hún lærði líka svæðanudd sem ég ásamt fleirum naut góðs af. Síð- ustu tvo áratugina bjó hún í sama húsi og Jóhanna dóttir hennar, og fjölskylda hennar. Var það gæfa beggja enda voru þær samrýndar. Ég er svo sérstaklega þakklát fyrir okkar góðu vináttu sem við áttum síðustu árin þrátt fyrir talsverðan aldursmun. Sigga var mjög góður og gefandi fé- lagsskapur og við gerðum ým- islegt saman, fórum til dæmis eitt sumarið hringinn í kringum landið með viðkomu hjá ættingj- um. Það var gaman að ferðast með Siggu því hún var fróð um landið enda menntaður leiðsögu- maður. Hún var margfróð og varpaði gjarnan fram vísum sem tengdust tilefnum líðandi stund- ar. Svo var gott að ræða við hana um það sem hvíldi á huga mínum því hún var mjög glögg, skynsöm og jarðbundin, og ekki má gleyma leiftrandi kímnigáfu ásamt getu til að sjá spaugilegu hlutina við lífið og tilveruna. Hennar Siggu verður sárt sakn- að en eftir situr þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta dýr- mætra samverustunda með henni öll þessi ár. Jónína (Jonna). Einstök kona er nú fallin frá og ótal minningar leita á hug- ann. Sigríður var mamma Jó- hönnu, vinkonu minnar, og höf- um við þekkst í meira en fimmtíu ár. Við Jóhanna vorum í Svíþjóð eitt sumar að vinna og dvöldum þá hjá vinkonu Siggu sem var með henni á lýðháskóla í Bollnäs, úr því varð mikill vin- skapur. Það var alltaf ljúft að koma í Ljárskóga til Siggu og Björns, sannkallað fjölskyldu- hús. Sigga gaf mér svæðanudd ef henni fannst þörf á, ljúft te og spjall. Hún var spaugsöm og hagmælt og fór gjarnan með vís- ur. Hún var mikil hannyrðakona, óf mikið, saumaði og prjónaði, oft seldi hún handavinnu sína í sölubás í Mjóddinni. Garðurinn hennar er einstaklega fallegur, sannkölluð paradís og var rækt- un hans mikið áhugamál hennar og sinnti hún honum af alúð. Hún gróðursetti fjölda trjáa og blóma. Þangað sótti hún jurtir í te og jurtakrem sem hún bjó til. Í Ljárskógum vekur athygli mikið steinasafn sem þau Björn höfðu komið sér upp á ferðalög- um sínum um landið. Síðastliðin ár hafa Jóhanna og Óskar búið með Siggu og drengjunum í Ljárskógum. Þar voru haldnir saumaklúbbar og lesklúbbar að ótöldum öllum matarveislunum þar sem mikið var spaugað og spjallað. Samband þeirra mæðgna, Jóhönnu, Maríu og Sigríðar, var einstaklega fallegt og náið. Ég votta þeim systrum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Sigríður Stefánsdóttir. Hartnær 97 ára gömul fékk elsku Sigga okkar hinstu ósk sína uppfyllta: að sameinast gengnum ástvinum og hlaupa með þeim léttfætt um engi og blómabreiður á himnum. Hvíldin nú er henni blessun en söknuð- urinn er sár. Það er erfitt að lýsa þeim djúpstæðu áhrifum sem Sigga hafði á okkur öll. Hún var einstök manneskja sem miðlaði af gáfum sínum og gæsku til allra sem á vegi hennar urðu. Sigga sameinaði margt sem nútíminn þarf á að halda. Hún var náttúrubarn sem þekkti all- ar plöntur og blóm. Löngu áður en almenn umræða vaknaði um umhverfismál miðlaði Sigga virðingu fyrir náttúrunni og hennar stórbrotnu gjöfum. Só- un, vanvirðing og eyðilegging var ekki til í hennar gjörðum. Hún ræktaði allt sem lifði af al- úð, nærði, endurnýtti, endur- vann, umbreytti, gerði betra og gaf nýtt líf. Áratugum áður en það þótti til siðs fóru Sigga og Bjössi hvert sumar með börnin sín kornung um fjöll og firnindi á hálendi Íslands, þveruðu ár og ræktuðu gleðina í ósnortinni náttúru. Mér fannst þau ævin- týraleg á gamla jeppanum og langaði einhvern tímann að verða eins og þau. Gönguleiðin til Ljárskóga í æsku á hið fallega heimili þeirra hjóna – nú þeirra Jóhönnu og Óskars – var greið í öllum veðr- um því maður vissi hve hlýjar móttökurnar yrðu. Við fórum frá heimili þeirra betri en við kom- um. Mamma mín er ævinlega þakklát Siggu, m.a. fyrir trún- aðarsamræður þeirra á langri samleið þar sem þær gáfu hvor annarri styrk í ólgusjó lífsins. Þegar mamma lýsir Siggu segir hún einfaldlega: Hún gat allt. Allt lék í höndum hennar. Hún saumaði, prjónaði og óf, hún leiddi okkur í sláturgerð, hún kenndi okkur að skera út laufa- brauð, hún gerði uppáhalds kleinurnar og pönnukökurnar hans pabba, hún tók okkur í heil- andi svæðanudd, hún gaf okkur te með læknandi eiginleikum, hún hlustaði á okkur og gaf ráð, hún sagði sögur og kom okkur til að hlæja enda húmoristi af guðs náð. Sigga var frjó í hugsun og hagmælt, víðlesin og margfróð. Hún leiftraði af frásagnargleði með dillandi en hljóðlátum hlátri án þess að þykjast vita nokkuð betur. Sigga hafði stálminni og það er fyrst og fremst frá henni sem við systkinin þekkjum sög- ur af okkur sjálfum og hvert öðru frá því við vorum lítil, sög- ur sem koma okkur enn til að hlæja. Hún var öðrum fremur uppspretta sameiginlegra minn- inga því að hún mundi betur en aðrir. Sigga varð fræg í frönsk- um skóla þegar börnin mín sögð- ust eiga frænku á Íslandi sem væri „bráðum hundrað ára og ótrúlega gömul og ótrúlega lítil en alltaf góð“. Sigga uppskar eins og hún sáði í kærleik því samheldnari systur en dætur hennar eru vandfundnar. Umhyggja þeirra, ræktarsemi, vinátta og stuðn- ingur við móður sína í gegnum árin er fyrirmynd fallegra fjöl- skyldubanda. Við vottum Jó- hönnu, Maríu, tengdasonum, barnabörnum og öðrum ástvin- um innilegustu samúð. Minning- in um merka og góða konu lifir í hjörtum okkar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.