Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA9 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mér finnst gott að ofhugsa verkin ekki, heldur byrja bara á þeim og láta þau fæðast án þess að ég viti hvað eigi að gerast. Ef ég hugsa of mikið um það þá geta þau hreinlega dáið,“ segir myndlistarmaðurinn Helgi Þórsson um verkin sín. Við ræðum saman þar sem hann er að setja upp sýningu í menningarhús- inu Gerðubergi í Breiðholti, sýningu sem hann kallar Á ystu nöf. Hún verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og á henni verða verk sem Helgi hefur skapað á síðustu tveimur til þremur árum, hér á landi en einkum í Belgíu þar sem hann var búsettur undanfarin ár, þar til hann flutti heim á dögunum með allt sitt hafurtask. Helgi nam myndlist í Hollandi og lauk BA-gráðu í myndlist við Gerrit Rietveld Academie árið 2002, síðan MA-gráðu við Sandberg Institut í sama landi tveimur árum síðar. Myndverk hans, bæði málverk og skúlptúrar, hafa lengi vakið eftirtekt og lukku, þau eru oft skrautleg og mótuð af frumlegri leikgleði. Splunkuný og smjattpattar Heiti sýningarinnar er vissulega dramatískt, Á ystu nöf. Helgi segist upphaflega ætlað að hafa sýninguna án titils en svo hafi þessi kviknað út frá stöðu karaktera sem sjá má á tveimur málverkanna, en þeir standa yst á klettabrún. Og Helgi segist hafa verið upptekinn undan- farið við flutninginn heim og hafi því ekki náð að mála jafn mikið af nýjum verkum fyrir sýninguna og hann ætlaði. „Ég náði bara að vinna í svona fimm daga hér heima fyrir sýninguna, nýjustu verkin eru frá síðustu dögum. Svo sagði ég fólkinu hér í húsinu að ég ætlaði að gera líka ný verk í járn svo ég verð að byrja á því á eft- ir,“ segir hann brosandi og mun bara hafa einn dag til þess. Helgi segist gjarnan vilja eyða góðum tíma í verkin sín. En það kemur viss hráleiki í þau þegar hann flýtir sér og auðheyrilega kann hann vel að meta það. „Þess vegna hentar mér best að nota efni sem hægt er að vinna hratt í. Ég get til dæmis ekki notað olíu- málningu, það truflar mig hvað hún er lengi að þorna.“ Hann er ekki verkkvíðinn? „Ég bíð oft fram á síðustu stundu með að klára verk. Ég vinn oft hratt þegar ég þarf en tek mér líka frí á milli. Mér finnst þá meira gerast hjá mér en þegar ég er eitthvað að rembast á vinnustofunni. Bestu hug- myndirnar koma þegar ég er að hugsa um eitthvað allt annað.“ En hvaða hugmyndir eru það sem sjást í þessum nýju verkum? „Þessi málverk hér spretta aðal- lega út frá teikningum sem ég gerði í fyrra. Á mörgum þeirra eru ein- hverskonar smjattpattar,“ segir hann og bendir á málverk sem bíða upphengingar en á þeim eru fígúrur sem minna óneitanlega á það per- sónugerða grænmeti sem sást fyrir einhverjum áratugum í sjónvarps- þáttum um svokallaða smjattpatta. „En það er margt hér í bland,“ bætir hann við og bendir á önnur málverk með fígúrum sem hann seg- ist líta á sem einskonar gerla. Helgi fer svo að tína alls kyns skúlptúra úr kassa og raðar í kring- um sig. Þar á meðal eru tveir haus- ar, karl og kona. „Ég ætlaði fyrst að gera þá vel og hafa þá mjög raunsæ- islega en það hentaði bara ekki. Þeir urðu of andstyggilegir við það.“ „Ég bíð oft fram á síðustu stundu með að klára verk“  Myndlistarmaðurinn Helgi Þórsson opnar sýningu í Gerðubergi á morgun Morgunblaðið/Einar Falur Par Helgi Þórsson hampar við uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi skötuhjúum sem hann sýndi nýverið í Belgíu. Sýningin Saga Ilkka Juhani, með verkum eftir finnska myndlistar- manninn Ilkka Juhani Takalo- Eskola, verður opnuð í Ganginum, heimagalleríi Helga Þorgils Frið- jónssonar myndlistarmanns, í Brautarholti 8, annarri hæð, klukk- an 17 til 19 í dag, föstudag. Allir eru velkomnir. Takalo-Eskola fæddist árið 1937. Auk þess að vera virtur myndlistar- maður hefur hann komið að kennslu finnskra listamanna í ára- tugi en hann var um tíma prófessor og yfir myndlistardeild Lista- háskóla Helsinkiborgar. Á þeim tíma stofnaði hann „akademíu fyrir sauna, smóking, mýrarlíkamsmáln- ingu og performans“ ásamt samprófessor við skúlptúrdeild Listaháskólans, Radoslaw Gryta. Takalo-Eskola hefur verið fulltrúi Finna á Feneyjatvíæringnum og Tvíæringnum í Sydney. Verk eftir Takalo-Eskola voru sýnd nokkrum sinnum hér á landi á árum áður en á sýningunni í Gang- inum er fjöldi svokallaðra „mýrar- málverka“ hans, teikningar og ljós- myndaprent af ýmsu tagi, af gjörningum hans og öðru. Fjölbreytileg Hluti verkanna eftir Ilka Juh- ani Takalo-Eskola á sýningunni í Gangi. Verk eftir Takalo- Eskola í Ganginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.