Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 ✝ Jaap Schröderfæddist í Amst- erdam 31. desem- ber 1925. Jaap lést í Amsterdam 1. janúar 2020. Hann nam fiðluleik í Par- ís, hjá Calvet og Pasquier við École Jacques Thibaud, og tónlistarfræði við Sorbonne- háskóla. Eftir tæp- lega tveggja áratuga starf með Hollenska strengjakvartettinum hóf Jaap að einbeita sér að spurningum um hljóm og stíl í flutningsmáta tónlistar 17. og 18. aldar með hljóðfærum þess tíma og var hann einn fremsti frumkvöðull þeirrar hreyf- ingar. Jaap starfaði m.a. með Concerto Amsterdam, Quar- tengslum við Sumartónleika í Skálholti kom hann oft fram á tónleikum víðar á Íslandi, m.a. nokkrum sinnum í dómkirkj- unni á Hólum. Jaap gaf Skál- holtsstað drjúgan hlut af sínu mikla bóka- og nótnasafni. Út- gefnar plötur með leik Jaaps eru yfir 150 talsins. Á Íslandi gaf Smekkleysa út nokkra geisladiska hans, bæði einleik og með Bachsveitinni og Skál- holtskvartettinum auk diska með fiðlu- og sembalsónötunum fyrrnefndu. Jaap hlaut fálka- orðuna árið 2001 fyrir störf í þágu tónlistarlífs á Íslandi. Eig- inkona Jaaps, Agnes, sem var barnalæknir, kom með honum í Íslandsferðirnar á meðan henn- ar naut við, en hún lést fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þrjár dætur, Laurence, Marion og Cécile. Útför hans og sálumessa fer fram í Méreau í Frakklandi í dag, 10. janúar 2020. tetto Esterhazy og Smithsonian String Quartet. Jaap var einnig kennari m.a. við Schola cantorum bas- ilienses og Yale- háskóla. Árið 1993 tók hann að sér leiðarahlutverk með Bachsveitinni í Skálholti og nokkrum árum síð- ar stofnaði hann Skálholts- kvartettinn sem hann leiddi í tvo áratugi, en síðustu tón- leikar kvartettsins voru í Skál- holti sumarið 2015. Jaap lék einnig reglulega einleik á Sum- artónleikum í Skálholti, m.a. allar sónötur J.S. Bachs með Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara. Auk starfa sinna í Það var mikið gæfuspor þegar ég þekktist boð Helgu Ingólfs- dóttur, semballeikara og stofn- anda Sumartónleika í Skálholts- kirkju, um að taka þátt í að flytja strengjakvartettana Sjö orð Krists á krossinum eftir Joseph Haydn í Skálholti með Jaap Schröder sumarið 1996. Hann var þá sjötugur og hefði það get- að orðið með síðustu tækifær- unum til að spila með þessum mikla meistara. En það reyndist öðru nær. Það varð aðeins byrj- unin á ævintýri sem stóð í tvo áratugi. Auk árlegra tónleika og hljóðritana á Sumartónleikum í Skálholti ferðuðumst við saman víðs vegar um heiminn með Skálholtskvartettinum, stundum nokkrum sinnum á ári, í sam- starfi við tónlistarfrömuði sem Jaap hafði áður unnið með. Oft var Stefanía konan mín og börn- in okkar með í för, þannig að við fengum öll að kynnast Jaap og njóta samvista við þennan ein- staka persónuleika. Fyrir hljóð- færaleikara eins og mig sem var frekar stutt kominn á ferlinum var það augljóslega einstakt lær- dómsferli að fá að njóta reynslu Jaaps og vinna með honum að tónleikahaldi og hljóðritunum af þeirri stærðargráðu sem úr varð. Jaap var óþrjótandi uppspretta fróðleiks, húmors og lífsgleði. Örlæti Jaaps var takmarkalaust, og ástríða hans fyrir því að miðla þekkingu sinni var hrífandi. Ís- lenskt tónlistarfólk og tónlistar- líf hlaut ríflegan skerf af þeirri auðlind. Hann var agaður og skipulagður og var alltaf kominn nokkrum skrefum á undan hin- um, búinn að kryfja allt til mergjar í því sem verið var að vinna að hverju sinni og þar að auki streymdu óhindrað frá hon- um nýjar hugmyndir að framtíð- arverkefnum sem héldu áfram að verða að veruleika fram á ní- ræðisaldur. Hann var einstök fyrirmynd. Ekki aðeins í tónlist- arlegu tilliti heldur á allan hátt sem manneskja og kær vinur. Samband hans og Agnesar eig- inkonu hans var einstaklega ná- ið. Á meðan hennar naut við kom hún oftast með honum í Skálholt. Ég og fjölskylda mín þökkum Jaap Schröder fyrir ómetanlega og ógleymanlega vináttu og tryggð. Sigurður Halldórsson. Í dag verður Jaap Schröder fiðluleikari, kær vinur og læri- meistari, lagður til hinstu hvílu í kirkjugarði St. Martin í Méreau í Frakklandi. Hann náði 94 ára aldri á gamlársdag 2019 og lést á nýársdag 2020. Méreau er lítið sveitaþorp í Cher-héraði í Frakklandi, um 220 km suður af París. Eiginkona Jaaps, Agnes, lést fyrir nokkrum árum, en fjöl- skylda hennar hafði átt kastal- ann Les Murs í nágrenni Mé- reau frá því eftir byltinguna 1789. Þau Agnes og Jaap tóku við herragarðinum að foreldrum Agnesar látnum og dvöldust þar á sumrin. Auk ótrúlegra vistar- vera eru þarna varðturnar, síki í kringum varnarveggina, dúfna- hús mikið og úr stóru eikartré hangir róla. Það var mér mikið lán að kynnast þeim heiðurshjónum Ja- ap og Agnesi í Skálholti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Jaap var þar kominn til að leiðbeina okkur í leik á barokk- hljóðfæri og varð strax okkar mentor, fyrst í barokktónlist og síðar í tónlist klassíska tímabils- ins eftir að hann stofnaði Skál- holtskvartettinn 1997 með okkur Svövu Bernharðsdóttur og Sig- urði Halldórssyni. Jaap var einn þekktasti fiðluleikari heims í leik á upprunahljóðfæri og hafði leitt hljómsveitir og strengjakvar- tetta um áratugaskeið. Þegar um hægðist hjá honum tók hann ást- fóstri við Ísland og dvöldu þau hjónin í Skálholti á hverju sumri í um tvo áratugi. Jaap leiddi og leiðbeindi Barokksveitinni í Skálholti, lék einleik, lék með Skálholtskvartettnum og verkin voru mörg tekin upp til útgáfu. Á 25 ára afmæli Kammer- sveitar Reykjavíkur 2008-9 flutti Jaap með Kammersveitinni alla Brandenborgarkonserta Bachs sem einnig voru teknir upp og gefnir út hjá Smekkleysu. Fékk sú útgáfa einróma lof í íslenskum blöðum og erlendum tímaritum og hlaut Kammersveitin Ís- lensku tónlistarverðlaunin 2013 fyrir útgáfuna. Um alla Evrópu og víða í Bandaríkjunum átti Jaap góða vini sem opnuðu okkur Skál- holtskvartettnum dyr að glæst- um sölum og fögrum kirkjum þegar Jaap langaði að koma og leika Schubert, Mozart og Ha- ydn. Þessar ferðir okkar á næst- um hverju sumri í 10 ár voru oft- ast undirbúnar í vikulangri dvöl í Les Murs. Gjarnan var það í byrjun vors og er ógleymanlegt að hafa dvalið með þeim hjónum þar. Ég hafði yndi af að aka á frönsku sveitavegunum og bauðst til að kaupa inn og bætti þá gjarnan við vorboðanum beg- óníu handa Agnesi fyrir blóma- pottana útivið. Agnes kunni því vel þegar einhverjir voru með sem töluðu frönsku og var ein- staklega gaman að spreyta sig á heimspekilegum samræðum við hana. Ferðirnar með Skálholtskvar- tettnum tóku okkur víða, til Lu- bliana, í Esterhazy-höllina í Ungverjalandi, til Napoli og Capri, Mallorca, allt í kringum Méreau, til Norðvestur-Frakk- lands, í frönsku Alpana, víða um Holland og til Boston og New Haven í Bandaríkjunum. Í Skál- holti dvöldum við vikum saman hvert sumar við tónleikahald og upptökur. Jaap var það kapps- mál að ná að taka upp sem mest af kammermúsík Schuberts. Í þeirri útgáfu spilum við strengjakvartettana og strengja- kvintettinn þekkta með honum. Blessuð sé minning Agnesar og Jaaps Schröder. Rut Ingólfsdóttir Það var mikil gæfa fyrir konu mína sálugu, Helgu Ingólfsdótt- ur semballeikara, þegar hinn virti fiðluleikari Jaap Schröder gerðist liðsmaður Sumartón- leikanna í Skálholtskirkju fyrir nær aldarfjórðungi. Þátttaka hans við uppbyggingu Bach- sveitarinnar í Skálholti og Ská- holtskvartettsins var mikil hvatning fyrir þessa tónlistarhá- tíð Helgu. Einn af hápunktunum á ferli hennar var samleikur þeirra Jaaps á öllum sex són- ötum Bachs fyrir fiðlu og semb- al, sem þau fluttu tvisvar í heild í Skálholti og var síðan gefinn út á hljómdiskum. Jaap og kona hans Agnes unnu Skálholti, kirkjunni, staðn- um og fjallahringnum. Jaap, sem var iðinn myndasmiður, fór oft á kreik um miðja nótt til að fanga húm sumarnæturinnar á filmu. Á Sumartónleikunum gistu þau í Skálholtsskóla. Agnes lagði ríka áherslu á að hún gæti alltaf haft kirkjuna fyrir augunum hvar sem hún var í skólahúsinu. Jaap Schröder var ekki aðeins mikill tónlistarmaður og tónlist- arfræðingur heldur líka baráttu- maður fyrir mannréttindum, frelsi og lýðræði. Þetta endur- speglaðist í bókasafni hans, en drjúgan hlut þess gaf hann Skál- holtsstað. M.a. lagði hann sig eft- ir að safna ritum Thomasar Jef- fersons, þriðja forseta Banda- ríkjanna, sem Jaap taldi einn ötulasta talsmann þeirra gilda sem hann mat hvað mest. Vissi hann þó vel að Jefferson var ekki við eina fjölina felldur í þeim efnum enda tvístígandi í af- stöðu sinni til þrælahalds. Jef- ferson var líka frumkvöðull á sviði kosningafræða, svo þannig mættust áhugamál okkar beggja. Ég minnist Jaaps Schröders fyrir tónlistina, manngæskuna og vináttuna við okkur, konu mína sálugu og mig. Blessuð sé minning hans. Þorkell Helgason Það var örlagaríkt þegar ég ákvað að bregða mér á „master- class“ í Juilliard þegar ég var þar í námi. Þar kenndi Hollend- ingurinn Jaap Schröder, sér- fræðingur á barokkfiðlu og frumkvöðull í upprunaflutningi, þ.e. að spila tónlist frá barokk- og klassíska tímanum á hljóðfæri og með aðferðum þeirra tíma. Þetta var á miðri Manhattan í New York, þar sem alltaf er ys og þys, fólk á þönum, neðanjarð- arlestir á fleygiferð og í skól- anum var oft viðkvæðið: „Ég get spilað þetta hraðar og sterkar en þið!“ Að koma inn í salinn og hlusta á Jaap kenna og spila tón- list með allt öðru viðhorfi og tón- myndun var eins og að finna vin í eyðimörkinni. Eða eins og hann sagði: „Barokktónlist byrjar út frá þögn, vex í boga og endar svo í þögn.“ Kyrrðin sem fylgdi var önnur en sú sem maður átti að venjast í spennuvæðingu nútíma- hljóðfæra. Ég gaf mig á tal við hann og úr varð að ég skráði mig í nám í Schola Cantorum Bas- iliensis í Basel í Sviss, skóla sem sérhæfir sig í upprunaflutningi, en þar kenndi Jaap. Helga Ingólfsdóttir, sembal- leikari og stofnandi Sumartón- leika í Skálholti, hafði samband og hafði áhuga á að fá Jaap til Íslands til að leiða Bachsveitina í Skálholti. Úr varð áratuga sam- starf. Jaap og konan hans Agnes hrifust af Íslandi, komu hér eins oft og þau gátu og eignuðust marga vini. Skálholtsstaður tal- aði til þeirra og að lokum gaf Ja- ap Skálholti nótnasafn sitt og bókasafn, afrakstur áratuga rannsóknarvinnu. Þeir voru ófáir tónleikarnir og upptökurnar sem Jaap lék með Bachsveitinni, einnig lék hann með Helgu Ing- ólfsdóttur og sumarið 1998 stofn- uðum við Skálholtskvartettinn sem var ásamt honum skipaður Rut Ingólfsdóttur, Sigurði Hall- dórssyni og undirritaðri. Nú tók við langt og spennandi ferðalag í gegnum kvartettbókmenntirnar undir leiðsögn manns sem hafði helgað líf sitt kvartettum og tón- list frá klassíska tímabilinu. Kunnátta hans, innsæi og reynsla var dýrmæt. Hann hafði mikla yfirsýn og vann verkin gjarnan í löngum köflum án þess að hökta í smábútum. Túlkunin hafði flæði, dýpt og fegurð. Jaap hélt mikið upp á Joseph Haydn og ógleymanlegt var þeg- ar okkur hlotnaðist tækifæri til að spila í Esterhazy-höllinni í Ungverjalandi - eins og Haydn. Jaap hafði mikið tengslanet enda átti hann langan og góðan feril sem tónlistarmaður um allan heim. Þess nutum við og fengum að spila á hátíðum í ýmsum Evr- ópulöndum og Bandaríkjunum og taka upp geisladiska, m.a. með Haydn- og Schubert-kvart- ettum. Einnig var dásamlegt að dvelja í miðaldahöll þeirra hjóna í Frakklandi í æfingabúðum. Þá sátum við gjarnan úti í garði yfir kvöldmatnum við dúfuturninn og hlustuðum á sögur Jaaps af þekktu tónlistarfólki sem hann hafði starfað með eða spaugileg- um atvikum, sem hann hafði næmt auga fyrir. Jaap var herramaður af gamla skólanum, víðförull og fróður, ljúfur með glettni í auga. Í sumar var hann heiðraður fyrir framlag sitt sem barokkfiðluleikari á Utrecht-tón- listarhátíðinni. Hafðu þökk, hvíl í friði. Svava Bernharðsdóttir. Jaap Schröder Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RÚRIKS NEVELS SUMARLIÐASONAR húsgagnasmiðs, Vogatungu 33, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun, virðingu og hlýju. Megi árið 2020 færa ykkur öllum gæfu, gleði og góðar stundir. Guðlaug Björnsdóttir María Rúriksdóttir Hilmar A. Alfreðsson Helena Rúriksdóttir Jón Pétur Kristjánsson Hulda Rúriksdóttir Lárus Finnbogason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐFINNA HELGADÓTTIR, lést 26. desember á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. janúar, klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Blindrafélagið. Edda Sigurgeirsdóttir Þórður Kristinsson Helgi Sigurgeirsson Gerður Garðarsdóttir Svanberg Sigurgeirsson Rannveig Ása Reynisdóttir Gunnar Guðjónsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA EGILSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 27. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjarni Ólafur Bjarnason Gyða Einarsdóttir Egill Kristján Bjarnason Elfa Rún Antonsdóttir Hrafnhildur Bjarnadóttir Þröstur Sævar Steinarsson Jón Guðbjörn Bjarnason Signý Sigurðardóttir Sævar Bjarnason Hulda Saga Sigurðardóttir Guðfinnur Stefánsson Linda Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS GESTSSON rafvirkjameistari, lést miðvikudaginn 8. janúar. Útförin auglýst síðar. Halldóra Guðmundsdóttir Jón Júlíusson Sigríður S. Júlíusdóttir Helga Júlíusdóttir Arnfinnur Róbert Einarsson Bjarni Júlíusson Þórdís Klara Bridde Hrönn Júlíusdóttir Ársæll Hreiðarsson Sigríður Rut Júlíusdóttir Hjalti Már Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐLAUGS VALDIMARS EIRÍKSSONAR trésmiðs, Núpalind 2. Einnig þökkum við starfsfólki Hrafnistu, Boðaþingi fyrir góða umönnun. Þórey Björnsdóttir börn, tengdabörn barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG VILMUNDARDÓTTIR, lést sunnudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13. Vilmundur Þorsteinsson Bjarney J. Sigurleifsdóttir Gísli Þorsteinsson Jólanta Þorsteinsson Hrefna Björg Þorsteinsdóttir Guðmundur Löve Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Aðalbjörn Þórólfsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.