Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ferðalaginu miðar vel,“ segir Jón Eggert Guðmundsson hjólreiðamað- ur sem nú er á ferð þvert yfir Banda- ríkin frá Flórída. Hann lagði upp frá Talahassee í Flórida á gamlársdag og stefnir á San Diego í Kaliforníu við Kyrrahafsströnd. Þarna á milli eru um 5.000 kílómetra þegar farin er leiðin sem er kölluð Southern Tier route og er þekkt meðal hjólreiða- manna sem lengstu leggi velja. Í byrjun mars „Ég stefni á að vera kominn á leið- arenda fyrstu vikuna í marsmánuði. Núna er ég kominn langleiðina í gegnum Flórídaríki og nálgast landamærin yfir til Alabama. Er bú- inn að hjóla um 300 kílómetra og ferðin hefur gengið þokkalega utan hvað hægri pedalinn á hjólinu hjá mér brotnaði á fyrstu dögum ferðar. Ég hef því tekið fótstigin áfram á vinstri pedalanum einum á um það bil 200 kílómetra leið. En mér skilst að reiðhjólaverslun sé ekki langt frá þeim stað sem ég nálgast nú, svo þá ætti ég að fá stykkið sem þarf,“ segir Jón Eggert þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Upphafleg ætlan Jóns Eggerts var að enda ferð sína í La Paz í Mexíkó. Nú er staðan hins vegar sú að bandarísk stjórnvöld biðja fólk um að forðast ferðir þangað vegna óeirða. „Ég mun fylgjast með ástandinu í Mexíkó meðan ég er á ferðalaginu; en eftir Alabama-ríki fer ég í gegnum Lúísíana, svo Texas, því næst Arizona, Nýju Mexíkó og loks Kaliforníu. Breytist ástandið til hins betra skelli ég mér auðvitað til Mexíkó. Ef ekki þá er ég sáttur við að enda ferðina í San Diego í Kali- forníu,“ segir Jón Eggert sem lætur vel af sér á ferðalagi þessu. Hann svo sem ekki heldur óvanur svona verkefnum. Þríþraut og austurströnd Á sl. ári reyndi hann við opinbert heimsmet Guinness yfir lengstu þrí- þrautina og hljóp þá 1.456 km, hjól- aði 5.700 km og synti 240 km frá 9. febrúar til 26. ágúst, án þess að missa dag. Síðasta vor fór Jón Egg- ert svo í hjólaferð suður með allri austurströnd Bandaríkjanna, frá Halifax í Kanada og til Miami í Flór- ída þar sem hann býr. Hjólar frá Flórída til Kyrrahafsstrandar  Fer 5.000 kílómetra langa leið á reiðhjóli þvert yfir Bandaríkin og stefnir til San Diego í Kaliforníu  Nálgast nú landamæri Alabama-ríkis  Fer hugsanlega alla leiðina til Mexíkó  Á einum pedala Leið Jóns Eggerts um Bandaríkin og Mexíkó Hjólar frá Tallahassee í Flórída til La Paz í Mexíkó Texas Nýja- Mexíkó Arizona Kalifornía Flórída Louisiana Mississippi Alabama B A N DA R Í K I N M E X Í K Ó Kyrrahaf Mexíkófl ói La Paz ÁÆTL UÐ LOK FEB. 2020 Tallahassee 30. DES. 2019 KALIFORNÍU- SKAGI Kortagrunnur: Colourbox Morgunblaðið/Þórður Garpur Jón Eggert á Íslandi 2016. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum auðvitað mjög ánægðir. Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Andri Þór Kjartansson, einn eigenda brugghússins Malbygg. Malbygg hefur fengið boð um þátttöku á einni þekktustu bjór- hátíð í heimi, bjórhátíð Mikkeller í Kaupmannahöfn. Hátíðin kallast MBCC og er haldin ár hvert í maí. Andri og félagar hans þekkja vel til hátíðarinnar enda hafa þeir sótt hana sem gestir mörg undanfarin ár. Nú verða þeir í nýju hlutverki og ásamt um eitt hundrað öðrum brugghúsum víðsvegar að úr heim- inum munu Malbygg-menn kynna sinn áhugaverðasta bjór. „Þetta er sú hátíð sem okkur hef- ur mest langað að fara á með Mal- bygg enda eru jafnan mörg stór nöfn þarna,“ segir Andri en brugg- húsinu hefur einnig verið boðið á fleiri hátíðir í ár. Í lok mars tekur Malbygg þátt í bjórhátíð í Bergen í Noregi og í nóvember er ferðinni heitið á Billy’s Craft Beer Fest í Antwerpen í Belgíu. Fagna tveggja ára afmæli Malbygg fagnar í næsta mánuði tveggja ára afmæli en bjór brugg- hússins hefur notið mikilla vinsælda meðal bjóráhugafólks á Íslandi. Svo mikilla að bæta þurfti við 3.000 lítra gerjunartanki til að anna eftir- spurn. Í vor kemur svo í ljós hvort tegundir eins og Massaður kjúkl- ingur, Sopi, King Kong eða Bjössi bolla falla í kramið á alþjóðasviðinu. Búast má við því að hátt í þrjú þús- und gestir sæki hátíðina sem stend- ur í tvo daga. Henni er skipt í fjóra hluta og þurfa Malbyggs-menn að mæta með átta tegundir af bjór til leiks. Morgunblaðið/RAX Malbygg Bergur Gunnarsson og bræðurnir Andri Þór og Ingi Már Kjartans- synir mæta með átta tegundir af bjór til leiks á bjórhátíð í Kaupmannahöfn. Malbygg boðið á vinsæla bjórhátíð  Fyrsta íslenska brugghúsið á Mikk- eller Beer Celebration í Kaupmannahöfn Átta umsækjendur sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt sem auglýst voru í desember en umsóknarfrestur rann út 6. jan- úar að því er fram kemur í til- kynningu á vef dómsmálaráðu- neytisins en mbl.is greindi frá þessu í gær. Sóttu sex héraðsdómarar um embættið, skrifstofustjóri Lands- réttar og einn prófessor. Umsækjendur um embættið eru: Ása Ólafsdóttir prófessor, Ástráður Haraldsson héraðsdóm- ari, Björn L. Bergsson, skrif- stofustjóri Landsréttar, Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari, Hild- ur Briem héraðsdómari, Ingi- björg Þorsteinsdóttir héraðsdóm- ari, Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og Sandra Bald- vinsdóttir héraðsdómari. Á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að sett verði í emb- ættin eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Átta sóttu um embætti dómara laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 1.690 kr. / 1.190 kr. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku* *Einnig fáanlegt með ensku tali. LIFEPAK CR PLUS HJARTASTUÐTÆKI TILBOÐSVERÐ LIFEPAK CR PLUS 159.900 KR M/VSK VEGGFESTING 19.000 KR M/VSK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.