Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 33
smiður og tæknimaður hjá Þjóðleik- húsinu. Synir Sverris og Elínar eru 1) Ívar Örn Sverrisson, f. 7.2. 1977, leikari og leikstjóri í Osló. Börn hans með Örnu Ösp Guðbrandsdóttur, arkitekt og fv. maka, eru Arngrímur Ívarsson, f. 6.9. 2003, og Eyrún Sara Ívarsdóttir, f. 21.6. 2007; 2) Daði Sverrisson, f. 9.12. 1978, umhverfishagfræðingur og pí- anóleikari, starfar hjá Landsvirkjun. Maki: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, kvikari og þýðandi. Börn þeirra eru Sólrún Eldjárn Daðadóttir, f. 17.10. 2012, og Arnaldur Eldjárn Daðason, f. 12.1. 2017. Systkini Sverris sammæðra eru Sigríður Sigurðardóttir, f. 20.8. 1942, fv. handboltastjarna; og Svan- hildur Sigurðardóttir, f. 12.7. 1944, danskennari hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Systir Sverris sam- feðra er Sigríður Hansborg Lílý Guðjónsdóttir, f. 22.6. 1944, býr á Akranesi og starfaði á skrifstofu Tónlistarskólans. Foreldrar Sverris voru Guðjón Matthíasson, f. 30.4. 1919, d. 14.12. 2003, harmonikkuleikari og hljóm- sveitarstjóri, og Jakobína Guðríður Guðmundsdóttir, f. 19.6. 1910, d. 2.3. 1985, verkakona og húsmóðir. Þau voru í sambúð og bjuggu í Reykja- vík. Sverrir Guðjónsson Guðrún Pálsdóttir húsfreyja í Sviðugörðum, f. í Gaulverjabæ í Flóa Bjarni Þorvarðarson bóndi í Sviðugörðum í Flóa, f. í Sviðugörðum Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Læk Jakobína Guðríður Guðmundsdóttir verkakona og húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Snorrason bóndi, vegaverkstjóri og oddviti á Læk í Flóa Hólmfríður Eiríksdóttir húsfreyja á Læk, f. á Kílhrauni á Skeiðum Snorri Þórarinsson bóndi á Læk, f. í Þorleifskoti í Flóa Elín Pálsdóttir húsfreyja í Syðri-Gegnishólum í Flóa Davíð Jónsson lögregluþjónn og bifreiðarstj. í Rvík Davíð Davíðsson prófessor í lífefnafræði og yfi rlæknir rannsóknard. Landspítalans Þórheiður (Heiða) Kristjánsdóttir snyrtifr. og kaupmaður í Kefl avík Jón Ólafsson vatnsframleiðandi og stofnandi Skífunnar Kristján Guðjón Jónsson skósmiður á Akranesi og í Kefl avík Ásgerður Vigfúsdóttir húsfreyja í Einarslóni, f. í Pétursbúð á Arnarstapa Jón Ólafsson bóndi og skáld í Einarslóni í Breiðuvík, f. á Vætuökrum við Hellnar Hansborg V. Jónsdóttir húsfreyja á Hellissandi og í Rvík Matthías Þorsteinn Björnsson sjómaður í Hafnarfi rði Gunnhildur Bjarnadóttir húsfreyja í Sigguseli og í Hafnarfi rði, f. á Borg á Mýrum Björn Jónsson bóndi og söðlasmiður í Sigguseli og innheimtumaður í Hafnarfi rði, f. í Mýrartungu í Reykhólasveit Úr frændgarði Sverris Guðjónssonar Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari og hljómsveitarstjóri í Rvík DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 recast svefnsóf i kr . 149 .900 nú kr. 127.415 Janúarútsala 10 - 50% afslát tur af öllum vörum „ÉG SKIL ÞETTA VEL. ÞÚ ERT UNGUR, GÁFAÐUR, VEL MENNTAÐUR OG ATVINNULAUS. ÞÉR LÁIST EKKI AÐ VERA REIÐUR.” „ÞÚ HELLTIR SJÓÐANDI OLÍU YFIR GLUGGAHREINSIMANNINN!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta hann um að grilla. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MJÁ…MJÁ…MJÁ…MJÁ…MJÁ…MJÁ… MJÁ… ÞETTA ER MINN ÞÖGN! ÉG ÆTLA AÐ TAKA ÞESSAR, TAKK … ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR ÓLÆS! ÉG ER ÞAÐ MIG VANTAR ELDIVIÐ!BÓKA- SAFN Eins og veðurhamurinn var áþriðjudagskvöld leið mér vel að sitja við gluggann, hlusta á vind- inn og blaða í ljóðabókum. Fyrst festi ég mig við Svörtuloft Guð- mundar á Sandi: Lítur, þegar um sollinn sjá syngur í bylgjuhvoftum, inn í heima opna tvá undir Svörtuloftum. Faðir minn gaf mér ungum Ill- gresi og síðan hefur Örn Arnarson verið eitt af mínum skáldum: Nepjan þennan næðingsdag nísti inn að beini. Sit ég eftir sólarlag sunnan undir steini. „Veðuruggur“ heitir eitt kvæða Arnar og mætti á nútímamáli heita „gul eða rauðgul veðurviðvörun“. Kvæðinu lýkur svo: Ömurlegum ómi í dag ymur símaþráður. Sama rómi sama lag söng hann löngum áður. Nú er engum hugarhægð að horfa út um glugga. Jökulbunga, frosti fægð, felst í veðurskugga. Himinninn er í hálfa gátt. Heyrist þökum riðið. Skýjatröll úr austurátt æða fram á sviðið. Nú er öllum djöflum dátt. Dregur af mönnum gaman. Himinglæva og austanátt ætla að dansa saman. Uggir mig um allra hag, sem eiga mök við græði. Stormurinn kaldi líksöngslag leikur á símaþræði. Halla Eyjólfsdóttir orti og kallaði „Tækifærisvísur“: Þó að blási móti mér má ég vel því una; storminn lægir, bátinn ber beint í lendinguna. Þó að ill og ósvífin óhöpp sýnist voði, eru þau sem óveðrin aðeins vorsins boði. Kristján Fjallaskáld orti þegar hann frétti trúlofun Sveins kaup- manns Guðmundsens og Kristínar Siemsen: Sveinn á Búðum fái fjúk, fékk hann hana Stínu, öndin spriklar öfundsjúk innan í brjósti mínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Undir Svörtuloftum og veðuruggur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.