Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 40
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í fyrradag verðlaun á verðlaunahátíð samtaka tónskálda og textahöf- unda í Los Angeles. Hlaut hún bæði verðlaun fyrir tónlist sína í kvik- myndinni Joker og þáttaröðinni Chernobyl. Sunnudaginn síðastlið- inn hlaut hún Golden Globe- verðlaunin fyrir tónlistina við Joker og Emmy-verðlaun í fyrra fyrir Chernobyl. Hlaut verðlaun fyrir Joker og Chernobyl FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Garðbæingar eru illviðráðanlegir í Dominos-deild karla í körfuknatt- leik en í gærkvöldi vann Stjarnan níunda leikinn í röð í deildinni. Stjarnan vann ÍR í Breiðholtinu 93:75 en Stjarnan féll einmitt úr keppni gegn ÍR í undanúrslitum á síðasta Íslandsmóti. Keflvíkingar eru einnig firnasterkir og burstuðu Grindvíkinga. »35 Níundi sigurinn í röð hjá Stjörnunni ÍÞRÓTTIR MENNING Margrét Einarsdóttir búninga- hönnuður er tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna, Guld- baggen, fyrir vinnu sína við kvik- myndina Eld & lågor, ástarsögu sem gerist í Svíþjóð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Er kvikmynd- in tilnefnd til sex Guldbagge- verðlauna. Margrét hefur unnið að ýmsum kvikmynd- um og sjónvarps- þáttaröðum á Norð- urlöndum á síðustu árum. Þá hefur hún hreppt þrenn Edduverðlaun fyrir búninga í íslenskum kvikmynd- um. Margrét tilnefnd til sænskra verðlauna Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin 20 ár hefur Ragnar Leví Jónsson spilað á harmoniku á „litlu jólunum“ í Melaskóla. Hann hætti þar sem húsvörður fyrir átta árum en mætir alltaf fyrir jól til þess að spila fyrir börnin. Bogey Guðmundsdóttir, móðir Ragnars, féll frá þegar hann var þriggja ára. Jón Leví Sigfússon, fað- ir hans, var organisti í Þingeyra- kirkju í Húnaþingi og þar féll Ragn- ar fyrir tónlistinni. „Pabbi kenndi okkur bræðrunum að lesa nótur þegar ég var sjö ára og ég fór með honum á æfingar og í messur,“ rifjar Ragnar upp. Hann segist fljótlega hafa fengið lánaða harmoniku, síðar eignast hljóðfærið og byrjað að spila á böllum í sveitinni þegar hann var 15 ára. „Pabbi dó skömmu síðar og þá flutti ég suður.“ Nikkan var með í farteskinu en hún skemmdist í Nýfundnalands- veðrinu í febrúar 1959. „Ég var 18 ára í mínum þriðja túr á Þorkeli mána og við komumst af við illan leik,“ segir hann. „Nikkan eyðilagð- ist en einhvern veginn tókst mér að öngla saman fyrir annarri.“ Vegna brauðstritsins var enginn tími fyrir spilamennsku. „Þegar ég var búinn að koma krökkunum til manns tók ég harmonikuna fram á ný og hef spilað reglulega á hana síð- an, mest fyrir sjálfan mig en líka í samkvæmum og á dansleikjum, sér- staklega á samkomum Húnvetninga og hjá Ljóði og sögu, anga út frá Húnvetningafélaginu.“ Dansinn mikilvægur Húnvetningafélagið í Reykjavík átti félagsheimili í Skeifunni og þar lék Ragnar oft með félögum sínum fyrir dansi. „Þá spilaði ég líka á org- el eða skemmtara, því við vorum ekki með trommuleikara,“ segir hann. Minnist líka spilamennsku með félaga sínum fyrir eldri borgara vítt og breitt fyrir hrun. „En það er liðin tíð,“ bætir hann við með eftir- sjá. Segir samt að Húnatríóið sé enn til. „Við spilum mest okkur til skemmtunar en höfum líka spilað fyrir eldri borgara og höfum hug á að gera meira af því enda hafa æ fleiri í eldri kantinum tekið mark á gildi hreyfingar fyrir heilsuna.“ Ragnar byrjaði sem húsvörður í Melaskóla 1999 og vann sem slíkur í 12 ár auk þess sem hann sinnti gang- brautarvörslu við skólann. Hann segir að mikil tónlistarmenning hafi verið í skólanum og fljótlega hafi hann byrjað að æfa með tónmennta- kennurunum. „Áður en ég vissi af var ég byrjaður að spila á jólaböll- unum og hef nú gert það í tuttugu ár í röð.“ Jólalögin eru ofarlega í huga og Ragnar segir gaman að spila fyrir krakkana. „Það er meiriháttar að spila fyrir börnin því þau eru svo vel með á nótunum og taka hraustlega undir í söng.“ Ekki sé síðra að spila fyrir eldra fólkið. „Þá er aðalatriðið að halda uppi stemningu með réttu lögunum. Gömlu dansarnir eru vin- sælastir og eldri lög, sem til dæmis Raggi Bjarna og Vilhjálmur Vil- hjálms hafa sungið og fólk þekkir, koma öllum alltaf í stuð. „Litla sæta ljúfan góða“ sem Vilhjálmur söng í gamla daga er sérstaklega vinsælt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Litlu jólin í Melaskóla á dögunum Frá vinstri: Marta Hrafnsdóttir tónmenntakennari, Sveinn Bjarki Sveinsson, verkefnastjóri smíða og hönnunar, Ragnar Leví Jónsson og Svava María Þórðardóttir tónmenntakennari. Ragnar þenur nikkuna  Hefur spilað fyrir börnin á litlu jólunum í Melaskóla í 20 ár  Þykir ekki síður gaman að leika fyrir dansi eldri borgara Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA PLÍ-SÓL GARDÍNUR GLUGGATJÖLD SCREEN RÚLLUGARDÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.