Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Ást og kærleikur eru helstuyrkisefnin í þriðju ljóðabókEyrúnar Óskar Jóns-dóttur, Mamma, má ég segja þér? En kærleikanum getur verið misskipt eins og sést í einu fyrstu ljóða bókarinnar. Þar situr Anna Frank efst í klifurgrind á tóm- um leikvelli í Innri-Njarðvík, krækir fótunum um rimlana og lætur sig hanga á hvolfi: Heimurinn er hvort sem er iðulega á hvolfi svo óskiljanlega á röngunni. Í afbakaðri veröld þar sem upp snýr niður og niður snýr upp og þeir sem eiga að hjálpa valda skaða hafnar Útlendingastofnun umsókn hennar um hæli […] Anna virðist frjáls þar sem hún hangir ósnertanleg í loftinu í ljóði Ey- rúnar en síðar segir: Árla morguns í fjólubleikri maíbirtu bankar lögreglan upp á og vísar kærleikanum úr landi. Á Miðnesheiði syngur lóan inn sumarið vorboðinn ljúfi nánast helgur í augum landans á meðan enn eitt barn á flótta er rekið út í dauðann. Eyrún Ósk hefur hlotið athygli fyr- ir fyrri bækur sínar en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa (2016). Texti ljóða hennar er iðulega tær og afslapp- aður, laus við að vera uppskrúfaður, og hún fer vel með myndir, eins og í þessu ljóði þar sem tært íslenskt vor er í hrópandi andstöðu við framkom- una gagnvart barninu Önnu Frank, sem er táknmynd allra þeirra barna sem misrétti eru beitt. Ljóðmæland- anum er misboðið hér en í fyrsta hluta bókarinnar af þremur, „Stríð, friður og skæru- velgjörðir“, er fjallað um grimm al- heimsmál. Í öðru ljóði þar er lífið veg- samað en „fólk deyr á landamærum / og við sofum / loftslagsbreytingar vofa yfir / og við sofum / dýr deyja með kjaftinn fullan af plasti / og við sofum,“ og lesendur eru hvattir til að vakna af þyrnirósarsvefninum. Í öðrum ljóðum þessa hluta bók- arinnar erum við hvött til að vera góð við börn, þau segi okkur til syndanna en svo er fjallað um nokkur raun- veruleg börn sem við brugðumst. Og lesendur eru hvattir til aðgerða, fyrir heimsfrið. Í seinni hlutum bókarinnar breyt- ist tónninn nokkuð, ljóðmælandinn lítur sér nær og lífið er hyllt. Í öðrum hluta, „Berum kærleikanum vitni“, er mikil birta og hann er litaður af trú á góðan og fagran heim. Textinn er hlýlegur og jafnframt meðvitað bernskur á köflum, þar sem hnykkt er á verðmæti lífsins og fegurðinni allt um kring: Sólin skín á bakvið blikuna og myndar rosabaug á himni til að minna okkur á að landið er heilagt. Og gert er lítið úr myrkrinu og ótta við það; myrkrið sé aðeins fjarvera ljóss: Ljóstýra getur á augabragði lýst upp þúsund ára gamalt myrkur án erfiðis án áreynslu segir ljóðmælandi sannfærandi og að í þessu „ástar kærleiks lífsins ljósi / ætti að vera enginn vandi / að hrekja burtu myrka sögu mannkyns / með ljósgæðum / með hjartasól“. Lokahluti bókarinnar, „Silfur- bjöllur og regnbogar“, er sannkall- aður ástarbálkur. Fyrri ljóðin fjalla á einlægan hátt um ást á maka: Glitský böðuð sólskini þó aldimmt sé á Jörðu líkt og ást þín er ég týni mér um stundarsakir í myrkrinu. Og síðustu ljóð bókarinnar fjalla hlýlega um ástina á litlum dreng, syni sem á lífið fram undan og er að upp- götva heiminn. Heim sem ljóðmæl- andinn hvetur okkur til að hjálpa til við að bæta, fyrir þá sem á eftir okk- ur koma og fá veröldina í fangið. Ljóð bókarinnar eru misvel lukkuð hvað áhrifamátt og kraft ljóðmálsins varð- ar en boðskapurinn er bæði mikil- vægur og fallegur. Skáldið Ást og kærleikur er meginefni nýrrar ljóðabókar Eyrúnar Óskar Jónsdóttur. Ljóðmælandinn deilir á illa meðferð á börnum og hyllir lífið. Heimurinn er hvort sem er iðulega á hvolfi Ljóð Mamma, má ég segja þér? bbbmn Eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Bjartur, 2019. Kilja, 76 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Málþing um mimesis í dönsk- um bókmenntum og list verður í Veröld – húsi Vigdísar í dag, föstudag, milli kl. 9.30 og 17. Þingið fer fram á dönsku. Erindi flytja Gísli Magn- ússon, Marianne Stidsen, Bettina Perregård, Steffen Arndal, Anders Ehlers Dam og Markus Floris Christensen. „Gríska orðið „mimesis“ þýðir eftirlíking og oft er talað um mimesis í tengslum við birtingar- mynd lista og bókmennta af raun- veruleikanum. Í bókmenntum, sál- fræði og heimspeki hefur hugtakið mimesis snúið aftur sem mótsvar við staðhæfingu póststrúktúralism- ans um skort tungumálsins til að endurspegla raunveruleikann,“ segir meðal annars í kynningu á málþinginu og bent á að Stidsen hafi í doktorsritgerð nýtt sér þessa merkingu orðsins. Meðal þess sem fyrirlesarar beina sjónum sínum að í erindum sínum er mimesis í Min kamp eftir Karl-Ove Knausgård og Det eftir Inger Christensen. Málþing um mimesis í listum Marianne Stidsen Nýtt sýningarár hefst í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16 með opnun sýningarinnar Hafið: Í minningu sjó- manna. Á henni sýnir Hjördís Henrysdóttir málverk af úfnum sjó og bátum í sjávarháska og er hún í tilkynn- ingu sögð ástríðufullur frístundamálari sem fengist hefur við margs konar listsköpun í yfir 50 ár. Hafið, fjaran og brimrót hafa í gegnum árin reglulega ratað á strigann, segir m.a. í tilkynningu og að myndirnar á sýningunni eigi sér rót í djúpstæðri virðingu og trega vegna þeirra hrafnistumanna sem hafið hafi ekki hleypt í land. Sýningin stendur yfir til 7. febrúar. Sýning í minningu sjómanna Hjördís Henrysdóttir Samantha Barbash, fyrrverandi fata- fella, hefur höfðað skaðabótamál gegn framleiðendum kvikmyndarinnar Hus- tlers og krefst hún 40 milljóna banda- ríkjadala í skaðabætur. Barbash er fyrirmyndin að einni persónu kvik- myndarinnar, Ramónu, sem Jennifer Lopez leikur. Barbash heldur því fram að líkindin með sér og sögu sinni og Ramónu séu slík að hún eigi rétt á bót- um. Fyrirtækin sem Barbash hefur farið í mál við eru STX og Nuyorican Pro- ductions sem Lopez er eigandi að. Handrit myndarinnar byggist á grein í New York-tímaritinu sem sagði af hópi fatafella sem rændu hóp viðskiptavina með klækjabrögðum. Krefst skaðabóta vegna Hustlers Lögsótt Jennifer Lopez í Hustlers. Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 19:30 15. sýn Lau 18/1 kl. 19:30 LOKASÝNING Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Sun 12/1 kl. 19:30 22. sýn Lau 18/1 kl. 19:30 LOKASÝNING Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Sun 19/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Fös 24/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 8. sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 31/1 kl. 19:30 9. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Sun 26/1 kl. 19:30 8. sýn Lau 1/2 kl. 19:30 10. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 27/2 kl. 19:30 29. sýn Sun 1/3 kl. 19:30 30. sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Eyður (Stóra Sviðið) Mið 15/1 kl. 19:30 Frums Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Þitt eigið leikrit II (Kúlan) Fös 14/2 kl. 18:00 Frums Fös 21/2 kl. 18:00 auka Lau 29/2 kl. 15:00 6. sýn Lau 15/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 22/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 7. sýn Sun 16/2 kl. 15:00 3.sýn Sun 23/2 kl. 15:00 5.sýn Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna! Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00 Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 15/2 kl. 16:00 Lau 22/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Sun 23/2 kl. 16:00 Tískugjörningur sem allir hafa beðið eftir! Fegurð, fræðsla og fjör. Útsending (Stóra Sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums Lau 29/2 kl. 19:30 3. sýn Sun 8/3 kl. 19:30 5. sýn Lau 22/2 kl. 19:30 2. sýn Lau 7/3 kl. 19:30 4. sýn Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna Bara góðar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 23/1 kl. 20:00 Fim 30/1 kl. 20:00 Sprenghlægilegt uppistand! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 17/1 kl. 20:00 39. s Lau 25/1 kl. 20:00 42. s Lau 1/2 kl. 20:00 45. s Lau 18/1 kl. 20:00 40. s Sun 26/1 kl. 20:00 43. s Fös 7/2 kl. 20:00 46. s Fös 24/1 kl. 20:00 41. s Fös 31/1 kl. 20:00 44. s Lau 8/2 kl. 20:00 47. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 82. s Lau 18/1 kl. 13:00 83. s Sun 19/1 kl. 13:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningarnar í janúar. Vanja frændi (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Fim 6/2 kl. 20:00 10. s Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Sun 9/2 kl. 20:00 11. s Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Sun 16/2 kl. 20:00 12. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið) Fös 17/1 kl. 20:00 Frums. Lau 25/1 kl. 20:00 4. s Lau 1/2 kl. 20:00 7. s Lau 18/1 kl. 20:00 2. s Sun 26/1 kl. 20:00 5. s Sun 2/2 kl. 20:00 8. s Fös 24/1 kl. 20:00 3. s Fös 31/1 kl. 20:00 6. s Lífið getur verið svo niðurdrepandi! Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 14/1 kl. 20:00 5. s Þri 21/1 kl. 20:00 6. s Kvöldstund með listamanni. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 25. s Sun 19/1 kl. 20:00 29. s Fim 30/1 kl. 20:00 34. s Lau 11/1 kl. 20:00 26. s Mið 22/1 kl. 20:00 30. s Lau 1/2 kl. 17:00 Lokas. Mið 15/1 kl. 20:00 27. s Fim 23/1 kl. 20:00 31. s Fim 16/1 kl. 20:00 28. s Sun 26/1 kl. 17:00 32. s Aðeins örfáar aukasýningar. Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Kvöldstund með listamanni. Club Romantica (Nýja sviðið) Mið 12/2 kl. 20:00 21. s Fös 14/2 kl. 20:00 22. s Allra síðustu sýningar. Gosi (Litla sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Frums. Sun 8/3 kl. 13:00 5. s Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Sun 23/2 kl. 15:00 2. s Sun 8/3 kl. 15:00 6. s Sun 22/3 kl. 15:00 10. s Sun 1/3 kl. 13:00 3. s Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Sun 1/3 kl. 15:00 4. s Sun 15/3 kl. 15:00 8. s Sun 29/3 kl. 15:00 12. s Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma Er ég mamma mín? (Nýja sviðið) Sun 9/2 kl. 20:00 Frums. Sun 23/2 kl. 20:00 4. s Fim 5/3 kl. 20:00 7. s Fim 13/2 kl. 20:00 2. s Fim 27/2 kl. 20:00 5. s Sun 8/3 kl. 20:00 8. s Sun 16/2 kl. 20:00 3. s Sun 1/3 kl. 20:00 6. s Fim 12/3 kl. 20:00 9. s Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan? Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.