Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is „Engin velta var á millibankamark- aði með krónur í desember 2019 líkt og í mánuðinum þar á undan.“ Þann- ig hljómar nýleg tilkynning á vef Seðlabanka Íslands undir liðnum Hagtölur. Þegar Morgunblaðið leit- aði skýringa á málinu hjá Jóni Bjarka Bents- syni, aðalhag- fræðingi Íslands- banka, segir hann að krónu- markaður hafi verið frekar lítið virkur allan þenn- an áratug. „Krón- umarkaður er sá markaður sem bankarnir nota til að jafna lausafjárstöðu í krónum sín á milli, ef þörf er á. Þessi markaður var býsna virkur fyrir hrun, en hefur all- an þennan áratug verið mun minna virkur,“ útskýrir Jón Bjarki. Hver banki sjálfum sér nógur Hann segir til frekari skýringar að ef einhver banki telji sig vera með of mikið lausafé, eða vanta lausafé til skamms tíma, þá fari hann á þennan markað og eigi viðskipti við hina bankana, eða þá Seðlabankann sjálf- an í gegnum markaðsviðskipti hans. „Það var gjarnan þannig fyrir hrun að bankarnir áttu umtalsverð við- skipti hver við annan í gegnum þenn- an markað. Nú undanfarin ár hefur þetta meira verið þannig að hver banki er sjálfum sér nógur með lausafé. Virkni þessa markaðar og mikilvægi hans fyrir fjármálakerfið hefur að sama skapi verið minna. Það á sér samt alltaf stað verðmyndun, þar sem bankarnir eru skyldugir til að setja tilboð fram daglega. Tilboðin eru svo í raun eitt fyrsta skrefið í miðlun stýrivaxta, þ.e. hvernig þeir vextir speglast inn á vextina sem bankarnir bjóða eða sækjast eftir á krónumarkaðnum.“ Íslenskir LIBOR-vextir Glöggt má sjá á meðfylgjandi töflu hve mikill munur er á virkni mark- aðarins fyrir og eftir hrun. Þegar gögnin eru rýnd nánar á vef Seðla- bankans má sjá að oft hafa liðið margir mánuðir í röð á síðustu árum þar sem engin viðskipti eru í gangi. Jón Bjarki bendir á að í gögnum Seðlabankans, eins og í töflunni hér fyrir ofan, megi sjá meðalvextina, REIBID og REIBOR. „Þetta er okkar útgáfa af hinum alþjóðlegu millibankavöxtum LIBOR (London Interbank Offered Rate) sem eru vel þekktir í umræðu á fjármálamörkuð- um. REIBID- og REIBOR-vextir eru vísbending um hvar bankarnir stilla sér upp gagnvart stýrivöxtum Seðlabankans. Þó að viðskipti á krón- umarkaðnum séu stopul, þá gefa þessi vaxtaboð mikilvæga vísbend- ingu um hvað bankarnir eru tilbúnir að borga mikið fyrir að taka peninga að láni eða hvað þeir eru tilbúnir að þiggja mikla þóknun fyrir að lána peninga. Þarna mitt á milli liggja svo stýrivextir hverju sinni. Þeir eru ein- mitt 3% í dag, en 1 mánaðar REI- BOR er í dag 3,29 og REIBID 2,93.“ Til frekari útskýringar má nefna að stýrivextir Seðlabankans eru vextir þeir sem bankinn er tilbúinn að greiða fyrir innlán bankanna hjá Seðlabankanum til sjö daga. Það, umfram lausafé sem bankarnir búa yfir, er jafnan geymt hjá Seðlabank- anum á þessum vöxtum. „Það má segja að það fé sé jaðarinn á lausa- fjárstöðu þeirra. Allir bankarnir eiga í dag meira lausafé en þeir þurfa alla jafna á að halda frá degi til dags, og þessu umframmagni er þá rúllað inn á Seðlabankann. Fyrir bragðið þurfa þeir þá ekki að slá hver annan um lán á þessum krónumarkaði. En svo koma undantekningar, þar sem ein- hvern bankanna skortir lausafé, og þá koma hreyfingar eins og í sept- ember sl. þegar urðu eins milljarðs króna viðskipti á krónumarkaðnum, og í júlí 12 milljarðar.“ Gætu orðið útlánsvextir aftur Eins og Jón Bjarki útskýrir þá voru stýrivextir Seðlabankans út- lánavextir fyrir hrun, en þá voru bankarnir að taka umtalsverð skammtímalán hjá Seðlabankanum. Þeir hafi hinsvegar viljað komast hjá því eins og þeir gátu að slá lán hjá Seðlabankanum. Því var krónumark- aðurinn mun líflegri frá degi til dags fyrir hrun að sögn Jóns Bjarka. Frá hruni hafa bankarnir hinsvegar haft umframlausafé. Jón Bjarki segir að ef sú staða breytist séu líkur á að stýrivextirnir verði aftur útlánavext- ir. „Þá mun lifna yfir markaðnum á ný.“ Millibankalán í krónum og millibankavextir 2000-2019 Ársvelta, ma.kr. Vextir, % 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 16 14 12 10 8 6 4 2 0 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Millibankalán, ársvelta á krónumarkaði, milljarðar kr. REIBOR-vextir (útlánsvextir)* REIBID-vextir (innlánsvextir)** *Reykjavík Interbank Offered Rate. **Reykjavík Interbank Bid Rate. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1.647 524 11,14% 15,88% 15,63% 10,86% 3,76% 4,02% 76,5 302 23 Krónumarkaðurinn lítið virkur í áratug  Lausafjárstaða bankanna góð  Þurfa ekki að slá lán Jón Bjarki Bentsson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 VINNINGASKRÁ 1355 10395 18276 30821 40588 49556 62362 72264 1568 10630 18457 31002 40609 49635 62594 72536 1973 10868 18565 31914 40636 49900 62691 72554 2024 10917 18623 31982 41000 50392 62780 72963 2140 10931 18689 32028 41235 50771 63500 73028 2548 10979 19140 32125 41450 51325 63671 73252 2695 11012 19190 32468 41793 51448 64054 73393 2799 11634 19566 32766 41828 52005 64108 73607 3045 11771 20242 32819 42868 52551 64180 74206 3130 11887 20387 32920 43637 52939 64545 74636 4047 11913 20998 33730 43647 53174 64797 74714 4056 11927 21058 34228 43667 53808 64999 74809 4833 11982 21201 34285 43810 53926 65283 74814 4954 12057 21256 34496 43868 54145 65732 74959 5048 12226 22298 35329 43984 55107 65765 75094 5107 12592 22602 35372 44090 55126 66372 75325 5115 12864 22662 35400 44114 55339 66610 75596 5203 13017 23399 36005 44124 55881 66959 75782 5437 13601 24111 36100 44322 55887 67128 75836 5561 14005 24219 36232 44480 55987 67597 75982 5564 14721 24394 36629 44791 56343 67681 76122 5977 14768 25125 36876 44987 57036 67797 76433 6128 15548 26188 37759 45438 57214 67875 76524 6138 15642 26386 38150 46147 57347 68631 76676 6276 15845 26485 38385 46364 57634 68654 77751 6298 15931 27023 38644 46433 57939 68955 77809 6950 15967 27062 38825 46541 58065 69651 77881 7567 15990 27410 38963 46742 58811 69777 78029 7854 16163 27679 39133 47389 59100 69861 78072 8121 16381 27764 39460 47443 59199 70153 79847 8633 16808 28219 39649 47744 59477 70195 79953 8901 17105 28498 39671 48305 59514 70364 9051 17202 28740 39969 48592 60588 71052 9389 17311 28865 40154 49177 60686 71176 9845 17723 29920 40158 49256 60872 71269 10006 17967 30153 40378 49355 61002 71856 10094 18232 30337 40583 49446 62112 71950 17 11237 22525 39867 47187 54995 67377 75369 1004 12097 26280 40516 47463 55369 67469 75904 1773 13225 27886 41055 47525 55945 67966 77660 2019 13243 28170 41320 48441 56726 68062 77844 2166 13259 29413 42900 48875 56761 68941 78284 2439 14112 29716 43466 48879 59078 68953 78649 4980 14118 31983 44312 49331 59558 69132 78657 5361 15205 34053 46063 51503 61937 69313 78791 5456 17783 34224 46314 52289 62636 70562 78861 6252 18489 36059 46437 53192 63740 72537 7318 18567 36891 46473 53281 64355 74324 10590 19737 37824 46698 53417 64840 74464 11031 19768 39718 46790 54117 66709 75262 Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. janúar 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 12969 15852 33640 54952 60419 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4619 14987 27894 43100 52683 61732 9314 15679 31307 46792 53357 63468 14575 22778 34609 49862 57081 63836 14777 27616 39749 50804 58738 75898 Aðalv inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 2 0 4 8 4 36. útdráttur 9. janúar 2020 10. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.04 123.62 123.33 Sterlingspund 161.61 162.39 162.0 Kanadadalur 94.51 95.07 94.79 Dönsk króna 18.319 18.427 18.373 Norsk króna 13.879 13.961 13.92 Sænsk króna 13.016 13.092 13.054 Svissn. franki 126.57 127.27 126.92 Japanskt jen 1.1335 1.1401 1.1368 SDR 169.95 170.97 170.46 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.618 Hrávöruverð Gull 1582.85 ($/únsa) Ál 1793.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.22 ($/fatið) Brent ● Magn útfluttra sjávarafurða dróst saman á fyrstu ellefu mánuðum árs- ins 2019 borið saman við sama tíma- bil 2018, er ástæða þess loðnubrestur sem varð á síðasta ári. Þrátt fyrir samdrátt í magni jókst útflutnings- verð- mæti sjávarafurða milli ára, að því er fram kemur í færslu á vef Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Bent er á að verð útfluttra sjávaraf- urða hafi verið um 7% hærra í er- lendri mynt á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 miðað við 2018. Náði hækkunin til nánast allra tegunda, en mest hækkaði verð ferskra afurða og skreiðarafurða. „Vitaskuld spilar gengi krónunnar stóra rullu í aukningunni í krónum tal- ið, en að teknu tillit til þess var aukn- ing engu að síður, eða sem nemur tæpum 2%. Ástæðan er hagstæð verð- þróun á sjávarafurðum erlendis en verðið hefur hækkað nær samfellt frá ársbyrjun 2018,“ segir í færslunni. Þá segir einnig að fjárfesting í ný- sköpun og tækni auk markaðs- setningar sé forsenda þess að hærra verð fáist fyrir íslenskar sjávarafurðir. Hærra verð vegur upp á móti minni veiðum STUTT ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.