Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Í fannfergi Margir áttu í erfiðleikum í snjóbyljum sem gengu yfir borgina í gær. Vegfarandi sem ljósmyndari rakst á við Túngötu virtist þó komast leiðar sinnar á rafmagnshlaupahjóli. Eggert Breytingin eftir árið 2014 þegar Rússar inn- limuðu Krímskaga og hófu hernað með að- stoð aðskilnaðarsinna gegn stjórnvöldum í Kænugarði er meiri en menn sáu fyrir þá. Hörku Vladimírs Pút- íns Rússlandsforseta vegna stjórnarskipt- anna sem urðu snemma árs 2014 í Úkraínu má skýra með ótta hans við að verða sjálfur fórnarlamb almennra mót- mæla í eigin landi. Sami ótti setur svip á stuðning Pútíns við Bashar al- Assad Sýrlandsforseta sem stundar grimmilegan hernað gegn eigin þjóð, hefur drepið um 500.000 manns og hrakið milljónir á flótta til þess eins að halda völdum. Íranir og herstjóri þeirra Qassim Soleimani sem hafði það hlutverk að breiða íranska klerkaveldið út um Mið-Austurlönd lögðu sitt af mörk- um til ófriðarins i Sýrlandi og náðu með strengjabrúðum undirtökunum í Jemen, Líbanon, Sýrlandi og Írak. Þegar Soleimani ögraði Bandaríkja- mönnum í Írak og hvatti til árása á bandaríska sendiráðið í Bagdad lét Donald Trump Bandaríkjaforseti drepa hann. Thomas K. Friedman, sérfróður blaðamaður The New York Times um málefni Mið-Austurlanda, segir að ofríkisstefna Soleimanis gegn ná- grönnum Írana hafi vakið svo mikla andstöðu gegn þeim að þeir megi sín í raun einskis nema í krafti málaliða sinna. Svipað viðhorf í garð Rússa hefur mótast meðal nágrannaþjóða Pútíns vegna ofríkisins sem hann sýnir Úkra- ínumönnum og Georgíumönnum. Í desember 2019 bárust fréttir um mótmæli í Hvíta Rússlandi, al- ræðisríki að sovéskri fyrirmynd. Alræðisherrann leyf- ir ekki mótmæli nema þau séu honum þókn- anleg. Fólk kom saman til að láta í ljós and- stöðu við nánari sam- runa við Rússland að kröfu Pútíns í skiptum fyrir hagstæðan orkusamn- ing og fjárhagsaðstoð til að halda lífi í efnahag Hvíta-Rússlands. Aleks- ander Lukashenko, einræðisherra í Hvíta Rússlandi, kann að spila á ótta Pútíns við fjöldamótmæli og leyfir hundruðum manna að koma saman í Minsk og veifa fána eigin lands á sama tíma og hann ræðir við Pútín. Viðbúnaður nágranna Vladimír Pútín tók við af Boris Jeltsín sem starfandi forseti Rúss- lands 31. desember 1999 og hefur því farið með úrslitavald í landinu í 20 ár. Fyrr á árinu 1999 höfðu Pólverjar, Ungverjar og Tékkar gengið í NATO og árið 2004 bættust Eystra- saltsþjóðirnar þrjár í hóp NATO- ríkjanna auk Búlgara, Rúmena, Sló- vaka og Slóvena. Allar kynntust þessar þjóðir al- ræði kommúnista og þær sem næst standa Rússlandi kröfðust aukins viðbúnaðar af hálfu NATO í löndum sínum eftir að ofríkisstefna Pútíns birtist Úkraínumönnum árið 2014. Síðan hefur á vettvangi NATO verið gripið til margvíslegra ráðstafana til að verða við þessum óskum, nú síð- ast á leiðfogafundi bandalagsins í London 4. desember 2019. Ákveðið var árið 2016 að Bretar héldu úti herfylki í Eistlandi, Kan- adamenn í Lettlandi, Þjóðverjar í Litháen og Bandaríkjamenn í Pól- landi. Frá 2004 hafa NATO-ríki skipst á að halda uppi loftrým- isgæslu Eystrasaltsþjóðanna. Fyrst með fjórum orrustuþotum hverju sinni frá flugherstöð í Litháen en eftir innlimun Krímskaga með 12 orrustuþotum frá flugvöllum í Lithá- en og Eistlandi. Frá og með áramót- um 2020 eru vélarnar átta, fjórar frá Litháen og fjórar frá Eistlandi. Árið 2014 var ákveðið að koma á fót NATO-liðsafla sem ber enska heitið Very High Readiness Joint Task Force (VJTF) í þessum sam- eiginlega herafla sem unnt er að virkja með mjög skömmum fyr- irvara eru sveitir úr land-, flug- og sjóherjum bandalagsþjóðanna fyrir utan sérsveitarmenn. Fyrsta janúar 2020 tóku Pólverjar við stjórn þessa herafla af Þjóðverjum sem stýrðu honum árið 2019. VJTF er hluti af 40.000 manna viðbragðsher NATO. Atlantshafsflotinn virkjaður Frá því snemma á áttunda ára- tugnum hefur NATO efnt til svo- nefndra BALTOPS-flotaæfinga á Eystrasalti. Í júní 2019 varð sú breyting á yfirstjórn æfinganna að hún fór í hendur 2. flota Bandaríkj- anna, Atlantshafsflotans, sem ákveðið var að endurvekja árið 2018. Flotinn hefur aukið aðgerðasvið sitt stig af stigi. Nú um áramótin var til- kynnt að frá og með 31. desember 2019 bæri að líta á flotann tilbúinn til allra aðgerða. Í fréttum af stjórn 2. flotans á BALTOPS segir að aðalstjórnstöð æfinganna hafi verið í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum en að- gerðastjórn um borð í skipinu USS Mount Whitney. Í september 2019 hafi síðan verið látið reyna á stjórn- stöðvarbúnað, Maritime Operations Center (MOC), 2. flotans á Keflavík- urflugvelli með því að senda tíma- bundið hingað til lands 30 menn. Segja flotaforingjar augljósa hag- kvæmni fólgna í rekstri slíkrar stöðvar miðað við að 500 manns hafi haldið úti stjórnstöðinni um borð í USS Mount Whitney. Þá er þess jafnframt getið í árlegu yfirliti um bandarísku flotaumsvifin á Norður-Atlantshafi að á árinu 2019 hafi tvær B-2 sprengjuflugvélar í fyrsta sinn lent á Keflavíkurflugvelli auk þess sem ferðum P-8 kafbáta- leitarvéla um völlinn fjölgi. Þetta megi rekja til þess að áhugi á Íslandi aukist hjá stefnusmiðum í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu vegna aukinna umsvifa Rússa á Norður- Atlantshafi. Litið til vesturs og norðurs Hvað segir þessi frásögn? Í fyrsta lagi sér enginn fyrir hverjar verða afleiðingar ákvarðana sem marka þáttaskil í alþjóðlegum samskiptum. Til verður ný staða, friðsamlegri eða hættulegri eftir at- vikum. Í öðru lagi birtast áhrif breyting- anna í ýmsum myndum. Bylgjan frá innlimun Krímskaga nær hingað úr austri en fyrir vestan og norðan eru einnig breytingar sem krefjast stig- magnandi viðbragða. Um jólaleytið birtust tvær fréttir á Grænlandi sem hafa bein áhrif hér. Skipafélagið Royal Arctic Line (RAL) á Grænlandi kaupir nýtt gámaskip til siglinga við austur- strönd Grænlands og til Íslands. Eimskip lætur smíða tvö skip í Kína vegna samstarfs við RAL og yfirvöld í Maine-ríki í Bandaríkjunum sjá ný viðskiptatækifæri vegna siglinga Eimskips milli Nuuk og Portlands. Þessar fréttir berast um sama leyti og miklar umræður eru í Dan- mörku um tengsl Dana og Græn- lendinga innan danska ríkja- sambandsins. „Grænland er annars vegar risa- vaxin áskorun fyrir danska konungs- ríkið og hins vegar mikilvægasti að- göngumiðinn að alþjóðlegum heimsvettvangi. Það gerir Grænland að nýrri þungamiðju í danskri utan- ríkisstefnu,“ segir Kristian Jensen í grein í ársbyrjun en hann varð ný- lega talsmaður danska Venstre- flokksins í norðurslóðamálum. Samhliða því sem danskir stjórn- málamenn láta sig Grænland meira varða en áður aukast bein tengsl Grænlendinga við Íslendinga og Bandaríkjamenn. Jafnframt er öll- um ljóst að ekki er lengur unnt að líta á norðurslóðir sem „lág- spennusvæði“. Eftir að hafa hækkað spennustig í austri hafa Rússar her- væðst mjög í norðri og úr vestri eykst þrýstingur um gagnaðgerðir. Í ársbyrjun 2020 er ekki undan þessum staðreyndum vikist við mat á horfum í öryggismálum. Eftir Björn Bjarnason » Bylgjan frá innlimun Krímskaga nær hingað úr austri en fyrir vestan og norðan eru einnig breytingar sem krefjast stigmagnandi viðbragða. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra Spennustig hækkar í austri, norðri og vestri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.