Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000KR AFSLÁTTURAF YFIR 300 FARTÖLVUM
EKKI MISSA AF ÞESSU
Opið í
dag 10-18
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Það var ekkert annað í boði að hálfu
ríkisins. Sjúkratryggingar sögðu
strax í upphafi viðræðna að þeim væri
afmarkaður þröngur rammi í fjárlög-
um og fyrir lægi
að það yrði niður-
skurður á þessu
ári sem semja yrði
um,“ segir Ey-
björg Hauksdótt-
ir, framkvæmda-
stjóri Samtaka
fyrirtæka í vel-
ferðarþjónustu
(SFV), um nýja
þjónustusamn-
inga við hjúkrun-
arheimilin sem gengið var frá í lok
síðasta árs.
Í yfirlýsingu frá samninganefnd
SFV og Sambands íslenskra sveitar-
félaga segir að þessir samningar séu
mikil afturför frá fyrri rammasamn-
ingi sem gilti frá 2016 til 2018, en
hjúkrunarheimilin hafi verið nauð-
beygð til að skrifa undir þar sem ríkið
hafi neytt aflsmunar. Í nýju samning-
unum sé ekki gert ráð fyrir að bætt
verði við fjármunum til að mæta auk-
inni þjónustuþörf þeirra einstaklinga
sem muni þurfa að nýta sér þjónustu í
hjúkrunar- og dvalarrýmum á samn-
ingstímanum. Í því felist að ef íbúar
eins hjúkrunarheimilis þurfi aukna
þjónustu vegna heilsufarsástæðna, þá
mun fjármagn vegna þjónustu við
íbúana ekki verða aukið í réttu hlut-
falli við þörfina.
43 samhljóða samningar
Fram kemur á vef Sjúkratrygg-
inga að gerðir hafi verið 43 samhljóða
samningar um rekstur og þjónustu
hjúkrunarheimila á landinu til næstu
tveggja ára en samningslaust hafi
verið um þjónustu þeirra á árinu
2019. Samningur hafi verið gerður við
hvern rekstraraðila en ekki ramma-
samningur við Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga eins og verið
hefur. Samningarnir taki alls til 2.468
hjúkrunar- og dvalarrýma og nemi
um 32,5 milljörðum króna á ári á
verðlagi ársins 2020.
Í yfirlýsingu samninganefndar
SFV og sveitarfélaganna segir að það
gallaða kerfi sem nýju samningarnir
byggist á hafi verið notað af hálfu
ríkisins við útdeilingu fjármuna áður
en gerður var þjónustusamningur við
hjúkrunarheimilin árið 2016. Um sé
að ræða afturhvarf sem gangi gegn
því sjónarmiði að greiðslur fylgi þjón-
ustuþegum og séu í samræmi við
þeirra þörf. Samninganefndin sé eng-
an veginn sátt við þessa niðurstöðu.
Meginástæða þess að sú ákvörðun
var tekin að skrifa undir samning nú
hafi verið sú afstaða ríkisins að um
216 milljónir króna af fjárveitingu
sem ákvörðuð var með fjárlögum fyr-
ir árið 2019 til reksturs hjúkrunar-
heimila, yrði ekki greidd nema gerður
yrði samningur. Þá væri óljóst með
einingarverðshækkanir og aðrar
greiðslur á árinu 2020, ef ekki yrði
samið og Sjúkratryggingar myndu
setja heimilunum gjaldskrá. Samn-
ingsstaða hjúkrunarheimila hafi því
ekki verið nein.
Styrkja þarf rekstrargrunninn
Ítrekað er í yfirlýsingunni að
styrkja þurfi rekstrargrunn hjúkrun-
arheimila. Það hafi ekki verið gert
þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis í
stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar. „Þvert á móti er í nýjum
samningi hjúkrunarheimilanna fjár-
veiting til heimila vegna aukinnar
hjúkrunarþyngdar takmörkuð um-
fram það sem áður gilti og skerðingar
auknar frá því sem áður var til hjúkr-
unarheimila sem eru með óbreytta
hjúkrunarþyngd. Þriðja árið í röð
lækka greiðslur að raunvirði til þeirra
hjúkrunarheimila sem eru með íbúa
með óbreyttri hjúkrunarþyngd. Á
meðan aðrar heilbrigðisstofnanir
hafa fengið aukið rekstrarfé undan-
farin ár í fjárlögum er rekstrarfé
hjúkrunarheimila skorið niður.“
Morgunblaðið/Golli
Hjúkrunarheimili Nýi þjónustusamningurinn er gerður við 43 heimili og kemur í stað rammasamnings frá 2016.
Nauðbeygð að semja
við Sjúkratryggingar
Hjúkrunarheimilin óánægð með nýjan þjónustusamning
Eybjörg
Hauksdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gunnlaugur A. Júlíusson hefur til-
kynnt Borgarbyggð að hann muni
höfða dómsmál á hendur sveitarfé-
laginu vegna uppgjörs á óteknu or-
lofi og launum samkvæmt ráðning-
arsamningi.
Hann mun einnig
krefjast bóta
vegna uppsagnar
sinnar sem hann
telur að ekki hafi
verið staðið að
með löglegum
hætti.
Gunnlaugur
hafði starfað sem
sveitarstjóri
Borgarbyggðar
frá árinu 2016, var endurráðinn eftir
kosningar. Honum var sagt upp
störfum 12. nóvember sl. vegna þess
að sveitarstjórn og Gunnlaugur
hefðu „mismunandi sýn á stjórnun
sveitarfélagsins“, eins og það var
orðað í tilkynningu frá Borgarbyggð
og endurtekið í bókun þegar upp-
sögnin var staðfest á formlegum
fundi sveitarstjórnar tveimur dögum
síðar. Í bókun sveitarstjórnarfundar-
ins kom fram að uppsögnin hefði ver-
ið ákveðin samhljóða á óformlegum
fundi sveitarstjórnar 12. nóvember.
Borgarbyggð hafnar kröfum
Gunnlaugur kveðst eiga inni einn
og hálfan mánuð í óteknu orlofi, að
minnsta kosti. Hann hefur krafist
þess að fá það uppgert ásamt hækk-
un launa samkvæmt launaviðmiðun í
ráðningarsamningi. Jafnframt hefur
hann krafist bóta vegna þess hvernig
staðið var að uppsögninni. Honum
var gert að skila lyklum og yfirgefa
ráðhúsið strax, tveimur dögum áður
en uppsögn hans var staðfest með
formlegum hætti. „Það er alveg
skýrt í 56. grein sveitarstjórnarlaga
að sveitarstjórn er ein bær um að
taka ákvarðanir tengdar ráðningar-
sambandi við sveitarstjóra. Slíkar
ákvarðanir verða ekki teknar á
óformlegum fundi. Þessu til viðbótar
brýtur uppsögnin í bága við kjara-
samning þann sem gildir um réttindi
mín í starfi,“ segir Gunnlaugur.
Kröfum hans var hafnað í bréfi
sem lögmaður Borgarbyggðar skrif-
aði lögmanni Gunnlaugs í vikunni.
Fram kemur sú afstaða að sveitar-
stjóri sé pólitískur trúnaðarmaður
sveitarstjórnar og sveitarstjórn því
heimilt að segja honum upp störfum í
samræmi við ráðningarsamning ef sá
trúnaður er ekki fyrir hendi. Þetta
eigi við hvort sem sveitarstjóri er
kjörinn fulltrúi eða ekki.
„Hagsmunir umbjóðanda þíns
voru tryggðir með ríflegum bið-
launarétti samkvæmt ráðningar-
samningi. Verður sá biðlaunaréttur
að sjálfsögðu virtur. Allri frekari
greiðsluskyldu er hafnað,“ segir í
bréfi lögmanns Borgarbyggðar en
Gunnlaugur hefur biðlaun í sex mán-
uði.
Gunnlaugur segist hafa átt inni
ótekið orlof þegar hann lét af starfi
sveitarstjóra á Raufarhöfn fyrir
rúmum tuttugu árum. Hann hafi
ekki getað tekið það vegna anna.
Hann hafi neyðst til að fara með mál-
ið fyrir dómstóla og unnið það á svo
sannfærandi hátt að sveitarstjórn
hafi ekki talið grundvöll til að áfrýja.
Hann segir að orlofsmálið hjá
Borgarbyggð sé um margt líkt. Hann
hafi verið í miklum önnum við að
halda stjórnsýslunni gangandi og
þurft með samstarfsfólki sínu að
leysa erfið mál. Hann hafi ekki getað
tekið sumarfrí sitt á meðan. Segir
Gunnlaugur að fyrst hann þurfi að
fara í mál út af orlofinu hafi verið
ákveðið að taka fleiri atriði með.
Fer í dómsmál
við Borgarbyggð
Fyrrverandi sveitarstjóri krefst
orlofs og bóta fyrir ólögmæta uppsögn
Gunnlaugur A.
Júlíusson
Ljósmynd/www.mats.is
Úr lofti Borgarnes er langstærsti
byggðakjarninn í Borgarbyggð.
Sveitarstjóri
» Gunnlaugur A. Júlíusson
hafði starfað sem sveitarstjóri
Borgarbyggðar í þrjú og hálft
ár þegar honum var sagt upp
störfum í nóvember sl.
» Unnið er að ráðningu nýs
sveitarstjóra.
Spáð var vonsku-
veðri í morgun
og gul viðvörun
gildir fyrir sunn-
an- og vestanvert
landið, Norður-
land vestra og
hálendið. Við
Faxaflóa má
gera ráð fyrir
hvassvirði og
stormi, að vind-
styrkur verði 18-23 m/s. Víða verð-
ur éljagangur með skafrenningi og
lélegu skyggni svo vegir gætu
lokast og samgöngur farið úr
skorðum. Sérstaklega gætu ferða-
lög um fjallvegi orðið varasöm ef
þeim verður þá ekki lokað.
Vegna veðurspár var ákveðið hjá
Icelandair að aflýsa alls 24 ferðum
til og frá Evrópu í dag – og seinka
öðrum. Þá var brottförum í Banda-
ríkjaflugi síðdegis í gær hnikað til
vegna aðstæðna.
Vond veðurspá og
flugi er aflýst
Ísafjörður Vet-
urinn er grimmur.