Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 17

Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 17
LÚSA- OG SJÚKDÓMASMIT ÚR SJÓKVÍAELDI SKAÐAR VILLTA SILUNGS- OG LAXASTOFNA ÍSLANDS Við skorum á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga nú þegar til baka reglugerðardrög sín þar sem gert er ráð fyrir að felld verði niður fjarlægðarmörk sjókvíaeldisstöðva frá laxveiðiám. Lúsasmit úr sjókvíaeldi hefur skelfileg áhrif á villta silungs- og laxastofna. Sérstaklega er ungviði villtu stofnanna mikil hætta búin. Markmið íslenskra fiskeldislaga er að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Við framkvæmd laganna skal þess ávallt gætt að sem minnst röskun verði á vistkerfi villtra fiskstofna og að sjálfbærri nýtingu þeirra sé ekki stefnt í hættu. Afnám fjarlægðarmarka sjókvíaeldisstöðva við laxveiðiár er í beinni andstöðu við þessi grundvallarmarkmið. Landssamband veiðifélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.