Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 18

Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þriðjudaginn 7. janúar síðastliðinn fór fyrirtækið Mountaineers of Ice- land með 39 ferðamenn í vélsleða- ferð við Langjökul. Ætlunin var að aka sleðunum frá bækistöð fyrir- tækisins í Geldingafelli um 7 km leið að íshelli við jökulbrún Langjökuls. Þar stóð til að dvelja í 15 mínútur og aka síðan sömu leið til baka. Vegna ófærðar á heimleiðinni náði hópur- inn ekki til baka í tæka tíð og þurfti aðstoð björgunarsveitar. Haukur Herbertsson er rekstrar- stjóri Mountaineers of Iceland. Spurður hvers vegna lagt hafi verið af stað þótt spáð væri slæmu veðri upp úr kl. þrjú síðdegis bendir Haukur á að ferðin taki jafnan 75 mínútur. Samkvæmt því hefði ferð- inni átt að ljúka á upphafsstað klukkan 14. „Þess vegna töldum við okkur hafa nægan tíma til að ljúka ferðinni áður en veðrið sem Veður- stofan spáði skylli á. Við höfum eigin veðurstöð í Geldingafelli og getum sýnt fram á að spá Veðurstofunnar gekk eftir,“ segir Haukur. Tók það rólega í upphafi Dagurinn er stuttur í byrjun jan- úar og því telja tafir fljótt. Spurður hvers vegna upphaf ferð- arinnar hafi tafist um 20 mínútur segir Haukur að samkvæmt því sem hann hafi heyrt hafi hópurinn tekið það rólega. Það taki sinn tíma að klæða sig í galla, setja á sig hjálma og læra að aka vélsleða. Að sama skapi hafi hópurinn stoppað lengur í íshellinum en áformað var. Það hafi fyrst verið kl. 15.20 sem einn fjögurra leiðsögu- manna lét vita að sleðaferðin hefði tekið lengri tíma en ætlað var og að hugsanlega kallaði það á aðgerðir. Hópurinn var þá lagður af stað að Geldingafelli. Atburðarásin eftir það er rakin lið fyrir lið á tímaásnum hér til hliðar. Spurður hvers vegna ekki var kallað fyrr eftir aðstoð, úr því snemma var ljóst að ferðin gekk hægar en ætlað var, bendir Haukur á að tafirnar hafi safnast upp. „Á leiðinni til baka óskuðum við eftir því að þau kæmu sér til baka sem allra, allra fyrst. Við vissum að veðrið væri á leiðinni.“ Hefði verið lengra í bjargir Spurður hvort til greina hafi komið að láta hópinn bíða í íshell- inum eftir betra færi, með hliðsjón af því að slæmt veður var þá í aðsigi, segir Haukur að eftir á hafi sá möguleiki vissulega komið til um- ræðu. Þótt hellirinn sé öruggur stað- ur hefði verið lengra í bjargir. Haukur bendir jafnframt á að aðalleiðsögumaður hópsins hafi 15 ára reynslu af leiðsögn á svæðinu. Hann hafi kl. 15.50 tekið ákvörðun um að raða vélsleðunum upp og mynda þannig skjól fyrir hópinn. Samtímis hafi félagið sett af stað viðbragðsáætlanir A og B, svo vara- áætlun yrði til staðar ef hin myndi ekki duga. Sú fyrri fólst í að láta einn fjögurra leiðsögumanna sækja í Skálpanes snjótroðara sem er útbú- inn með farþegahúsi, og aka hópnum svo að bækistöðinni í Geldingafelli. Sú síðari fólst í að láta jarðýtu ryðja leiðina fyrir fjóra jeppa sem myndu svo ferja fólkið að Geldingafelli. Haukur segir aðspurður að vélsleðar geti skapað ágætt skjól fyrir vindi þar til aðstoð berst. Hins vegar sé því ekki að neita að erfitt geti verið að dvelja lengi úti í kulda við að- stæður sem þessar. Snjótroðarinn bilaði Fyrri áætlunin gekk hins vegar ekki upp. Snjótroðarinn bilaði um hálfsexleytið og sat leiðsögumaður sem ók honum fastur. Það var orðið dimmt og hætti maðurinn ekki á að ganga í myrkrinu aftur að Skálpa- nesi eða Geldingafelli. Hafði þá ekið um einn kílómetra en leiðin að Geld- ingafelli var um 2,5 kílómetrar. Þrír leiðsögumenn voru þá eftir með hópnum. Ökumenn fjögurra jeppa í við- bragðsáætlun B sáu að sögn Hauks snemma að þeir gætu ekki ekið jepp- unum að hópnum nema leiðin yrði rudd með jarðýtu. Það varð úr að jarðýta ók á undan jeppunum. Klukkan 19.59 bilaði einn jeppinn og í kjölfarið var haft samband við Neyðarlínuna og óskað formlega eftir aðstoð björgunarsveita. Um hálftíma síðar tókst að aka jarðýtunni og tveimur jeppanna að hópnum og koma fólkinu fyrir í jeppunum. Það tók sinn tíma. Það var svo um miðnættið að þriðji jeppinn kom að hópnum en aksturinn gekk þá orðið erfiðlega. Þegar hópurinn hugðist leggja af stað í skálann í Geldingafelli komu björgunarsveitarmenn og tóku yfir stjórn á vettvangi. Hópurinn var svo fluttur með snjóbílum í áföngum að Geldingafelli og þaðan að fjölda- hjálparstöð við Gullfoss. Of mikið gert úr viðvörun Haukur telur aðspurður að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula við- vörun daginn sem ferðin var farin. Samkvæmt skilgreiningu hafi slíkt veður óveruleg áhrif á sam- göngur og innviði eða þjónustu. Þetta sé annað viðbúnaðarstig af fjórum. Næstu stig séu appelsínu- gult og rautt viðvörunarstig. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli af- dráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagn- ingu ferða milli landshluta. Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætl- uðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Spurður um það sjónarmið að taka beri gulri viðvörun alvarlega 7. janúar við jökulrætur, með hliðsjón af árstíma og staðsetningu, segir Haukur fyrirtækið taka gula aðvörun alvarlega og meta aðstæður sérstaklega þegar svo ber undir. Þá bendir Haukur á að ekkert í aðdraganda þess að hópurinn varð veðurtepptur hafi gefið tilefni til þess að ætla að björgunaraðgerðir yrðu sérstaklega erfiðar á þessu svæði ef til þess kæmi. Hafa sleppt hellahlutanum Vélsleðaferð af þessu tagi kostar frá 24.900 til 39.900 krónur á þessum árstíma hjá fyrirtækinu. Spurður hvort nauðsynlegt hafi verið að fara alla leið að hellinum segir Haukur að sú staða hafi komið upp hjá fyrirtækinu í vetur að hætt var við að fara í hellinn. Færð og veður geti þar haft áhrif. Spurður hvers vegna ekki hafi verið hætt við að fara í íshellinn þennan tiltekna dag, 7. janúar, segir Haukur að ekki hafi uppgötvast fyrr en of seint að tíminn var hlaupinn frá hópnum. „Fremsti leiðsögu- maður hópsins mat aðstæður það góðar að hann þyrfti ekki að hætta við ferðina inn í hellinn.“ Geta átt rétt á endurgreiðslu Mountaineers of Iceland sér líka um rekstur hellisins og segir Haukur ferðamenn geta átt rétt á endurgreiðslu lítils hluta ferða- kostnaðar sé ekki farið í hellinn. Spurður hvort þessi endur- greiðsluréttur geti haft einhver áhrif á það hvort ákvörðun er tekin um að fara í hellinn bendir Haukur á óskir viðskiptavina fyrirtækisins. „Þegar fólk hefur bókað ferð þar sem hellir er innifalinn er líka sterk krafa frá því sjálfu að sjá hellinn,“ segir Haukur sem kveðst ekki hafa upplýsingar um hvort slík sjónarmið hafi heyrst í umræddri ferð. Harmi slegnir Fyrirtækið biðji hluteigandi inni- lega afsökunar á því hvernig fór. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okk- ar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur. Við byrjuðum á að hafa samband við fólkið strax daginn eftir. Ég held að við höfum náð að tala við flesta. Við höfum fylgt því eftir með bréfi þar sem við óskum eftir því að þeir sem voru í ferðinni með okkur hafi samband ef þeir telji sig hafa orðið fyrir tjóni. Þá getum við unnið úr því,“ segir Haukur. Hann segir spurður að sér vitanlega hafi fólkið í vélsleðaferðinni ekki verið í lífshættu. Hann rifjar upp að fyrirtækið hafi lent í ekki ósvipuðu atviki árið 2017 er áströlsk hjón urðu viðskila við hóp hjá fyrirtækinu á sömu slóðum. Fyrirtækið hafi dregið lærdóm af þeirri reynslu. Það hafi til að mynda komið upp veðurstöð í Geldingafelli og sett ferilvöktunarbúnað í hvern einasta vélsleða. „Slæm færð á heimleiðinni olli í þessu tilviki miklum töfum og er ástæðan fyrir því að hópurinn komst ekki á leiðarenda. Það var aldrei neinn týndur og það slasaðist eng- inn. Við tókum ákvörðun um við- bragðsáætlanir A og B með það í huga að enginn yrði viðskila við hóp- inn. Við höfum dregið lærdóm af at- vikinu 2017 og ætlum okkur að draga lærdóm af þessu atviki líka, þótt það sé annars eðlis.“ Haukur rifjar svo upp að fyrir- tækið Mountaineers of Iceland hafi verið stofnað árið 1996. Það hafi byrjað að bjóða upp á vélsleðaferðir á Langjökul um aldamótin og fari með 53-57 þúsund gesti í ferðir á ári. Spurður hvort börn hafi verið með hópnum, og hvort það yngsta hafi verið 6 ára, kveðst Haukur ekki hafa upplýsingar um aldur yngstu far- þeganna. Þegar fólk gefi upp aldur á börnum séu þau flokkuð 6-11 ára og 12-17 ára og svo eldri en 18 ára. Hugsanlega mátt hringja fyrr Spurður hvers vegna ekki var kallað fyrr eftir hjálp segir Haukur að fyrirtækið hringi á hjálp þegar starfsmenn séu fullvissir um að þeir geti ekki leyst verkefnin sjálfir. „Við sáum ekki fyrir okkur að við- bragðsaðilar hefðu þurft að koma fyrr að málinu. Horfandi í baksýnis- spegilinn, vitandi hvernig fór, hefði hugsanlega átt að hringja fyrr eftir björgunarsveit. Þ.e.a.s. hefði ég vit- að að plan A myndi ekki ganga upp og plan B vinnast svona hægt. Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við töldum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst,“ segir Haukur sem vill koma á framfæri einlægu þakklæti til björgunarsveita fyrir óeigin- gjarnt starf í sjálfboðavinnu. Spurður hvort skýrslutökum hjá lögreglunni á Suðurlandi sé lokið vegna atviksins segist Haukur ekki hafa upplýsingar um það. Hann upp- lýsir hins vegar að fyrirspurn Ferða- málastofu verði svarað sem fyrst. „Ég leitaði til þriðja aðila og ætla mér að betrumbæta öryggisáætlun okkar. Þegar þeirri vinnu er lokið mun ég senda Ferðamálastofu nýja öryggismálaáætlun, ásamt því að svara athugasemdum þeirra.“ Harma atvikið við Langjökul  Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir fyrirtækið hafa talið sig geta aðstoðað vélsleðahóp  Bilanir á björgunartækjum hafi torveldað aðstoð  Eftir á að hyggja hefði mátt bíða í íshellinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Útivist Haukur Herbertsson er rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland. Ferð Mountaineers of Iceland (MOI) á Langjökul 7. janúar 2020 Tímalína samkvæmt upplýsingum frá félaginu 12.30 Ferð frá Geldingafelli að íshelli og til baka á að hefjast – vitað var að von væri á slæmu veðri um þrjúleytið Áætlað er að ferðin fram og til baka muni taka um 75 mínútur 15.45 Staðan er aftur tekin en leiðsögumenn höfðu aðeins komist 150 metra með hópinn 12.50 Upphaf ferðar tefst um 20 mínútur 15.50-16.15 Viðbragðsáætlanir A og B settar í gang samtímis, sleðum raðað upp til að mynda skjól fyrir fólk í ferðinni 13.15-13.30 Samkvæmt áætlun eiga snjósleðar að vera farnir frá íshelli 16.15 Viðbragðsáætlun A: einn fjögurra leiðsögumanna sækir snjótroðara í Skálpanes og hyggst aka hópnum að Geldingafelli Viðbragðsáætlun B. Viðbúnaðar- teymi félagsins leggur af stað frá Flúðum á fjórum jeppum á eftir jarðýtu upp að Geldingafelli 14.00 Samkvæmt áætlun á hópurinn að vera kominn til baka að Geldinga felli 17.30 Snjó- troðari á leið frá Skálpa- nesi bilar eftir nokkur hundruð metra 14.16 Vegna tafa í íshelli leggja vélsleðarnir síðar af stað til baka en áætlað var 19.32 Neyðar- línan látin vita að björgunar- verkefni sé í upp- siglingu 15.20 Ljóst þykir að ferðin að Geldingafelli muni ganga hægar – leiðsögumaður lætur vita að sleðaferð hafi tafist og að hugs- anlega sé tilefni til að grípa til aðgerða – stjórnstöð MOI kallar út menn á Flúðum 19.50 Einn fjögurra jeppa í vara- áætlun B bilar 19.59 Neyðar- línan beðin um aðstoð 20.28 Hópurinn kominn í tvo bíla í varaá- ætlun B – jarðýta snýr við til að sækja þriðja jeppann 00.00 Jeppi nr. 4 kemur til hópsins (jeppi nr. 3 var bilaður) Hópurinn hyggst leggja af stað til baka en þá koma björg- unarsveitarmenn og taka yfir vettvang 01.00 Fyrsti snjóbíll björg- unar- sveita kemur að hópnum 01.00-3.30 Hópurinn fluttur í áföngum með snjóbíl að skála í Geldingafelli 3.30 og fram á morgun Hópurinn fluttur að fjöldahjálpar- miðstöð við Gullfoss LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.