Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Biskup Íslands hefur auglýst tvö prestsembætti laus til umsóknar á vef kirkjunnar. Í fyrsta lagi óskar biskup eftir sóknarpresti til þjónustu í Lauga- landsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Í Lauga- landsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar. Enn fremur hefur biskup óskað eftir presti til þjónustu í Selfoss- prestakalli, Suðurprófastsdæmi. Í Selfossprestakalli eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholts- sókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitarfélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. sisi@mbl.is Tvö prests- embætti auglýst Morgunblaðið/Kristinn Selfosskirkja Biskup hefur auglýst eftir presti til starfa við kirkjuna. Opnuð hafa verið tilboð í í tækni- lega þjónustu við fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Tvö tilboð bárust og voru bæði undir kostnaðaráætlun. Skjáskot ehf. bauðst til að vinna verkið fyr- ir 3.792.400 krónur og Exton ehf. fyrir kr. 4.529.900. Kostnaðar- áætlun var 6,2 milljónir. Eftir er að taka afstöðu til tilboðanna. Á síðasta fundi forsætisnefndar borgarstjórnar var birt svar skrif- stofu borgarstjórnar við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnar Baldursdóttur, um lækkun kostnaðar við útsendingu af fundum borgarstjórnar. Hafði Kolbrún eftir tveimur tæknimönn- um að núverandi gæði útsendinga væru ekki næg, t.d. færu hljóð og mynd ekki saman. Þá væri kostn- aður við útsendingar allt of hár. Í bréfi skrifstofu borgar- stjórnar kemur fram að sá aðili sem samið verði við skuli hafa umsjón með útsendingu til að streyma lifandi mynd á vef og streymisveitur. Einnig skuli streyma hljóði í rauntíma. Í tæknilýsingu útboðsgagna komi m.a. fram að bjóðandi skyldi út- vega nauðsynlegan vél- og hug- búnað (streymistölvu, myndstjórnarhugbúnað o.s.frv.) til að streyma lifandi mynd á vef og streymisveitur (t.d. Youtube/ Facebook). Hljóð og myndefni skal vera varðveitt og afhent Reykjavíkur- borg í samræmi við skjalastefnu Reykjavíkurborgar og lög um op- inber skjalasöfn. sisi@mbl.is Streymi frá borgarstjórn bætt Morgunblaðið/Eggert Borgarstjórn Gæði útsendinga verða aukin á næstunni með nýjum búnaði.  Skjáskot ehf. átti lægsta tilboð  Nýr og öflugri búnaður John Snorri Sig- urjónsson er kom- inn í grunnbúðir K2 í Pakistan ásamt fylgdarliði sínu eftir níu daga ferðalag. John Snorri ætlar að verða fyrstur manna til að kom- ast á topp K2, næsthæsta fjalls heims, að vetrarlagi. Í færslu á Facebook segir John Snorri frá því að nú sé unnið að upp- setningu grunnbúða teymisins í 27 stiga frosti. Í dag verður hvíldar- dagur, enda menn þreyttir eftir erf- iða daga. Á morgun, föstudag, hefst svo undirbúningur við að koma upp öryggislínum sem þarf til að komast upp á fjallið. John Snorri er einn 460 manna sem hafa náð að klífa K2, en fjallið var fyrst klifið árið 1954. Þótt margir hafi reynt hefur engum tekist að klífa það að vetrarlagi. Því hyggst John Snorri breyta. Kominn í grunnbúðir K2 í Pakistan John Snorri Sigurjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.