Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
um áður en var nýfluttur á Flateyri
haustið 1995, rétt áður en snjóflóðið
mannskæða féll þar. Hann keypti svo
húsið á Suðureyri 2004 og bjó þar þá
um tíma en flutti svo annað en hélt
húsinu. Guðmundur flutti aftur á
Suðureyri á liðnu sumri.
er hér utan við þorpið á leiðinni inn í
Staðardal. Það var greinilegt að ald-
an hafði farið þar upp fyrir veg,“
sagði Guðmundur. Hann sagði að
skiljanlega væri uggur í mörgum eft-
ir þessa lífsreynslu
Guðmundur bjó á Suðureyri á ár-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Flóðbylgjan skall á húsinu með lát-
um. Það kom mikill dynkur, þetta var
gífurlegt högg,“ sagði Guðmundur
Ágústsson sem býr á Aðalgötu 49 á
Suðureyri ásamt Margréti Sigurðar-
dóttur. Þau voru bæði heima og á fót-
um þegar flóðalda skall á húsinu upp
úr klukkan 23.00 hinn 14. janúar.
„Allt í einu var eins og húsið væri
lamið að utan. Þetta var dálítið
óþægilegt.“
Húsið er tveggja hæða steinhús og
klætt með garðastáli. Það stendur ut-
arlega í þorpinu á Suðureyri beint á
móti þar sem snjóflóð féll úr Norður-
eyrargili í sjó fram hinum megin Súg-
andafjarðar. Framan við húsið er Að-
algatan, svo smá grasbali og þar fyrir
neðan er lágur grjótgarður meðfram
sjónum á löngum kafla. Snjóruðn-
ingur af götunni hafði safnast upp við
grjótgarðinn. Aldan skaust þar yfir
og alveg upp að húsinu. Þegar flóð-
bylgjan hjaðnaði var gatan full af sjó
og dýpkaði hann eftir því sem innar
dró í þorpinu. Þar var vatnið hné-
djúpt og jafnvel dýpra um tíma.
Frussaðist upp á gluggana
Guðmundur sagði að sjórinn hefði
frussast upp á gluggana á efri hæð-
inni. Lítið eitt af sjó komst inn í and-
dyri á neðri hæðinni. Bíll stóð uppi á
gangstétt framan við húsið og aftur-
endinn á honum kastaðist til um tvo
metra. Stigbretti þeim megin sem
flóðið kom laskaðist og festingar
slitnuðu.
„Ég hefði ekki viljað vera úti á götu
þegar flóðbylgjan kom. Fullorðinn
maður hefði kannski staðið þetta af
sér, en ekki barn,“ sagði Guðmundur.
Sem betur fer var enginn á ferli enda
leiðindaveður og orðið áliðið. Við
næsta hús innan við hús Guðmundar
stóð fólksbíll fastur í skafli. Hann
dældaðist aðeins við höggið frá flóð-
bylgjunni, enda gat hann ekki hagg-
ast. Guðmundur sagði að bæjar-
starfsmenn hefðu verið fljótir að
koma á vélskóflu og ryðja sjónum
leiðir.
Aldan upp fyrir veg
„Ég keyrði nýlega út eftir Aðalgöt-
unni og alveg að brimbrjótnum sem
Gífurlegt högg kom á húsið
þegar flóðaldan skall á því
Íbúar við Aðalgötu á Suðureyri fundu greinilega fyrir flóðbylgjunni
Morgunblaðið/RAX
Suðureyri Guðmundur Ágústsson og Margrét Sigurðardóttir búa við Aðalgötu á Suðureyri og voru á meðal þeirra
íbúa sem fengu að kenna á flóðbylgjunni sem myndaðist eftir að stórt snjóflóð féll handan Súgandafjarðar.
Borgarstjórn felldi á fundi sínum í
fyrradag tillögu borgarfulltrúa Sósí-
alistaflokks Íslands um að gerð yrði
úttekt á afleiðingum þess ef stærstu
fyrirtækin í Reykjavík, sem fengið
hefðu úthlutað fiskikvóta í gegnum
skip sín, flyttu starfsemina úr
sveitarfélaginu.
Tillagan var felld með 12 atkvæð-
um borgarfulltrúa meirihlutaflokk-
anna gegn atkvæðum borgarfull-
trúa Sósíalistaflokks Íslands og
Flokks fólksins. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins og Miðflokks-
ins sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar meirihlutans
bókuðu að fjölbreytileiki í störfum í
Reykjavík gerði það að verkum að
borgin væri ekki jafn viðkvæm fyrir
tilfærslum fiskveiðiheimilda og
mörg önnur sveitarfélög. „Þrátt fyr-
ir að um 10,6% fiskveiðiheimilda sé
úthlutað til skipa sem eiga hér
heimahöfn eru einungis um 2% at-
vinnutekna borgarbúa sem stafa af
fiskveiðum og -vinnslu. Því er það
ekki forgangsmál að rannsaka
þessa kerfislegu áhættu,“ sagði m.a.
í bókun meirihlutans.
Sanna Magdalena Mörtudóttir,
borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins,
bókaði að henni þætti miður að til-
lagan hefði ekki hlotið brautar-
gengi.
Úttektin yrði framkvæmd með
það að leiðarljósi að kanna áhrif
þess á atvinnuöryggi þeirra sem
störfuðu hjá umræddum sjávarút-
vegsfyrirtækjum og í fyrirtækjum
sem þjónustuðu þau. Reynslan hefði
sýnt að þessar breytingar gætu átt
sér stað fyrirvaralaust og þá væri
mikilvægt að borgin væri tilbúin og
ræddi hvernig skyldi bregðast við
ef slíkt gerðist. sisi@mbl.is
Borgarstjórnin
vildi ekki úttekt
Ekki forgangsmál að rannsaka
áhættu af brotthvarfi fiskveiðikvóta
Morgunblaðið/Ernir
Fuglar í görðum verða taldir helgina
24.-27. janúar. Þeir sem hafa áhuga
á að telja gesti í görðum sínum velja
stund og stað og fylgjast með garð-
inum í einn klukkutíma einhvern
fyrrnefndra daga. Oft er gott að
velja klukkutíma í ljósaskiptunum á
morgnana, eða fyrir rökkur þegar
fuglarnir eru að ná sér í forða fyrir
kalda vetrarnóttina, segir í frétt frá
Fuglavernd.
Þátttakendur skrá hjá sér hvaða
fuglar koma í garðinn og skrá mesta
fjölda af hverri tegund á meðan at-
hugunin stendur yfir. Talningin mið-
ar við þá fugla sem eru í garðinum
en ekki þá sem fljúga yfir. Að lokinni
athugun skal skrá niðurstöður raf-
rænt á vefnum www.fuglavernd.is,
þar sem einnig er að finna nánari
upplýsingar.
Telja fugla
í görðum
Morgunblaðið/Ómar
Gestur Margir gefa smáfuglunum
reglulega við heimili sín.
Flugeldi var kastað inn um opinn
glugga íbúðarhúsnæðis á Suður-
nesjum um síðustu helgi, þar sem
hann sprakk. Minni háttar skemmd-
ir urðu af þessu athæfi. Lögreglan á
Suðurnesjum hafði uppi á þeim sem
þarna voru að verki og reyndust það
vera nokkur ungmenni.
Þá var tilkynnt um skothvelli við
Garðskagavita. Í því tilviki reyndist
vera um flugeldaskot að ræða. Lög-
regla bendir á að öll meðferð flug-
elda sé óheimil nema á tímabilinu 28.
desember til 6. janúar að báðum
dögum meðtöldum.
Flugeldi
kastað inn