Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Óðals ostaídýfa sem talað verður um Tilvalinn í ostaídýfuna um helgina gottimatinn.is Nýtt Theodór Kr. Þórðarson Borgarnesi Einn morguninn í sl. viku vaknaði fréttaritari Morgunblaðsins við að höggfleygur hjólaskóflu var byrj- aður að berja klöppina framan við húsið hans, sem stendur fremst á Miðnestá neðst í Borgarnesi, en hús sitt nefnir hann Ystu Nöf. Mundi hann þá um leið að búið var að vara hann við þessum framkvæmdum. En tilfinningin sem hann fékk var að hann væri núna að færast enn nær brúninni. Að sögn starfsmanna Borgar- byggðar felst aðgerðin í því að breikka göngustíginn og gera hann akfæran fyrir slökkvibíl og aðra stærri bíla sem þurfa að geta farið inn í Englendingavíkina (Kaup- félagsfjöruna) sjávarmegin ef þörf krefur. En ekki stendur til að opna þessa leið fyrir almennri bílaumferð. Fyrir alla innfædda sem og marga yngri Borgnesinga er sárt að horfa upp á að nagað sé úr þeim holtum og hæðum sem einkenna bæjarstæðið, ég tala nú ekki um að fyllt sé frekar upp í víkur og voga með brotnu grjóti. En flestir gera sér jú grein fyrir því að við lifum að miklu leyti í manngerðu umhverfi þar sem þarf að uppfylla kröfur um aukið öryggi og Evrópustaðla. Beint fyrir neðan þetta rask, í gömlu hlöðnu steinbryggjunni, er að finna steinkarlinn, sem minnir suma á Rocky Balboa hans Sylvester Stal- lone og aðra á Robert Mitchum. Steinkarlinn fylgist áhyggjufullur með framkvæmdunum og vonar ef- laust að yfir hann komi ekki ný- brotsið grjót sem skemmi þá á hon- um dýrmætt andlitið. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Akfær göngustíg- ur lagður í Borgarnesi Framkvæmdir Vinnuvél notuð til að breikka göngustíg út í Englendingavík. Andlit Steingerður Rocky eða Robert Mitchum, það er spurningin. Þjófnaður úr verslun í Reykja- nesbæ hefur verið kærður til lög- reglunnar á Suðurnesjum. Eftir- litsmyndavélar í versluninni sýna hvar karlmaður kom inn með inn- kaupakerru, fyllti hana af varningi, gekk að sjálfsafgreiðslukassa, tók þar burðarpoka sem hann lagði of- an á vörurnar í kerrunni og gekk svo út með hana án þess að borga. Meðal þess hann tók voru 19 pakkar af kjúklingabringum og kassi af Pepsi Max, svo og mikið magn af matvælum og hreinlæt- isvörum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesj- um. Maðurinn sem grunaður er hefur komið við sögu á höfuðborgarsvæð- inu vegna þjófnaðarmála. Stal nítján pokum af kjúklingabringum Morgunblaðið/Golli Karlmaður hefur verið ákærður fyr- ir kynferðisbrot gegn andlega og lík- amlega fötluðum karlmanni í þrí- gang árið 2016. Í ákæru málsins er sakborning- urinn sagður hafa notfært sér fötlun mannsins til að fróa honum án þess að hann gæti spornað við háttsem- inni eða skilið þýðingu hennar. Er hann því talinn hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að mað- urinn hafi verið háður sér. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en auk þess sem saksóknari fer fram á að sakborn- ingurinn verði dæmdur til refsingar. Þá fer fórnarlambið fram á að fá greiddar miskabætur upp á 2,5 millj- ónir króna. Ákærður fyrir brot gegn fötluð- um manni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.