Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 28
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmæli Hollvinir Óðins hittust um borð í gær og rifjuðu upp gamla tíma. Sigling er fyrirhuguð á mánudag. 60 ár eru frá því að skipið kom til landsins.
Ljósmynd/Sjóminjasafnið-Roman Gerasymenko
Glaðleg áhöfn Grunnskólakrakkar bregða á leik í Óðni. Yfir þúsund nemendur heimsækja skipið á hverjum vetri.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hollvinir varðskipsins Óðins og fleiri
fagna því þessa dagana að 27. janúar
eru 60 ár frá því að skipið kom til
landsins. Meðal annars verður skip-
inu siglt fyrir eigin vélarafli á mánu-
daginn, 27. janúar, „Hér um borð er
mikið líf þessa dagana og vélarnar
eiga eftir að mala eins og í gamla
daga,“ sagði Guðmundur Hallvarðs-
son, fyrrverandi alþingismaður og
formaður Hollvinasamtaka Óðins, í
samtali í vikunni.
Ríkisstjórnin afhenti hollvina-
samtökunum Óðin 2008 og frá sama
tíma hefur skipið verið hluti af sýn-
ingu Sjóminjasafnsins. Safnið er
varðveisluaðili skipsins og sér um
rekstur þar sem það liggur við
Grandagarð. Hollvinirnir sjá hins
vegar um ýmislegt viðhald. Á heima-
síðu safnsins segir að Óðinn sé einn
glæsilegasti sýningargripur safnsins.
Samkvæmt upplýsingum frá safn-
inu heimsóttu Óðin 39.284 íslenskir
gestir og 13.245 erlendir gestir á tíma-
bilinu frá 1. júlí 2014 til 20. janúar
2020. Þá eru allir meðtaldir t.d. skóla-
hópar en 1.100-1.300 grunnskólabörn
heimsækja skipið á hverjum vetri.
Minjasafn um þorska-
stríð og björgunarsögu
„Árið 2002 blasti við að varðskipið
Óðinn yrði selt úr landi þegar þjón-
ustu þess hjá Landhelgisgæslunni
lyki. Mörgum áhugamönnum um
varðveislu sögufrægra og merkra
skipa fannst ekki koma til greina að
skip með slíka sögu yrði látið fara úr
landi og glatast. Hollvinasamtökin
voru stofnuð með það markmið að
leiðarljósi að fá skipið til afhendingar
og eignar og gera að minjasafni um
þorskastríðin og björgunarsögu
Landhelgisgæslunnar,“ segir á
heimasíðu safnsins.
Guðmundur segir að fyrir um fjór-
um árum hafi tveir vélstjórar byrjað
að huga að vélunum í Óðni. Smátt og
smátt hafi fjölgað í hópnum og und-
anfarið hafi átta vélstjórar, flestir á
eftirlaunum, unnið í sjálfboðavinnu
alla mánudaga í vélarrúmi skipsins.
Sem dæmi megi nefna að skipt hafi
verið um sjóloka og rör sem farin
voru að tærast, auk þess sem dyttað
hafi verið að ýmsu öðru. Óðinn var
tekinn í slipp í haust þar sem skipið
var málað og botnhreinsað, en ekki
var talin þörf á öxuldrætti.
„Staðan á skipinu er sú að það er í
ótrúlega góðu standi miðað við ald-
ur,“ segir Guðmundur. „Í haust var
skrokkurinn þykktarmældur og
hvergi virðist vera tæring. Nú erum
við búnir að prufa vélarnar og á
mánudag á að sigla. Ekki verður þó
hætt á að sigla frá Óðinsbryggju þar
sem ekki er skiptiskrúfa í skipinu.
Það gæti haft í för með sér fjórar míl-
ur áfram eða aftur á bak, sem gæti
verið verra fyrir nærstadda báta eða
gesti Kaffivagnsins. Þess í stað fáum
við dráttarbát frá höfninni til að
draga Óðin út á ytri höfnina og svo
sjáum við til hvert verður farið.“
Tók togara í landhelgi
í síðustu ferðinni
Síðasta sjóferð Óðins í þágu Land-
helgisgæslunnar var farin í júní 2006,
en þá var stefnan tekin á Bretlands-
eyjar í kurteisisheimsókn. Á leiðinni
var ákveðið að sigla um svæði þar
sem erlendir togarar voru grunaðir
um að halda sig án leyfis og tilkynn-
inga. Stóð Óðinn færeyskan togara
að því að sigla inni í íslenskri efna-
hagslögsögu án þess að tilkynna sig
eða hafa veiðileyfi, var hann tekinn í
landhelgi eins og talað var um áður
fyrr, segir í frétt á heimasíðu Gæsl-
unnar.
Í gær hittust hollvinir Óðins í af-
mæliskaffi um borð og fljótlega verð-
ur hóað í öldungaráð Landhelgis-
gæslunnar, fulltrúa stjórnvalda,
Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna
og aðra velunnara Óðins. Guðmundur
segir að frá upphafi hafi hollvinirnir
notið skilnings og aðstoðar ríkis og
borgar.
Eins og áður sagði er Guðmundur
formaður hollvinasamtakanna, en
samkvæmt lögskráningarbókum
Óðins, starfaði hann í 158 daga sem
háseti á Óðni 1963-64 áður en hann
hóf nám í Stýrimannaskólanum. Sig-
rún Magnúsdóttir, áður ráðherra og
borgarfulltrúi, er varaformaður.
Vélarnar eiga eftir að mala á ný
Hollvinir Óðins ætla að sigla skipinu fyrir eigin vélarafli Glæsilegur sýningargripur í Víkinni
Mörg handtök Hollvinirnir eiga mörg handtök um borð í Óðni. Á myndinni
eru Guðmundur Hallvarðsson og Ingólfur Kristmundsson vélstjóri.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
SJÁ SÍÐU 30