Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 33

Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 1. Ávarp: Gunnlaug Thorlacius, formaður Geðverndarfélags Íslands 2. Ávarp: Eliza Reid, forsetafrú 3. Stutt ávörp: - Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc, RN og sérfræðingur í heilsugæsluhjúkrun - Stefanía Birna Arnardóttir, sérfræðingur í fjölskylduhjúkrun - Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Stutt hlé 4. Hátíðarræða: Dr. Hazel Douglas, stofnandi og stjórnandi Solihull Approach 5. Fundarlok Fundarstjóri verður Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Eftir fundinn og í hléi verður boðið upp á veitingar í anddyri hússins. Geðverndarfélag Íslands varð 70 ára 17. janúar síðast liðinn. Af því tilefni býður félagið til hátíðarfundar í dag, fimmtudaginn 23. janúar kl. 20-22, í sal Íslenskrar erfðagreiningar Dagskrá: HÁTÍÐARFUNDUR 70 ÁRA GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS Fundinum verður streymt á Facebook síðu félagsins. Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR, sagði að ekki hefði verið um formlegt samflot að ræða á milli Sameykis, FFR og LSS í kjara- viðræðunum við SA fyrir hönd Isavia. Hins vegar hefðu SA og Isavia átt frumkvæði að því að fé- lögin sætu saman fundi um málefni sem snertu alla hópana. Hann benti á að LSS hefði ekki gert neina at- hugasemd við það að FFR samdi við Isavia. Unnar sagði að samstarfið milli félaganna í viðræðunum hefði að sumu leyti verið gott en að öðru leyti ekki. „Við þurftum að fara okkar eigin leið,“ sagði Unnar. Hann sagði að FFR hefði því haldið áfram með sín sérmál og það gengið vel. Unnar neitaði því að FFR hefði samið af sér. Nokkur starfsheiti eru sameiginleg með FFR og Sameyki eða FFR og LSS og geta starfs- menn í þeim störfum valið í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Þetta á t.d. við um starfsmenn í flugvernd og farþegaþjónustu. Hann sagði að gerðar hefðu verið tvær bókanir og voru báðar bornar undir BSRB áður en gengið var frá kjarasamningnum. Önnur þeirra var um styttingu vinnutíma og sagði Unnar því ekki rétt að FFR ætlaði að láta önnur félög um að berjast fyrir því máli. Hin bókunin var um orlofsmál. Unnar sagði að kjarasamningur- inn væri byggður á lífskjarasamn- ingunum. Hann var kynntur á þremur fundum í Keflavík í gær og í Reykjavík í gærkvöld. Einnig verður samningurinn kynntur á Eg- ilsstöðum í dag og Akureyri á morgun. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst svo í hádeginu á laugardag og mun henni ljúka um hádegi 5. febr- úar. Í FFR eru rúmlega 400 fé- lagsmenn. Flugmálastarfsmenn sömdu við Isavia  Sameyki er ósátt við að Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) gerði kjarasamninginn  Formaður FFR segir félagið hafa þurft að fara sína eigin leið í viðræðunum  Kynning stendur yfir Morgunblaðið/ÞÖK Keflavíkurflugvöllur Félagsmenn í FFR vinna við flugvelli landsmanna. Þeir gerðu kjarasamning við Isavia. Árni Stefán Jónsson Unnar Örn Ólafsson BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórn Sameykis – stéttarfélags í al- mannaþjónustu harmar framgöngu samninganefndar Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR) sem skrifaði undir kjarasamning við Isavia „með leynd og án samráðs“ að því er segir í pistli á heimasíðu Sameykis. Þá fordæmir stjórn Sam- eykis vinnubrögð af þessu tagi og segir þau ekki gera neitt annað en að veikja stöðu stéttarfélaga gagn- vart atvinnurekendum. Árni Stefán Jónsson er formaður Sameykis. Samiðn, FFR og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) áttu samvinnu um gerð kjarasamninga við Isavia. Að sögn Sameykis drógust samningar á langinn m.a. vegna þess að hart var tekist á um nokkur þung mál. Samstarfið ekki nógu gott „Nú hefur það gerst í skjóli næt- ur að samninganefnd Félags flug- málastarfsmanna ríkisins (FFR) hefur með leynd og án samráðs skrifað undir kjarasamning við Isavia. Fyrstu fréttir herma að inni- hald samningsins hjá FFR sé tölu- vert langt frá þeim kröfum sem settar hafa verið fram á sameig- inlegu borði,“ segir í pistlinum. Einnig ætli FFR að láta önnur fé- lög um baráttuna fyrir styttingu vinnutímans og fá gefins þann rétt sem önnur félög semja um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.