Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Kragelund stólar
K 406
23. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.62 124.22 123.92
Sterlingspund 161.23 162.01 161.62
Kanadadalur 94.56 95.12 94.84
Dönsk króna 18.36 18.468 18.414
Norsk króna 13.808 13.89 13.849
Sænsk króna 12.994 13.07 13.032
Svissn. franki 127.79 128.51 128.15
Japanskt jen 1.1234 1.13 1.1267
SDR 170.45 171.47 170.96
Evra 137.22 137.98 137.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.7316
Hrávöruverð
Gull 1556.25 ($/únsa)
Ál 1806.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.26 ($/fatið) Brent
● Íbúðaverð
hækkaði um 3,5%
að meðaltali á milli
áranna 2018 og
2019, sem er
minnsta hækkun
sem orðið hefur á
höfuðborgarsvæð-
inu síðan árið 1997,
ef frá eru talin árin
2009 og 2010 þeg-
ar íbúðaverð lækk-
aði milli ára. Þetta kemur fram í saman-
tekt í Hagsjá Landsbankans.
Í Hagsjánni segir einnig að allt
síðastliðið ár hafi verðhækkanir verið
mjög hóflegar á fasteignamarkaði. Að
jafnaði hafi nafnverðshækkanir mælst
um 0,2% milli mánaða. „Í Þjóðhagsspá
okkar, sem kom út í október, spáðum
við 3,6% hækkun íbúðaverðs á árinu,
sem er í samræmi við það sem raun-
gerðist. Raunverð íbúða stóð nánast í
stað milli ára. Það hækkaði aðeins um
0,9% sem er einnig minnsta hækkun á
raunverði milli ára síðan 1997.“
Í Hagsjánni segir að raunverð hafi þó
lækkað árin 2001 og 2002 og eins
2008-2010.
Þá kemur fram að markaðurinn hafi
tekið við sér í október 2019 þegar 60%
fleiri íbúðir seldust en í október 2018.
Ekki er vitað hvað olli aukningunni.
Minnsta hækkun íbúða-
verðs síðan árið 1997
Íbúðir Verðhækk-
anir voru hóflegar.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Bankakerfið stóð á útlánabrems-
unni á nýliðnu ári. Um það vitna ný-
birtar tölur Seðlabankans um útlán
bankanna, greint eftir mánuðum á
árinu 2019. Þannig drógust jafnt út-
lán til fyrirtækja og heimila saman.
Þegar litið er til útlána með veði í
íbúðarhúsnæði má sjá að
samdrátturinn nam 5%. Árið 2018
námu ný útlán í þeim flokki, að
frádregnum upp- og umfram-
greiðslum, 134,9 milljörðum króna
en á árinu 2019 námu þau 128,2
milljörðum króna.
Athygli vekur að verðtryggð út-
lán til heimilanna dragast skarpt
saman milli ára, eða um tæp 20%. Í
fyrra veittu bankarnir ný lán í þeim
flokki fyrir 41,6 milljarða króna og
nam samdrátturinn því 10 milljörð-
um í krónum talið.
Meiri samdráttur varð í verð-
tryggðum útlánum með breytileg-
um vöxtum, en þar nam samdrátt-
urinn tæpum 24% milli ára. Í
flokknum sem ber fasta vexti var
samdrátturinn ríflega 9,5% og stóðu
þau lán í 14,6 milljörðum þegar síð-
astliðið ár var gert upp.
Mest í breytilegu óverðtryggðu
Mestu breytingarnar milli ára má
lesa út úr óverðtryggðum lánum
með breytilegum vöxtum. Þau juk-
ust um 144% milli ára. Námu þau
71,8 milljörðum króna á síðasta ári
en höfðu aðeins verið 29,4 millj-
arðar árið 2018. Á sama tíma varð
gríðarlegur samdráttur í veitingu
óverðtryggðra lána með föstum
vöxtum. Fóru ný útlán í þeim flokki
úr 53,9 milljörðum króna niður í
14,8 milljarða á síðasta ári. Sam-
drátturinn í þeim lánaflokki varð
auðmerkjanlegur í júní síðastliðnum
en frá þeim tíma og út árið reynd-
ust uppgreiðslur og umfram-
greiðslur langtum meiri en ný út-
lán. Námu upp- og umframgreiðsl-
urnar 7 milljörðum á fyrrgreindu
tímabili.
Með sama hætti jókst mjög þung-
inn í veitingu óverðtryggðra lána
með breytilega vexti eftir því sem
leið á árið. Á fyrstu sex mánuðum
síðasta árs lánuðu bankarnir 21,5
milljarða í þeim flokki en á síðari
hluta ársins fóru lánveitingarnar í
50,3 milljarða króna.
Bankarnir lánuðu minna til
íbúðakaupa 2019 en 2018
Óverðtryggð lán jukust um 4% Mest aukning í lánum með breytilega vexti
71,8
29,4
14,8
53,9
27,0
35,4
14,616,2
Húsnæðislán heimila 12
9
6
3
0
-3
6
3
0
2018 2019
2018 2019 2018 2019
Með föstum vöxtum Með breytilegum vöxtum
Með föstum vöxtum Með breytilegum vöxtum
2018 2019
Ný lán með veði í íbúð að frá dregnum
uppgreiðslum 2018-2019
2018 2019
2018 2019
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Óverðtryggð lán
Óverðtryggð lán alls
Verðtryggð lán alls
Milljarðar króna
Milljarðar króna
Milljarðar króna
Milljarðar króna
Verðtryggð lán Með föstum vöxtum
Með breytilegum vöxtum
Með föstum vöxtum
Með breytilegum vöxtum
Heimild: Seðlabanki Íslands
Samtök atvinnulífsins sendu í gær
frá sér harðorða yfirlýsingu vegna
nýrra talna Seðlabankans um útlán
bankakerfisins á síðasta ári. Þar
kemur fram að mikill samdráttur
hefur orðið í nýjum útlánum til fyr-
irtækja og segja SA að hann nemi
60% milli áranna 2018 og 2019.
Skv. tölum Seðlabankans námu ný
útlán til atvinnufyrirtækja að frá-
dregnum upp- og umfram-
greiðslum 208,7 milljörðum króna
árið 2018 en 92,1 milljarði króna á
nýliðnu ári. Segja SA „stórtíðindi
felast í nýjum tölum“, bankans og
„umskiptin skýrast ekki eingöngu
af efnahagslægðinni sem gengur
yfir“. Til skýringa benda samtökin
á að aðgangur að lánsfé hafi
minnkað, þrátt fyrir 150 punkta
lækkun stýrivaxta á síðasta ári.
SA benda á að stjórntæki Seðla-
bankans hafi ráðandi áhrif á út-
lánagetu bankanna. Eiginfjárkröfur
hafi verið hertar og að enn eigi að
bæta þar í með hækkun sérstaks
sveiflujöfnunarauka um 0,25 pró-
sentur í næsta mánuði. Það leggist
ofan á fyrri eiginfjárauka, banka-
skatt og aðra sérskatta sem legg-
ist þungt á rekstur bankanna.
„Þessir þættir skekkja ekki að-
eins samkeppnisstöðu banka á út-
lánamarkaði heldur skerða einnig
afkomu þeirra.“ Benda samtökin á
að breytingar á útlánamarkaði
bitni helst á litlum og meðalstórum
fyrirtækjum sem ekki eigi kost á
því að fjármagna sig með öðrum
hætti en þeim að leita til bank-
anna.
„Í ljósi þessarar þróunar hvetja
Samtök atvinnulífsins Seðlabank-
ann til þess að bregðast við þess-
um aðstæðum með lækkun stýri-
vaxta á næsta vaxtaákvörðunar-
fundi, hinn 5. febrúar nk.“
Jafnframt skora SA á bankann að
endurskoða áform um hækkun eig-
infjárauka bankanna.
Kalla eftir stýrivaxtalækkun
MINNI AÐGANGUR AÐ LÁNSFÉ SKÝRIR SAMDRÁTT Í ÚTLÁNUM