Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er kom-inn tími ásamstillt-
ari, djarfari og
víðsýnni stjórn, án
Sjálfstæðisflokks-
ins, fyrir allt fólkið
í landinu og kom-
andi kynslóðir. Stjórn sem
leggur alla áherslu á ríkara fé-
lagslegt réttlæti og hefur á
sama tíma meiri sköpunar-
kraft, framsýni og hugrekki,“
sagði Logi Einarsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, í ræðu
sinni á fyrsta þingfundi ársins
á Alþingi,“ sagði í fréttum af
því. Og svo var bætt við:
Gagnrýndi Logi ríkisstjórn-
ina harðlega og vildi benda á
hvað „hefði raunverulega
gerst“ frá því ríkisstjórn
Vinstri grænna, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins tók við. Sagði hann
meðal annars hagvöxt vera
horfinn og atvinnuleysi hefði
tvöfaldast og benti á það neyð-
arástand sem ríkti í bráða-
móttökunni.
Sagði hann málefni útlend-
inga vera í ólestri og kvað ör-
yrkja og eldri borgara hafa
dregist aftur úr öðrum hópum.
Auk þess lagði hann áherslu á
að losun gróðurhúsaloftteg-
unda hefði aukist.
Sagði Logi ríkisstjórnina
ekki gefa nein fyrirheit um
raunverulegar breytingar í
þágu jöfnunar og sagði hana
skorta alla framtíðarsýn.
Kvað hann hlýnun jarðar
vera stærsta málið sem heim-
urinn stæði frammi fyrir og
sagði hann mikilvægt að í rík-
isstjórninni væri nægilega
kjarkað fólk til að fylgja lofts-
lagsaðgerðum eftir. Jafnframt
þyrfti fólk sem væri meðvitað
um mikilvægi þess að verja
veikustu hópa samfélagsins
fyrir áhrifum þeirra.
„Samfylkingin er tilbúin í
það verkefni,“ sagði Logi í lok
ræðunnar.“
Þarna er vissulega tiplað
um hefðbundin umræðuefni
Samfylkingarinnar, svo sem
sjálfsagt er þegar formaður
hennar býður sjálfan sig vel-
kominn á fyrsta þingfund árs-
ins.
Í slíkum ræðum úr þessari
átt er algjör skylda að fjalla
um „um skort á framtíðarsýn“
sem hefur svo sem aldrei verið
útskýrt hvað þýði á því tungu-
máli sem íslenskur almenn-
ingur notar til daglegs brúks.
Áður töluðu stjórnmálamenn
um stefnu flokka sinna til
næstu ára og meginviðhorf til
lengri tíma horft. Það var kall-
að stefnumótun og jafnvel
kosningaloforð. Það þótti hin-
um fjasandi stéttum ekki nógu
gott og óþarflega skiljanlegt.
Þá fundu þeir framtíðarsýn-
ina. Hún virðist sambland af
óljósri óskhyggju,
og óræðum vilja til
verka sem ekki
eru hugsuð til
enda, útfærð né
mat lagt á hvað
kosta munu og
hvaða annmörkum
þau eru haldin. Áður kallaður
grautur. Logi formaður horfði
í sínu myrkri eingöngu á það
sem dauf afturljós gerðu hon-
um sýnilegt. Þar var biðtíminn
á neyðarmóttöku í kippu með
loftslagsvá, hættumesta böli
mannkyns, síðan að samvisku-
samasti hluti þess hætti í mót-
mælagöngum gegn kjarn-
orkuvopnum. Síðan hafa þó
kjarnorkuvopn bæst í búr
Norður-Kóreu, Indlands, Pak-
istans og senn Írans og góða
fólkið sem mest gekk forðum
segir ekki aukatekið orð. Og
ósonlagið sem átti að drepa
mannkynið fyrir örfáum árum
er ekki óskalag þessa hóps
heldur.
En til þess að gangsetja
mætti framtíðarsýndarleik
Loga og Samfylkingar um
betri heim sagði hann eitt skil-
yrði hreina forsendu. Hún var
sú að mynda ríkisstjórn í land-
inu án Sjálfstæðisflokks.
Núverandi stjórn er ekki
undir forsæti þess flokks, þótt
hann skaffi flest atkvæði í
öndunarvél hennar. Þar eru
Vinstri græn í forsæti og þann
flokk þekkir Samfylkingin af
góðu einu samkvæmt þessu
meginskilyrði. En það er ekk-
ert óralangt síðan landið bjó
svo vel að hafa ríkisstjórn án
Sjálfstæðisflokks. Og hún var
ekki aðeins með Samfylkingu
innanborðs heldur undir for-
sæti hennar, þótt Steingrímur
léti eins og þar réði hann því
sem hann vildi. Þetta var
fyrsta „hreina vinstristjórn-
in.“ Þegar kjörtímabil hennar
var rétt hálfnað hafði sú
stjórn misst meirihluta sinn
en hafði ekki siðferðisstyrk til
þess að segja af sér og reynd-
ar ekki sjáanlegan siðferðis-
styrk til neins annars.
Og hvað gerði sú ríkisstjórn
til að stöðva óhjákvæmilegan
heimsenda loftslagsvár sem er
svo nærri, að mati Loga, að
ekki er víst að biðlisti á neyð-
armóttöku skipti öllu máli „til
framtíðar horft“. Hún setti al-
gjörlega misheppnaðar reglur
um bifreiðaskatta í lög sem
gerðu illt verra hvað heims-
endann varðar.
En þrátt fyrir óskastöðuna,
hreina vinstristjórn án Sjálf-
stæðisflokks, þá hrundu þess-
ir flokkar báðir í kosningunum
á eftir svo að önnur eins kosn-
ingahrakför hefur ekki sést og
hrun Samfylkingar hélt svo
áfram í kosningum þar á eftir
sem átti að vera óhugsandi.
En þó auðvitað þakkarefni.
Það er ekki víst að
hin undirbúna ræða
formanns Samfylk-
ingar á þingi hafi
verið vel undirbúin}
Hefur verið reynt
Í
dag eru 25 ár og ein vika liðin frá því að
ósköp riðu yfir lítið byggðarlag á Vest-
fjörðum, Súðavík við Álftafjörð. Snjó-
flóð féll á þorpið árla morguns og á ör-
fáum sekúndum var höggvið
óbætanlegt skarð í hóp íbúanna, 14 líf hurfu á
braut. Þrátt fyrir trausta innviði og sterka eft-
irlifandi einstaklinga, þá hefur þorpið aldrei ver-
ið samt eftir.
Það var tilfinningaþrungið og í aðra röndina
tregablandið að koma í litlu kirkjuna í Súðavík
síðastliðinn fimmtudag og eiga stund og lág-
vært, einlægt samtal með nokkrum þeirra sem
upplifðu saman þennan ólýsanlega atburð fyrir
aldarfjórðungi. Ilmurinn í kirkjunni, mér fannst
það vera lykt af hetjum. Ég hugsaði með sjálf-
um mér að það þyrfti líklega fólk eins og þau til
að standa vörð um byggðina í landinu, hafa trú á
að það sé hægt. Missa ekki trúna þótt svipuhögg náttúr-
unnar dynji á þeim aftur og aftur.
Erfiðar minningar gerðu svo enn frekar vart við sig í
hugum margra þegar stórt snjóflóð féll á Flateyri um sama
leyti, fyrir rúmri viku. Eins og ógleymanlegt er, þá féll flóð
þar í október þetta sama ár með hörmulegum afleiðingum,
20 þorpsbúar misstu lífið. Árið 1995 var því sannarlega
anno terribilis á Vestfjörðum. Varnargarðar komu naum-
lega í veg fyrir manntjón í þetta sinn en íbúunum var
brugðið, þeir stóðu í þeirri trú að öryggi væri tryggt. Höfn-
in var eyðilögð og allir bátar sokknir.
Vestfirðingum er í blóð borið að fást við krefjandi nátt-
úruöfl, bæði til lands og sjávar og bera virðingu
fyrir þeim og hafa tekist á við afleiðingar af
dug. Sorgin hefur jafnan verið fyrirferðarmikil í
þeirri glímu. Umbunin og hvatinn að búsetu á
þessu landsvæði hefur hins vegar verið und-
urfögur náttúra, gjöfult land og fengsæl fiski-
mið skammt undan landi.
Það verða líklega ekki náttúruöflin sem kné-
setja byggðirnar og hrekja íbúana á brott.
Miklu líklegra er að mannanna verk ráði úrslit-
um, íhlutun löggjafans, forgangsröðun gæða í
þágu sérhagsmunahópa, fálæti og hirðuleysi
stjórnvalda. Það eru sterk og lítt sýnileg öfl
sem með klækjum hafa leitt margar rótgrónar
sjávarbyggðir í gapastokkinn. Þróttmiklar
byggðir í sögulegu samhengi eru nú í stöðu
beiningamanns gagnvart fáum, öflugum auð-
hringum sem Ísland í seinni tíð hefur alið af sér.
Það er stór hópur stjórnmálamanna sem styður óbreytta
stefnu og það mun leiða fleiri byggðarlög í þrot, valda
ósköpum og vaxandi mismunun. Fylgismenn þeirra sem
hins vegar vilja sanngjarna og eðlilega nýtingu sameig-
inlegrar auðlindar í hafinu eru margir á Alþingi. Þeir hafa
sem leiðarljós markmið sjálfbærni og hagsmuni byggð-
arlaga. Þeir eru því miður enn of fáir en þeim mun fjölga.
Það gerist í nýjum kosningum til Alþingis og er ekki tíma-
bært að fara að undirbúa þær?
Guðjón S.
Brjánsson
Pistill
Ósköp
Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
gudjonb@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Auðvitað hefur maðuráhyggjur þegar svona árkoma. Þetta er alltafsveiflukennt milli ára en
maður er aldrei ánægður eftir
svona ár,“ segir Kristinn Þórðar-
son, formaður Sambands íslenskra
kvikmyndaframleiðenda.
Eins og Morgunblaðið greindi
frá í liðinni viku rataði einungis ein
íslensk kvikmynd inn á listann yfir
þær 20 tekjuhæstu í kvikmynda-
húsum hér á landi í fyrra. Það var
Agnes Joy sem dró að sér rúmlega
12 þúsund gesti og skilaði rúmum
19,7 milljónum í tekjur.
Alls voru 16 íslensk verk sýnd
í kvikmyndahúsum á síðasta ári.
Það er sami fjöldi og árið 2018 en
þrátt fyrir það drógust heildar-
tekjur af íslenskum kvikmyndum
saman um 68% frá árinu á undan.
Tekjurnar í fyrra námu alls 76
milljónum króna en þær voru 240
milljónir árið 2018. Alls sáu 54 þús-
und manns íslenskar myndir í kvik-
myndahúsum í fyrra en 164 þúsund
árið 2018.
Áhorfið er að breytast
Kristinn Þórðarson bendir á
að mikið muni um að engin mynd
hafi slegið í gegn í fyrra. Árin þar á
undan hafi Víti í Vestmanneyjum,
Lof mér að falla, Ég man þig og
Undir trénu lyft heildaraðsókninni.
Hann segir að Héraðið hafi gengið
ágætlega en í heild hafi kannski
verið meira af listrænum myndum
en oft áður.
„Það er auðvitað hægt að til-
greina nokkrar ástæður fyrir
þessu. Ein er sú að áhorfenda-
mynstrið er að breytast í heiminum
með tilkomu sjónvarpsveitna. Sjón-
varpsframleiðsla hér á landi er í
háum gæðaflokki og áhorfið er al-
veg gígantískt. Framboð af afþrey-
ingarefni er endalaust og sam-
keppnin er gríðarleg. Það eru allir
að keppast um þessa 2-3 tíma sem
fólk hefur dag hvern,“ segir Krist-
inn.
Fleiri hræðileg ár að baki
Árið í fyrra er vitaskuld ekki
það fyrsta þar sem aðsókn á ís-
lenskar myndir veldur von-
brigðum. Þannig voru bæði 2015 og
2013 afar döpur. Árið 2013 sáu að-
eins um 41 þúsund manns sjö ís-
lenskar myndir og 2015 sáu um 55
þúsund manns þær sjö myndir sem
sýndar voru.
„Auðvitað er þetta rætt meðal
kvikmyndagerðarmanna og auðvit-
að fylgjumst við með. En þetta er
ekki fyrsta árið sem er hræðilegt,
2015 var það líka. Ég hef engar
stórar áhyggjur í augnablikinu en
ef það koma fimm svona ár í röð þá
mun ég hafa áhyggjur. Núna höld-
um við bara áfram að gera gott efni
og það er vonandi að Íslendingar
taki við sér og fari að mæta í bíó.“
Horfa fram á veginn
eftir vonbrigðaár í bíó
Agnes Joy
12.215
Aðsóknarhæstu íslensku kvik myndirnar 2019
Áhorfendafjöldi í kvikmyndahúsum á árinu
hvítur dagur
Hvítur,
11.434
Héraðið
10.311
Þorsti
3.784
Tryggð
1.610
Eden
1.432
Bergmál
1.932
Vesalings
elskendur
2.195
Að sjá hið
ósýnilega
2.537
Goðheimar
4.679
Heimild: Frísk
Kristinn
Þórðarson
bendir á að
þrátt fyrir að
árið 2019
teljist dap-
urt hafi um
12 þúsund
manns séð
kvikmyndina
Agnesi Joy.
Það sé næstum því 5% af þjóð-
inni og slíkt hlutfall myndi telj-
ast ærið gott í Bandaríkjunum.
„Við stefnum alltaf hærra en
lógíkin gerir ráð fyrir,“ segir
Kristinn en nokkur dæmi eru
um íslenskar myndir sem fengið
hafa um fimmtíu þúsund áhorf-
endur. Það séu um fimmtán pró-
sent þjóðarinnar.
Svo dæmi séu tekin sáu um
60 þúsund manns Svartur á leik
um árið. Árið 2018 sáu 53 þús-
und manns Lof mér að falla og
35 þúsund sáu Víti í Vest-
mannaeyjum. Þá sáu líka 24
þúsund manns Lói – þú flýgur
aldrei einn og 20 þúsund manns
sáu Kona fer í stríð.
Hátt hlutfall
þjóðarinnar
ÍSLENSKAR MYNDIR Í BÍÓ
Kristinn Þórðarson