Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Fuglalíf Það var að venju mikið líf á Tjörninni í Reykjavík í gær þegar ljósmyndari átti þar leið um og eitthvað stórt í undirbúningi hjá álftunum sem bjuggust til að hefja sig til flugs. Eggert Á dögunum lagði íslenska karlalandsliðið í handknattleik það rússneska að velli á Evr- ópumótinu og það nokkuð örugglega. Óvíst er í hvaða annarri íþrótt við myndum sigra Rússana, en látum það liggja milli hluta, enda íþróttir ekki efni þessarar greinar. Við stöndum Rússum einnig fram- ar í veiðum og vinnslu á fiski. Ennþá. Það gæti hæglega breyst á komandi árum. Íslendingar eru ekki stórir í alþjóðlegu samhengi þegar kemur að sölu sjávaraf- urða. Reyndar svo litlir að íslensk fyrirtæki verða sífellt að þróa og fjárfesta í nýjustu tækni og búnaði til þess að standast sam- keppni. Í þessu felst styrkur ís- lensks sjávarútvegs. Þetta hef- ur blessunarlega gengið ágætlega og mörg innlend tækni- og iðnfyrirtæki hafa beinlínis náð fótfestu vegna fjárfestinga sjávarútvegsfyr- irtækja og flytja nú út tækni- lausnir fyrir tugi milljarða á ári. En þá aftur að Rússunum. Kristján Hjaltason er sölustjóri rússneska risafyrirtækisins Norebo á meginlandi Evrópu. Rætt var við hann í Morgun- blaðinu í fyrri viku vegna fyrirlesturs sem hann hélt á markaðsdegi Iceland Seafood International. Fram kemur í máli Kristjáns að rússneskur sjávarútvegur sé á fleygiferð og hann bætir við „… að árangur Íslend- inga í veiðum, vinnslu, tækni og markaðs- málum sé þekktur víða um heim. Meðal annars sé horft til íslenska skólans við þró- un sjávarútvegs í Rússlandi“. Allt er það gott og blessað, nema hvað Rússar stefna á sömu markaði og Íslendingar. Samkeppnin frá rússneskum sjávarútvegi er með öðrum orðum að aukast, og það með hjálp okkar Íslendinga. Rússar hafa sérstaklega leitað í smiðju íslenskra fyrirtækja þegar kemur að endurnýjun fiskvinnslu og skipa. Nú þegar eru Rússar byrjaðir að smíða, eða hyggjast smíða, 43 skip og 23 fiskvinnslur. Stærstu skipin eru yfir 100 metrar á lengd. Umfang fjárfestinga er hreint ótrúlegt og það er ekki síst að þakka ýmiss konar efnahags- legum hvötum sem rússnesk stjórnvöld hafa innleitt til að styðja við þessa vegferð. Búast má við mun harðari samkeppni frá Rússlandi á alþjóðlegum fiskmarkaði á næstu árum. Því er vert fyrir þá, sem telja að uppstokkunar sé þörf í íslenskum sjávarútvegi, að hugleiða hvernig mæta á samkeppninni. Verði dregið úr hagkvæmni fiskveiða við Ísland verður það ekki bara tap fyrirtækjanna, heldur allra tap. Sumum finnst sjálfsagt að taka þessa áhættu, en þeir hinir sömu verða þá að taka það að sér að tryggja stöðu Íslands á alþjóðlegum markaði fyrir sjávarafurðir. Án fótfestu á alþjóðlegum markaði er ís- lenskur sjávarútvegur ekki fugl og enn síð- ur fiskur. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Búast má við mun harðari samkeppni frá Rússlandi á alþjóðlegum fiskmarkaði á næstu árum. Heiðrún Lind Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Ísland – Rússland Getur verið að það sem helst aftrar því að íslensk nýsköp- unarfyrirtæki vaxi og verði að burðugri fyrirtækjum sé að- gangur að erlendu og innlendu vaxtarfjármagni? Ýmislegt rennir stoðum undir þá kenn- ingu. Margir hafa spurt sig, hvar eru nýju Össur, Marel og CCP- fyrirtæki okkar Íslendinga? Flest þau fyrirtæki sem eru burðarstoðirnar í íslensku há- tæknisenunni í dag eru a.m.k. 20 ára gömul. Vissulega eru nokkur ný efnileg vaxtarfyrir- tæki sem allir vona að stækki enn meira en þegar kemur að nokkur hundruð manna fyr- irtækjum sem bera uppi fjölda hátækni- starfa, ný einkaleyfi og draga erlendan gjald- eyri inn í landið í milljörðum þá hefur furðulega lítið gerst síðustu 20 árin í íslenska hagkerfinu. Þegar rætt er við framkvæmdastjóra stórra og smárra nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðlana sjálfa er eitt svar ofar flestum öðrum um orsakir þess að fæst af efnilegu fyrirtækjunum okkar ná góðum stökkpalli út í hraðan vöxt. Það er skertur aðgangur að vaxtarfjármagni á Íslandi. Í tengslum við vinnu stjórnvalda vegna nýrrar nýsköpunarstefnu var sest niður með tugum einstaklinga á þessu sviði þar sem þetta kom m.a. fram. Þá kom út sameiginleg skýrsla Northstack, Gallup og Tækniþróun- arsjóðs nýlega þar sem þeir frumkvöðlar sem sótt hafa um styrki til Rannís voru spurðir um stöðu mála. Um 65% frum- kvöðla telja erfitt eða mjög erf- itt að fjármagna verkefni með aðkomu innlendra fjárfesta og tæp 60% telja það erfitt með að- komu erlendra fjárfesta. Lykil- ástæður eru m.a. taldar vera áhættufælni innlends fjármagns og skortur á tengingum við er- lent fjármagn. Það sem er einnig er áhuga- vert í niðurstöðunum er að yfir 30% eru ósammála því að Ísland sé góður staður til að hefja rekstur og 56% eru ósam- mála því að Ísland sé góður staður fyrir fyrirtæki í örum vexti. Það er erfitt að vaxa á Íslandi Þetta er sérstaklega mikið vandamál vegna þess að við búum við örmarkað sem heimamarkað og því algjört lykilatriði að tæknifyrirtæki hér hafi góðan aðgang að fjármagni til að geta vaxið inn á erlenda markaði. Fjöldinn allur af rannsóknum á vexti tækni- og hugverkafyrirtækja hefur sýnt að mikilvægasta breytan fyrir langtímavöxt þeirra er aðgengi að upphafs- og vaxtar- fjármagni. Það furðulega við þetta vandamál er að á Íslandi er ekki skortur á fjármagni, þvert á móti mætti halda því fram að landið sé að springa af framboði fjármagns. Í fyrra stækkaði lífeyrissjóðakerfið um 655 millj- arða, kerfi sem á oft erfitt með að koma pen- ingum í framkvæmd og því hefur gjarnan verið haldið fram að það vanti fjárfestingar- kosti á Íslandi. Þetta er staðan á sama tíma og íslenskir frumkvöðlar eru í vandræðum með fjármögnun og miðlungsstóru fyrirtækin okkar ná ekki vexti vegna skorts á vaxtar- fjármagni. Þá eru ófáar sögurnar um ís- lensku fyrirtækin sem hafa farið til útlanda með hluta eða alla starfsemi sína vegna framangreinds, einmitt þegar þau eru að ná því að verða sannarlega verðmæt fyrirtæki fyrir hagkerfið. Lífeyrissjóðunum til tekna má benda á að þeir hafa tekið þátt í að fjármagna örfáa sjóði sem fjárfesta í nýsköpun en ef skoðað er hlutfallið af heildarveltu, þörf á markaði m.v. mælingar eða raunverulegt fjármagn sem fer inn í fjárfestingar m.v. alþjóðlegan samanburð þá er ljóst að þar er ekki ráðist í að lyfta nálægt þeirri þyngd sem er þörf á eða geta er til. Lífeyrissjóðir þurfa að stýra áhættu vel, en í krafti ofurstöðu sinnar sem eigenda yfir 90% af fjárfestingargetu í hagkerfinu bera þeir ábyrgð í samræmi að tryggja að hér verði öflugt hagkerfi til framtíðar sem skap- ar verðmæt störf og getur tekið við eignum sjóðanna í framtíðinni. Lífeyrissjóðir eru ragir við að setja háar fjárhæðir í einstök fyrirtæki enda þarf mikla eftirfylgni með hverri slíkri fjárfestingu. Þess vegna liggur á að efla fjárfestingu í vísisjóðum og efla samstarf við erlenda aðila og sjóði sem geta aukið líkur á vexti ís- lenskra fyrirtækja inn á lykilmarkaði og deilt þekkingu. Nýsköpunarráðherra er nú að vinna að hvatasjóðskerfi að ísraelskri fyrirmynd, Kríu. Í Ísrael störfuðu innlendir sjóðir með erlend- um sjóðum við að efla fjárfestingarumhverfi innanlands og fjármuni frá ríkinu sem mót- framlag til að efla enn betur fjárfestingar- getuna. Þessi framkvæmd Ísraela var ótrú- lega vel heppnuð og efldi bæði innlenda sjóði og fyrirtæki, efldi aðgang Ísraela að erlend- um mörkuðum og bjó til fjöldann allan af nýjum miðlungsstórum og stórum hátækni- og hugverkafyrirtækjum þar í landi Við útfærslu á Kríu, nýja íslenska vísi- sjóðnum, skiptir því öllu máli að aflæsa nægu fé og þekkingu ef við viljum fá fleiri stór og burðug hátæknifyrirtæki sem geta borið uppi sjálfbæran hagvöxt til framtíðar sem fáir í dag geta annars útskýrt hvaðan mun koma. Hér þurfa íslenskir fjárfestar að koma að borðinu ásamt erlendum, því reynsl- an sýnir að þannig margfaldast áhrifin. Eftir Tryggva Hjaltason » Við erum með fjár- munina, þörfina og hug- vitið til staðar á Íslandi, hvers vegna hafa ekki fleiri stór hátæknifyrirtæki orðið til á síðustu 20 árum? Tryggvi Hjaltason Höfundur er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Af hverju eru ekki fleiri stór hátæknifyrirtæki á Íslandi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.