Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 44

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 ✝ Gísli GuðgeirGuðjónsson fæddist 12. ágúst 1944 í Reykjavík. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 10. janúar 2020. Foreldrar hans voru Guðjón Gísla- son, f. 13.8. 1912, d. 25.10. 1991, og Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir, f. 2.10. 1917, d. 25.10. 1987. Systkini hans voru Guðrún, f. 10.3. 1938, Ágúst, f. 16.10. 1940, d. 14.11. 1992, Gunnlaugur V., f. 31.12. 1941, d. 20.6. 2010, Reynir, f. 22.10. 1947, Erna, f. 4.10. 1948, d. 8.4. 2011, og Stefán Sævar, f. 1.12. 1950. Þann 3. október 1970 kvænt- ist Gísli Guðrúnu Alexanders- dóttur, f. 3. 2. 1946, í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Börn Gísla og Guðrúnar eru: 1) Guðlaug, f. 4.5. 1970. Maki hennar er Theodór Sveinjóns- son. Börn þeirra eru: A) Arnór Fannar Theodórsson. Maki hans er Elva Margrét Árnadóttir. 1967. Maki Reynir Jónsson. Barn þeirra er Eyþór Reyn- isson. Gísli ólst upp í Kamp Knox braggahverfinu í Reykjavík. Á unglingsárum hóf Gísli að stunda sjómennsku sem leiddi hann til Vestmannaeyja þar sem hann kynntist konu sinni, Guð- rúnu Alexandersdóttur, árið 1965 . Þau hófu sambúð árið 1967 í Vestmannaeyjum og klár- aði Gísli kokkanám á þeim tíma sem hann bjó þar. Árið 1970 eignuðust þau Gísli og Gurrý fyrstu dóttur sína, Guðlaugu, og giftu sig í Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973 fluttust Gísli og Gurrý til Þorlákshafn- ar. Þar eignuðust þau fjórar dætur, þær Aldísi Báru, Jónu Rún, Önnu Dögg og Guðrúnu Björk. Árið 1982 flutti syst- urdóttir Gísla, Þorgerður Ernu- dóttir, til fjölskyldunnar. Gísli opnaði veitingastaðinn Messann í Þorlákshöfn og starfaði einnig á sjó. Fjölskyldan bjó í Þorláks- höfn allt til ársins 1987 og flutt- ist þá til Reykjavíkur. Á þeim tíma var Gísli með sinn eigin rekstur þangað til hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg og vann þar fram til ársins 2009. Útför Gísla fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 23. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Börn þeirra eru Ísabella Eir og Heiðdís Björk. B) Valdís Ósk Theo- dórsdóttir. Maki: Sigurður Jóhann Sævarsson C) Andri Már Theo- dórsson. 2) Aldís Bára Gísladóttir, f. 11.1. 1978. Maki hennar er Þröstur Már Þrastarson. Börn þeirra eru Alexandra Björk Magnúsdóttir, Jökull Gísli Þrastarson, Katla Þrastardóttir og stjúpdóttir Aldísar Báru, Sara Þrastardóttir.3) Jóna Rún Gísladóttir, f. 6.12. 1980. Maki hennar er Sveinn Fjalar Ágústs- son. Börn þeirra eru Róbert Sölvi Sveinsson, Bjarki Rafn Sveinsson og Gísli Freyr Sveins- son. 4) Anna Dögg, f. 22.4. 1983. Maki hennar er Úlfur Gunn- arsson. Börn þeirra eru Guðrún Björk Önnudóttir, Gunnar Martin Úlfsson, Svala Katrín Úlfsdóttir og Gurrý Úlfsdóttir. 5) Guðrún Björk, f. 22.4. 1983, d. 10.8. 2000. 6) Systurdóttir, Þorgerður Ernudóttir, f. 15.6. Elsku Gísli og pabbi, þú varst alltaf svo hlýr og góður við alla, með gott faðmlag og léttur í lund. Við eigum eftir að sakna brossins þíns og gleðitáranna. Við eigum eftir að sakna mat- seldarinnar og allra þeirra rétta sem enginn kunni nema þú. Við erum þakklátar fyrir ást þína og umhyggju og allar þær sögur sem þú sagðir okkur um æskuna, gosið í Eyjum og sjómennskuna. Við erum þakklátar fyrir allar gleði- og sorgarstundirnar sem við áttum saman. Við munum hugga okkur við að núna getur þú hvílst í friði og án verkja og að núna hafi Guðrún Björk þig hjá sér. Þín eiginkona og dætur. Guðrún Alexandersdóttir. Það hryggir mig mikið að þú sért fallinn frá, Gísli minn, þú ástkæri tengdapabbi sem kvadd- ir okkur 10. janúar síðastliðinn á Landspítalanum. Ég var heppinn að fá að koma inn í líf þitt 1988 þegar Gulla dóttir þín hreif mig upp úr skón- um, og gerir það enn, á Hallæris- planinu í júní það ár. Þarna kvaddi góður maður, hjálpsamur, vel liðinn og alltaf hress. Það má segja að þú hafir komið mér í föðurstað eftir að ég missti föður minn í janúar 1993. Þín síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu við hina ýmsu kvilla en aldrei gafstu upp eða misstir móðinn. En ég veit að þú varst orðinn þreyttur og uppgef- inn eftir þessa miklu baráttu. Þótt það sé sárt að skrifa þetta þá er kannski gott að þú fékkst að fara. Því ég veit að þú ert í góðum félagsskap þarna uppi og bið ég þig um að kasta kveðju á alla ást- vini mína sem eru hjá þér núna. Ég kveð þig með söknuði og takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þar spjölluðum við mikið um fótbolta bæði hér heima og á Englandi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og hafðu ekki áhyggj- ur af Gurrý, hún er umvafin engl- um. Stelpurnar þínar hugsa vel um hana og við tengdasynirnir er- um ekki langt undan. Minningin þín lifir að eilífu. P.S. Hafðu ekki áhyggjur af United-bollanum þínu, ég passa upp á hann. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir. Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Hulda Ólafsdóttir) Kveðja, Theodór (Teddi tengdasonur). Elsku afi minn, það er hræði- lega sárt að þurfa að kveðja þig og ég var svo langt frá því að vera tilbúinn til þess. Þrátt fyrir mikil veikindi hafði ég alltaf of- urtrú á þér og hélt einhvern veg- inn að þú myndir standa þetta allt af þér. Ég var afastrákurinn þinn en samt fannst mér alltaf eins og það væri eitthvað dýpra. Þú eignaðist bara dætur en mér fannst alltaf eins og ég væri son- urinn sem þú eignaðist aldrei. Ég fann það svo innilega hvað þú hélst mikið upp á mig, studdir mig í einu og öllu. Ég var „kapp- inn“ þinn eins og þú sagðir alltaf. Þú varst einstakur maður sem ég elskaði alveg óendanlega mik- ið. Ég lærði svo mikið af þér og þú varst frábær fyrirmynd fyrir mig. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þessi þrjátíu ár með þér. Ég er líka þakklátur að þú hafir getað komið í brúðkaup- ið mitt og að þú hafir fengið að hitta börnin mín, sem elska þig einstaklega mikið. Við gátum spjallað endalaust um fótbolta og þrátt fyrir að halda ekki með sama liðinu héld- um við klárlega hvor með öðrum. Þú vildir allt fyrir mig gera og það var gagnkvæmt. Mér fannst svo gaman að geta aðstoðað þig eitthvað af því að þá gat ég gefið eitthvað smá tilbaka eftir allt það sem þú hafðir gert fyrir mig. Þú varst með svo yndislega nærveru og tókst alltaf svo inni- lega á móti manni. Það var ekk- ert betra en að fá faðmlag frá afa. Ég myndi gefa ansi mikið til þess að fá annað faðmlag frá þér. Ég lofa þér því að ég mun halda minningu þinni á lofti og halda áfram að fara eftir öllu því sem þú stóðst fyrir: Umhyggju, kærleik, hógværð og fjölskyldan var alltaf númer eitt. Ég veit að þú varst stoltur af mér og ég mun halda áfram að gera þig stoltan. Ég mun gera mitt allra besta til þess að passa upp á ömmu og halda fólkinu okkar saman, þar sem ég veit hversu mikilvægt það var fyrir þér. Mig langaði líka að skila kveðju fyrir hönd allra barnabarnanna þinna. Við erum öll sammála um það að þú varst yndislegur afi og við eigum öll eftir að sakna þín ótrúlega mikið. Við hugsum öll hlýlega til þín og eigum æðislegar minningar með þér sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu. Takk fyrir allt, afastrákurinn þinn Arnór Fannar. Elsku Gísli bróðir minn. Nú hefur þú kvatt þetta jarðlíf og ann- að mun taka við. Það er aðdáun- arvert og með ólíkindum hvernig þú hefur tæklað þín veikindi und- anfarin ár. Hvert áfallið á fætur öðru dundi á þér en þú barðist hetjulega og stóðst þau af þér, en að lokum varð eitthvað að láta undan. Það er með sorg í hjarta mínu sem ég vil með nokkrum orð- um kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær mörgu góðu stundir sem þú hefur gefið mér og við höfum átt saman, elsku bróðir minn. Fermingardagurinn þinn lifir mjög sterkur í huga mínum, veisl- an fábrotin, kókkassi og prins póló og þú alsæll og ánægður og við yngri systkinin líka. Það er ansi margt sem við höfum átt sameig- inlegt í gegnum lífið, stundað sjó- mennsku saman, veitingarekstur, haldið með sömu liðunum í ís- lenska og enska boltanum og brids en þar varst þú á heimavelli enda afburðaspilari og varst að taka þátt í mótum fram undir það síð- asta. Ferðin til Rikka míns í Barcelona að horfa á leik okkar manna, Mansester Utd., á móti Barcelona var minnisstæð, við í miðjum hópi stuðningsmanna Barcelona í Barcelonabúningi, það var svolítið sérstakt hjá okkur að fagna Barcelona og baula á Man- sester Utd., við þorðum ekki ann- að en við höfðum ákveðið að þessi fögn og baul væru bara öfugmæli og höfðum gaman af því (hehe). Elsku bróðir minn, eitt ömurlegt atvik og við urðum ósáttir og liðum fyrir það. En við náðum sáttum, það var fyrir mestu. Fyrirgefning, væntumþykja, bræðrakærleikur, ást og þér að þakka. Þú varst ekki bara góður bróðir, þú varst líka hjartahlýr, skemmtilega stríðinn og húmorinn var á réttum stað og umfram allt með eindæmum skyldurækinn og mættir í alla við- burði innan fjölskyldunnar, alveg sama hvernig aðstæður voru hjá þér þú mættir bara. Þú varst ekki sáttur við það að ég ætlaði t.d. ekki að halda upp á 60 ára afmælið mitt, þú hringdir í mig og sagðist koma með alla fjölskylduna hvort sem ég héldi upp á afmælið eða ekki og auðvitað varð ég að gera eitthvað og úr varð líka þetta frá- bæra partí (hehe). Þú lést mig sjá um matseldina í þínu 60 ára af- mæli og var ég skyldaður að vera með líka þessa undarlegustu svuntu sem ég hef séð, allan tím- ann á meðan maturinn var til stað- ar og ætla ég ekki að lýsa henni hér en þeir vita hvernig hún var sem voru á staðnum (hehe). Ég var frekar lágvaxinn fram að 16 ára aldri og þú hafðir gaman af því að segja að ég væri stærsti dverg- ur á Íslandi en þér er þetta fyr- irgefið, stríðnispúkinn þinn (hehe). Verst þótti mér að hafa ekki náð að komast til þín í tæka tíð áður en þú kvaddir, en veðrið sá fyrir því, já svona er lífið eins og oft hefur verið sagt. Ég veit að þú varst hvíldinni feginn enda búið að vera mjög erfitt hjá þér undir það síðasta, elsku bróðir. En nú er komið að leiðarlokum og við þökk- um þér samfylgdina og eigum við eftir að sakna þín mikið og við öll. En nú ert þú í góðum höndum og kominn í faðm foreldra, dóttur, systkina og annarra ættingja. Elsku Gurrý, Guðlaug, Jóna Rún, Aldís, Anna Dögg, Gerður og ætt- ingjar og vinir, megi algóður Guð vera með ykkur og styrkja á þess- um erfiðu tímum. Sævar, Sif og Ríkarður. Gísli Guðgeir Guðjónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR ÞÓR ZOPHONÍASSON bifvélavirki og sjómaður, Hólavegi 25, Siglufirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar hinn 17. janúar. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Svanfríður Pétursdóttir Guðni Geir Hilmarsson Linda Hilmarsson Hafrún Dögg Hilmarsdóttir Kristján Vilhjálmsson Halldór Logi Hilmarsson Hafrún Sif Sveinsdóttir og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR ÞÓR PÁLSSON, Selfossi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 15. janúar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 28. janúar klukkan 13. Þórunn Þórhallsdóttir Bjarki Þór Vilhjálmsson Íris Hödd Pétursdóttir Jóhanna Ýr Bjarkadóttir Dennis Kambskarð Þórunn Petra Bjarkadóttir Gunnar Ellert Peiser Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR kjólasaumameistari, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 18. janúar. Ásmundur Kristinsson Sigrún Guðjónsdóttir Kristinn Kristinsson Ásdís Þórarinsdóttir Hólmfríður G. Kristinsdóttir Gunnar Karl Gunnlaugsson Knútur Kristinsson Þuríður Pálsdóttir Magnús Kristinsson Dagný Egilsdóttir Sigurður Kristinsson Siriwan Kristinsson Áslaug Kristinsdóttir Oddur Daníelsson Vigdís Greipsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓSKAR ÁLFSSON, sem lést mánudaginn 13. janúar, verður jarðsunginn frá Kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 28. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Inga Jóhanna Jónsdóttir Jóhanna Ingunn Jónsdóttir Axel Þórir Jónsson Minna Hrönn Pétursdóttir Guðrún Lóa Jónsdóttir Jónas Vilhelm Magnússon Ólafur Ari Jónsson Svanhildur Kristjónsdóttir og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR GUÐMUNDSSON frá Syðra-Lóni, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Strikinu 2, Garðabæ. lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Herborg Þorgeirsdóttir Sigurður I. Guðmundsson Ragnhildur Þorgeirsdóttir Jóhannes Árnason Kristín Þorgeirsdóttir Einar F. Hjartarson Óli V. Þorgeirsson Bodil W. Vestergaard barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARI RÖGNVALDSSON vélstjóri, til heimilis að Vestursíðu 9, Akureyri, áður Skálagerði 2, lést mánudaginn 20. janúar. Útförin auglýst síðar. Sigríður Halldóra Hermannsdóttir Anna Guðný Hermann Ingibjörg Matthildur og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og langalangalangafi, JÓN GEIRMUNDUR KRISTINSSON leigubílstjóri, Smyrlahrauni 50, lést mánudaginn 20. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. janúar klukkan 13. Una Anna Guðlaugsdóttir Laufey Dagmar Jónsdóttir Kristinn Arnberg Kristín Helga Jónsdóttir Hans Ólafsson Sveinn Guðlaugur Jónsson Katsiaryna Jarad Geirþrúður Ásta Jónsdóttir Guðmunda S. Jónsdóttir Ágúst Þór Pétursson Elfa Björk Jónsdóttir Kristinn Sigurður Jónsson Sæmundur Bjarni Elísson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.