Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 ✝ BorghildurStefánsdóttir fæddist hinn 23. febrúar 1942 á Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi. Hún lést í Kópa- vogi 10. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1900, d. 18. desem- ber 1984, og Stefán Sigurðsson bóndi, f. 9. maí 1893, d. 24. maí 1972. Systkini Borghildar voru: Sigurður, f. 1932, d. 1960, Anna, f. 1933, d. 2017, Friðgeir, f. 1935, d. 2013, Guðrún, f. 1936, Hinrik, f. 1938, d. 1992, eldrum sínum í Akurholti í Eyjahreppi eftir að þau fluttu þangað 1945. Hún sótti barna- skóla á bæjum í sveitinni eins og þá tíðkaðist. Hún fór í Hús- mæðraskólann á Blönduósi vet- urinn 1962-1963. Það nám var grunnur að ævistarfi hennar. Hún flutti til Reykjavíkur 1969 og starfaði lengst af við veislu- þjónustu og matargerð, síðustu 25 starfsárin hjá Sjálfsbjarg- arheimilinu. Hún var vandvirk hannyrðakona og starfaði um tíma við fatabreytingar hjá Guðsteini Eyjólfssyni. Borg- hildur var sveitastelpa í sér og hafði gaman af hestum, þau Þórður áttu hesta og hesthús í Mosfellsbæ og stunduðu hesta- mennsku þar til fyrir nokkrum árum. Árið 1971 brugðu foreldrar Borghildar búi og fluttu til hennar í Kópavoginn þar sem hún bjó alla tíð síðan. Útför Borghildar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 23. janúar 2020, kl. 15. Sigrún, f. 1940 d. 2003. Borghildur gift- ist Þórði Flosasyni 1972. Fyrir átti hún dótturina 1) Sesselju Kristjáns- dóttur, f. 1970, börn hennar og Ólafs Hjálmarsson- ar eru Kolbeinn og Nanna Rut. 2) Rós- björg Sigríður Þórðardóttir, gift Hjálmi Þor- steini Guðmundsyni, synir þeirra eru Þorsteinn og Krist- ján Ottó. 3) Stefanía Anna Þórðardóttir, maki Þorvaldur Geir Sigurðsson, börn þeirra eru Katrín Friðmey, Elísabet Freyja og Flosi Freyr. Borghildur ólst upp hjá for- Það var þungt högg að fá fregnir af skyndilegu fráfalli Borghildar, tengdamóður minn- ar til 30 ára. Mér fannst ég hafa misst móður öðru sinni. Ég finn til mikils þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta hlýju, gæsku og visku Borghildar. Mér koma í hug orð þýska snillingsins Diet- rich Bonhoeffer: „Þakklætið breytir kvöl minninganna í hljóða gleði.“ Ég ylja mér við fjölmargar fallegar minningar og gæðastundir. Ég var ungur og feiminn þeg- ar ég fyrst kom á Huldubraut- ina, sem þá hét reyndar Kárs- nesbraut, til Borghildar og Þórðar á síðsumri árið 1987. Ég var að stíga í vænginn við dóttur þeirra Sesselju. Ég man enn hversu vel mér var tekið; boðið í kaffi og spjall á yndislegu heim- ili sem svo oft var skjól mitt og athvarf. Gestrisni Borghildar og Þórðar var einstök. Það má eig- inlega segja að upp frá þessu hafi Borghildur gengið mér í móðurstað. Hún stagbætti fyrir mig sokka og buxur. Skemmti- leg minning kemur upp í hug- ann: Ég kom með þrennar illa farnar gallabuxur til Borghildar; einar voru reyndar svo illa farn- ar að ég vonaðist til að hún gæti notað þær í bætur. Næst þegar ég kom var Borghildur búin að gera fallega við allar buxurnar; líka þær ónýtu. Svona var Borg- hildur. Ávallt reiðubúin að hjálpa og vera til staðar fyrir sitt fólk og svo óteljandi marga aðra. Þá man ég að á fyrstu bú- skaparárum okkar Sesselju vor- um við að vinna óhemjumikið fyrir jól og höfðum engan tíma til undirbúnings. Við komum heim úr vinnu seint á Þorláks- messu. Þá voru Borghildur, Þórður og Stefanía, yngri systir Sesselju, búin að taka til og skreyta heimili okkar fyrir jólin. Svona manngæska er vandfund- in. Þegar Borghildur og Þórður keyptu fellihýsið sitt voru þau boðin og búin að lána okkur það og haga sumarfríi sínu eftir okk- ar þörfum. Það var þeim líkt. Ég á fjölmargar minningar um ynd- islegar stundir í sumarleyfum þar sem við sátum við spjall og spil. Veröldin var betri í nánd Borghildar og Þórðar. Það lýsir Borghildi vel að eft- ir að við Sesselja skildum, hringdi hún sérstaklega í mig og bauð mér í jólaboð fjölskyldu sinnar á jóladag 2017. Það segir meira en mörg orð um þann kærleika sem Borghildur bar í brjósti. Ég vil minnast og heiðra minningu Borghildar Stefáns- dóttur með ljóði Úlfs Ragnars- sonar: Lifðu með ljúfu geði og láttu það eftir þér að eiga þá gullnu gleði sem gleðst yfir sjálfri sér. Þú ætíð skalt lífið lofa. Líka er hlýturðu tjón. Gleðin og sorgin sofa saman og eru hjón. Merk kona er gengin til hinstu hvílu. Minning hennar mun lifa. Hugur minn er hjá Þórði, Sesselju, Rósbjörgu og Stefaníu og fjölskyldum þeirra og börnum okkar Sesselju, Nönnu Rut og Kolbeini, sem hafa svo skyndilega misst ynd- islega ömmu og kærleiksríkan vin. Megi góður Guð gefa þeim öllum þann styrk sem þarf. Ólafur Hjálmarsson. Skjótt skipast veður í lofti og lífið breytist. Borghildur Stef- ánsdóttir, tengdamóðir mín til tuttugu og átta ára, er fallin frá fyrirvaralaust. Eftir sitjum við og njótum allra minninganna sem við eigum um hana. Hún var staðföst kona sem hafði sitt fram með jafnaðargeði sínu og elju. Oft gat hún séð spaugilegar hliðar á hlutunum og henni fannst gaman að fíflast með hversdagslega hluti. Alltaf hafði hún aðra í fyrirrúmi og tók upp hanskann fyrir þá sem áttu erf- itt eða hallaði á. Hún passaði upp á að mér yrði ekki kalt með því að prjóna á mig marga ull- arsokka og peysur. Þau voru að vísu samhent hjónin á Huldu- braut og hjálpuðust að við að prjóna flíkur á sitt fólk. Hún var hestakona og hafði gaman af því að ríða út og snúast í kringum hestana. Við ræddum oft um hesta okkar á milli en vorum ekki alltaf sammála um kosti þeirra og galla en alltaf var það í góðu. Á nýja árinu sýndi hún því áhuga á að komast hjá okkur á hestbak. Hún vildi fá að prufa unga meri sem ég á því hún vildi sjálf komast að því hvernig hún er, því okkur bar ekki saman um það. Framan af hafði hún áhyggjur af vaxtarlagi mínu og reyndi að troða í mig mat til að bæta úr því, það gekk hægt en örugglega. Mikið er ég þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast Boggu því ég á henni svo margt að þakka, blessuð sé minning hennar. Hjálmur Þorsteinn Guðmundsson. Það er komið að kveðjustund- inni og erfitt að átta sig á því að þú sért farin en við huggum okkur við að í sumarlandinu eru margir góðir sem taka á móti þér. Þú hefur ávallt staðið við hlið okkar, jafnt í gleði og sorg, og líf okkar verið samofið tryggðarböndum. Umhyggjan þín fyrir fjölskyldu og vinum jafnt sem vandalausum var tak- markalaus og hugur þinn var ætíð hjá þeim sem mögulega þurftu á aðstoð að halda, alveg fram á síðasta dag. Þannig var hjartalag þitt og sýn á lífið. Við yljum okkur við fallegar minn- ingar, bjarta brosið þitt, glaðleg- an hlátur þinn og nærveru þína sem dimmu í dagsljós gat breytt. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. Þú varst mildi og ást og þitt móðerni bar við sinn líknsama barm dagsins lifandi svar: allt sem grét, allt sem hló, átti griðastað þar - jafnvel nálægð þín ein sérstök náðargjöf var. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Við kveðjum Borghildi með miklum hlýhug og söknuði. Elsku Þórður, Sesselja, Rós- björg og Stefanía, tengdasynir og barnabörn, okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við ykkur. Megi bjartar og góðar minningar um elsku Borghildi, lýsa ykkur um ókomin ár. Guðrún, Sveinn og dætur. Elskuleg vinkona mín, Borg- hildur, er látin. Mig langar með nokkrum orðum að þakka vináttu sem hefur varað í rúm 50 ár. Bogga ólst upp í Akurholti á Snæfells- nesi, ég kynntist henni þegar hún fluttist til borgarinnar, ég borgarbarnið sem þekkti aðeins stræti höfuðborgarinnar, hún sem ólst upp í sveitinni í stórum systkinahópi og með öll dýrin í kringum sig, þetta vakti áhuga minn og ég hafði mjög gaman af að fræðast um líf þessarar litlu ljóshærðu sveitastelpu, hversu ólíkt uppeldi við höfðum búið við. Það kom að því að hún tók mig með sér í sveitina og ég kynntist foreldrum hennar þeim Sesselju og Stefáni, fékk að fara á bak Röðli hestinum hennar. Það var ekkert rafmagn í Ak- urholti þegar ég kom þar fyrst en dráttarvél var látin framleiða rafmagn fyrir það nauðsynleg- asta, ég minnist þess að mér var boðin mjólk til að drekka sem ég þáði en hún bragðaðist ekki eins og ég hafði vanist í borginni en ég vandist henni (næstum). Ferðirnar í Akurholt urðu fleiri og var mér alltaf tek- ið einstaklega vel og sýnd mikil vinátta. Svo kom Þórður til sög- unnar, eiginmaðurinn til 50 ára. Gömlu hjónin fluttu frá Akur- holti í Kópavog til Boggu og Þórðar og bjuggu hjá þeim til dauðadags. Bogga mín var ein- staklega hjálpsöm, taldi það ekki eftir sér að gera öðrum greiða og á ég henni margt að þakka. Henni fannst það alveg ómögulegt að ég væri að taka slátur alein og sendi mér mömmu sína til að sauma vamb- irnar fyrir mig, dóttur sína 15 ára sendi hún mér til aðstoðar í fermingarveislu eins sonar míns, Rósbjörg mín dugnaðar- forkurinn leysti þetta verkefni með sóma. Margt annað væri hægt að telja til um hjálpsemi Boggu við mig og aðra. Handa- vinnan hennar, prjón og sauma- skapur var glæsilegur, hand- bragðið fínt og vandað. Við höfum ferðast mikið með þeim hjónum bæði innanlands og utan, gengum í ferðahóp Húsvagnafélags Íslands og eignuðumst við þar góða vini og fórum ánægjulegar ferðir með þeim um landið. Elsku Bogga mín, mér finnst svo ótrúlegt að þú skulir vera farin, ég trúi því eiginlega ekki, þú fórst svo skyndilega, svo fyr- irvaralaust. Ég átti eftir að sjá hvernig þú prjónaðir hæl á sokka og ég ætlaði að fá upp- skrift hjá þér að súkkulaðibita- kökunum þínum, ég átti eftir að óska þér gleðilegs árs en það var nógur tími, allt í einu er tíminn búinn. Að líta til baka er í mínum huga svo stutt, lífið er svo stutt. Takk elsku hjartað mitt fyrir þinn tíma sem þú veittir og deildir með mér. Vinan góða, þér um ljóssins leiðir lífið eilíft kærleiksfaðm sinn breiðir, þótt tjaldbúð lífs þíns hvíli hér, himins til við leitum eftir þér. Minningarnar mætu dvelja heima, munu þær til æviloka geyma öll þín mætu og elskuverðu störf, oss til sannrar gleði og heilla þörf. Hjartans þakkir fyrir aðstoð alla, er í kærleik léstu í skaut oss falla, öll þín gæði er ávallt nutum vér, eilíflega Drottinn launi þér. (Á.J.) Elsku Þórður og fjölskylda, við Rútur vottum ykkur okkar dýpstu samúð, minning góðrar eiginkonu, móður og ömmu mun lifa. Þín vinkona, Bergljót (Begga). Borghildur Stefánsdóttir Elsku afi minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þín Rakel Hrund Ágústsdóttir. Ólafur Th. Ingimundarson ✝ Ólafur Sigurður Thoroddsen Ingi-mundarson fæddist 4. ágúst 1927. Hann andaðist 31. desember 2019. Útförin fór fram 9. janúar 2020. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNASDÓTTIR kennari, áður til heimilis að Ljósheimum 5, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 14. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. janúar klukkan 11. Innilegar þakkir til starfsfólks 2. h. norður í Mörkinni fyrir alúð, hlýju og umhyggju í hennar garð. Sylvía Jóhannsdóttir Laufey Jóhannsdóttir Gunnar Jóhannesson Indriði Jóhannsson Berglind Sigurlaug Guðnad. Helga Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA JAKOBSDÓTTIR Brúarflöt 1, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun, föstudaginn 24. janúar, klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hringinn. Friðrik Sveinn Kristinsson Kristinn Friðriksson Helga Gréta Kristjánsdóttir Jakob Friðriksson Carolin Huehnken Svanhvít Friðriksdóttir Ólafur Guðbjörn Skúlason og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR, áður til heimilis að Reynihvammi 35 í Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 24. janúar klukkan 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir hlýhug og góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort Hrafnistuheimilanna. Sólrún Bragadóttir Sigurður Friðriksson Árni Bragason Anna Vilborg Einarsdóttir Guðbjörg Bragadóttir Kristján Guðmundsson Þorvaldur Bragason Narelle Jenifer Bragason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGA ÞORKELSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést fimmtudaginn 16. janúar á Landspítalanum Fossvogi. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 27. janúar klukkan 13. Hanna Helgadóttir Hannes Ingvarsson Birgitta Helgadóttir Birgir Helgason Guðrún Hind Gunnlaugur Hilmarsson Reyndís Harðardóttir Þorkell Svarfdal Hilmarsson Hrafnhildur Hartmannsdóttir Gunnar Þór Hilmarsson Hilmar Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, VIKTORÍA HRÖNN AXELSDÓTTIR lést sunnudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 29. janúar klukkan 13. Axel Jóhann Ágústsson, Steinunn Karólína Arnórsdóttir Lesley Patricia Dixon Stella Rut Axelsdóttir Ívar Sæmundsson Sandra Björg Axelsdóttir Björn Halldórsson Ágúst Ingi Axelsson Halla Hrund Skúladóttir Paul Lewis Trosh Hayley Dixon Linzi Margaret Trosh Bjarki Þór Sigvarðsson Axel Kristinn Axelsson Sólbjörg Guðrún Vilhelmsd. og systkinabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.