Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 54

Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Þessi uppskrift kemur frá matar- bloggaranum og smekklegheita- konunni Lindu Ben, sem heldur úti samnefndri heimasíðu þar sem allt úir og grúir af gómsæt- um mat og afar smekklegum hugmyndum. Falafel-vefjur mission-vefjur með grillrönd falafel-bollur (u.þ.b. 5 bollur á hverja vefju) salat agúrka avókadó 2½ dl grísk jógúrt 2 msk. límónusafi 2 msk. Heinz majónes ½ tsk. þurrkað chili-krydd 1 dl ferskt dill, skorið smátt niður 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn salt og pipar eftir smekk  Ef keyptar eru tilbúnar fala- fel-bollur, hitið þær samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.  Á meðan bollurnar eru að hitna er sósan gerð tilbúin. Blandið saman grískri jógúrt, límónusafa og majónesi. Kryddið með þurrkuðu chili, fersku dilli og smátt skornum hvítlauk, smakkið til með salti og pipar.  Skerið agúrkuna og avókadó- ið.  Smyrjið vel af sósu á vefjuna, raðið salati, bollum, agúrku og avókadó á vefjuna og lokið. Berið fram með restinni af sósunni til hliðar. Ómótstæðilegar og einfaldar vefjur Vefjur eru þægilegur matur því hægt er að eiga allt hráefnið í þær tilbúið í kæli og henda þeim saman þegar á þarf að halda. Þannig eru þær fullkomnar til að eiga fyrir krakkana þegar þau koma svöng heim úr skóla eða æfingu – eða sem kvöldverður þegar maður nennir ekki að elda. Ljósmynd/Linda Ben Einfaldar en ótrúlega bragðgóðar Það þarf oft ekki að vera flókið. Þessi uppskrift er svo sannarlega gott dæmi þess. Maður myndi halda að þessifyrirsögn ætti við um Ís-land en svo er því miður ekki. Þjóð sem er leiðandi í líf- rænni ræktun er fyrirsögn sem á við um frændur okkar Dani. Danskir neytendur og dönsk stjórnvöld hafa tekið höndum sam- an og sett sér það takmark að Dan- mörk verði fyrsta ríki heims sem verði 100% lífrænt. En af hverju og til hvers spyrja margir? Í hugum Dana er þetta ofureinfalt. Landið er lítið, íbúar margir og hvað gerir maður þá? Jú, við sköpum ramma sem nýtir landið og auðlindirnar þannig að heildarframlegð verði sem mest um ókomna tíð. Þess má jafnframt geta að íbúar danska ríkisins eru skilgreindir sem auð- lind enda lifa Danir að stórum hluta til af hugverki. Hugverk kemur frá einstaklingi sem er m.a. hraustur, heilbrigður og líður vel, en svo að það megi vera þarf að fæða einstaklinginn á sem bestan hátt og það er hluti af planinu. Dönsk stjórnvöld hafa nefnilega sett það sem markmið að í ár verði í öllum ríkismötuneytum boðið upp á 75% lífræna fæðu. Danir eru nefnilega búnir að átta sig á því að eiturefna- og áburðar- notkun í ræktun matvæla gerir engum gagn til lengri tíma litið heldur eru það skammtímasjón- armið sem ráða þar ríkjum. Skiptiræktun í stað áburðar- notkunar er hluti af lífrænni ræktun og hefur hún reynst betri þegar horft er á heildarhags- muni. Áburðarleifar renna út í haf, sem eykur vöxt á þörungum sem eru mjög frekir á súrefni, sem aftur skaðar lífríki sjávar. Þetta gerðist í Svíþjóð í kringum 1960 þegar fiskurinn „hvarf“ úr Eystrasaltinu. Eiturefnanotkun í matvæla- ræktun er stunduð um allan heim og einnig hér á Íslandi. Þau eitur- efni sem helst eru notuð eru sveppa-, illgresis- og skordýra- eitur og eru sum hver hættulegri en önnur. Fyrstir til að banna ill- gresiseitrið Roundup voru Danir og það eitt sýnir hversu fram- arlega þeir eru í umhverfismálum en nýlega hefur Evrópusam- bandið einnig bannað þetta eitur- efni. Aðalástæðan er sú að efnið er talið vera krabbameinsvald- andi auk þess sem það hefur nei- kvæð áhrif á vöxt taugakerfis í börnum. Næsta skref er því að banna matvæli sem innihalda þetta efni eins og erfðabreyttan maís eða háfrúktósa síróp. Þess má geta að Roundup hefur verið notað hér- lendis af Vegagerðinni og mælt er með því og sambærilegum efnum m.a. til að fella kartöflugrös á haustin. Maður hlýtur að spyrja sig af hverju lítið og fámennt land eins og Ísland hafi ekki þennan metn- að? Sérstaklega í ljósi þess að við teljum okkur vera hreint land og við markaðssetjum okkur á þann hátt. Af hverju höfum við ekki eins háleit markmið og Danir? Af hverju verðum við ekki fyrsta landið til þess að verða lífrænt? Af hverju verður Vesturland ekki fyrsti fjórðungurinn til þess að vera lífrænn? Við erum sennilega landið sem gæti framkvæmt það á hvað skemmstum tíma og með hvað minnstri fyrirhöfn. Af hverju erum við ekki fremst þegar kemur að því að hugsa um auðlindir okk- ar og nýtingu þeirra fyrir komandi kynslóðir? Það yrði nefnilega ekki svo flókið og afraksturinn yrði ómetanlegur. Lífrænar kveðjur, Kaja. Heilsuhorn Kaju Þjóð sem er leiðandi í lífrænni ræktun BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232 Það heyrir alltaf til tíðinda þeg- ar Ittala kemur með nýjar vörur á markað, hvað þá ef verið er að blása lífi í gömul meistaraverk sem hafa verið ófáanleg um ára- bil. Ávaxta- og grænmetislínan eftir Oiva Toikka er endur- útgáfa af listasafni með áhuga- verðum lögum og litum. Á ní- unda áratug síðustu aldar fengust margar tegundir af ávöxtum og grænmeti sem „Pro Arte“ vörur. Til heiðurs þessum upprunalegu listmunum ætlar Iittala að gefa út nýja línu sem er unnin og samþykkt af Oiva To- ikka. Allar vörurnar eru munn- blásin listaverk. Nýjungar frá Ittala Ljósmynd/Ásbjörn Ólafsson Forkunnarfagurt fágæti Vörurnar verða einungis fáanlegar í Iittala-búðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.