Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 59

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 „VANDAMÁLIÐ ER ÞAÐ AÐ „JAHÚ- SKEIÐINU” FYLGJA ALLTAF MARGIR MÁNUÐIR AF „RÓLEG NÚ, KJELLA!”.” „FINNURÐU EITTHVAÐ NÚNA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá hana hvert sem þú lítur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ SPÁ Í AÐ FÁ MÉR NÝJAN BÍL ÍSBÍLL? SJÁÐU RISA- ÍSPINNANN Á ÞAKINU! SKIPBROTS- MENN! VELKOMNIR TIL REGNBOGA- EYJAR! HÉR ERU ENGIN SLAGSMÁL, RIFRILDI EÐA ÓNÆRGÆTNI. VIÐ LIFUM Í FRIÐI OG SPEKT! HELJAR! VÁ! HLJÓMAR EINS OG VIÐ HÖFUM DÁIÐ OG FARIÐ TIL … unum til að hittast og kynnast starfi hvet annars og þar með að styrkja norræna leikskóla. Þetta verkefni er svolítið mitt barn og ég átti þátt í að koma því af stað.“ Helstu áhugamál Kristlaugar eru útivist, lestur, myndlist, ferðalög, matreiðsla og golf. „Ég á síðan gam- alt hús að hluta í Ólafsfirði og finnst alltaf gaman að koma þangað.“ Fjölskylda Kristlaug er tvígift, fyrrverandi eiginmaður hennar er Þröstur Emilsson, f. 5.9. 1963, og fyrrver- andi eiginmaður hennar er Hjörleif- ur Hjálmarsson, f. 4.6. 1961. Börn Kristlaugar eru 1) Gerður Rogers, f. 16.6. 1978, búsett í Brook- field í Connecticut, Bandaríkjunum. Maki er Christopher James Rogers og dóttir þeirra er Maia Katrín Rogers, f. 29.2. 2008; 2) Katrín Björg Andersen, f. 15.8. 1986, prent- smiður, búsett í Mosfellsbæ. Maki er Karl Ágústsson kennari og sonur er Óðinn Andri Andersen, f. 30.4. 2005. Bræður Kristlaugar eru Sigurður Svavarsson, f. 26.3. 1954, vélfræð- ingur, búsettur í Noregi; Gunnar Þór Svavarsson, f. 22.7. 1956, bakarameistari, búsettur í Reykja- vík, og Ari Svavarsson, f. 22.4. 1964, myndlistarmaður, búsettur á Laugarvatni. Foreldrar Kristlaugar voru hjón- in Gerður Sigurðardóttir, f. 11.9. 1929, d. 18.8. 1999, handavinnukenn- ari og kenndi við grunnskóla á Akureyri, og Svavar Guðni Gunn- arsson, f. 10.7. 1931, d. 12.3. 2013, bifvélavirkjameistari og rafvirkja- meistari, síðar kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Hann var listmálari og stofnaði Listhúsið í Ólafsfirði. Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir Guðný Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfi rði Indriði Finnbogason sjómaður og verkamaður á Fáskrúðsfi rði Finnbogi Jóhann Indriðason veitingamaður og verkamaður á Fáskrúðsfi rði Svavar Guðni Gunnarsson kennari á Akureyri, kjörforeldrar hans voru Gunnar Eiríksson og Þórhildur Sigurðardóttir Kjerúlf Björg Lilja Jónsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfi rði Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja í Fljótum, síðar á Sauðárkróki Jón Þorbergur Jónsson bóndi í Fljótum, fórst með þilskipinu Maríönnu Guðfi nna Björnsdóttir húsfreyja í Ólafsfi rði Baldvin Ólafur Baldvinsson bóndi í Ólafsfi rði Sigurður Gunnlaugur Baldvinsson útgerðarmaður í Ólafsfi rði Kristlaug Kristjánsdóttir húsfreyja í Ólafsfi rði Ólöf Sesselja Kristjánsdóttir húsfreyja á Nípá í Köldukinn Jón Kristján Jónsson bóndi á Nípá í Köldukinn, síðar bóndi í N-Dakota, BNA Úr frændgarði Kristlaugar Svavarsdóttur Gerður Sigurðardóttir kennari á Akureyri Bjarni Sigtryggsson skrifar áBoðnarmjöð að bústaður um- talaðra hjóna í Bretlandi sé sagður vera „cottage“. Karlsson úr koti er flúinn, kannski er sælan nú búin. Hann brátt þarf að vinna og barni að sinna, auði og aðalstign rúinn. Gunnar J. Straumland yrkir og kallar „Ráðherraheyrn“: Sáttur ég sit hér á þingi því samræðan öll fer í hringi. Ég hlusta á þá sem hlusta mig á, sagði hann Sigurður Ingi. Þeim sem mér þýlyndir hrósa ég þakka, ef flokkinn minn kjósa. En sum þó mig gruna um græsku og muna. Úti þau öll mega frjósa. Um hálendið hættum að kýta því hægt er það ennþá að nýta. Ég heyri nú raddir svo helst verða gladdir allir sem afréttinn bíta. Einar Ól. Sveinsson segir í grein sinni „Undan og ofan af um íslensk- ar bókmenntir síðari alda“: „Þegar Árni Böðvarsson kvað: „Tiggjar kanna tjöldin náðu tóku Móins ljósa beð, gersemanna gnóttir þáðu, greipar snjóinn líka með,“ þá skildu það bæði karlar og kerlingar, að tiggjar voru kon- ungar, Móins beður var gull og greipar snjór þýddi silfur.“ Einar Ólafur segir, að Sveinbjörn Egilsson hafi haft miklar mætur á rímnaháttum alþýðunnar. – „Og hann kveður vísu eins og þessa – það er morgunn, og hann er að bíða eftir að birti (Sveinbjörn fór á fætur klukkan 5): Hugurinn líður hér og þar, hvikull eftir vanda; ég er að bíða birtunnar, búinn upp að standa.“ Fnjóskur orti: Braga oft ég bið um lið, brenndur harmi sárum, bara til að banda við bölsýni og tárum. Sigmundur Benediktsson afsak- aði á netinu innsláttarvillu. – „Svona átti hún að vera eins og flestir hafa sjálfsagt séð“, skrifar hann: Ferskeytlan jafnt forn og ný flétta kærra þátta, hún er fersk og fáguð í fjölda bragarhátta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af karlssyni og afréttinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.