Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
venja þá við fyrir myndbandið sem
verður tekið hér og mun fylgja tón-
listinni á sviðinu. Hrafnarnir hafa í
hvassviðrinu beitt öllum sínum hæfi-
leikum við að steypa sér og snúast;
þeir eru algjörir flugmeistarar.
Að þessu sinni var ég fyrst einn
hér í nokkra daga áður en hin komu
og hef notið þess að vakna snemma
að semja tónlist og skrifa. Það hefur
gengið vel að vinna hér í rökkrinu.
Ég hef verið að velta fyrir mér því
hugarástandi sem ég hef dottið í, og
get líkt því við vissa melankólíu,
ekki beint þunglyndi, en það er stutt
þar á milli, í raun bara hvöss hnífs-
egg. Í melankólíunni finnur maður
fyrir gangi hæða og lægða yfir land-
inu og nær að tengja við undir-
meðvitundina. Þar er ég staddur í
skrifunum, á milli heima…“
Hann þagnar og ég spyr hvort
hann sé enn að móta tónverkið og
textana, þótt byrjað sé að æfa.
„Já, ég er kominn með yfirsýn yf-
ir efnið og nota landslagið í verkið
og hvernig það breytist í sífellu.
Stundum breytist það á fimm mín-
útna fresti. Sjáðu bara Esjuna,“ seg-
ir hann og bendir á snjóhvítt borgar-
fjallið sem er að mestu hulið skýjum.
„Það er skrýtið hvaða form maður
getur séð út úr fjallshlíðinni þegar
það er svona mikill snjór á því. Sjáðu
þarna nærri fjallsrótunum, þar eru
eins og þrjár manneskjur og úlfur!
Og uppi á þessum fjallshrygg þarna,
sem varla sést núna, finnst mér oft
eins og sé einhvers konar borgar-
rúst. Formin í Esjunni eru sífellt að
breytast og það finnst mér heillandi
– maður skynjar það vel á mörkum
meðvitundar og ómeðvitaðrar skynj-
unar. Á mótum líkama og sálar.“
Samið við huldufólkið
Þegar ég spyr hvernig hann fari
að því að flytja hugsanir og skynj-
anir sem þessar í tónlistina brosir
Albarn og segist varla geta svarað
því. „En ég reyni að leysa það, með-
al annars með ómstríðu (e. disson-
ance) í tónmálinu, sem er nokkuð
sem ég hef lengi haft áhuga á en
getur verið erfitt að nota í popp-
tónlist. Allt popp sprettur af tilfinn-
ingu, popp er einfalt og tilfinningin
lyftir því á flug. Þetta verk byggir
líka á vissum spuna og það krefst
mikillar einbeitingar af hendi tón-
listarmannanna, allan tímann. Ég
stíg inn og út úr tónlistinni með
söngnum og mér finnst sem nokkrir
mjög áhugaverðir söngvar hafi verið
að fæðast. Eitthvað sem ég býst
jafnvel við að náist aldrei að hljóð-
rita fyllilega, enda býst ég ekki við
því að við munum taka þetta verk
upp fyrr en undir lok tónleikaferð-
arinnar og þá í lifandi flutningi.
Gestir munu fyrir vikið ekki þekkja
neitt af tónlistinni þegar þeir mæta
á tónleikana.“
Það hefur rofað til og skyndilega
sést langt út á hvítfyssandi haf.
Albarn hefur á orði að þessi víðátta
sé á vissan hátt sinfónísk. Lítur
hann á þetta nýja verk sem sinfóníu?
„Ætli rétta heitið sé ekki tónaljóð.
Án þess að ég leggi neitt upp úr skil-
greiningunni. En ég hef lengi verið
að kvikmynda upplifanir mínar af
náttúrunni hérna og það efni verður
notað við flutninginn, ásamt öðru
myndefni. Einar Örn [Benedikts-
son] vinnur til dæmis að frábærum
teikningum með fígúrunum sínum
og svo birtist líka huldufólkið í klett-
unum hérna rétt fyrir utan. Á sínum
tíma urðum við að ganga til samn-
inga við það áður en við byrjuðum
að byggja þetta hús. Og ég legg mig
fram við að færa því litla gjöf í hvert
sinn sem ég kem og hvet aðra sem
dveljast í húsinu til að gera slíkt hið
sama.“
Hefur aldrei unnið svona áður
Nú eru tónlistarmennirnir farnir
að hita upp á efri hæð hússins og Al-
barn segir þeim eiga eftir að fjölga
og verða um 25 í allt á tónleikunum.
„Og þetta verður eitt samfellt verk –
nema ég ákveði annað seinna,“ segir
hann glottandi og viðurkennir að
hann verði sífellt að ögra sér og tak-
ast á við nýja og spennandi hluti í
listinni. Hann gleðst yfir samvinn-
unni við André de Ridder, sem hann
hefur áður unnið með að hljóðrit-
unum, meðal annars í Damaskus og í
Malí fyrir hljómsveitir sem Albarn
er í. „Ég vissi að hann væri hárrétti
maðurinn í þetta verkefni, hann hef-
ur svo sterka klassíska fagurfræði
og getur umbreytt mínum abstrakt
hugmyndum miklu hraðar í nótur en
ég gæti skrifað þær niður. Ég get á
meðan spunnið og ofið söngvana
saman við grunnana – ég hef aldrei
unnið svona áður og finnst það mjög
gaman. Og í orðunum skapa ég mitt
eigið landslag, út frá þessu sem ég
hugleiði út frá,“ segir hann og bend-
ir út í náttúruna um leið og við
stöndum upp og göngum til móts við
hljómsveitina í stofunni. Albarn
stoppar þar og segir að nú hafi hann
komið til Íslands í nær aldarfjórð-
ung og hafi séð miklar breytingar
eiga sér hér stað. „Ég man til dæmis
eftir Bláa lóninu þegar það var bara
einhver kofi þar. En þegar ég kem
smell ég bara inn í íslensku rútínuna
mína og kann því vel.
Ég hef alltaf notið þess að koma
til Íslands en það er ekki fyrr en nú
upp á síðkastið sem ég hef farið í að
skilgreina hvað það er sem hrífur
mig með svo áhrifaríkum hætti.
Lífið hér er eins og brunnur sem ég
eys nú úr. Ég get glaðst yfir svo
mörgu, bara við að horfa hér út um
gluggann. Og svo er Snæfellsjökull
þarna úti, sú mikilfenglega skepna.
Það er sláandi að sjá alla leið hingað
yfir flóann hvernig hann er að
skreppa saman. En útsýnið er glæsi-
legt og í lok tónleikaferðarinnar
munum við flytja verkið hér aðeins
vestar, þar sem útsýnið er næstum
því það sama,“ segir hann og bendir
í átt að Hörpu handan Geldinganess-
ins. „Þetta er íslenska verkið mitt og
auðvitað verðum við líka að flytja
það hér! Annað kæmi ekki til greina.
Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæm-
lega hér,“ segir hann og bendir á
gólfið við fætur sér.
Forsala á flutning Damons Albarn
og hljómsveitar í Hörpu á The
Nearer the Fountain, More Pure the
Stream Flows hefst 30. janúar kl. 10
með skráningu á vefnum sena.is/
postlistar. Miðasala hefst síðan á há-
degi daginn eftir, á tix.is/damon.
Morgunblaðið/Einar Falur
Síbreytilegt Albarn segir útsýnið stundum breytast „á fimm mínútna fresti. Sjáðu bara Esjuna“, segir hann.
Ljósmynd/RMP
Birtutíð Stundum er loftið svo tært að Albarn segir fjöllin við flóann nánast gnæfa yfir sig heima í Reykjavík.
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN
Í SKYWALKER SÖGUNNI
F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L
dfgsdfg
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR