Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 HÚSAEINANGRUN – Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. – EPS húsaeinangrun fyrir sökkla, plötur, veggi og þök. – EPS húsaeinangrun er CE merkt og hentar vel þar sem einangrunin þarf að standa af sér mikinn þrýsting og virka sem rakamótstaða. – EPS húsaeinangrun er framleidd í 25 – 200 mm þykkum plötum. – Borgarplast framleiðir einnig ýmsar stærðir og gerðir EPS einangrunarlausna s.s. vatnsbretti, gluggaþynnur og þaklista. YFIR 50 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 borgarplast.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, segir stefnt að því að afgreiða lykilfrumvörp í húsnæðismálum á þessu þingi. Það sé liður í að efna loforð vegna lífs- kjarasamninganna í apríl í fyrra. Tilefnið er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í Morgun- blaðinu í gær. Sagði Ragnar Þór að samningarnir yrðu felldir ef frum- vörp um hlutdeildarlán, leiguvernd og afnám 40 ára verðtryggðra lána yrðu ekki að lögum. Ásmundur Einar segir stefnt að því að afgreiða frumvörpin á yfir- standandi þingi. Þ.m.t. frumvarp um hlutdeildarlán en með þeim lánar ríkið fyrir hluta kaupverðs íbúðar. „Það er ekkert óeðlilegt þótt það sé skjálfti á vinnumarkaði þegar upp undir þriðjungur fólks á almennum vinnumarkaði hefur misst vinnuna. Vinnumarkaðurinn hefur gjörbreyst á einungis nokkrum vikum. Við þær aðstæður er mikilvægt að standa vörð um réttindi launafólks og fólks- ins í landinu,“ segir Ásmundur. Skila ekki vaxtalækkunum Ráðherrann segir fjármálakerfið hafa tilhneigingu til að víkja sér undan ábyrgð þegar hagsmunir heimilanna eru annars vegar. Við því þurfi að bregðast. „Heimilin þarfnast aðgerða. Það blasir við að bankarnir hafa ekki skilað vaxtalækkunum Seðlabank- ans til sinna viðskiptavina. Heimilin í landinu eru undirstaða hagkerfisins. Fjölskyldan er grunneiningin. Allar aðgerðirnar í lífskjarasamningunum miðuðu að því að verja hana. Við er- um að stíga róttæk skref til þess að bæta stöðu þessa fólks,“ segir Ás- mundur Einar. Fari verðbólgan af stað verði grip- ið til aðgerða til að verja heimilin. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi rætt um að skynsamlegast sé að setja þak á vísitöluna eða verðbólguna. Þá segir Ásmundur Einar að með frumvarpi um leiguvernd verði mönnum óheimilt að hækka leigu umfram markaðsleigu og það sem eðlilegt getur talist. Ráðist verði í það verkefni að skrásetja alla leigu- samninga. Þá muni hlutdeildarlánin skipta miklu máli fyrir byggingar- iðnaðinn, sem horfi fram á djúpa nið- ursveiflu. Jafnframt muni þau styrkja stöðu þeirra sem höllustum fæti standa á húsnæðismarkaði og skapa skilyrði fyrir afnámi 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Óraunhæf hagvaxtarspá Haft var eftir Ragnari Þór í Morg- unblaðinu í gær að ef spá Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um 6% hagvöxt á næsta ári rætist muni það skila laun- þegum aukagreiðslum miðað við hagvöxt á mann. En ef 6% hag- vöxtur yrði 2021 og 2% íbúafjölgun sama ár gæti það skilað launþegum um 13 þúsund króna launahækkun á mánuði frá maímánuði 2022. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir afar ólíklegt að hagvöxtur verði svona mikill. „Enda er það mín skoðun að alltof margir í samfélaginu séu með kíkinn á blinda auganu. Og ég hef talað um að þessi kreppa geti orðið móðir allra kreppa,“ segir Halldór Benja- mín um efnahagshorfurnar. Heimilin þurfa aðstoð í kreppu  Ráðherra gagnrýnir bankana  Verðbólgu verði haldið í skefjum Ásmundur Einar Daðason Halldór Benjamín Þorbergsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við lifum eins og allir vita í réttarríki. Ef einhver brýtur lög, sem í þessu til- felli var ríkið, er ekkert sjálfsagðara en að leita réttar síns,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar. Tilefnið er sú ákvörðun Loðnu- vinnslunnar og fjögurra annarra út- gerða að falla frá málsókn á hendur ís- lenska ríkinu vegna þess hvernig staðið var að út- hlutun aflaheim- ilda á makríl árin 2011-14. „Frumkvöðlar sköpuðu þjóðinni þennan kvóta. Jón Bjarnason [þáver- andi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra (2009- 2011)] ákveður hins vegar að dreifa makrílkvótanum á frystitogara, ísfisktogara og smábáta. Við það urðu frumkvöðlarnir flestir af tekjum. Þess vegna fóru Huginn og Ísfélagið í mál gegn ríkinu og unnu það,“ segir Frið- rik Mar. Vísar hann þar til tveggja dóma Hæstaréttar í desember 2018 í málum 508/9 2017. Ríkið dæmt skaðabótaskylt Hæstiréttur dæmdi þar íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. Með því sneri Hæstiréttur við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur. Til upprifjunar höfðu útgerðirnar krafist viðurkenningar á skaðabóta- skyldu vegna fjártjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. Það er að segja með því að fiskiskipum þeirra hefði á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam- kvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Í dómum Hæstaréttar var rifjað upp að með reglugerðum þeim, sem ráðherra setti um makrílveiðar ís- lenskra skipa innan og utan íslenskrar lögsögu á árunum 2008 til 2014, hafi í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/ 1996 verið tekin ákvörðun um að tak- marka heildarafla úr makrílstofnin- um. Hins vegar hafi verið skylt að út- hluta kvótanum í samræmi við veiðireynslu en þá er miðað við þrjú bestu veiðitímabil á undangengnum sex veiðitímabilum. Friðrik Mar rifjar upp að auk þess sem fram kom í dómum Hæstaréttar hafi umboðsmaður Alþingis fundið að embættisfærslum Jóns Bjarnasonar við úthlutun makrílkvótans. Lá fyrir í fyrrasumar Eftir dómana hafi sjö útgerðir, þ.e. Eskja, Gjögur, Huginn, Ísfélag Vest- mannaeyja, Loðnuvinnslan, Skinney- Þinganes og Vinnslustöðin farið að út- búa stefnur sem hafi legið fyrir í júní í fyrra. Þær hafi í stefnunum gert ýtr- ustu kröfur en venju samkvæmt komi matsmenn og aðrir úrskurðaraðilar að málum á síðari stigum. Kröfur fé- laganna náðu annars vegar til áranna 2011-2014, sem fjallað var um í áður- nefndum dómum Hæstaréttar, og hins vegar tímabilsins 2015-2018. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráð- herra vegna fyrirspurnar á þingi. Með gildistöku laga 46/2019 var úthlutað makrílkvóta á grundvelli veiðireynslu. Hefði tekið þrjú til fjögur ár „Þetta er langur ferill. Það má ætla að þetta hefði tekið þrjú til fjögur ár. Fyrirtakan hefði mögulega orðið í haust,“ segir Friðrik Mar. „Menn fóru að hugsa sig um í hörm- ungunum sem nú ganga yfir þjóðina. Það er orðið ljóst að það verður mikið atvinnuleysi og ríkissjóður þarf að taka hressilega á,“ segir Friðrik Mar. Það hafi síðan verið ákvörðun stjórna fimm útgerða af sjö, sem komu að þessum málshöfðunum, að falla frá kröfum á hendur ríkinu. Sú ákvörðun Loðnuvinnslunnar hafi legið fyrir eft- ir páska. „Menn fóru að ræða saman. Niður- staðan var að í stað þess að hvert og eitt félag myndi tilkynna þetta skyldu þau standa sameiginlega að tilkynn- ingu. Hafa Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes því sameiginlega tilkynnt ákvörðum um að falla frá málsókninni.“ Sjálfsagt að leita réttar í makríldeilu  Framkvæmdastjóri útskýrir stefnuna á hendur ríkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta. Friðrik Mar Guðmundsson Rekstrarlægðin sem heimsfaraldur kórónuveiru veldur í ferðaþjónustu hér á Íslandi verður djúp og mun vara í eitt til tvö ár. Þetta segir í skýrslu um áhrif faraldursins á rekstur ferða- þjónustu- fyrirtækja sem KPMG hefur unnið fyrir ferða- málayfirvöld. Staða fyrir- tækja í ferða- þjónustu var al- mennt veikari en í öðrum megin- atvinnugreinum landsins, segir í skýrslunni. Mikið hefur verið fjár- fest á undanförnum árum og heild- arskuldir greinarinnar eru nú um 300 milljarðar króna. Þar kemur til m.a. að tekjur greinarinnar hafa aukist lítið síðustu árin og að er- lendum ferðamönnum sem til landsins koma hefur fækkað und- anfarið. Jóhannes Þ. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir efni skýrslunnar ríma við veruleikann sem hann þekki. Staða fyrirtækja í greininni sé grafalvarleg og grípa þurfi til sértækra aðgerða fyrir þau, svo sem vegna launakostnaðar. „Fyrirtækjum er að blæða út og því þarf að bregðast við. Einnig þarf að gera fólki kleift að einfald- lega loka fyrirtækjum sínum meðan áhrifa faraldursins gætir, þannig að ekki þurfi að greiða gjöld meðan lokunin varir,“ segir Jóhannes. „Rekstur fjölmargra ferðaþjón- ustufyrirtækja er á leiðinni í gjör- gæslu þar sem uppspretta tekna hefur nú algjörlega þornað upp,“ segir í skýrslunni. Alls voru 23.300 launþegar í ferðaþjónustu í janúar en um 11 þúsund starfsmenn hafa skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Fyrirtækin eru á leiðinni í gjörgæslu Ferðamenn Nú sjaldséðir á Íslandi.  Sértækar aðgerðir þarf, segir SAF Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.