Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 „Heimspressan logar af trjáknúsi Íslendinga,“ segir í fyrirsögn á heimasíðu Skógræktarinnar. Í fréttinni er rakið að víða um heim hefur hvatning Skógræktar- innar til fólks í kórónuveiru- faraldrinum að fara út og knúsa tré til að njóta útiveru í skógar- umhverfi vakið athygli í fjöl- miðlum. Írskt útvarp, eistneskt sjónvarp og erlendar fréttir í BBC eru meðal þeirra sem hafa fjallað um tiltækið. Meðal annars hefur ástr- alska ríkisútvarpið tekið viðtal við Þröst Eysteinsson skóg- ræktarstjóra, sem sagði átakið til gamans gert og til að hvetja fólk til að nýta skógana til útivistar. Orðaleikir sjást í þessum erlendu fréttum, til dæmis er talað um Tree-mendous news … og annars staðar er spurt : Wood you be- lieve it … að því er fram kemur á skogur.is. aij@mbl.is Trjáknúsið fer víða um heiminn Knús Lucile Delfosse, skógfræð- ingur og skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Tumastöðum, knús- ar sitkagreni í Fljótshlíð. BAKSVIÐ Gunnlaugur Árnason Ágúst Ingi Jónsson Ígulkerjaveiðum á Breiðafirði er að ljúka á þessu kvótaári og alls hefur verið landað 268 tonnum af ígulkerj- um í Stykkishólmi. Úthlutun á veið- um á ígulkerjum er skipt á milli þriggja báta. Tveir þeirra eru gerðir út af Þórishólma í Stykkishólmi og sá þriðji er í eigu Royal Iceland í Sand- gerði. Að sögn Ólafs Arnars Ásmunds- sonar, framkvæmdasstjóra Þóris- hólma, hafa veiðarnar gengið vel og hver hver bátur landað að meðaltali um einu tonni eftir veiðiferð. Hjá Þórishólma eru ígulkerin unnin á þrenns konar hátt. Þriðjungur er sendur ferskur og heill í frauðkössum með ís með flugi daginn eftir löndun og er það verðmætasta afurðin. Að stærstum hluta eru hrognin hins veg- ar verkuð og sett í krukkur eða heil- fryst og seld þannig. Framleiðslan fer að mestum hluta til Frakklands. Að sögn Ólafs hefur sala gengið vel og verð afurða verið ásættanlegt. Í gær var síðasti vinnsludagur á ígulkerjum hjá Þórishólma, en allir starfsmenn í vinnslunni eru erlendir. Til stóð að taka frí þar til vinnsla á grásleppu átti að hefjast um miðjan maí, en þar sem starfsmennirnir komast ekki til síns heima vegna áhrifa kórónuveirunnar var ákveðið flýta því að taka á móti grásleppu. Annar bátur fyrirtækisns lagði í gær- morgun grásleppunetin fyrir utan línu í Breiðafirði þar sem innan henn- ar má ekki hefja veiðar fyrr en 20. maí. Einn annar bátur hefur hafið veiðar á Breiðafirði og landar hann afla sínum hjá Þórishólma. Söluhorfur á afurðum grásleppu eru í mikilli ósvissu og verðlækkun blasir við á afurðum. Markaðir hrundu 1998 Aðalveiðsvæði skollakopps, sem er sú tegund ígulkerja, sem veidd er hér við land, hefur alltaf verið í Breiða- firði en á árunum 1993-1996 voru veiðar stundaðar víða við landið að suðurströndinni undanskilinni, þar sem er skjóllítið. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar um tilrauna- veiðar í Reyðarfirði er að finna ýms- an fróðleik um veiðar á ígulkerjum. Þar kemur fram að tilraunaveiðar á skollakoppi, þá stundaðar af köf- urum, hófust hér 1984 á nokkrum stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hófust veiðar að nýju og þá aðallega plógveiðar sem náðu há- marki 1994 þegar aflinn varð 1.500 tonn. Úr aflanum voru unninn hrogn hér innanlands og var veitt víða við landið. Um tíu vinnslur voru starf- andi í mislangan tíma á tímabilinu 1993-1996. Hrognin voru seld úr landi, aðallega til Japans. Veiðar voru stundaðar til ársins 1998 þegar markaðir hrundu. Árið 2004 hófust plógveiðar að nýju í innanverðum Breiðafirði en litlu var landað þar til árið 2007 er aflinn var 134 tonn. Síðan hefur afl- inn verið á bilinu 130-400 tonn. Haf- rannsóknastofnun hefur gefið út afla- ráðgjöf á svæðinu tvö síðustu fiskveiðiár. Tilraunaveiðar víða Veiðar á ígulkerjum við Ísland eru óheimilar, með tveimur undan- tekningum. Veiðar á ígulkerjum eru heimilar í Breiðafirði með sérstöku leyfi, sem Fiskistofa úthlutar. Byggt er á aflareynslu og í reglugerð sjáv- arútvegsráðuneytisins um veiðar á ígulkerum í Breiðafirði segir m.a.: „Veiðileyfum skal úthluta til skipa sem stundað hafa veiðar á ígulkerum á síðustu þremur fiskveiðiárum.“ Ýmsir hafa sýnt veiðum á ígulkerjum áhuga síðustu misseri, en óhægt er um vik þar sem veiðireynsla er for- senda leyfa. Þá er ráðherra heimilt að veita tímabundin leyfi til tilrauna- veiða á ígulkerum utan Breiðafjarðar að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar. Undanfarið hafa slík tilraunaleyfi verið gefin út í Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa, Eyjafirði, Skagafirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Niður- stöður könnunar í Reyðarfirði leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið virðast vera þar, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í vikunni. Guðrún Þórarins- dóttir, sjávarlíffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun, segir að töluvert hafi einnig fundist t.d. í Húnaflóa, Skagafirði og Fáskrúðsfirði en ekki sé vitað hversu stór svæðin séu. Þau þurfi því öll að skoða betur áður en afstaða verði tekin til aflamarks, en líklega sé hægt að finna ígulker allt í kringum landið að undanskilinni suð- urströndinni. Aðeins hrognin nýtt Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar eru aðeins hrognin nýtt úr ígulkerunum og verða þau að vera sem best, en gæðin eru metin eftir stærð, lit og áferð. Hrognin saman- standa af forðanæringu og kynvef, þ.e. eggjum eða svilum, en allt er þetta kallað hrogn. Þau þykja best frá ágúst/september en þá er mest af forðanæringu og minnst af kynvef og alveg fram að hrygningu í apríl-maí, en þá er minnst af forða og mest af kynvef. Rétt fyrir hrygningu verða hrognin ónýtanleg og eru ekki unnin yfir sumarið. Vertíðarlok á ígulkerjum  Þrír bátar höfðu leyfi til veiða í Breiðafirði  Afurðir að mestu til Frakklands Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Skollakoppur Ígulker eru ýmist flutt út fersk í heilu lagi eða þau eru skorin og hrognin flutt út, að mestu til Frakk- lands. Myndin er tekin í vinnslu Þórishólma í Stykkishólmi í gær, á síðasta degi vertíðar fiskveiðiársins. Stefnt er að því að framkvæmdir við þrjá snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum í Seyðisfirði hefjist á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði fjögur til fimm ár. Varnargarð- arnir nefnast Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður og er tilgangur framkvæmdarinnar fyrst og fremst að auka öryggi íbúa Seyðisfjarðar. Í Brún neðan við Bjólfstind voru tveir varnar- garðar byggðir á árunum 2002- 2003. Í samantekt í frummatsskýrslu, sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið, kemur fram að með tilkomu varnargarða muni öll íbúðarhús sem voru áður á hættusvæði C, þar sem mest hætta er skilgreind, færast á hættusvæði A. Hönnun garðanna miðar við að verja íbúðarhverfi en ekki atvinnusvæði hafnarinnar. Framkvæmdasvæðið er um 23 hektarar að stærð og er efnisþörf í varnargarðana þrjá áætluð um 415 þúsund rúmmetrar. Efnið verður tekið úr skeringum en magn úr heildarskeringum er 522 þúsund rúmmetrar. Efni sem er umfram verður notað í aukna landmótun og aðlögun varnargarða að landi. Hægt er að nálgast frummats- skýrsluna á vef Skipulagsstofn- unar. Fyrirhugaðir varnargarðar á Seyðisfi rði Kortagrunnur: VSÓ Ráðgjöf Snjófl óða- varnargarðar Nýtt vegstæði Áhættulína C án varna Með varnar- görðum Bakkagarður Fjarðargarður Öldugarður R án ar ga ta Bakkahverfi Aldan Fjörður Lónið Þrír varnargarðar á Seyðisfirði á 4-5 árum Ekki er annað vitað en að lífið gangi sinn vanagang hjá pöddum og fiðrildum þessa lands. „Þó að veturinn hafi verið um margt sér- stakur er engin ástæða til að ætla annað en að smádýralíf sumarsins verði með eðlilegu móti. Þó má segja að ekkert eitt ákveðið ástand geti talist eðlilegt. Smá- dýralífið er sveiflukennt, sveiflast fram og aftur til að mæta aðstæð- um hverju sinni. Smádýr eru sér- fræðingar í að takast á við ríkjandi aðstæður hvað sem á bjátar,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. Til að fylgjast með fiðrildunum hafa Erling og samstarfsmenn hans á Náttúrufræðistofnun Ís- lands í aldarfjórðung sett upp ljós- gildrur á fjórum stöðum á vegum stofnunarinnar á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Formlegur upp- hafsdagur vertíðar hefur ævinlega verið á fyrsta degi 16. viku ársins, þ.e. 16. apríl, sama hvernig hefur viðrað svo fremi sem sá dagur lendir ekki á helgi en þá er hliðrað til. Í ár voru gildrur því settar upp síðastliðinn fimmtudag. Gögnum er síðan safnað úr ljós- gildrunum yfir sumarið og fram á haust og er vitjað um þær viku- lega. Þær gildrur sem gengið hafa lengst hafa verið starfræktar í 25 ár. Á þessu tímabili hafa um 560 þúsund fiðrildi flogið á ljósið og lent í gildrum Náttúrufræðistofn- unar. Fiðrildin sem veiðst hafa eru af 17 ættum, langflest af ætt vef- ara, eða rúmlega 70%. Á síðustu árum hafa náttúrufræðistofur víða um land einnig safnað fiðrildum í ljósgildrur og gögnum til rann- sókna í náinni samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun. aij@mbl.is Smádýrin eru sérfræðingar Ljósmynd/Matthías S. Alfreðsson Vísindi Erling Ólafsson setur upp gildru á Tumastöðum í fyrradag á sama punkti og hann hefur komið fyrir fiðrildagildu, nú 26 sinnum, frá 1995.  Ljósgildrur fyrir fiðrildi settar upp í 26. skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.