Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 14
Vélsmiðjan VHE ehf. hefur fengið heimild Héraðs- dóms Reykja- ness til greiðslu- stöðvunar. Þung áföll í bygging- ardeild félagsins á síðustu miss- erum, vegna viðskiptavina sem lent hafa í greiðsluvanda, er sögð helsta ástæða þessa í tilkynn- ingu. Starfsmenn VHE hafi undan- farið leitað leiða til að draga úr tjóni, en vegna hægari umsvifa í hagkerfinu af völdum kórónuveir- unnar hafi ekki verið hægt annað en að fá tímabundið greiðsluskjól frá lánardrottnum, ekki síst til að tryggja jafnræði þeirra. Tekið er fram að VHE sé stærsta vélsmiðja landsins og að grunn- rekstur félagsins og eiginfjárstaða þess sé traust. Byggingardeild fé- lagsins sé innan við 20% af heildar- umsvifum þess. „Við þurfum að komast í gegnum þennan skafl sem þessar fordæma- lausu aðstæður hafa átt þátt í að skapa,“ er haft eftir Unnari Hjalta- syni aðaleiganda VHE. „Við þurfum að vernda störf okk- ar starfsmanna og viðurværi fjöl- skyldna þeirra […] Við þurfum að tryggja með sem bestum hætti að birgjar og aðrir lánardrottnar fái allir sitt.“ VHE fær greiðslu- stöðvun 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 veruleika en töluverð alvara sé í þess- um áformum því menn séu búnir að leggja töluvert undir við gerð tillagn- anna. Þá segir Guðni að tillögur séu gjarnan unnar í samráði við viðkom- andi sveitarfélög og því kunni að verða auðveldara að koma þeim í fram- kvæmd en annars hefði orðið. Allt eigi þetta þó eftir að fara í gegnum rammaáætlun. „Þetta þarf að borga sig og við þurf- um að sjá hver þróunin verður í raf- orkusölu á Íslandi næstu árin. Þar eru viðsjár. Allt byggist þetta á að eftir- spurn sé eftir raforkunni. Þó búið sé að byggja vindorkuver og það sé talið arðbært þarf að finna því stað í raf- orkukerfinu og fá afl á móti þegar vindurinn blæs ekki,“ segir Guðni en tekur fram að það geti verið kostur að hafa vindorkuverin dreifð um landið því það geti gert heildarafköstin jafn- ari. Allt að 250 MW vindorkuver Zephyr Iceland er stórtækast í vindorkunni, gerir tillögur að 10 virkjunum samtals með yfir 1100 MW afl. Inni í því eru þrjú orkuver sem hvert fyrir sig er með 200-250 MW afl. Quadran Iceland Developement teflir fram níu vindorkuverum og Langanesbyggð sex. Guðni orku- málastjóri segir spurður um þetta að skortur sé á rafmagni á Norðaust- urlandi og það hamli uppbyggingu at- vinnulífs, meðal annars á Þórshöfn, og áhugi sveitarfélagsins á virkjunum kunni að helgast af því. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkustofnun hefur nú afhent verkefn- isstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar gögn um 43 nýja orkukosti til mats. Þar eru áberandi vindorkuver um allt land, alls 34 kostir með samtals 3.200 megavatta afli. Sjö nýir kostir eru til- kynntir í vatnsafli og tveir í jarðhita. Virkjanakost- irnir sem afhentir voru verkefnis- stjórninni nú í mars og apríl koma til viðbótar þeim kostum sem voru í biðflokki við afgreiðslu verk- efnisstjórnar þriðja áfanga ramma- áætlunar. Tekur Orkustofnun fram að vegna þess að Alþingi muni ekki af- greiða þriðja áfanga á yfirstandandi þingi hafi frestur til skila á virkj- anahugmyndum verið framlengdur um óákveðinn tíma. Þarf að vera eftirspurn Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir að margir kostir í vatnsafli og jarðvarma séu í biðflokki í 3. áfanga rammaáætlunar og því komi ekki á óvart að fáir nýir bætist við á meðan 3. áfanginn er óafgreiddur. Hins vegar komi þessi mikli áhugi á vindorkunni um allt land svolítið á óvart. Aðspurður segir hann ekki raunhæft að öll vindorkuverin verði að 34 vindorkukostir kynntir Fjöldi vindorkuvera til rammaáætlunar Heimild: Orkustofnun MW Fyrirtæki Vindorka Vindorkugarður Garpsdal 88 EM Orka Vindheimavirkjun 40 Fallorka Hrútmúlavirkjun 85 Gunnbjörn Reyðarárgarður 50 HS Orka Reykjanesgarður 100 Haukadalsgarður 100 Alviðra 30 Hafþórsstaðir Búrfellslundur 120 Landsvirkjun Viðvíkurheiði 50 Langanes- byggð Sauðanesháls 100 Brekknaheiði 110 Bakkaheiði 110 Sandvíkurheiðar- garður 110 Langanesströnd 160 Butra 18 Quadran Iceland Devel. Norðanvindur 34 Þorvaldsstaðir 45 Tjörn á Vatnsnesi 56 Foss í Hrunamannahr. 56 Múli í Borgarbyggð 73 Grímsstaðir 134 Sólheimar 151 Hnotasteinn 190 Nónborgir 100 VesturVerk MW Fyrirtæki Mýravirkjun 10 Zephyr Iceland Keldnavirkjun 30 Slýjavirkjun 75 Hrútavirkjun 75 Hálsvirkjun 75 Mosfellsheiðarvirkjun 2 75 Mosfellsheiðarvirkjun 1 75 Austurvirkjun 200 Klausturselsvirkjun 250 Lambavirkjun 250 Vindorka, samtals 3.225 Vatnsafl Hamarsvirkjun 60 Hamarsvirkjun Vatnsfellsstöð, stækkun 55 LandsvirkjunSigöldustöð, stækkun 65 Hrauneyjafoss, stækkun 90 Tröllárvirkjun 14 Orkubú Vestfj. Hvanneyrardals- virkjun 13 VesturVerk Skúfnavatnavirkjun 16 Vatnsafl, samtals 313 Jarðhiti Ölfusdalur 50 OR Bolaalda 100 Reykjavík Geothermal Jarðhiti, samtals 150 Afl alls: 3.688 MW  Orkustofnun sendir 43 virkjanakosti til verkefnisstjórnar rammaáætlunar Guðni A. Jóhannesson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að mati á því hvar best sé að Fjarðarheiðargöng komi út á Fljóts- dalshéraði og um leið mati á því hvort hægt sé að beina hluta af þeirri miklu umferð sem nú er um Egilsstaði framhjá byggðinni. Þá stendur til að skipa starfshóp á Seyðisfirði til að undirbúa skipulag vegna tengingar ganganna þeim megin heiðar. Í upphafi vinnu við undirbúning Fjarðarheiðarganga sem liggja munu á milli Héraðs og Seyðisfjarðar voru skilgreindir tveir munnar, annar við Dalhús í Eyvindardal og hinn við Miðhúsaá sem er við núverandi veg niður af Fjarðarheiði. Göngin eru svipuð að lengd, hvor kosturinn sem valinn er, aðeins munar um 300 metr- um. Vegagerðin hallast að Dalhúsum í sínum áætlunum en málið er þó enn í samráðsferli með sveitarfélaginu. Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarð- gangadeildar Vegagerðarinnar, segir að þeim megin sé landið opnara og auðveldara að leggja veg. Meira sé af byggingum og skógi Miðhúsamegin og því meira návígi. Vilja létta á umferð Starfshópur með fulltrúum allra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er að fara yfir val- kosti tenginga við Egilsstaði til undir- búnings breytinga á skipulagi. Björn Ingimarsson bæjarstjóri segir stefnt að því að hópurinn skili niðurstöðu til bæjarstjórnar í lok mánaðarins. Björn segir að mikil jákvæðni sé í garð Fjarðarheiðarganga. Menn hafi þó haft mismunandi sýn á veg- og lagnatengingar. Þá hafi lengi verið uppi umræða um að létta umferð á Fagradalsbraut sem er hluti af hring- veginum neðan af fjörðum og vegur- inn frá Seyðisfirði tengist við og ligg- ur þvert í gegnum Egilsstaði. Segir Björn að ýmsum valkostum hafi verið velt upp fyrr á árum og sé verið að fara yfir þá í þessari vinnu. Aðeins einn staður hefur verið í umræðunni um gangamunna Seyðis- fjarðarmegin, það er við Gufufoss. Eigi að síður stendur til að bæjar- stjórn skipi starfshóp með fulltrúum allra flokka til að fara yfir legu gang- anna og vegtengingu. Þar kemur væntanlega til álita tenging við Seyð- isfjarðargöng til Mjóafjarðar og það- an áfram til Norðfjarðar sem er í framtíðaráætlunum um jarðganga- framkvæmdir. Umhverfismat vega í sumar Jarðfræðirannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga er lokið og skil- greining ganga og hönnun er langt komin. Gísli Eiríksson segir að stefnt sé að því að forhönnun ljúki í vor þannig að hægt verði að vinna að um- hverfismati á vegtengingum og skipulagi í sumar. Fjárveitingar til framkvæmda eru ekki klárar. Göngin eru á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar en þó er gert ráð fyrir byrjunarframlagi á árinu 2024. Rætt hefur verið um að flýta framkvæmdinni en ekkert ligg- ur enn fyrir um það. Gísli segir að miðað við gang undirbúnings ætti að vera hægt að bjóða verkið út á árinu 2022 og hefja framkvæmdir á árinu 2023. Fjarðarheiðargöng verða lengstu veggöng landsins, 13,3 km að lengd, rúmlega 2 km lengri en göngin tvenn sem mynda Héðinsfjarðargöng. Göngin munu leysa af hólmi fjölfar- inn fjallveg sem er í um 620 metra hæð á 10 km kafla. Auk umferðar íbúa og almennra gesta er gífurleg umferð á sumrin vegna farþegaferj- unnar Norrænu sem siglir frá Dan- mörku og Færeyjum til Seyðisfjarð- ar. Þá eru þungaflutningar allt árið vegna ferjunnar. Skoða tengingu við Egilsstaði  Undirbúningi fyrir framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng miðar vel  Sveitar- félögin vinna að skipulagsmálum vegna vegtenginga  Hægt væri að byrja 2023 Eskifjörður Seyðisfjörður Egilsstaðir Reyðarfjörður Neskaupstaður Fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng Lengd, metrar Verklok 1 Fjarðarheiðargöng* 13.300 2 Héðinsfjarðargöng** 11.000 2010 3 Vestfjarðagöng*** 9.120 1996 4 Norðfjarðargöng 7.900 2017 5 Vaðlaheiðargöng 7.500 2018 Lengd, metrar Verklok 6 Fáskrúðsfjarðargöng 5.900 2005 7 Hvalfjarðargöng 5.770 1998 8 Dýrafjarðargöng**** 5.600 2020 9 Bolungarvíkurgöng 5.400 2010 Lengstu jarðgöng á Íslandi – núverandi og væntanleg *Verk ekki hafi ð. **Samtals báðir leggir. ***Samtals þrír leggir. ****Áætluð verklok 2020. 2 4 5 6 7 8 9 1 3 Fjarðarheiðargöng Með gangamunna við Dalhús á Héraði Miðhúsaá Gísli Eiríksson Björn Ingimarsson Sjálfsbjörg, landssamtök hreyfi- hamlaðra, styðja þá hugmynd sem Bílgreinasambandið hefur lagt fram um að tollafgreiðslugengi verði fryst til að liðka fyrir bílaviðskiptum í því erfiða árferði sem nú er. Morgun- blaðið greindi frá þessum hug- myndum í gær, en lækkun krón- unnar hefur kallað á hækkanir hjá bílaumboðum um 4-5%. Í bréfi formanns Sjálfsbjargar, Bergs Þorra Benjamínssonar, til velferðarnefndar Alþingis kemur fram að efnahagsleg áhrif kór- ónuveirufaraldursins komi illa niður á fötluðu fólki sem þurfi að kaupa sérútbúnar bifreiðar til að komast ferða sinna. „Brýnt er að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að- stoðar þeim einstaklingum sem í þessu lenda,“ segir í bréfinu og jafn- framt að nýlegar verðbreytingar geti þýtt hækkun upp á 1,3 milljónir króna á hvern sérútbúinn bíl. „Önnur leið sem er fær, er að hækka umræddan styrk til bifreiða- kaupa tímabundið um 600.000 kr. til að koma til móts við þá sem standa í bílakaupum á þessum fordæmalausu tímum,“ segir enn fremur í bréfi Bergs Þorra. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir bílar Dýrir fyrir fatlaða. Hækka um allt að 1,3 milljónir  Sérútbúnir bílar fyrir fatlaða dýrir Unnar Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.