Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Tilraunir með veirulyf vekja vonir  Íbúar í New York beri andlitsgrímu í fjölmenni  Dauðsföll í Wuhan 50% fleiri en áður var kunnugt Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hlutabréf í bandaríska lyfjafyrir- tækinu Gilead Sciences ruku upp í gær þegar fréttir bárust af því að til- raunir á vegum þess með lyf við Co- vid-19 hefðu borið góðan árangur. Hafði 125 sjúklingum með sjúkdóm- inn í Chicago verið gefið lyfið Rende- sivir og virtust þeir allir hafa náð heilsu á ný innan viku. Sérfræðingar vara þó við ótímabærri bjartsýni. Áfram þurfi að fylgjast með sjúkling- unum og ekki hafi verið notast við samanburðarhóp í tilrauninni, þannig að alvarlegar skekkjur gætu verið í henni. fjárveitingar til Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, sætir enn harðri gagnrýni. Þingmenn úr röðum repúblikana hafa reifað þá hugmynd að framkvæmdastjóri WHO verði lát- inn víkja og þá sé hægt að opna fyrir fjárveitingar að nýju. Í Bandaríkjunum hafa kenningar um að nýja kórónuveiran hafi upp- haflega verið búin til á veirurann- sóknarstofu í Wuhan og sloppið það- an fyrir mistök fengið byr undir vængi með atfylgi hægrisinnaðra fréttamiðla. Vísindamenn og sér- fræðingar í veiruöryggi segja aftur á móti að ekkert hafi komið fram við rannsóknir á veirunni sem bendi til þess að þetta eigi við rök að styðjast. veiran tekið jafnstóran toll og þar. Hafa samkomubann og aðrar tak- markanir í borginni verið framlengd- ar til 15. maí. Trump forseti féll á fimmtudaginn frá fyrirætlunum um að gefa bindandi fyrirmæli alríkis- stjórnarinnar til sambandsríkjanna um hvenær takmörkunum skyldi af- létt. Gaf stjórn hans aðeins út leið- beiningar um hvernig staðið skyldi að verki en fól ríkisstjórunum að ákveða tímasetningar. Leiðbeiningarnar hafa fengið misjafnar undirtektir. Er m.a. bent á að þær taki ekki nægilega mið af því hve skimunum sé enn áfátt og að mikill skortur sé á hlífðarbún- aði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Ákvörðun Trumps um að frysta Fréttir gærdagsins um að 50% fleiri hefðu látist af völdum veirunnar í Wuhan í Kína en áður hafði verið gefið upp urðu til þess að auka enn vantraust á vinnubrögð kínverskra stjórnvalda. Meðal þeirra sem sögðu að Kínverjar hefðu ekki verið nægi- lega hreinskilnir frá upphafi var Macron Frakklandsforseti. Kína- stjórn vísar öllu slíku á bug og segir eðlilegar skýringar á því að dauðsföll í borginni voru vantalin. Gefin hafa verið út fyrirmæli um að allir íbúar New York beri andlits- grímu í fjölmenni þar sem ekki er hægt að koma við tveggja metra regl- unni, svo sem í neðanjarðarlestum. Hvergi vestanhafs hefur kórónu- AFP New York Íbúi á Long Island sótt- hreinsar heimsend matvæli . Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, segir að kórónuveirufaraldur- inn sé ógn við tilveru mannkyns og heimurinn verði ekki samur aftur þótt takist að hemja veiruna. Þetta kemur fram í viðtali við hann sem Financial Times birti í gær. Flestir aðrir þjóðarleiðtogar hafa lagt áherslu á að veröldin verði á ný eins og hún var að faraldrinum lokn- um. Macron segir aftur á móti að hugsa þurfi hlutina upp á nýtt. Forseti Frakklands kveðst vonast til þess að hinar efnaðri þjóðir dragi þann lærdóm af atburðunum að þær þurfi sameiginlega að styðja hinar veikari svo þær geti reist sig við. Hann vonast til þess að hremmingarnar, sem fengið hafa stjórnvöld um heim allan til að setja mannslíf ofar hag- vexti, marki upphaf að því að tekið verði fyrir alvöru á þeirri umhverfis- ógn og því félagslega misrétti sem áð- ur hafi verið farið að stefna jafnvægi í samskiptum ríkja heims í tvísýnu. Macron dregur hins vegar ekki dul á að hann hefur áhyggjur af því af þetta verði ekki raunin, heldur muni lokun landamæra, truflanir á efnahagslegri starfsemi og minna traust á lýðræði verða vatn á myllu valdsækinna afla og lýðskrumsflokka sem reynt hafa að notfæra sér ástandið eins og dæmi frá Ungverjalandi til Brasilíu sýna. Í viðtalinu kynnir Macron hug- myndir um að hinar efnaðri þjóðir Evrópusambandsins stofni neyðar- sjóð og leggi í hann hundruð milljarða evra til að styðja endurreisn atvinnu- lífs og þjóðlífs á Ítalíu og Spáni. Fram að þessu hafa hinar ríku þjóðir Norð- ur-Evrópu verið mjög tregar til að rétta þjóðunum í suðurhluta álfunnar rausnarlega hjálparhönd. Macron vill líka að ríkari þjóðir heims fallist á að frysta skuldir Afríkuþjóða. Macron segir að heimurinn verði aldrei samur aftur  Taka þarf á umhverfisógn og misrétti eftir faraldurinn AFP Kórónuveiran Hugsa þarf hlutina upp á nýtt segir Macron forseti. Stjórnvöld í Danmörku hyggjast slaka enn frekar á bönnum og tak- mörkunum sem í gildi hafa verið vegna kór- ónuveirufarald- ursins. Margir skólar á öllum stigum hafa þeg- ar hafið starfsemi á nýjan leik og eft- ir helgi verður heimilt að hafa rak- ara- og hárgreiðslustofur opnar og einnig húðflúrsstofur. Þá verður ökukennsla hafin á ný. „Enginn vill búa við lokanir degi lengur en nauðsyn krefur,“ segir Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmekur, en bætir við að ekki megi slaka of hratt á svo stjórn- völd missi ekki tökin á útbreiðslu faraldursins. Dómstólar munu næstu daga taka fyrir fleiri mál en undanfarnar vikur þegar aðeins mjög alvarleg mál hafa komið til kasta þeirra. Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi fylgt nægilegar leiðbeiningar frá stjórnvöldum þegar heimilað var að opna skólana að nýju. Hafa nokkur sveitarfélög því tekið sér lengri tíma til undirbúnings áður en opnað verð- ur. Tilslakanir vegna kórónuveir- unnar hafa verið kynntar í fleiri Evrópulöndum, m.a. í Finnlandi, Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og á Spáni. Frekari til- slakanir í Danmörku Mette Frederiksen Börn í biðröð í fátækrahverfi borgarinnar Sec- underabad á Indlandi rétta út hönd til að tryggja tveggja metra bilið sem áskilið er í baráttunni við kórónuveiruna. Þarna biðu þau þolinmóð í gær eftir að fá daglegan matarskammt frá æsku- lýðssamtökunum Bolo Shankar. Nær 14 þúsund tilfelli kórónuveirusmits hafa verið staðfest í landinu og um 500 dauðsföll. Ekki er víst að það séu áreiðanlegar tölur. Tveggja metra bil í biðröð eftir mat AFP Kórónuveirufaraldurinn á Indlandi Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.