Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nýr formaður Samtaka iðnaðarins verður kynntur í lok mánaðarins en tvö eru í framboði, Árni Sigurjóns- son, yfirlögfræðingur Marels, og Guðlaug K. Kristinsdóttir, stjórnar- formaður Límtrés-Vírnets og Secur- itas. Löng hefð er fyrir því að SI til- nefni formann samtakanna til stjórn- arsetu í Lífeyrissjóði verslunar- manna (LV), öðrum stærsta lífeyrissjóði landsins. Guðrún Haf- steinsdóttir, fráfarandi formaður, sit- ur í stjórninni sem varaformaður og gegndi áður stjórnarformennsku í sjóðnum. Hið sama má segja um fyrrverandi formenn samtakanna, Svönu Helen Björnsdóttur, Helga Magnússon og Vilmund Jósefsson. Morgunblaðið spurði Árna og Guðlaugu hvort þau hygðust taka sæti í stjórn sjóðsins. Hvorugt þeirra gefur afdráttarlaust svar þar um. „Ég sit í stjórn Júpíters [sjóða- stýringarfélags í eigu Kviku banka] og reglum samkvæmt má maður bara sitja í stjórn eins fjármálafyr- irtækis. Því kæmi stjórnarseta á þessum tímapunkti ekki til greina. Auk þess held ég að Guðrún [Haf- steinsdóttir] hafi staðið sig vel og ég veit ekki til þess að það séu nein áform uppi um að hún hætti í stjórn- inni,“ segir Guðlaug. Hún ítrekar mikilvægi þess að ákvarðanir á vett- vangi stjórna lífeyrissjóðanna séu faglegar og að fólk með þekkingu á starfsemi þeirra sé tilnefnt í stjórnir þeirra. Árni tekur í svipaðan streng og segir stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna vel skipaða af hálfu atvinnu- rekenda. „Ég hef ekki leitt hugann að mögulegri stjórnarsetu af minni hálfu. Ég hef einbeitt mér að þessu formannskjöri en framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins metur á hverjum tímapunkti sem það á við hverjir skipi stjórnarsæti fyrir þeirra hönd í lífeyrissjóðum. Þar hafa auk þess verið settar reglur af stjórn SA sem innihalda viðmið, um þekkingu, reynslu, kynjahlutfall, lengd stjórnarsetu og hvernig aug- lýst er eftir fólki sem reiðubúið er að gegna trúnaðarstörfum fyrir sam- tökin. Ég tel afar mikilvægt að fylgja þeim viðmiðum.“ Líkt og áður greindi frá er Árni yfirlögfræðingur Marel en ein stærsta einstaka eign LV er hlutur í Marel og um nýliðin áramót stóð hann undir 4% af heildareignasafni sjóðsins. Spurður út í mögulega hagsmunaárekstra ef hann tæki sæti í stjórn LV segir Árni að hann sé vel meðvitaður um þá árekstra sem upp gætu komið vegna þeirra starfa sem hann gegnir. „Ég tel í raun óþarft að velta vöngum yfir þessu. Ég er hins vegar meðvitaður um þessi tengsl og þau eru uppi á borðum þannig að ég tel litlar líkur á að það geti komið til árekstra hvað þetta varðar,“ segir Árni. Samtök iðnaðarins eiga fjár- festingarsjóðinn Akk SI sem mikil leynd hvílir yfir. Félagsmenn SI eru t.d. ekki upplýstir um í hvaða fyr- irtækjum sjóðurinn fjárfestir hér á landi en gögn sem Morgunblaðið hefur séð á síðustu árum sýna að sjóðurinn hefur tekið stöður í stórum iðnfyrirtækjum. Einu upplýsingarn- ar sem liggja opinberlega fyrir um sjóðinn koma fram í ársreikningum SI þar sem afkoma sjóðsins er birt. Samtökin neituðu að afhenda Morg- unblaðinu ársreikninga fyrri ára með þeim orðum að þeim væri aðeins dreift á aðalfundum. Spurð út í hvort þau muni auka gagnsæi varðandi rekstur og fjár- festingar Akks SI segja Guðlaug og Árni að þau séu bæði fylgjandi auknu gagnsæi þar sem koma megi því við. Benti Guðlaug á að hún vissi jafn lítið um sjóðinn og almenningur þar sem hún sæti ekki í stjórn sam- takanna. Hvorugt þeirra gaf þó af- dráttarlaust svar um það með hvaða hætti þau myndu auka gagnsæi varðandi sjóðinn sem talinn er varð- veita eignir upp á u.þ.b. fimm millj- arða króna. Vilja auka gagnsæi varð- andi rekstur sjóðsins Akks Fjölmennt Um 1.400 fyrirtæki eiga aðild að Samtökum iðnaðarins.  Ekki ljóst hvort nýr formaður SI tekur sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir Árni Sigurjónsson 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 18. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 143.68 Sterlingspund 179.35 Kanadadalur 101.95 Dönsk króna 20.946 Norsk króna 13.65 Sænsk króna 14.249 Svissn. franki 148.62 Japanskt jen 1.3346 SDR 196.1 Evra 156.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.2325 Hrávöruverð Gull 1717.85 ($/únsa) Ál 1469.5 ($/tonn) LME Hráolía 28.05 ($/fatið) Brent ● Meira en fimm prósent íslenskra heimila hafa nú þegar gerst áskrif- endur að norrænu streymisþjónust- unni Viaplay, sem hóf starfsemi hér á landi 1. apríl sl. Í skriflegu svari frá Viaplay við fyr- irspurn Morgun- blaðsins segir að vinsælasta efnið á streymisveitunni hér á landi séu þátta- raðirnar Love Me og Those who kill, en þær eru báðar framleiddar af Viaplay. Að meðtalinni norsku glæpa- dramaþáttaröðinni Wisting séu þrjár norrænar seríur nú á topp 10 á Íslandi. Í svari Viaplay segir að þar á bæ séu menn afar spenntir yfir þessum nýju landvinningum streymisveitunnar, sem nú nær til allra Norðurlandanna. Eins og fram kom í samtali Viðskipta- Moggans við Anders Jensen, forstjóra NENT Group, móðurfélags Viaplay, mun Viaplay innan tíðar einnig bjóða upp á beinar útsendingar frá íþróttakapp- leikjum, eða um leið og keppni hefst að nýju vegna kórónuveirufaraldursins. Í dag býður Viaplay upp á sjónvarpsþætti og kvikmyndir frá Hollywood og gott úr- val af norrænu efni. tobj@mbl.is Fimm prósent þjóð- arinnar með Viaplay Streymi Úr þátt- unum Love Me. STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Öll stóru bílaumboðin íslensku nema eitt hafa hækkað verð á nýjum bílum í þessum mánuði vegna gengislækk- unar íslensku krónunnar á árinu. Í gær var sagt frá því í Morgunblaðinu að nýir Toyota- og Lexusbílar hefðu hækkað í verði um 5% hinn 1. apríl og Brimborg hefði hækkað verð nýrra bíla um 4-5% í byrjun mánaðarins. Eina umboðið sem ekki ætlar að hækka verð er Bílabúð Benna. Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, segir í samtali við Morgublaðið að sér þyki það galin hugmynd að hækka verð á bílum á lager, sem eru nú þeg- ar á landinu, í miðjum heimsfaraldri. Nú verði allir að leggjast á eitt. „Við höfum í samvinnu við okkar birgja náð að halda verði á nýjum bíl- um óbreyttu. Við höfum alltaf lagt metnað okkar í að standa verðlags- vaktina. Þrátt fyrir óhagstæða geng- isþróun undanfarið höfum við ekki hækkað verð á nýjum bílum,“ segir Benedikt. „Þetta er okkar framlag til verðstöðugleika og þannig léttum við undir með því fólki sem er í bíla- hugleiðingum.“ Hjá útibúi Tesla á Íslandi fengust þær upplýsingar að verð hefði hækk- að um 5%. Úlfar Hinriksson, framkvæmda- stjóri Suzuki-umboðsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að verð á nýj- um Suzuki-bílum hafi hækkað um 5% í byrjun apríl, en segir, rétt eins og Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, sagði í Morgunblaðinu í gær, að hækkunin hefði þurft að vera hátt í 10-12% vegna óhagstæðrar geng- isþróunar. „Ég hef trú á að almenn- ingur fari að kaupa bíla bráðum til að ferðast á innanlands í sumar, hvort sem er notaða eða nýja.“ Notaðir bílar hækka ekki Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að Askja hafi hækk- að verðlista bíla um 3-6% að jafnaði, en það sé töluvert undir þeirri veik- ingu sem átt hafi sér stað á gengi krónunnar. Hann segir að verðhækk- unin hafi verið óhjákvæmileg í ljósi veikingar krónu. „Á sama tíma hafa notaðir bílar ekki hækkað í verði enn sem komið er og því eru góð kaup í þeim þessa dagana. Sala hefur enda verið góð í notuðum bílum bæði í mars og apríl,“ segir Jón Trausti. Erna Gísladóttir, forstjóri BL, seg- ir að verðhækkun umboðsins, sem átti sér stað um síðustu mánaðamót, hafi verið 4-6%, mismunandi eftir merkjum. Eins og aðrir segir hún að hækkunin hefði þurft að vera meiri vegna gengislækkunarinnar. Um söl- una almennt segir hún að þó að sala hafi almennt dregist saman vegna ástandsins hafi sala rafbíla minnkað minnst. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að Hekla hafi hækkað verð um 4-6%, mismunandi eftir teg- undum. Hann telur að fólk sýni verð- hækkununum skilning. „Bílarnir eru keyptir í erlendri mynt og krónan hefur veikst töluvert.“ Rétt eins og í BL hefur sókn í raf- bíla aukist á árinu hjá Heklu. Þá seg- ir Friðbert að mikil umferð sé um heimasíðu fyrirtækisins og margar fyrirspurnir berist. Morgunblaðið/Golli Bílar Verð á notuðum bílum stendur í stað en nýir bílar verða dýrari. Benni hækkar ekki verðið  Öll bílaumboðin nema eitt hafa hækkað verð nýrra bíla  Mestur áhugi á rafbílum  Telja að almenningur muni kaupa notaða bíla eða nýja til að ferðast á innanlands Fyrirkomulag formanns- og stjórnarkosninga í Samtökum iðn- aðarins er með því móti að þær fara fram rafrænt dagana 14.-29. apríl. Niðurstöður þeirra verða kynntar á rafrænum aðalfundi 30. apríl. Framboðsfrestur rann út 16. mars. Í ár er kosið um formann og fimm sæti í aðalstjórn. Hver fé- lagsaðili hefur atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld síðasta árs og er eitt atkvæði af hverjum 1.000 krónum sem greiddar hafa verið. Félagsgjald í Samtökum iðn- aðarins er reiknað út frá veltu þeirra fyrirtækja sem aðild eiga. Félagsgjald getur þó aldrei num- ið meira en 0,15% af veltu liðins árs. Samkvæmt upplýsingum frá SI fer ekkert fyrirtæki með meira en 3% atkvæðamagns í kosning- unum sem nú standa yfir. Í ein- hverjum tilvikum fara þau meist- arafélög sem aðild eiga að samtökunum með atkvæðisrétt fyrir þau fyrirtæki sem aðild eiga í gegnum þau. Fyrirtækin geta þó, óski þau þess, ráðstafað eigin at- kvæðum án atbeina viðkomandi meistarafélags. Ekkert fyrirtæki yfir 3% MEISTARAFÉLÖG FARA MEÐ ATKVÆÐI FYRIRTÆKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.