Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 45
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Músíktilraunir vorið 2019 og það er stemning í loftinu. Á svið stígur hin undarlega nefnda gugusar, „tvær fimmtán ára stelpur sem spila mel- ódíska raftónlist“ eins og þær lýstu sér sjálfar. Þá var um dúett að ræða, og hann skipuðu Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Aníta Núr Magnúsdóttir, báðar 15 ára. „Ekk- ert náði að undirbúa viðstadda fyr- ir hinar einbeittu og ofursvölu stöll- ur sem voru mætt- ar á sviðið,“ sagði Ragnheiður Eiríksdóttir um frammistöðu sveit- arinnar í Morgunblaðinu og ratað- ist henni sönn orð á munn. Stúlk- urnar voru öruggar, skemmtilegar og tóku m.a. nettan vélmennadans í anda Kraftwerk. Tónlistin sem slík vakti þó mesta athygli; falleg og nostursamleg og greinileg vinna í hana lögð. Fór svo að gugusar, eða Guðlaug sem skráð var fyrir tón- listinni, var valin rafheili Tilraun- anna. Um haustið var gugusar svo valin á langlista Kraumsverðlaun- anna vegna sjötommu sem hafði komið út á vegum Móatúnsmerk- isins, útgáfu sem Árni Grétar, einn af eigendum Möller Records og oft „Hvað er að gerast?“ Efnileg Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir er ekki nema sextán ára en hefur þegar gefið út burðuga breiðskífu. kenndur við Futuregrapher, stend- ur að. „Við í Möller gefum venjulega mix og masteringu (hljóðblöndun og hljómjöfnun) til rafheilans og ég tók þann snúning á þrjú lög henn- ar,“ tjáði Árni þessum blaðamanni. „Ég innti hana eftir því hvort hún væri til í að gefa þetta út hjá mér líka og hún sló til. Ég bauð henni þetta einfaldlega af því að þetta var svo gott stöff! Alveg ótrúlega frambærilegt efni hjá svona ungri manneskju.“ Árni segir að sam- starfið hafi gengið það vel að hún hafi beðið hann um að fullbúa breiðskífuna sína með sama hætti. „Hún er að taka áhættu og gera hluti sem eldri tónlistarmenn myndu hreinlega ekki leggja í. Fer alveg út að brúninni en allt gengur þetta upp hjá henni einhvern veginn.“ Guðlaug byrjaði að semja tón- list fyrir tveimur árum. Hún lýsir þeirri þörf fallega á Karolinafund- -síðu sinni vegna plötunnar: „… þegar ég sem tónlist er ég al- veg í mínum eigin heimi og gleymi öllu óþarfa stressi. Lögin verða yf- irleitt fyrst til á eitthvað ákveðið hljóðfæri og færast svo yfir í tölvu og þróast þar.“ Í viðtali við Kristján Guðjóns- son hjá Ríkisútvarpinu viðurkenndi Guðlaug að Músíktilraunir hefðu verið fyrstu tónleikar hennar. Hún hefði ekki þorað að vera ein á svið- inu og því fengið vinkonu sína með sér. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og gugusar hefur m.a. komið fram ásamt Hatara, Omotrack, Andy Svarthol, Frid, ClubDub, Hermigervli og FM Bel- fast. Platan stóra kom svo út í end- aðan febrúar, innheldur sextán lög, og má nálgast á Spotify. Að sönnu tilkomumikill frumburður. Þetta er raftónlist með ýmsum hætti, á stundum lungamjúk og svefn- herbergisleg og gamlar Warp- kempur eins og Boards of Canada koma í hugann. Einnig melódísk, lágstemmd og móðins tónlist að hætti Clairo eða Billie Eilish. Lögin eru vel samin og úthugsuð og búa yfir tilfinninganánd sem maður heyrir ekki á hverjum degi frá raftónlistarfólki sem er að stíga fyrstu skref sín. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá gugusar en ég vona að Guðlaug beri gæfu til að rækta garðinn af þolinmæði jafnt sem elju. Hún er með hæfileika, það er klárt. Og auðvitað er skemmtilegt að heyra af því hvernig þetta allt saman er að hitta hana, eins og þetta svar hennar í viðtali við áðurnefndan Kristján ber með sér: „Ég fór út í búð um daginn. Þegar ég kom úr búðinni og settist upp í bíl var lagið mitt í útvarpinu. Sem var bara svona „kreisí móment“. Ég bara panikkaði og skildi ekki hvað var að gerast.“ » Lögin eru vel sam-in og úthugsuð og búa yfir tilfinninganánd sem maður heyrir ekki á hverjum degi frá raf- tónlistarfólki sem er að stíga fyrstu skref sín. Þannig spyr gugusar, Guðlaug Sóley Hösk- uldsdóttir, í upphafslagi fyrstu plötu sinnar, List- en to this twice. Þessi sextán ára stúlka vakti mikla athygli á Músíktil- raunum í fyrra og hefur heldur en ekki hnykkt á árangrinum þar. MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja Það er bara best að kynnast mér til að skilja mig betur Hinn fjölhæfi og margverðlaunaði bandaríski leikari Brian Dennehy er látinn, 81 árs að aldri. Hann hóf leik- ferilinn frekar seint en sló fyrst í gegn sem sviðsleikari í New York og átti eftir að hreppa tvenn Tony- verðlaun, sem leikari ársins, fyrir frammistöðu sína í Sölumaður deyr (1999) og Dagleiðin langa inn í nótt (2003). Dennehy naut allan sinn feril mikillar hylli í heimalandinu sem sviðsleikari en út um heimsbygðina er hann einkum þekktur fyrir eftir- minnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Dennehy vakti fyrst athygli sem öflugur leikmaður í amerískum fót- bolta og þegar hann tók að leika var honum iðulega skipað í hlutverk sterklegra og valdsmannslegra karla sem voru viðkvæmir undir niðri, til að mynda lögregluforingja, barþjóna, sölumanna eða fyrrver- andi íþróttamanna. Margir muna eftir Denehy sem lögregluforingj- anum sem reitti Rambo til reiði í First Blood (1982). Og meðal ann- arra kvikmynda sem hann lék í má nefna Gorky Park (1983), F/X (1986), Presumed Innocent (1990) og Romeo + Juliet (1996). Í sjónvarpi lék hann til að mynda í þáttaröð- unum Dallas og Dynasty. Þrátt fyrir að njóta mikillar vel- gengni sem aukaleikari í kvikmynd- um þá segir í umfjöllun um Dennehy í The New York Times að hann hafi alltaf tekið sviðsleik fram yfir hvíta tjaldið. „Hann var gríðaröflugur og óttalaus leikari sem hikaði ekki við að takast á við mörg dramatískustu karlhlutverk tuttugustu aldar,“ er haft eftir stjórnanda Goodman- leikhússins í Chicago þar sem Den- nehy van suma sinna stærstu leik- sigra. Þar lék hann meðal annars Willy Loman í Sölumaður deyr og var frammistaða hans dásömuð af þeim sem sáu. Hinn hæfileikaríki Brian Dennehy látinn AFP Virtur Leikarinn Brian Dennehy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.