Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónuveiranhefur settflest úr
skorðum, sem áður
þótti sjálfsagt.
Efnahagslíf heims-
ins er í lamasessi. Veiran hefur
nánast stöðvað farþegaflug í
heiminum, verksmiðjum hefur
verið lokað, götur stórborga
standa auðar og þar sem ástand-
ið er verst hefur álagið orðið
heilbrigðiskerfum ofviða.
Áhrifunum hefur jafnvel verið
líkt við kreppuna miklu, sem
hófst 1929, leiddi til víðtæks at-
vinnuleysis og gríðarlegs sam-
dráttar og óðaverðbólgu og stóð
í áratug.
Vitaskuld er erfitt að átta sig
á því nú hvaða afleiðingar far-
sóttin mun hafa til lengri tíma.
Þótt hagkerfi heimsins hafi hægt
á sér eins og kippt hafi verið í
handbremsu standa flugvél-
arnar og færiböndin heil og
hægt að starta þeim með einu
handtaki. Málið er þó ekki svo
einfalt. Það er ekki víst að fólk
leggist í ferðalög um leið og fært
er og skertur kaupmáttur og at-
vinnuleysi mun gera erfitt fyrir
að láta hjól atvinnulífsins snúast
á ný.
Þær raddir eru farnar að
heyrast að eitthvað sérstakt
þurfi að koma til og er meðal
annars vísað til samkomulags-
ins, sem kennt hefur verið við
Bretton Woods. Þar er vísað til
samkomulags sem gert var um
efnhagsmál í Bretton Woods í
New Hampshire sumarið 1944 á
meðan seinni heimsstyrjöld stóð
enn sem hæst. Þar var lagður
grunnur að nýju alþjóðlegu efna-
hagskerfi sem gat af sér gjald-
miðlakerfi, Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og Alþjóðabankann.
Um hvað slíkt samkomulag
ætti að snúast er þó ekki ljóst.
Hefur stafræna byltingin breytt
öllum forsendum? Eru sum
fyrirtæki orðin svo stór að koma
þarf á þau böndum því að þau
skáka stórveldum en eru fyrir
utan kerfi alþjóðlegra sam-
skipta?
Að sama skapi má velta fyrir
sér hvort líkur séu á samstöðu.
Kínverjar líta ugglaust svo á að
þeir séu búnir að finna lausnina
með belti og braut, alþjóða-
samfélagið þurfi bara að sjá ljós-
ið og fylgja þeim. Vanmáttur
Evrópusambandsins blasir alltaf
við þegar á reynir. Hann leyndi
sér ekki í efnahagskreppunni
fyrir rúmum áratug og nú birt-
ast brestirnir á ný í kórónu-
faraldrinum og ógna framtíð
þess.
Svo gæti líka farið að viðsnún-
ingur yrði á þróun alþjóðavæð-
ingar og ríki reyni í auknum
mæli að verða sjálfbær eða sjálf-
um sér nóg, til dæmis í fram-
leiðslu matvæla. Það verður þó
að segjast að þótt fólksflutn-
ingar hafi nánast lagst niður hef-
ur lítil röskun orðið á vöruflutn-
ingum, jafnvel furðu lítil.
Það er hins vegar ljóst að
draga mun verulega úr inn- og
útflutningi. Að mati
Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar
gætu heimsviðskipti
dregist saman um
19 til 32 af hundraði
á þessu ári. Það er skuggalegur
samdráttur.
Sagnfræðingurinn Adam
Tooze skrifar í tímaritið Foreign
Policy að bandaríska hagkerfið
gæti skroppið saman um fjórð-
ung líkt og eftir verðbréfahrunið
1929. Munurinn sé þó sá að þá
hafi samdrátturinn tekið fjögur
ár, nú gæti hann átt sér stað á
nokkrum mánuðum og slík brot-
lending eigi sér engin fordæmi.
Merkin eru einnig greinileg
hér á landi. Ferðamennirnir eru
horfnir og með þeim gjaldeyris-
tekjur með þeim afleiðingum að
krónan hefur gefið eftir um hátt
í 20%. Áhrif þess á verðlag eru
þegar farin að koma fram.
Í þessu andrúmslofti er furðu-
legt að heyra herskáar yfirlýs-
ingar um að lífskjarasamning-
urinn sé brostinn og hótanir um
að honum verði sagt upp. Þróun
kjaraviðræðna og kröfur í vetur
voru ekki í litlu samhengi við
ástandið í atvinnulífinu. Nú hef-
ur orðið kollsteypa sem kallar á
endurmat á öllum forsendum
þannig að sem stystan tíma taki
að rétta efnahagslífið við á nýjan
leik. Það er til lítils að grípa í
gamla handritið þegar sett hefur
verið upp nýtt leikrit á sviðinu. Í
stað sóknar í lífskjörum þarf að
grípa til varna.
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, sagði í samtali við
mbl.is í gær að þegar lífskjara-
samningurinn var undirritaður í
apríl fyrir rúmu ári hafi enginn,
hvorki stjórnvöld, verkalýðs-
hreyfingin né atvinnulífið, séð
fyrir að íslenskt samfélag og at-
vinnulíf myndi gjörsamlega lam-
ast vegna kórónuveirunnar.
Í Sunnudagsblaðinu nú um
helgina er rætt við fólk sem hef-
ur misst lífsviðurværi sitt vegna
veirunnar. Viðmælendur blaðs-
ins sjá ekki fram á að starfa í
sínu fagi næstu mánuðina. Þeir
halda hins vegar í bjartsýnina og
eru jafnvel farnir að finna sér ný
verkefni. Hagur þessa fólks og
þeirra, sem standa í sömu eða
svipuðum sporum, á nú að ganga
fyrir. Nú ríður á að bjarga störf-
um og tryggja framtíðina þannig
að þegar færið gefst standi at-
vinnulífið það vel að það geti tek-
ið fljótt við sér á ný. Það verður
ekki gert úr skotgröfum.
Lára Gyða Bergsdóttir, flug-
liði hjá Icelandair, er einn af við-
mælendum Sunnudagsblaðsins.
Hún kveðst hafa svakalegar
áhyggjur af fyrirtækinu en „við
erum einstakur hópur og vinnum
hjá frábæru fyrirtæki og ætlum
okkur að komast út úr þessu“.
Þessi orð lýsa baráttuanda og
við hæfi að bæta við niðurlagi
viðtalsins við Láru Gyðu: „Við
verðum að vona það besta og
trúa því að við getum staðið
þetta veður af okkur saman.“
Í stað sóknar
í lífskjörum þarf
að grípa til varna}
Ný viðmið vegna veiru
A
lþingi er málstofa þar sem fram fer
umræða um þau mál sem berast
þinginu, ýmist frá ráðherrum,
þingmönnum eða þingnefndum.
Þar fer fram hin lýðræðislega um-
ræða hvar þingmenn færa rök fyrir skoðunum
sínum og hlusta á aðra. Þar eiga sér líka stað
óundirbúnar fyrirspurnir þingmanna til ráð-
herra um mál líðandi stundar. Þar birtist aðhald
þingsins og eftirlit þess meðal annars.
Á þessum fordæmalausu tímum þar sem veira
hefur veikt allt kerfi heimsins er nauðsynlegt að
stjórnvöld fái aðhald frá hinum kjörnu fulltrúum.
Þetta snýst hvorki um flokkspólitík eða leikja-
fræði heldur grundvöll fulltrúalýðræðis, þar sem
fulltrúar á þingi varpa fram spurningum til
þeirra sem með valdið fara. Það eru fleiri aðilar í
samfélaginu sem gegna þessu eftirlits- og
aðhaldshlutverki en það breytir því ekki að þingsalurinn,
málstofan sjálf, er sá vettvangur þar sem þetta aðhald á að
eiga sér stað.
Aðhaldið verður að eiga sér stað á tímum sem þessum
ekki síst vegna þeirra fordæmalausu aðgerða sem stjórn-
völd grípa til. Ber fyrst að nefna ýmsar hömlur á grundvall-
armannréttindum landsmanna svo sem með skerðingu á
ferðafrelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og síðast en ekki síst á
atvinnufrelsi. Þá ber að nefna þær umtalsverðu tilfærslur á
fjármunum skattgreiðenda í ákveðnar aðgerðir sem ein-
staka ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja rétt að fara í. Þar
verður Alþingi, sem fer með fjárveitingavaldið fyrir hönd
skattgreiðenda, að vera vel vakandi og spyrja
hvað verið sé að gera, í þágu hverra, hvernig og
af hverju. Hver stjórni ferðinni, hvaðan ráðin
koma og hvaða hagsmunaaðilar hafi komið að
ákvarðanatökunni. Það er lýðræðisleg skylda
þingmanna að spyrja slíkra spurninga og svo í
framhaldinu leiðrétta og laga þingmál sem röng
eru eða breyta um stefnu ef betri hugmyndir
koma fram við meðferð mála.
Af þessum sökum er afskaplega mikilvægt að
starf Alþingis sé virkt og fyrir því höfum við í
Samfylkingunni barist frá upphafi Covid-
ástands. Það er brýnt að við hvert skref sé þing-
ið með í ráðum, ekki síst þar sem ríkisstjórn Ís-
lands hefur kosið að vinna einangruð við ákvörð-
un aðgerða í þeim heimsfaraldri sem nú geisar.
Einstaka hagsmunaaðilum er boðið að smíða
sínar tillögur og færa ráðherrum en þingið veit í
raun ekki hvaðan hugmyndirnar eru komnar. Það að draga
úr virkni Alþingis á tímum eins og þessum er því ekki bara
óvarlegt heldur ólýðræðislegt og eykur hættu á mistökum
við lagasetningu og ákvarðanatöku sem getur haft veru-
legar efnahagslegar og lýðheilsufarslegar afleiðingar í för
með sér. Ég vil hvetja almenning til að vera vakandi með
okkur og koma ábendingum til þingmanna um hvað það
sem betur má fara á þessum tímum. Við þurfum að standa
saman í aðhaldinu.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Stöndum saman í aðhaldinu
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þarna hefur raungerst þaðsem við höfðum aðeins íokkar björtustu draumumþorað að vona,“ segir Stef-
án Hjörleifsson, framkvæmdastjóri
Storytel á Íslandi.
Nú liggja fyrir tölur um veltu
bókaútgáfu hér á landi á síðasta ári.
Hagstofa Íslands heldur utan um
tölurnar. Þær sýna að 30% vöxtur
varð milli áranna 2018 og 2019 eftir
mikinn samdrátt síðustu ár. Morg-
unblaðið hefur áður greint frá um-
ræddum samdrætti sem nam tæpum
40% áratug þar á undan.
Velta bókaútgefenda nam um
3,2 milljörðum króna á síðasta ári
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Hafa tekjurnar ekki verið hærri síð-
an 2008 þegar byrjað var að halda
utan um þær. Þar af var hlutdeild
hljóðbókaveitunnar Storytel um
20% en samdráttur varð í hefðbund-
inni bókaútgáfu.
Sístækkandi hlustendahópur
Stefán segir í samtali við Morg-
unblaðið að það sé ánægjulegt að
markaðshlutdeild Storytel sé í sam-
ræmi við nýja lesendur, en allt að
fjórðungur áskrifenda fyrirtækisins
hafi ekki lesið áður. Hann kveðst
fagna því að í ljós hafi komið að unn-
endur hljóðbóka séu orðinn traustur
hópur hér á landi. Sá hópur gæti vel
stækkað á næstunni, að mati Stef-
áns. Til marks um það hafi markaðs-
hlutdeild Storytel hæst farið í 30%
um mitt síðasta ár. Eins séu að-
stæður í þjóðfélaginu þannig nú að
sífellt fleiri leiti í hljóðbækur á
kostnað prentaðra bóka.
Hafa áhyggjur af þróun mála
Það er þungt hljóð í mörgum
bókaútgefendum þessa dagana enda
hefur kórónuveirufaraldurinn haft
veruleg áhrif á starfsemi þeirra.
Heyrst hafa tölur um tuga prósenta
samdrátt í sölu. Árlegur bókamark-
aður í Laugardal byrjaði vel en sala
hrundi þegar smits fór að gæta hér á
landi. Í kjölfarið lokaðist Leifsstöð
en þar er jafnan mikil sala á kiljum á
þessum árstíma. Þá hefur ætíð selst
nokkuð af gjafabókum í tengslum
við fermingar á vorin en þeim var
sem kunnugt er öllum frestað. Net-
sala hefur á móti tekið mikinn kipp.
Samtök evrópskra bókaútgefenda
hafa spáð 25% samdrætti í ár og út-
gefendur hér á landi hafa miklar
áhyggjur af stöðu mála. Margir
þeirra hafa leitað í hlutastarfaleið
stjórnvalda og viðbúið er að áætlanir
um útgáfu verði endurskoðaðar.
Taka stærri bita af kökunni
Engan barlóm er þó að heyra á
Stefáni – nema síður sé. „Fyrsti árs-
fjórðungur 2020 sýnir um 90% tekju-
aukningu milli ára hjá Storytel. Í
janúar settum við Sönn íslensk saka-
mál í loftið og þá varð alger spreng-
ing. Á þeim tveimur mánuðum sem
þættirnir hafa verið í loftinu hafa
þeir fengið mestu hlustun allra bóka
hjá okkur frá upphafi, meira en allir
stóru höfundarnir. Fólk hefur hlust-
að í tugþúsundir klukkustunda,“
segir hann.
Samkomubann og sóttkví vegna
kórónuveirunnar hafa þýtt að marg-
ir hafa mikinn tíma aflögu þessi
dægrin. Fyrir vikið hefur hlustun
hjá Storytel aukist mikið að und-
anförnu. „Mars hefur verið lang-
stærsti mánuður frá upphafi í
nýskráningum hjá okkur. Þar
sem við erum með 14 daga
prufuáskrift koma tekjur
vegna Covid-tímabilsins ekki
inn fyrr en í þessum mánuði.
Það má því búast við að mark-
aðshlutdeild Storytel verði
gott betur en 20% á næst-
unni. Hún gæti orðið á
bilinu 30-50% á fyrri hluta
þessa árs þegar upp er
staðið.“
Hljóðbækurnar taka
stöðugt meira til sín
Stefán Hjörleifsson segir að
stefnt sé að því að gefa út fjórar
þáttaraðir af Sönnum íslensk-
um sakamálum hjá Storytel á
þessu ári.
„Við munum líka stórauka
framleiðslu og útgáfu efnis af
svipuðum meiði, gefa út stórar
Storytel-seríur sem byggjast
ekki á hefðbundnum bók-
menntum,“ segir hann.
Næsta slíka verkefni lítur
dagsins ljós í maí. Er þar um að
ræða umfjöllun og viðtöl við ís-
lenskt tónlistarfólk. Hinn kunni
tónlistarmaður Jón Ólafsson
heldur um stjórnartaumana.
Þættir hans, Af fingrum fram,
nutu sem kunnugt er mikilla
vinsælda í sjónvarpi.
„Þar viljum við ná til enn
stærri hóps. Tónlistarmenn
hafa tekið þessu frumkvæði
mjög fagnandi enda sjálf-
sagt einu tekjur
þeirra á þessum
síðustu og
verstu tímum,“
segir Stefán
Hjörleifsson.
Gera þætti
um tónlist
AUKIN FRAMLEIÐSLA EFNIS
Stefán Hjörleifsson
Velta íslenskrar bókaútgáfu 2008-2019
Milljarðar kr. án virðisaukaskatts
30% aukning 2018-2019
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Hagstofa Íslands
2,8
2,4
3,1 3,2