Morgunblaðið - 18.04.2020, Síða 48
Tónlistarmaðurinn Tómas
Jónsson gefur út aðra
breiðskífu sína í dag, bæði
á vínyl og á stafrænu
formi. Nefnist hún Tómas
Jónsson 3 og hefur að
geyma bæði „ljúfa og in-
tensíva elektróníska
strauma“, eins og Tómas
lýsir því. Hann mun fagna
útgáfunni ásamt hljóm-
sveit í beinni útsendingu
frá Mengi á morgun,
sunnudag, kl. 20 og eru
tónleikarnir hluti af streymisdagskrá Mengis, Tóma-
mengi. Í tilkynningu segir að tónleikarnir séu aðeins
forsmekkurinn að þeim fögnuði sem koma skal, þar
sem Tómas hyggist halda veglega útgáfutónleika þegar
aðstæður leyfi.
Á plötu Tómasar, sem starfar líka með ADHD-
sveitinni, eru „níu óvenjuleg og áhugaverð instrument-
al lög,“ lífræn og með „hlýjan analog hljóðheim“.
Fagnar útgáfu Tómasar Jónssonar 3
Fálkana var opnuð í MTS-höllinni í
Winnipeg 2004 og er hún nú í húsa-
kynnum Íþróttasambands Mani-
toba. Þeir voru teknir inn í heið-
urshöll kanadísku ólympíunefnd-
arinnar 2006 og Frank Fredrickson
auk þess einn og sér rétt eins og í
heiðurshöll Íþróttasambands Mani-
toba.
Mikið hefur birst um Fálkana,
bæði hérlendis og ekki síst í vestur-
íslenskum blöðum og tímaritum, en
auk þess hafa komið út bækur um
þá. „Saga þeirra er eins og Íslend-
ingasaga til forna. Hópur manna,
sem ekki eru taldir líklegir til af-
reka, sigrast á öllum hindrunum og
nær ótrúlegu takmarki, æðstu verð-
launum heims,“ sagði David Square
við Morgunblaðið skömmu áður en
bók hans When Falcons Fly kom út
2007. „Fred Thordarson fylgdist
með uppgangi Fálkanna frá byrjun
og skrifaði sérlega góða grein um
þá, „The Romance of the Falcons“, í
tímaritið Icelandic Canadian,“ rifjar
Dan upp. Þá er vert að geta þess að
þeirra var sérstaklega minnst á
Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake
City 2002 og fylkisstjórn Manitoba
bauð ættingjum og vinum í veislu
liðinu til heiðurs sama ár. „Brian
Johannesson, sonur Konrads, hefur
sett upp sérstaka síðu um Fálkana
á netinu og það er sennilega það
besta sem hefur verið gert til þess
að varðveita minningu þeirra,“
heldur Dan áfram.
Dan bendir á að árangur Fálk-
anna verði ekki af þeim tekinn og
Kanada geti alltaf státað af fyrsta
gullinu. „Í fjölmiðlum þess tíma var
þeim lýst sem auðmjúkum, kurt-
eisum og góðum fulltrúum Kanada
og það er ekki síður mikilvægt,“
segir Dan og bætir við að áhorf-
endur á leikunum hafi kunnað vel
að meta framkomu þeirra. Við
heimkomuna hafi vinnudegi verið
breytt í hálfan opinberan frídag svo
fólk í Winnipeg gæti tekið á móti
hetjunum, og borgarstjórn boðið
þeim í veislu og leyst þá út með
gjöfum í maí sama ár.
Til stóð að minnast tímamótanna
með móttöku í Winnipeg sunnudag-
inn 26. apríl næstkomandi, en at-
höfninni var frestað vegna kórónu-
veirufaraldursins. Hvað sem því
líður segir Dan að sögunni verði
ekki breytt. „Kanada vann fyrstu
gullverðlaunin í íshokkíi á Vetraról-
ympíuleikum og það voru piltar af
íslenskum ættum í Manitoba, sem
voru verðugir fulltrúar og þegnar
Kanada, sem sáu til þess.“
Steinþór Guðbjartson
steinthor@mbl.is
Fyrst var keppt í íshokkíi á Ólymp-
íuleikum þegar þeir fóru fram í
Antwerpen í Belgíu 1920 og urðu
Fálkarnir frá Winnipeg, sem
kepptu fyrir hönd Kanada, fyrstu
ólympíumeistararnir. Allir leik-
mennirnir nema einn voru af ís-
lenskum ættum og tryggðu þeir sér
gullið 26. apríl
fyrir 100 árum.
„Þetta var stór
stund og merki-
leg í íþróttasögu
Kanada,“ segir
Dan Johnson.
Hann hefur lagt
mikið af mörkum
við að vekja at-
hygli á fram-
göngu Fálkanna
og varðveita söguna og var meðal
annars í fararbroddi fyrir átakinu
„Fálkarnir um alla framtíð“ um ný-
liðin aldamót.
Íshokkí er þjóðaríþrótt Kanada
og má segja að íslensku Fálkarnir,
sem allir fæddust í Kanada, hafi
rutt brautina. Fyrirliði liðsins var
Sigurður Franklín „Frank“ Fred-
rickson (sonur Jóns Vídalíns Frið-
rikssonar og Guðlaugar S.
Sigurðardóttur). Aðrir leikmenn
voru Konráð „Konnie“ Johannesson
(sonur Jóns Jóhannessonar og
Rósu Einarsdóttur), Halldór „Slim“
Halderson (sonur Halldórs S. Hall-
dórssonar og Jórunnar Jónsdóttur),
Magnús „Mike“ Goodman (sonur
Gísla Guðmundssonar og Ólafar
Björnsdóttur), Walter Byron (Jak-
ob Valdimar, sonur Björns Björns-
sonar og Margrétar Kristmanns-
dóttur), Róbert John „Bobby“
Benson (sonur Benedikts
Jóhannessonar og Rósu Guðmunds-
dóttur), varamaðurinn Kristján
„Chris“ Fridfinnson (sonur Jóns
Friðfinnssonar og Önnu Sigríðar
Jónsdóttur),sem nefndur var „su-
per-sub“ og Huck Woodman, sem
var af enskum ættum.
Í hávegum hafðir
Fálkarnir voru teknir inn í heið-
urshöll Íþróttasambands Manitoba
og heiðurshöll íshokkísambands
fylkisins 1980. Varanleg sýning um
Fálkarnir til framtíðar
Ólympíugullið fyrir 100 árum merkileg stund í Kanada
Allir leikmennirnir nema einn voru af íslenskum ættum
Fyrstu ólympíumeistararnir íslensku Fálkarnir frá Winnipeg í Manitoba
kepptu fyrir hönd Kanada 1920. Einn leikmaður var af enskum ættum.
Dan Johnson
H
VAÐA
LAG VERÐUR
NÚ
M
ER
1T
OPP 50
0
VI
Ð
TE
LJ
UM
NIÐU
R 500 BESTU
LÖGIN
!
RE
TRÓ
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég má byrja að hlaupa aftur í júní og ég stefni á að
byrja að æfa körfubolta á fullu í ágúst. Ég sé ekkert því
til fyrirstöðu að ég geti komið mér í gott form áður en
tímabilið hefst í október. Ég hef því litlar sem engar
áhyggjur af næsta tímabili og ætti að vera orðinn klár í
slaginn þegar tímabilið byrjar,“ segir körfuboltamað-
urinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem missti af nær
öllu síðasta tímabili og var síðan sagt upp hjá ÍR. »40
Sigurður ætlar að vera tilbúinn
þegar mótið hefst á ný
ÍÞRÓTTIR MENNING