Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Dyggðir eru lærðar, maðurfæðist til dæmis ekkihugrakkur heldur lærirað vera hugrakkur. Við þurfum að móta viðhorf okkar og tilfinningar og þá er mikilvægt að geta lesið um þær og talað um þær,“ segir Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur, en hann er textahöfundur bókarinnar Heillaspor, gildin okkar. Bókin sú fjallar um gildin sem leggja grunn að farsælu lífi, ætluð börnum og ungmennum, sem og foreldrum. Lífsgildin sem tekin eru fyrir eru gleði, þakklæti, vinátta, hugrekki, samlíðun, fyrirgefning og virðing. Og að læra að elska náttúruna. „Ég vona sannarlega að með þessari bók inni á heimilum fari börn og foreldrar að tala saman um þessi gildi. Til dæmis ef eitthvað kemur upp á hjá krökkunum í tengslum við vináttu, þá er hægt að lesa vináttukaflann í bókinni og ræða um það hvað vinátta er og hvernig vinur við erum. Við sam- ræðuna kemur oft í ljós að foreldrar halda að börnin skilji öll þessi hug- tök, en kannski eru börnin með nýtt sjónarhorn. Þetta getur því verið gagnkvæmt, börnin geta kennt full- orðnum eitthvað um hugtökin og foreldrar geta leiðbeint með gildin ef börnin skilja þau á einhvern skringilegan hátt,“ segir Gunnar og bætir við að bókin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir fjölskyldur til að styðjast við, frekar en að svara öllum spurningum. „Alls ekki segja börnum eða unglingum nákvæmlega hvað þetta er, heldur opna umræðu um hugtökin, því þetta eru lif- andi hugtök sem eru ekki alveg í föstum skilgreiningum. Markmiðið með slíkri umræðu er að gera gott fólk úr börnum og bæta heiminn. Það þarf að hafa fyrir þessu, læra um lífsgildin og rækta þau. Þetta kemur ekki af sjálfu sér.“ Villast síður af vegi Þegar Gunnar er spurður hvort hægt sé að æfa sig í því að vera góð manneskja segist hann hafa fulla trú á því. „Af því maður þarf að æfa sig með því að gera eitthvað og í kjöl- farið upplifa hvernig það virkar á mann. Hvort manni líður betur eftir að hafa til dæmis hjálpað ein- hverjum, þannig æfir maður sig í hjálpsemi og styrkir hana. Allt er þetta þjálfun í að vera manneskja.“ Gunnar segir að oft geri börn og unglingar sér ekki grein fyrir því að viðhorf okkar hafa áhrif á hvern- ig okkur líður. „Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að átta sig á því með því að prófa til dæmis að skipta um viðhorf. Ef þetta á að greypast í manneskju og verða hluti af henni, þá þarf maður að leggja eitthvað á sig. Til dæmis getur það verið ákveðin mannraun að nota mildi í stað hörku. Við sjáum kannski í um- hverfinu að margir bregðast ókvæða við einhverju, eða beita hörku eða ofbeldi, en við þurfum að átta okkur á að það eru til aðrar aðferðir, til dæmis mildi. Ef við getum talað um það við barn hvað mildi er, til að efla mannúð og bregðast fallega við, þá getur barnið upplifað að aðrir bregðast líka öðruvísi við, allt öðru- vísi en að beita hörku. Þannig mót- ar það veginn hvaða aðferðir fólk notar í mannlegum samskiptum. Hvort það verða átök eða friðsemd, að kjósa að vera glaður frekar en fúll. Ef þú talar um þetta og skilur það, þá verður það hluti af þér og þá eru minni líkur á að aðrir geti haft slæm áhrif á þig. Við glímum sannarlega við slíkt í heiminum í dag, þar sem öfgaskoðanir blossa upp. Ef einstaklingur hefur gengið í gegnum að hugsa um öll þessi hug- tök og lært gildin, þá eru miklu minni líkur á að hann villist af vegi. Þess vegna er svo mikilvægt að skrifa um þetta og tala um þetta. Ef grunngildin í lífinu eru vanrækt, þá leysast þau upp.“ Að brjótast undan þrýstingi Gunnar segir að á tímum sam- félagsmiðla og hins mikla hópþrýst- ings sem börn og unglingar verða fyrir sé afar áríðandi að efla hug- rekki. „Hugrekki þarf til að fara eigin leiðir. Vináttan verður líka flókin á gelgjuskeiðinu og á tímum sam- félagsmiðla er trúnaður oft brotinn, þegar fólk til dæmis deilir þar ein- hverju viðkvæmu eða einhverju sem sagt var eða gert í trúnaði. Slíkt getur skemmt góða vináttu. Þess vegna er mikilvægt að á öllum heimilum sé talað um vináttuna, af því hún er lykilþáttur í mannlegu samfélagi. Við þurfum að velta fyrir okkur hvers vegna halda beri trún- að við vin, og hvers vegna ekki megi kjafta öllu í næsta mann. Í umhverfi okkar er hvatning til að gefa allt upp og segja allt, en þú getur valið að vera hugrakkur og ákveðið að gera það ekki. Brotist undan þrýstingi og ekki gert ein- vörðungu það sem fjöldinn segir.“ Hemja þarf ókosti fólks Gunnar segir að þakklæti sé eitt af því sem stundum gleymist. „Maður ætlast til of mikils af öðrum, af samfélaginu og af náttúr- unni, en við gefum kannski lítið til baka og gleymum að þakka. Það getur verið gott að skrifa þakkar- bréf í huganum og senda ákveðinni manneskju, það er ein af þeim léttu núvitundaræfingum sem fylgja hverjum kafla í bókinni. Þetta eru aðferðir til að hugsa um gildin,“ segir Gunnar og bætir við að ekki þurfi einvörðungu að rækta mann- kosti, heldur þurfi ekki síður að hemja ókosti, eins og sjálfselsku, afbrýðisemi, fordóma, hatur, hroka og öfund. „Við þurfum að ræða það við börnin okkar að enginn verður ham- ingjusamur sem hugsar einungis um sjálfan sig. Leyndardómurinn liggur í góðvildinni, að gera öðrum gott. Maður verður ekki fullgildur fyrr en maður stígur fram og gerir eitthvað fyrir aðra. Góðvildin er eitt æðsta gildið, hún er nátengd farsælu lífi.“ Að gera gott fólk úr börnum Allir foreldrar vilja að börn þeirra verði heil- steyptar manneskjur og góðar og að þeim líði vel. Ekki kemur það af sjálfu sér; það þarf að æfa sig í dyggðum og ræða gildin í lífinu. Nýlega kom út bókin Heillaspor, gildin okkar, hugsuð fyrir ungt fólk og fjölskyldur þess. Vinátta Ein þeirra mynda sem prýða bókina og Hera Guðmundsdóttir teiknaði. Helga Björg Kerúlf er hönnuður. Gunnar Enginn verður hamingjusamur sem hugsar einungis um sjálfan sig. látin. Uppeldisbróðir þeirra systk- ina var Jón Hjaltason (Glói) frá Akureyri. Eftir að hafa gengið í farskóla í Fljótsdal sótti hún í skóla á Norð- firði og tók gagnfræðapróf á Akur- eyri. Fór að því loknu til Reykjavík- ur og vann í nokkur ár hjá Landsímanum. Ragnheiður giftist Þórarni Þór- arinssyni, (f. 1914, d. 1986) ritstjóra og alþingismanni, 1943 og áttu þau þrjú börn, Helgu, sem er látin, Þór- arin og Ragnheiði Hrefnu. Þau bjuggu lengst af á Hofsvallagötu 57 í Vesturbæ Reykjavíkur. Ragnheiður á níu barnabörn, fjórtán barnabarnabörn og eitt langalangömmubarn. Þórarinn seg- ir að hún sé bókelsk og hafi yndi af góðum kveðskap. Jónas Hall- grímsson og Einar Benediktsson séu í miklu uppáhaldi. „Hún er gamansöm og frásagnargáfa hennar er í góðu lagi,“ segir Þórarinn. „Samkvæm- ismanneskja var hún mikil og naut sín vel í mannfögnuðum og ekki fannst henni lakara væri eitthvað annað og meira en kaffi og kökur í boði.“ Samferðamenn Ragnheiðar eru nú flestir horfnir á braut og hún saknar þeirra, að sögn Þórarins. „Hún er sannfærður spíritisti og fullvís um framhaldslíf. „Það verður gaman þegar við hittumst öll aftur,“ segir hún gjarnan.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar verður 100 ára á morgun. Undan- farin ár hefur hún búið á Grund hjúkrunarheimili við Hringbraut í Reykjavík og notið þar góðrar umönnunar, að sögn Þórarins Þór- arinssonar, sonar hennar. Ragnheiður fæddist í Geita- gerði í Fljótsdal 19. apríl 1920. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Vigfúsi Guttormssyni Þormar og Helgu Þorvaldsdóttur Þormar, og yngri systkinum sínum, þeim Sig- ríði og Guttormi, sem bæði eru Gleði Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar og Ragnheiður Sigurðardóttir, dótturdóttir hennar, fyrir áratug. „Gaman þegar við hittumst öll aftur“ Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar verður 100 ára á morgun, sunnudag. Nýtur sín innan um fólk, elskar bækur og góðan kveðskap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.