Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Nú er Víkingur- inn farinn til Val- hallar. Þar situr hann kóngur meðal kónga. Gunnar var ekki allra; þeir skildu hann ekki. Gunnar var ekki steyptur í staðlað mót. Mik- ill ljúflingur sem ég fékk að kynn- ast fyrir rúmum 25 árum þegar ég tróð mér inn í fjölskylduna. Hann tók mér strax vel og við fórum fljótlega að vinna saman við flísalagnir úti um allan bæ. Mörg eru þau baðherbergin og gólfin sem við lögðum flísum af öllum stærðum og gerðum. Þar sá ég fljótt að mikið gæti ég lært af þessum listfenga manni. Gunn- ar hafði svolítið hlutina eftir sínu höfði. Þegar þannig stóð á reyndi hann að takmarka tímann sem hann eyddi í vinnunni en stund- um tók hann rispur og vann út í eitt. Ég man sérstaklega eftir því þegar við vorum að flísaleggja saman IKEA-verslunina í Kaup- túni fyrir opnun. Til okkar kom yfirverktakinn síðdegis og tjáði okkur að næsta morgun yrði út- tekt heilbrigðiseftirlits og að sturtur starfsmanna yrðu að vera tilbúnar. Við vorum ekki einu sinni byrjaðir að flísaleggja þær. Við horfðum bara hvor á annan og ákváðum að láta ekki á okkur standa. Þarna unnum við í sitt- hvorri sturtunni, kláruðum rúm- lega sólarhringinn og þegar eft- irlitið kom um níuleytið morguninn eftir vorum við að líma síðustu flísina hvor. Eftirlit- ið var án athugasemda. Svona var Gunnar. Ef hann ætlaði sér virki- lega eitthvað, þá gerði hann það. Eftir því sem árin liðu fór Gunnar að snúa sér meira að aðaláhuga- málinu; norrænum víkingum. Hann stofnaði víkingafélagið Einherja í Reykjavík og stóð að víkingahátíðum. Gunnar safnaði hlutum um áhugamálið og lét einnig smíða það sem hann van- hagaði um. Áhugamálið varð að lífsstíl sem svo náði út fyrir land- steinana. Hann tók þátt í fjölmörgum hátíðum beggja vegna Atlantsála Gunnar Víking Ólafsson ✝ Gunnar VíkingÓlafsson var fæddur 4. mars 1961. Hann lést 6. apríl 2020. Útför Gunnars fór fram 17. apríl 2020. og miðlaði þekkingu um norræna víkinga víða enda vel að sér um málefnið. Gunnar lagði sig fram um að halda í heiðri bestu hluta víkingahefða og virða réttsýni og skipulag þeirra. Gunnari var alla tíð nokkuð sama um álit annarra á því sem hann tók sér fyrir hendur. Þó hann fengi háðsglósur sam- ferðamanna sinna stóð honum bara á sama. Þeir skildu hann ekki eða hvert hann ætlaði sér. Þegar upp er staðið var það Gunnar sem fékk sínu fram- gengt. Nú þegar komið er að kveðjustund og ég er með tár á hvarmi vildi ég óska þess að hafa getað eytt meiri tíma með honum síðustu árin. Ég hefði viljað grafa dýpra í þekkingarbrunn hans og skilja hann betur. Ég veit bara að ég á eftir að sakna hans mikið. En hver veit; kannski hittumst við síðar í Valhöll. Vertu sæll, góði vinur. Þinn mágur, Ásgeir. Nú er fallinn vinur minn, Gunnar Víking Ólafsson, eftir langa glímu við krabbamein. Glímdi hann vel eins og hann á ætt til, afi hans og nafni var Gunnar Salómonsson, þjóð- þekktur glímukappi og aflrauna- maður, þó hlaut Gunnar Víking að lúta ofureflinu að lokum. Gunnar fór til Kaliforníu barn að aldri og ólst þar upp með systkinum sínum fram á ung- lingsár þegar fjölskyldan fluttist til Íslands. Stöku sinnum mátti heyra á tungutakinu að ensku hafði hann lært á undan íslensku og kannski hafði hann einnig haft heim með sér stórhug og bjart- sýni Ameríku sem fóstraði hann ungan. Sagt var um annan mann þarlendan að í persónutöfrum hans hefði falist ótrúlegt næmi á fyrirheit lífsins, sú náðargjöf að missa aldrei sjónar á verðugu markmiði. Það hefði eins getað verið sagt um Gunnar Víking. Ég kynnist honum eftir að hann herjaði bragga frá seinna stríði út úr borgarstjórn, breytti hon- um af fágætri elju í víkingaskála, stofnaði Víkingafélagið Einherja og gerðist jarl. Þegar ég gekk í raðir þeirra gaf hann mér skikkju og spjót sem ber nú heitið Jarls- nautur. Gunnar er sérstakasti maður sem ég hef kynnst, öflugur og hugmyndaríkur, áræðinn, list- fengur og snjall. Drekar yfir burðarásum tjaldbúða voru skornir úr eðalviði og málaðir af vandvirkni. Skeljasandur þekur leikvang við víkingaskálann og háreist mön í kring en reka- drumbar í röð þar sem Einherjar æfa vopnaburð líkt og í skylm- ingaskóla. Merkið er gullið vík- ingaskip á rauðum grunni milli öndvegissúlna, er það jafnframt fyrsta merki Reykjavíkur, sem Gunnar fann á ljósmynd og forð- aði frá gleymsku. Á langri ævi hafði ég aldrei fengið slíkar upphringingar: Baldur, viltu leika í kvikmynd um Baskavígin? Ég var að útvega okkur hlutverk. - Hundrað manna víkingaskip, Haraldur hárfagri, er á siglingu til Íslands, viltu stíga um borð? Förum þá í hertygi og flytjum þeim kvæði. - Baldur, komdu niður á Ingólfs- torg með hjálm og sverð. Ég fékk ræðismenn landanna til að berj- ast fólki til skemmtunar áður en fótboltinn byrjar. Þeir þurfa vopn. - Heyrðu, viltu stofna mót- orhjólaklúbb? Við látum hann heita Norse Riders og verða vin- sælan um allan heim. - Hvað seg- irðu um að finna fleytur og end- urtaka Flóabardaga á Tjörninni? Gunnar Víking var á sextug- asta aldursári þegar hann féll. Hann var fríðleiksmaður, ljós- jarpur á hár og skegg, þrekinn og mikill á velli, þykknaði nokkuð á seinni árum en bar þungavigtina vel sökum líkamsbyggingar sinn- ar. Hann hafði ríka frásagnar- gáfu og þegar Óðinn tekur við honum og setur hann hjá sér í öndvegi mun hann vissulega gleðja Einherja í Valhöll með sögum, því hann kunni þá list að snúa við orðum Ara fróða og hafa það heldur sem betur hljómar, enda færði Gunnar ekki sagn- fræði til bókar, heldur sagði skemmtisögur. Hann var þrek- maður í lund og hafði áður en hann kvaddi látið smíða sér kistu eftir máli og bautastein sam- kvæmt skýrri forskrift. Það lýsir honum vel. Með þessum orðum kveð ég nú minn góða vin. Jafnoka hans hitti ég ekki aftur. Ég votta dætrum Gunnars, móður hans og systkinum dýpstu samúð. Baldur Gunnarsson. Elsku afi minn, Ég ætlaði fyrst að láta fylgja sálm númer 343 í sálma- bókinni (Skín guð- dóms sól e. Ólínu Andrésdóttur) sem verður lesinn upp í jarðar- förinni þinni. Síðan rak ég augun í þessi orð úr Hávamálum sem mér fannst eiga betur við hérna í minningargreininni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þú varst nefnilega afskaplega hlýr og góður og eflaust eru margir fleiri sem taka undir það. Ég kom á tímabili nánast viku- lega til þín og iðulega þegar ég kom tókstu í hendurnar á mér og Sigurjón Eðvarð Sigurgeirsson ✝ Sigurjón Eð-varð Sigur- geirsson fæddist 8. ágúst 1940. Hann lést 4. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. spurðir „Hvað, er svona kalt úti?“ og síðan bléstu á hend- urnar mínar og nuddaðir í þær hita. Hendurnar þínar héldust samt alltaf hlýjar og mjúkar þó að þú tækir að þér að hlýja mínum höndum. Heimsókn- irnar einkenndust oftast af nammiáti, sjónvarpsglápi eða spjalli og kannski smá gönguferð um ganga dvalarheimilisins eða í garðinum í kring þegar veður leyfði. Sjálf hef ég ekki bílpróf en stundum var farið í bíltúra þegar viljugur bílstjóri var fundinn í verkið. Þakklátust er ég fyrir eina minninguna sem ég fæ að halda í. Þegar við púsluðum saman hesta- púslið. Þú varst ekki alveg sann- færður, þegar við byrjuðum á því, hvort þér myndi nokkurn tímann takast að klára það. En viti menn, þegar ég kom til þín nokkrum dögum seinna stóð það fullklárað á borðinu hjá þér. Þá var ekkert annað að gera en að ramma það inn og síðan þá hefur það staðið stolt í herberginu þínu. „Ísland er besta land í heimi og íslenski hesturinn er besti hestur í heimi!“ kvaðstu oftar en ekki. Sönnun þess stendur núna í mínu herbergi þar sem hesturinn fær að vera héðan af, þú ert velkom- inn hvenær sem þú vilt að koma og kíkja á hann og dást að honum. Ég elska þig, afi minn. Þitt barnabarn, Unnur Hlíf. Ég átti því láni að fagna að kynnast Edda tengdaföður mín- um fyrir átta árum, þegar ég hóf sambúð með henni Þóru minni. Hann bjó hjá okkur á þessum tíma og naut mikils ástríkis dótt- ur sinnar. Síðustu æviárin bjó hann á dvalarheimili Hrafnistu í Boðaþingi og naut þar góðs at- lætis. Það var alltaf gott að koma til hans þangað, spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar, glugga í bækur eða horfa á íþróttir í sjón- varpinu með honum. Oft dró hann fram eitthvert góðgæti, snakk og súkkulaði – og ískalt appelsín var hans drykkur, enda var Eddi mikill bindindismaður og taldi að það hefði orðið sér til gæfu í lífinu. Stundum fórum við í bíltúra og þá lá leiðin gjarnan um Víðidalinn að skoða hesta, því Eddi hafði átt hross og stundað hestamennsku fyrr á ævinni. Einnig var stund- um tekinn krókur á bílasölur í Ár- bænum, því Eddi var áhugamað- ur um bíla og mjög áhugasamur um þróun rafmagnsbíla. Þá kom fyrir að ekið væri upp í Heiðmörk að líta á trjágróðurinn og fugla- lífið. Bíltúrinn var þó ekki full- kominn fyrr en við höfðum farið í ísbúð og ísinn vildi hann ævinlega í boxi með jarðarberjasósu. Eddi kom gjarnan til okkar norður í land á sumrin þegar við vorum flutt þangað og dvaldi hjá okkur í nokkra daga í senn. Þá var ekið um sveitirnar í Skaga- firði og í Eyjafirði. Á Akureyri var litið í heimsóknir til systkina hans þar og gamalla og góðra vina. Það var gott að vera sam- ferðamaður hans í þessum ferð- um, því hann naut þess svo mjög að ferðast og skoða sig um og hitta fólkið sitt. Eddi var einhver sjá ljúfasti maður sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Það var alltaf stutt í bros og hlátur hjá honum. Eddi var maður tilfinninga en virtist eðl- islægt að líta á björtu hliðar lífs- ins, var oftast æðrulaus, glaður og þakklátur fyrir það sem hann hafði. Það var mjög notalegt og gef- andi að vera í nærveru hans og spjalla við hann eða slaka á með honum. Hann unni mjög dætrum sínum og barnabörnunum og það var svo sannarlega gagnkvæmt. Öllum sem umgengust hann varð hlýtt til hans. Hann var einhvern veginn þannig að annað var ekki hægt. Blessuð sé minning Edda, þessa ljúfa og góða manns. Jóhann Frímann Gunnarsson. Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 11. apríl. Útförin verður 20. apríl frá Borgarneskirkju en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður hún haldin í kyrrþey. Hinrik N. Valsson Daniela Björgvinsdóttir Kristín M. Ágústsdóttir Gyða B. Ágústsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og vinkona, GUÐBJÖRG BERGLIND DEMUSDÓTTIR JOENSEN lést á Landspítalanum mánudaginn 13. apríl. Útför fer fram í kyrrþey föstudaginn 24. apríl. Vignir Þór Birgisson Fríða Björk Einarsdóttir Halldóra Birgisd. Whittaker Grant Whittaker Vignir Demusson Þuríður Gísladóttir Alda Demusdóttir Sveinn Ísaksson Súsanna Demusdóttir Jón Guðmundsson barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BEINTEINN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Álfabergi 28, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey föstudaginn 24. apríl. Ásta Óla Gunnarsdóttir Gunnar Á. Beinteinsson Þuríður E. Gunnarsdóttir Ásta Björk, Auður Ýr og Helga Sif Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÓLAFSSON frá Króksfjarðarnesi, lést föstudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 5. maí klukkan 13. Athöfninni verður streymt beint á facebook-síðu Seljakirkju. Rannveig Guðmundsdóttir Guðmundur Bjarnason Bryndís Pétursdóttir Birkir Þór Guðmundsson Bjarni Guðmundsson Rannveig Guðmundsdóttir Ástkær móðir, amma og vinkona, JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík laugardaginn 11. apríl. Oddný Kristín Óttarsdóttir Kjartan Sævar Óttarsson Karen Birta Kjartansdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdapabbi, afi og langafi, JÓNATAN ÞÓRISSON, Barrholti 14, Mosfellsbæ, andaðist á líknardeild Landspítalans að morgni dags 15. apríl. Hjartans þakkir til starfsfólks fyrir auðsýnda hlýju og samúð. Útförin fer fram í maí. Ragnhildur Jónsdóttir Elva Björk Jónatansdóttir Kristján Haukur Kristjánsson Guðrún Dís Jónatansdóttir Árni Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.